Alþýðublaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 15
Laugardagur 16. febrúar 1985 15 Kennarafélag Reykjavíkur: Skóla- haldi stefnt í voda Fundur trúnaðarráðs Kenn- arafclags Reykjavíkur haldinn 13.2. 1985 lýsir yfir eindregnum stuðningi við kjarabaráttu kennara í Hinu islcnska kenn- arafélagi. Fundurinn telur það sýna litilsvirðingu við kennarastétt- ina að nú aðeins hálfum mánuði áður en uppsagnir kennara Hins íslenska kennarafélags korna til framkvæmda skuli mennta- málaráðuneytið fara fram á framlengingu uppsagnarfrests. Trúnaðarráð KFR vill benda á þá staðreynd að á síðustu vik- um og mánuðum hafa kennarar séð sig tilneydda til að hætta kennslustörfum vegna lélegra launa sem eru í engu samræmi við menntun, ábyrgð og vinnu- tíma. Nú er svo komið að erfitt reynist að fá til starfa kennara með kennsluréttindi í Reykjavík og fyrirséð að fjöldi kennara með margra ára starfsreynslu muni hætta störfum í haust. Ef ekki er tryggð leiðrétting á kjörum kennara er öllu skóla- haldi á íslandi stefnt í voða. Það er á ábyrgð stjórnvalda ef kenn- arar í Hinu íslenska kennarafé- lagi neyðast til að ganga út úr framhaldsskólunum 1. marsnk. Kratar í verkalýðs- hreyfingunni á ferð Þessi mynd var tekin fyrr í vetur af nokkrum vel þekktum verkalýðs- foringjum úr röðum alþýðuflokks- manna, þá er þeir ferðuðust um Noreg og Svíþjóð og kynntu sér málefni verkafólksins, starf og skipulag verkalýðshreyfingarinnar, þar í löndum. Á myndinni eru frá vinstri: Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusam- bands Vestfjarða, Guðríður Elías- dóttir, varaforseti Alþýðusambands íslands og formaður verkakvenna- félagsins Framtíðarinnar í Hafnar- firði, Ragna Bergmann, formaður verkakvennafélagsins Framsóknar í Reykjavík, Sigurbjörn Björnsson, starfsmaður verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og ná- grennis, Hallsteinn Friðþjófsson, formaður verkamannafélagsins Einingar á Akureyri, Grétar Þor- leifsson, formaður Félags bygging- armanna og loks Þráinn Hallgríms- son, starfsmaður Menningar- og fræðslusambands alþýðu, en hann var hópnum til halds og trausts. Píanótónleikar í Þjóðleikhúsinu Martin Berkofsky leikur verk eftir Liszt til styrktar Samtökum um byggingu tónlistarhúss Næstkomandi inánudag verða haldnir tónleikar í Þjóðleikhúsinu kl. 20.30. Það er píanóleikarinn Martin Berkofsky, sem inun leika verk eftir tónskáldið Franz Liszt. Allur ágóði af tónleikunum mun renna til samtaka um byggingu tón- listarhúss. Á efnisskránni eru ungversk rapsódía no. 9, Harmonies de Soir no. 11, Un Sospiro, Lyon, Valse Oubliée no. 1, Waldesrauschen og Eftir fyrirlestur Dantes. Martin Berkofsky Martin Berkofsky er rúmlega fer- tugur Bandaríkjamaður og er hann nú nýkominn úr 6 vikna tónleika- ferðalagi á vegum U.S. State Department til Sovétríkjanna og annarra Austantjaldslanda, auk Tyrklands og Kýpur. Hann býr nú með eiginkonu sinni, píanóleikar- anum Önnu Málfríði Sigurðardótt- ur, suður á Garðskagavita. Hann er fæddur í Washington, hlaut tónlist- armenntun sína við Peabody tón- listarskólann, var styrkþegi við Vínarakademíuna og Yale háskóla, þar sem hann lagði stund á fræði- mennsku. Fræðistörf hans á tón- listarsviðinu eru athyglisverð, þann- ig hefur hann t. d. fundið og komið á framfæri konsertum eftir nokkra gamla meistara. Sem konsertpíanisti hefur Berkofsky komið fram í 4 heimsálf- um. Hann hefur leikið m. a. með Lundúna- og Berlínarsinfóníunni, hann hefur leikið í yfir 170 útvarps-. og sjónvarpsþáttum báðum megin Atlantshafs svo og á listahátíðum. Þegar hann kom fyrst fram í New York árið 1965, þá fullyrti gagnrýn- andi New York Times: „Tónleikar þessir voru þeir áhrifamestu og áhugaverðustu í ár“. Aldrei hefur «ríkt lognmolla um píanóleik Berkofsky og eru flestir sammála um yfirburðatækni hans. Er því kannski rétt að enda á orðum gagn- rýnanda, sem skrifaði um Liszt- tónleika hans í Stuttgart: „Aldrei heyrt slíkan flutning fyrr . . . ótam- inn og eldlegur . . . djöfullega upp- ljómandi inferno . . . ótrúlega þrumandi“ Martin Berkofsky og Franz Liszt eru samofnir í hugum íslenskra tón- listarunnenda eftir tónleika sem hann hélt i Þjóðleikhúsinu vorið 1983. Um þá tónleika skrifaði Jón Ásgeirsson í I^prgunblaðið: „Aðra stundina leikur hann sér því að skálda í tónana angurværð, en þrumar því næst boðskap höfuð- skepnanna.Þannig sveiflast leikur hans milli viðkvæmni og storma- þrunginna átaka með svo miklum andstæðum að fágætt má telja“ Franz Liszt Nafn Franz Liszt kallar fram í hugann ýmsar öfgakenndar mynd- ir; mynd af loddara og píanósnill- ingi, mynd af spjátrungi og djúp- hugulu tónskáldi, glaumgosa og Martin Berkofsky ástríkum föður. Þessar andstæður eiga allar við um Farnz Lizst, undrabarnið, sem varð eftirlæti aðalsins, sem varð bráðþroska lista- maður og tónskáld, og sem 18 ára varð bókstaflega dauðvona vegna ástarsorgar og varð naumlega forð- að frá því að ganga í klaustur. Yfir- borðsmaður, en um leið vinur fremstu hugsuða síns samtíma á sviði lista og stjórnmála. Hann umbylti hefðbundinni tækni píanóleiks, og áhrifa hans sem tónskálds má finna í tónsmíð- um 20. aldar tónskálda eins og t. d. Bartok og Schönberg. En þótt lífs- stíll hans ylli hneykslun samtíma- manna hans og kæmi jafnvel páfa- stóli í vanda, þá hafði hann lokið flestum áfangaprófum að prest- skap þegar hann lést. Pönkari síns tíma eða framsæk- inn hugsuður og listamaður? Sú flokkun skiptir líklega engu máli, enda eru þetta ekki endilega ósætt- anlegar andstæður. Ýmsir gagnrýnendur hafa í áranna rás haft tilhne.igingu til að afgreiða tónsmiðar Lizst sem bil- legar tæknibrellur án dýptar. E. t. v. væri réttara að segja, að ýmis verk Lizst krefjist meiri dýptar af flytj- anda verksins en flestir skólar í dag rækta með nemendum sínum. Hin rómantíska túlkun hefur oft óverð- skuldað fengið óorð á sig, „býró- kratar píanósins“ hafa fremur verið í fararbroddi. Það er því gæfa okk- ar hér norður við heimskautsbaug, að Martin Berkofsky telur sig ekki í hópi hinna síðasttöldu. Það er löngu viðurkennt að hér á landi bráðvantar tónlistarhús. Því tóku nokkrir einstaklingar sig sam- an og hófu undirbúning að stofnun samtaka til byggingar tónlistarhúss, vorið 1983. Eftir miklar vangavelt- ur hefur verið talið heppilegast að byggja tónlistarhús með einum 1400 manna sal og öðrum fyrir 250 manns. Borgaryfirvöld hafa boðið lóð í Öskjuhlíðinni, og nú er undir- búningur fyrir hönnunarsam- keppni á lokastigi. Einsog fyrr segir mun allur ágóði af tónleikum Martin Berkofskys renna til Samtaka um byggingu tón- listarhúss. Um svipað leyti mun einnig Fílharmóníuhljómsveit Lundúna halda tónleika undir stjórn Vladimir Ashkenazy til styrktar sama málefni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.