Alþýðublaðið - 01.05.1990, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 01.05.1990, Qupperneq 8
8 Þriðjudagur 1. maí 1990 Kveðjur og ávörp á L maí frá innlendum aðilum Til allra verkalýðsfélaga og sambanda innan ASI. Góðir félagar! Kjörorð 1. maí í ár er Ný sókn. Það minnir okk- ur á markmið samninganna sem undirritaðir voru 1. febrúar. Með víðtækri samstöðu tókst okkur að knýja fram miklar breytingar á efnahagslífi þjóðarinnar:. Samningarnir fólu í sér lækkun nafnvaxta, umtalsverða lækkun verðbólgu, stöðugra gengi, tíma- bundið fast verð á búvörum auk þess sem skorður voru reistar við gjaldtöku ríkis og sveitarfélaga. Á næstunni mun lánskjaravísitala því hækka minna en dæmi eru um í langan tíma. Það er of snemmt að fullyrða að okkur hafi tekist að rjúfa vítahring verðbólgunnar. Við höfum unnið orrustu en það er óvíst hvort við vinnum stríðið. Við erum í sókn. Allar áætlanir sem við gerðum hafa staðist vel fram til þessa. Með samstilltu átaki hefur okk- ur tekist að lækka nafnvexti úr 30% í 14%. Framfærsluvísitala hækkaði um 0,3% í síðasta mán- uði. Það jafngildir 3,6% verðbólgu á 12 mánuðum. Þennan sögulega árangur getum við framar öðru þakkað samstöðu og áræðni okk- ar í samningunum og góðu eftirliti með framkvæmd þeirra. Óviss- unni í atvinnumálum hefur ekki verið eytt. Fn það fjöldaatvinnu- leysi sem spáð var virðist úr sög- unni. Aukinn stöðugleiki færir okkur trú á framtíðina. Febrúar- samningarnir staðfesta að með samstilltu átaki og samstöðu geta stéttarfélögin áorkað miklu. Framundan er erfitt verkefni. Á sama tíma sem viö eigum að standa vörð um góðan árangur verðum við að sækja fram og bæta kaupmátt launa í takt við batnandi þjóðarhag. Jafnframt því verðum við að styrkja innviði velferðar- þjóðfélagsins. Stærsta verkefnið er að tryggja afkomu þeirra sem búa við lökust kjör í þjóðfélaginu. Góðir félagar! Við stóðum saman um að marka stefnuna um áramót. Nú er að standa saman um að fylgja samn- ingi okkar eftir. Við fögnum þeim árangri sem við höfum náð. Knýj- um því á um öfluga sókn. Meö baráttukveðju! Ásmundur Stefánsson, forseti ASI. Enginn getur haldið því fram að 1. maí 1990 sé sigurdagur verkafólks. Fyrir eitt hundrað árum sameinaðist verkalýðs- hreyfing heimsins um fyrsta maí sem alþjóðlegan baráttu- dag. Ein aðal krafan var um líf- vænleg laun fyrir átta stunda vinnudag. Eitt hundrað ár hafa lifið og hvar stöndum við? Is- lenskar konur eru langt frá því að geta séð sér og sínum far- borða fyrir átta stunda vinnu- framlag. Síðustu kjarasamningar, Núllið stóra, bættu ekki hag kvenna. Konur fylla lægstu launaflokkana og þurfa að bæta á sig vinnu til að hafa fyrir nauðaþurftum. Það er niðurlægjandi að vinnuframlag einstaklinga sé svo lágt metið að að ógerningur sé að lifa af launun- um. Samtök kvenna á vinnumarkaði skora á samningamenn að gefa út leiðbeiningar um hvernig sé hægt að lifa af umsömdum töxtum. Okkur er það hulið. Hvert ykkar treystir sér til að lifa af 40 þúsund krónum á mánuði? Er ekki kom- inn tími til að við semjum sjálfar um okkar laun, miðað við okkar eigin þarfir. Samningar sem ekki er lifandi af leiða meðal annars til eiginhags- munapots, sérgæsku, svartrar vinnu og verktakavinnu og sam- staðan minnkar í sama hlutfalli. En án samstöðu komum við eng- um breytingum til leiðar. Ein og ein erum við máttvana en saman getum við gert ótrúlegustu hluti. Að undanförnu hefur atvinnu- leysi farið vaxandi og eru mörg dæmi þess að fólk hefur misst öll réttindi vegna þess að það hefur verið atvinnlaust of lengi. Þetta hefur að sjálfsögðu bitnað harðast á konum. Eitt af helstu hlutverk- um hvers þjóðfélags hlýtur að vera að tryggja öllum þegnum sinum starfa við sitt hæfi og öruggt lifs- viðurværi. Þjóðfélag sem ekki gerir það á engan rétt á sér. Á fyrsta maí fyrir tuttugu árum gengu konur á rauðum sokkum niður Laugveginn með styttu af Lýsiströtu í fararbroddi og kröfð- ust réttar síns. Samtök kvenna á vinnumarkaði eru eðlilegt fram- hald af starfi rauðsokka. Við göng- um í dag án Lýsiströtu, en baráttan heldur áfram. Við þurfum ekki ímyndir til að hvetja okkur í bar- áttunni, líf okkar og barna eru í veði. Áfram stelpur! í tilefni af 1. maí býður Nýr vettvangur öllum Reykvíking- um til tvenns konar dagskrár. I Iðnó verður opið hús frá kl. 15.00 þar sem forráðamenn og frambjóðendur Nýs vettvangs taka móti gestum. Gestgjafi verður Ólína Þorvarðardóttir, efsti maður framboðslista Nýs vettvangs/H-listans. Stutt ávörp flytja þau Guðrún Jóns- dóttir arkitekt og Sigurður Rúnar Guðmundsson, stjórn- armaður í Dagsbrún. Hrafn Jökulsson flytur ljóð og hljóm- sveitin „Síðan skein sól“ leikur ljúfa tóniist. Kaffi, gos og kök- ur verða á boðstólum og fólk er hvatt til að taka börnin með. Aðgangur er ókeypis og er öll- um heimill á meðan húsrúm leyfir. Að kvöldi 1. maí gengst Nýr vettvangur fyrir blúskvöldi á Hót- el Borg. Þar koma m.a. fram söngvararnir Bubbi Morthens og Andrea Gylfadóttir og hljómsveit- in „Tregasveitin" sem inniheldur m.a. feðgana Guðmund og Pétur Tyrfingsson. Sérstakur gestur á hátíðinni verður Kristín Á. Ólafs- dóttir. Blúskvöldið hefst kl. 21.30 og stendur til klukkan eitt eftir miðnætti. Nýr vettvangur sendir öllu launafólki baráttukveðjur í tilefni dagsins og hvetur ailt launafólk til að taka höndum saman í barátt- unni fyrir bættum kjörum. Nýr vettvangur bendir á að kjör launa- fólks ráðast ekki síst af félags- og atvinnlegu öryggi. í borgarmála- stefnu Nýs vettvangs er m.a. lögð rík áhersla á aukna og nútímalega þjónustu við fjölskylduna, dreif- ingu valds og ábyrgðar, mann- eskjulegt og heilbrigt umhverfi, og ekki síst öryggi í húsnæðis-, at- vinnu- og umferðarmálum. Á vett- vangi stjórmálanna mun Nýr vett- vangur því leggja ofurkapp á bætt kjör og vellíðan Reykvíkinga. Fulltrúaráð verkaýðsfélag- anna í Reykjavík, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Iðnnemasamband Islands gangast fyrir hátíðarhöldum á 1. maí í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkafólks. í ár verður safnast saman við Hlemm kl. 13.30 og gengið niður Laugaveginn að Lækjartorgi þar sem fundur verður haldinn. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðra- sveitin Svanur munu leika fyrir göngunni. Ræðumenn dagsins verða Ásmundur Stefánsson for- seti ASÍ og Sigríður Kristinsdóttir formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Auk þeirra mun Einar Gunnarsson formaður félags blikksmiða syngja einsöng við pianóundirleik Hólmfríðar Sigurðardóttur. Einnig mun Helga Þ. Stefensen flytja ljóð. Fundar- stjóri verður Sigurður Bessason verkamaður. Án lýðræðis og frelsis verður engin þróun segir í ávarpi frjálsra verkalýösfélaga 1. maí markar tímamót. Barátta verkalyðsins fyrir félags- legu réttlæti og sjálfsvirðingu er aldargömul. Síðasta ár hafa unnist stórir sigrar og glæstar vonir vaknað hjá frjálsri verkalýðshreyfingu. Fyrir ári síöan var baráttudagurinn víða haldinn undir þrúgandi oki kúgunar. Fyrir aðeins einu ári voru Ceaucescu, Honecker, Jivkov og Pinochet enn við völd. Við eigum þó að gera meira en staldra við og líta yfir farinn veg. í dag eigum við að leggja drög að framtíðaráformum. Við þurfum að tryggja að frjáls verkalýðshreyfing eigi verðskuldaða hlutdeild í end- uruppbyggingunni. Pólitísk um- brot í Austur- og Mið-Evrópu, einn Evrópumarkaður árið 1993 og þróunin í þriðja heiminum kalla á tillögur. Þó þarf meira en tillög- urnar einar. Við þurfum að hafa hönd í bagga við enduruppbygg- inguna. Framtíðin verður hvorki mótuð gegn okkur né án okkar. Hún verður mótuð með beinni þátttöku samstíga verkalýðshreyf- ingar, undir merkjum lýðræðis og sjálfstæðis. Upphafið Hrun kommúnismans táknar ekki sögulok fyrir samband frjálsra verkalýðsfélaga. Nýr kafli í baráttu hreyfingarinnar er að hefj- ast. Við verðum aö nýta tækifærið, til að byggja réttlæti og frelsi á rústum alræðis og kúgunar. Sumir óttast að óheftur, herskár kapital- ismi leysi kommúnismann af hólmi. Til að koma í veg fyrir það, verðum við að hjálpa til við að koma á heilbrigðu lýðræði. Sú þróun verður að taka mið af þeim atriðum sem við höfum að leiðar- Ijósi, réttlæti, jöfnuði, frelsi og friði. Aðstoðin við Austur-Evrópu má ekki ganga gegn þessum gild- um. Við höfnum útlendingahatri og ofuráherslu á þjóðernishyggju, en viljum félagslega þróun og ný- sköpun í efnahagslífi. Afvopnun í þágu þróunar Breyttar aðstæður færa okkur einstakt tækifæri. Þíða í samskipt- um risaveldanna veitir svigrúm til afvopnunar og lýðræðisþróunar. Alþjóðleg verkalýðshreyfing má þó ekki gleyma öðrum mikilvæg- um verkefnum. Við verðum að efla samstöðu með þróunarlönd- um, þar sem efnahagskreppa, er- lendar skuldir, félagsleg einangr- un og uppreisnir ógna lýðræðinu. Það er æ erfiðara að draga fram lífið og mannslífið er lítils metið. í þessum löndum hafa frjáls verka- lýðsfélög mikilvægu hlutverki að gegna. Lýðræði getur ekki þróast án efnahagsþróunar. Án lýðræðis og frelsis verður engin þróun. Við- skilnaður gömlu kommúnistafor- ingjanna, herforingjastjóranna í rómönsku Ameríku og síðustu vígi nýlendustefnu og kynþáttaað- skilnaður bera þessu glöggt vitni. Alls staðar þar sem harðstjórn er við lýði, munu frjáls verkalýðs- félög stórefla baráttuna. Þau munu gefa gaum að vonum og væntingum þeirra sem verst verða úti vegna félagslegs ranglætis, efnahagskreppu og kúgunar. Fyrir okkur er ekkert til sem heitir góð harðstjórn. Það er aldrei réttlæt- anlegt að neita fólki um frelsi. Jörðin er fyrir okkur öll Baráttan fyrir vernd umhverfis- ins er hluti af hinu nýja hugtaki al- þjóðleg samstaða Mengunar- slys í Austur-Evrópu, rányrkja í þriðja heiminum og vaxandi mengunarhætta setja Alþjóða- sambandi frjálsra verkalýðsfélaga ný landvinningamarkmið. Verka- menn verða fyrstir fyrir barðinu á umhverfisslysum og óheilnæmum vinnuskilyrðum. Slíkt kemur þó öllum við. Umhverfismál snerta alla jarðarbúa. Þess vegna krefj- umst við fyrirhyggju í umvherfis- málum, alls staðar í heiminum. Fyrir hundrað árum börðust verkamenn í Chicago fyrir átta stunda vinnudegi, sjálfsvirðingu og fyrir réttinum til að vinna. Heimurinn þarfnast þess í dag, meira en nokkru sinni, að við fet- um í fótspor þeirra. Samband frjálsra verkalýðsfélaga mun beita öllum kröftum sínum til að eink- unnarorð sambandsins, brauð, friður og frelsi verði að veru- leika í öllum heimsálfum. Við munum berjast fyrir því að ný- fengnu frelsi í heiminum fylgi jöfn- uður og bræðralag.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.