Alþýðublaðið - 01.05.1990, Side 10
1Ö
Þriðjudagur 1. maí 1990
Enga nætur- og
heigidagavinnu
— var krafan fyrir tœpum 70 árum
Fyrsta 1. maí ganga verkalýðs-
félaganna fór fram í Reykjavík
árið 1923. Þetta var þar að auki
fyrsta kröfugangan sem farin
var hér á landi.
Verkamenn söfnuðust saman við
Báruhúsið, en það hús stóð við
Tjörnina á sama stað og nú er verið
að reisa Ráðhús Reykjavíkur. Þaðan
var gengið undir rauðum fána um
ýmsar götur bæjarins og Lúðrasveit
Reykjavíkur gekk í broddi fylkingar.
í kröfugöngunni voru borin 28 hvít
merki með ýmiss konar áletrunum.
Að lokum var staðnæmst á lóð á
horninu á Ingólfsstræti og Hverfis-
götu, þar sem nú stendur Alþýðu-
húsið, og hófust þar ræðuhöld.
Aðalræðumaður var Hallgrímur
Jónasson kennari en einnig töluðu
þeir Héðinn Valdimarsson og Ólafur
Friðriksson. Lúðrasveitin lék „Sko
roðann i austri" og „International-
inn".
Það er athyglisvert fyrir nútíma-
manninn að velta fyrir sér þeim
slagorðum sem letruð voru á kröfu-
spjöldin. Það stóð m.a. „Fram-
leiðslutækin þjóðareign", „Einka-
sala á afurðum landsins", „algert
bann á áfengi", „Niður með vínsal-
ann“, og síðast en ekki síst „Enga
nætur og helgidagavinnu!" Það
myndi lítið þýða að koma með þessa
síðastnefndu kröfu nú á tímum.
Héðinn Valdimarsson var einn af ræðumönnum á fyrstu 1. maí hátíðinni á ls-
landi.
Hátídarhöldin 1930
Skafti Guðjónsson Ijósmyndari tók þessa mynd af 1. maí göngu árið 1937.
En nein var ei öld við
alþýðu kennd
— orti séra Siguröur Einarsson fyrir 60 árum
Það var sól og fallegt veður 1.
maí 1930. Þá fóru hátíðarhöldin
fram á Austurvelli og ríkti þar
mikil eining meðal fundar-
manna. Jón Baldvinsson hélt að-
alræðuna en einnig töluðu þeir
Stefán Jóhann Stefánsson, Har-
aldur Guðmundsson, Sigurjón
Á. Ólafsson, Ólafur Friðriksson
og Brynjólfur Bjarnason. Ekki
er víst að almenningur í dag
myndi nenna að hlusta á svona
marga ræðumenn en Alþýðu-
blaðið sagði frá því að Lúðra-
sveit Reykjavíkur hefði „á milli
ræðanna leikið jafnaðarmanna-
lög.“
Um kvöldið var haldin skemmtun
í Iðnó og var þar uppselt. Þar flutti
m.a. séra Sigurður Einarsson frum-
samið kvæði. Alþýðublaðið birti
hluta af því:
Menn kendu hér aldir við
konung og prest
við kúgun og raunahag.
En nein var ei öld við alþýðu
kend
nú er hún að hefjast í dag.
Og þessi nýja, náttgamla öld
fær nýjan hreim í sitt mál
nýjan himin og nýja jörð
nýja hugsun og nýja sál.
Karpað við
ihaldið um fjölda
fundarmaitna
„Áhrifarík hátíðarhöld verka-
lýðsins hér í Reykjavík 1. maí.“
sagði Alþýðublaðið eftir 1. maí
árið 1940 með flennifyrirsögn á
forsíðu.
Hátíðarhöldin voru haldin í
skugga styrjaldarinnar en menn
létu það ekki aftra sér í því að karpa
við íhaldið. Alþýðublaðið gagn-
rýndi Morgunblaðið fyrir að Ijúga
um fjölda fundarmanna á fundinum
og sagði að á skemmtun sjálfstæðis-
manna í Gamla Bíói hefðu verið 75
manns, þar með taldir söngvarar og
aðrir skemmtikraftar!
Skafti tók einnig þessa mynd á 1. maí 1940 í Austurstræti.