Alþýðublaðið - 01.05.1990, Qupperneq 11
Þriðjudagur 1. maí 1990
11
Hátíðarhöldin 1950
/,Fólkið streymdi i burtu ú
meðan á ræðu hans stéð"
— gluggaö í Alþýöubladið fyrir 40 árum
Það var heldur betur annað
hljóð í strokknum hjá Alþýðu-
blaðinu áratug síðar, 1950. Þar
stendur í stórri fyrirsögn á for-
síðu „Margar þúsundir mót-
mæltu gengislækkun, kaupráni
og kjaraskerðingu á Lækjar-
torgi 1. maí.“ Það þarf ekki að
taka það fram að þá var við völd
samstjórn Framsóknarflokksins
og Sjálfstæðisflokksins undir
forystu Steingríms Steinþórs-
sonar, en Alþýðuflokkurinn í
harðri stjórnarandstöðu.
Þó svo að ríkisstjórnin væri höf-
uðandstæðingurinn þá var grunnt á
því góða milli Alþýðuflokksmanna
og kommúnista. Helgi Hannesson
forseti ASÍ gagnrýndi málflutning
kommúnista harðlega, auk þess
sem hann skaut föstum skotum að
ríkisstjórninni.
Ræðumenn Sósíalistaflokksins
voru þeir Eðvarð Sigurðsson,
Tryggvi Sveinbjörnsson og Eggert
Þorbjarnarson en sá síðastnefndi
var formaður fulltrúarráðs verka-
lýðsfélaganna. Alþýðublaðinu
fannst tilefni til þess að segja að
„fundarfólkið streymdi í burtu á
meðan á ræðu hans stóð." Þess má
geta að Eggert var síðastur í röðinni
af ræðumönnum þannig að deila
má um hvort fólki líkaði ekki mál-
flutningur hans eða hvort menn
voru búnir að fá nóg af fundahöld-
um.
Reykjavikurhöfn var iöngum ein af lífæöum þjóöarinnar og hafnarverkamenn
voru oft í fararbroddi fyrir hátíöarhöldunum á 1. maí.
'VWUiltStf!
Svipmynd af Bernhöftstorfunni á sjötta áratugnum.
Ilmsögnin ekki lengur á forsíðu
Emil uardi efnahagsaögeröir ríkisstjórnarinnar
Það er greinilegt að nokkuð
hefur dregið úr mikilvægi 1. maí
á sjötta áratugnum. Alþýðublað-
ið sá ekki ástæðu til að geta um
hátíðarhöldin á forsíðu eins og
áratugina á undan heldur var
umsögnin færð inn á blaðsíðu 5.
Reyndar voru hátíðarhöldin á
vegum Sósíalistaflokksins eða
kommúnista, eins og blaðið kaus að
kalla forsvarsmenn hátíðarhald-
anna, það árið og það gæti hafa spil-
að inni í staðarval fréttarinnar. í stað
þess að vitna í ræður fundarmanna
var nokkuð löng tilvitnun í ræðu
Emils Jónssonar, þáverandi félags-
málaráðherra, sem flutt var í út-
varpinu að kvöldi 1. maí. Þar varði
Emil efnahagaðgerðir ríkistjórnar-
innar en þá var við völd viðreisnar-
stjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðis-
flokks.
Hátíðarhöldin 1970
Komin i fast-
mótað form
Árið 1970 voru hátíðarhöldin
komin í nokkuð hefðbundið
form. Safnast var saman á
Hlemmtorgi og gengið niður á
Lækjartorg þar sem fundurinn
fór fram.
Þar töluðu Sigurjón Pétursson,
varaformaður Trésmiðafélags
Reykjavíkur, Jón Sigurðsson, for-
maður Sjómannafélags Reykjavík-
ur, Sverrir Hermannsson, formaður
Landssambands verslunarmanna
og Sigurður Magnússon rafvéla-
virki.
Það hefur löngum verið fjölmennt á Lækjartorgi á 1. maí.
Mikil þensla hefur veriö á byggingarmarkaði hér á landi undanfarna áratugi. Byggingaverkamenn hafa þvi veriö nokkuö
fjölmenn stétt á íslandi. Myndin sýnir Þjóðarbókhlööuna i smíóum.
Slagorðin orðin
frekar fúin
Það var Fulltrúaráð verkalýðs-
félaganna, BSRB og Iðnnema-
sambandið sem sá um hátíðar-
höldin arið 1980. Baráttumál
dagsins báru þess giögglega
vitni að kjaradeilur stóðu yfir en
heldur voru slagorðin frekar fú-
in.:
„Reykvísk alþýða. Fram til sigurs
í kjarabaráttunni. Fram fyrir hug-
sjón verkaiýðs alira landa.
Frelsi-jafnrétti-bræðralag."