Alþýðublaðið - 01.05.1990, Síða 28

Alþýðublaðið - 01.05.1990, Síða 28
ALÞÝÐUBLAÐIÐ PRESSAN FAX 82019 MMIIIIRHIIIH Þriðjudagur 1. maí 1990 ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRN Q 681866-83320 Starfsmönnum ísal verður fækkað um rúmlega 100 — segir dr. Roth, Starfsmönnum í Alver- inu í Straumsvík verdur fækkad um rúmlega 100 á næstu árum. Fækkun um 22 menn í fram- leiðsludeildum, kemur til framkvæmda nú ■ sumar og verður að mestu lokið í september. Þá hefur Dr. Christian Roth, forstjóri ísal lýst því yfir að auka verði af- köst og sjálfsaga starfs- forstjóri Isal manna samhliða aukinni íhlutun yfirmanna í dag- leg störf þeirra og að efla verði stjórnun fyrir- tækisins. Þetta kemur fram í leiðara Dr. Roths, forstjóra ísal í síðasta tölublaði Isal-tíðinda. Bundið er í yfirlýsingum Isal að fastráðnum starfs- mönnum verður ekki sagt upp vegna þessara hagræð- ingaaðgerða og fjárfest- inga. Nauðsynlegt verður hins vegar að flytja starfs- menn til innan fyrirtækis- ins, en stjórn þess er reiðu- búin að sögn Dr. Roth til þess að vera með of mikinn mannafla í nokkurn tíma til þess að ná fram heildar- markmiðum um fram- leiðniaukningu þegar til lengri tíma er litið. Þá lýsir Dr. Roth yfir ósk um að allir kaffitímar verði lagðir niður en á móti komi um það bil 2% launahækk- anir. Telur forstjórinn að þetta geti leitt til mikils sparnaðar fyrir fyrirtækið og skilað sér í styttri við- verutíma starfsmanna eða hærri reglulegum greiðsl- um. í grein forstjórans kemur fram aö hann telur breyt- ingar þegar hafa orðið til þess betra hvað stjórnun fyrirtækisins og afstöðu starfsmanna viðkemur. Hann bendir þó á að á ýms- um stöðum innan fyrirtæk- isins hafi vinnubrögð ekki fylgt tímanum, stjórnun hafi brugðist og afköst ekki verið í samræmi við það sem nauðsynlegt er í iðnaði þar sem mikil samkeppni ríkir. Dr. Roth bendir jafn- framt á þá staðreynd að framfarir í öðrum sambæri- legum verksmiðjum hafi orðið miklu meiri en í Al- verinu í Straumsvík. Karvel Pálmason: Alþýðublaðið hehir i raun rekið mig úr þingflokknum Ónýttir möguleikar í Japan: Opna islendingar verksmiðju i Asiu? — tel þaö vel koma til greina, “ segir Helgi Þórhallsson framkvœmda- stjóri skrifstofu SH í Japan Karvel Pálmason alþing- ismaður lítur svo á að hann hafi verið rekinn úr þingfiokki Alþýðuflokks- ins vegna leiðaraskrifa Al- þýðubiaðsins. I bréfi til þingflokksins segir Kar- vel eftirfarandi: „í Ijósi þeirrar ritstjórnargreinar, sem birtist í Alþýðublað- inu þann 27, apríl sl. og fjaí'.ar um stjórn fiskveiða, er Ijóst að leiðarahöfund- ur og þar með málgagn Al- þýðuflokksins hefur í reynd rekið undirritaðan úr þingflokki Alþýðu- flokksins.“ Eiður Guðnason formaður þingflokks Alþýðuflokksins hafði þetta um málið að segja: ,,Eg mun svara þessu bréfi Karvels skriflega en ekki í fjölmiðlum. Mér finnst gæta í því nokkurs misskiln- ings. Þeir sem skrifa leiðara í Alþýðublaðið gera það á eig- in ábyrð en ekki þingflokks- ins. Sjónarmið Alþýðublaðs- ins fara ekki alltaf í öllum at- riðum saman við sjónarmiö forystu flokksins eða þing- flokksins. Hér er því um ein- hvern misskilning að ræða sem þarf að leiðrétta." Ingólfur Margeirsson rit- stjóri Alþýðublaðsins lýsir yf- ir furðu sinni með bréf Karv- els til formanns þingflokks Alþýðuflokksins: ,,í bréfinu gætir mikils misskilnings hjá Karvel. 1 fyrsta lagi fjallar um- ræddur leiðari um samkomu- lag formanna stjórnarflokk- anna um breytingartillögur á svonefndu kvótafrumvarpi. Hvergi er minnst einu orði á Karvel í leiðaranum. í öðru lagi eru ritstjórnargreinar Al- þýðublaðsins á ábyrgð rit- stjóra Alþýðublaðsins og ekki skrifaðar eða fyrirskipaðar af þingflokki Alþýðuflokksins eða forystu flokksins. Al- þýðublaðið hefur fullt rit- stjórnarlegt frelsi í skrifum. Það er auk þess ekki á valdi Alþýðublaðsins að reka þing- menn úr þingflokki Alþýðu- flokksins," segir ingólfur. Helgi Þórhallsson for- stöðumaður Japansskrif- stofu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna telur það vel koma tii greina að opna verksmiðju í ein- hverju landi Asíu til að fulivinna íslenskan fisk. Þar nefnir Helgi lönd eins og Filipseyjar, Indónesíu Thailand, eða jafnvel Kína „Við getum ekki fullnægt þörfinni fyrir óunninn fisk í Asíu þannig að þetta er spurning um að fá meira út úr þeirri vöru sem við flyt- um til þessarar heims- álfu,“ sagði Helgi. Forstöðumaðurinn segir að aðalvandamálið með söluna i Japan sé að íslendingar geti ekki útvegað allan þann fisk sem markaðurinn vilji. „Þar kemur inn í lélegur loðnuafli, kvótinn á grálúðunni og karf- anum. A móti kemur að vísu að við fáum hærra verð fyrir það magn sem við getum flutt til Japans." Helgi hefur verið forstöðu- maður skrifstofu SH í Japan frá upphafi en hún var opnuð í mai í fyrra. Hann segir að reksturinn hafi gengið vel og söluaukningin verið töluverð á árinu. Þetta árið má hins vegar búast við samdrætti í sölu vegna þess að íslending- ar geti ekki útvegað nægjan- lega mikinn fisk. Ekki kvað Helgi þetta skaða islenska söluhagsmuni því fiskkaup- menn skildu að sjávarsókn Maður var handtekinn í Reykjavík í gær fyrir að hringja í bandaríska sendiráðið og hóta að sprengja það í loft upp. Lögreglan hafði snarar hendur og handtók sprengjuhótunarmanninn væri óútreiknanleg og gæti ætíð brugðið til beggja vona með afla. Helgi er lærður viðskipta- fræðingur frá HÍ en fór í fram- haldsnám til Osaka í Japan. Þaðan lauk hann mast- er-prófi árið 1986. Helgi var síðan jfirmaður Asíudeildar SH á Islandi þar til hann tók við starfinu í Japan í fyrra. Hann kom til landsins í síð- ustu viku til að sitja aðalfund Sölumiðstöövarinnar. í þann mund sem hann gekk út úr símaklefa á Lækjartorgi þaðan sem hann hafði hringt. Viðkomandi hefur áður komið við sögu lögreglunnar og hefur átt við andlegan las- leika að stríða. Fólk Héöinn hafnaöi '/i milljón frá Spáni. Hédinn Gilsson, stórskytt- an unga úr FH, hefur ákveðið að ganga til liðs við Dusseldorf í V-Þýska- landi. Spænska liðið San Antonio hafði boöið Héðni tæplega /i milljón í mánaðarlaun, auk þess að sjá honum fyrir íbúð og bíl. Héðinn hafnaði þessu boði þannig að til- boð Dusseldorf hefur væntanlega verið bita- stæðara. Annars eru FH-ingar í lausu lofti nú því Kristján Arason var búinn að ákveða að snúa aftur í Fjörðinn en nú hefur Teka boðið honum nýjan og betri samning þannig að endurkoma „týnda" sonarins er enn í óvissu. ★ Samtök 1. deildarfélaga knattspyrnu hafa verið starfandi í nokkur ár og unnið þarft starf fyrir fé- lögin i þeirri deild. A síð- asta vetri tóku 2. deildar- félögin sig saman og stofnuðu Samtök 2. deild- arfélaga. Nú hafa 3. deild- arfélögin ákveðið að sigla í kjölfarið og á laugardag- inn verða sem sagt stofn- uð Samtök 3. deildarfé- laga í knattspyrnu. Það eru knattspyrnudeildir Hauka í Hafnarfirði, ÍK í Kópavogi og Þróttar í Reykjavík sem eiga frum- kvæðið að þessari stofn- un. ★ Jónas Kristjánsson rit- stjóri hefur misst stjórnar- formannsstöðu í SYN, fyr- irtækinu sem ætlar að starta nýrri sjónvarpsstöð næsta haust. Ástæðan er sú að DV hefur ekki aukið hlutafé sitt í fyrirtækinu og þar með hafa áhrif blaðsins minnkað. Hinn nýi stjórnarformaður verður Árni Samúelsson, bíókóngur, en fyrirtæki hans á stóran hlut í SYN. ★ Jón Sigurdsson, fram- kvæmdastjóri Stöðvar 2, hefur fengið reisupass- ann hjá stjórn stöðvarinn- ar. Ymsir aðrir starfs- menn Stöðvar 2 hafa sagt upp störfum í kjölfarið og er greinilegt að miklar sviptingar eru á þessum vettvangi um þessar mundir. Sprengjuhótun i bandariskn sendiráðinu

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.