Alþýðublaðið - 16.06.1990, Side 7

Alþýðublaðið - 16.06.1990, Side 7
Laugardagur 16. júní 1990 7 Bifreiðaskoðun íslands tók við bifreiðaskoðun á íslandi af Bif- reiðaeftirliti ríkisins 1. janúar árið 1989. Ári síðar flutti Bifreiðaskoð- unin í nýtt sérhannað húsnæði í Reykjavík sem þjónar öllu höfuð- borgarsvæðinu. Engum dylst sem látið hefur skoða bílinn sinn á þessu ári hversu miklu betri að- staða er nú til bifreiðaskoðunar en áður og þjónustan öll þægilegri. Þá er skoðunin sjálf miklu full- komnari og menn eiga að geta treyst því að sé eitthvað að örygg- isútbúnaði bílsins fái þeir vitn- eskju um slíkt. Skodunnrstöd i_____________ hvert kjördæmi_____________ Engum blöðum er um það að fletta að með tilkomu fullkominn- ar skoðunarstöðvar í Reykjavík er skoðunin bæði betri og öruggari. Hins vegar búa landsbyggðar- menn í stórum dráttum við sömu aðstæður og áður. Þess ber þó að gæta að BÍ er skuldbundið til að koma upp fullkomnum skoðunar- stöðvum í öllum kjördæmum inn- an 5 ára frá stofnun þess. Ráðgert er að skoðunarstöð á Akureyri verði tilbúin fyrir árslok og þrjár aðrar skoðunarstöðvar eru í undir- búningi. Einkafyrirtækið BÍ er í helmings- eigu ríkisins, tryggingafélögin eiga 25% og ýmsir aðilar þau 25% sem upp á vantar, þ.á.m. FÍB. Þarna eru því aðilar inni sem eiga beinna hagsmuna að gæta, þ.e. tryggingafélögin sem eflaust vilja tryggja gott og öruggt ástand bif- reiða. Það hlýtur hins vegar að vera kappsmál FÍB að fá sem besta þjónustu fyrir sem minnst verð fyrir félagsmenn sína. Það eitt og sér ætti að veita þessu einokunar- fyrirtæki aðhald. Verdlagsákvörðunin megin málið__________________ Það sem hlýtur að skipta megin máli varðandi einokunarfyrirtæki á borð við BÍ er hvernig verðlagn- ingu á þjónustu þess er stjórnað. Henni er nú þannig háttað að dómsmálaráðherra hefur endan- legt vald um verðskrármál fyrir- tækisins. Hins vegar hefur stofn- uninni verið markaður tekju- rammi sem byggir á að það fær sambærilegar tekjur og Bifreiða- skoðun ríkisins hafði áður. Um helmingur þeirra tekna gekk að vísu beint til ríkisins sem nú renn- ur beint til BÍ. Það helgast af þeirri uppbyggingu skoðunarstöðva sem BÍ hefur skuldbundið sig til að byggja á fimm árum. Það er ráðgert að hlutafélagið BÍ geti skilað eigendum sínum eðli- legum arði. Sé verðskrá stýrt af skynsemi og ákveðin fyrir fram ætti það að verða fyrirtækinu keppikefli að lágmarka allan til- kostnað til að geta skilað eigend- um þess arði. Hættan er hins veg- ar sú að dæminu verði snúið við, þannig að reksturinn móti verð- lagninguna og verðskráin verði þannig ákveðin að hún skili eig- endunum ákveðnum arði burt séð frá hagkvæmni rekstursins. Skynsamleg______________ einkavæding_____________ í heildina hljóta menn að viður- kenna að þessi breyting sem hefur átt sér stað við bifreiðaskoðunina sé til mikilla bóta. Þrátt fyrir að hættuna á því að reka einokunar- fyrirtæki á grundvelli einkarekstr- ar virðist þessum málum hala ver- ið vel komið fyrir. Það var Jón Sig- urðsson, fyrrum dómsmálaráð- herra og núverandi iðnaðarráð- herra, sem kom þessari breytingu í gegn og gætu forkólfar Sjálfstæð- isflokksins sitt hvað af honum lært hvernig má einkavæða opinber fyrirtæki með skynsamlegu móti. Einokunarfyrirtæki ó vegum rikisins var lagt nið- ur og rekstri þess komið i hendur hlutafélags. Hvernig horfir það við gagnvart hinum almenna neytanda og hefur breytingin leitt eitthvað gott af sér? Bifreiðaskoðun íslands hefur nú með höndum bifreiðaskoðun landsmanna en hvernig hefur til tekist? Er eitthvað vit i að reka einokunarfy rirtæki á grundvelli einkareksturs? Alþýðublaðið kynnti sér málið. Karl Ragnars forstjóri BÍ: Upplýsingaskylda am HhflF'm /P' S æÆ /MM ■ÆarBar^Mn aæa SKj^lClCI OKKCIr ,,Megin munurinn nú, miðað við hvað áður var, er að með tilkomu nýju skoð- unarstöðvarinnar er hægt að skoða bílana miklu betur og aðstaðan er öll önnur. Nú fer bifreiðaskoðunin fram í sérhönnuðu húsi með til þess gerðum tækjum," sagði Karl Ragnars, for- stjóri Bifreiðaskoðunar ís- lands, í samtali við Alþýðu- blaðið. „Öll skoðun er-orðin mun vandaöri og skilvirkari en áður var. Það á sérstaklega við um stærri bílana, vörubíla og rút- ur. Það er óhætt að fullyrða að nú er skoðun þeirra bíla full- nægjandi en hún var nánast engin áður,“ sagði Karl jafn- framt. Karl sagði að starfsmanna- fjöldi fyrirtækisins væri svip- aður og hjá Bifreiðaeftiriitinu áður eða um 60 manns. Hins vegar ynni nú mun hærra hlut- fall að sjálfri bifreiðaskoðun- inni enda tæki nú sjálf skoðun fólksbíla helmingi lengri tíma en áður og skoðun rútubíla og vörubíla 5 sinnum lengri tima. Aðspurður um hvort hann teldi þá auglýsingaherferð sem Bifreiðaskoðun íslands stóð fyrir í upphafi árs hafi verið réttmæt, sagði Karl: „Það hafa margir spurt um þetta og margir efast um réttmæti þess- arar auglýsingaherferðar. Hins vegar teljum við það skyldu okkar að upplýsa fólk í landinu um þá skyldu sem felst í því að láta skoða bílinn sinn. Við telj- um okkur hafa verið að sinna okkar upplýsingaskyldu. Við höfðum verið gagnrýndir fyrir það að augiýsa of lítið árinu áð- ur og að fóik vissi ekki hvenær því bæri að koma með bílinn sinn í skoðun. Það er hins veg- ar erfitt að fella endanlegan dóm um hvað sé of lítið eða of mikið í þessum efnum,“ sagði Karl Ragnars að lokum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.