Alþýðublaðið - 31.12.1992, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.12.1992, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 31. desember 1992 3 eftir Jón Baldvin Hannibalsson formann Alþýðuflokksins Jafnaðarmannaflokks Islands i. Er kreppan aðallega í fréttunum? Eða vakir hún í maraþonræðum mælskumannanna á Alþingi, sem gera úlfalda úr hverri mýflugu, enda dram- atísk tilþrif nauðsynleg - til að halda mönnum vakandi? Eða er kreppan óumflýjanlegur veruleiki í okkar heimshluta, óboðinn gestur sem með nærveru sinni vekur ugg í brjósti al- þýðu ntanna urn afkontu og atvinnuör- yggi? Það var ekkert kreppuhljóð í kaupa- héðnum í jólavertíðinni. Þeir sögðust þó hafa misst af milljarði - vegna óveð- urshrinu á aðventunni. Og kaupmenn- imir í Dyflinni prísuðu sig sæla út af verslunarreisum neysluglaðra Islend- inga, sem þeir sögðu að hefði bjargað fimmtungi veltunnar á útsölum haust- mánaða. I Dyflinni fara menn ekki í grafgötur um hvar kreppan er. Hún er þar. Fimmtungur vinnufærra manna gengur um atvinnulaus. Það er þó bót í máli að matvælaverðið er aðeins brot af því sem Islendingum er gert að borga yfir búðarborðið og í sköttum heima hjá sér - vegna innflutningsbanns og einokun- ar. Og bjórinn er billegur fyrir blanka sögumenn á eynni grænu. “Annus horribilis" - hið hræðilega ár, sagði Elísabeta Engladrottning, um árið sem er að líða, enda Windsorkast- ali alelda og einkamál fjölskyldu henn- ar borin á torg af óvönduðum blaðas- nápum. Þegnum drottningar þykir þó áleitnara umhugsunarefni, að undir sléttu og felldu yfirborði breska vel- ferðarríkisins leynast hnignunannerki, skuggahliðar og mannleg eymd, sem þolir lítt dagsbirtuna. Og sömu sögu er að segja ef rýnt er undir yfirborð vel- megunarþjóðfélaganna austan hafs og vestan. Fyrir fáeinum áratugum hefði eng- unt íslendingi komið á óvart, að afla- brestur hefði fljótlega tekið sinn toll í lægri launum, bágbomari lífskjömm og jafnvel tímabundnu atvinnuleysi. Menn hefðu tekið þvf eins og öðru sem að höndum bar og heyrði undir náttúm- lögmálin. Það stoðaði lítt að ergja sig með klögumálum á hendur náttúrunni. Það var bara kongungborið fólk, sem sagan segir að hafi kvatt út þræla sfna til að hýða sjóinn - til að lægja öldum- ar. 2. Margur maðurinn hefur að vfsu fjar- lægst uppmna sinn á undanfömum veltiámm. Við emm orðnir góðu vanir Islendingar. Fáir orða það beturen hinn vinsæli fréttaskýrandi, Ögmundur Jón- asson, formaður opinberra starfs- manna. Hann virðist vera afskaplega undrandi yftr því að aflabrestur skuli þýða minni kaupmátt opinberra starfs- manna, sem koma þó ekkert nálægt fiski yfnleitt. Ögmundur er greinilega konungborinn - í andanum. Hávelborið fólk bregst gjaman við mótlæti með því að leita að sökudólg- um. Þó ekki í eigin ranni. Slíkum mönnum lætur vel að setja frant áferð- arfallegar og huggunarríkar kenningar um að allt sé öðmm að kenna. Ein kenningin er sú að ríkisstjómin aðhaf- ist ekkert af því að hún sé þungt haldin pólitískri lömunarveiki. Þessi veiki er kölluð frjálshyggja og ýmist kennd við jámfrúna bresku eða kúrekann í villta vestrinu, sem gisti Hvíta húsið um sinn. Önnur kenning er sú að ríkisstjómin Opið frá kl. 11-22 alla daga vikunnar Tilvalið að koma við NYTT: HOT WINGS - KRYDDVÆNGIR ERUMI ALFARALEIÐ ÓSKUM ÖLLUM VIÐSKIPTAVINUM OKKAR GLEÐILEGS ÁRSI FftXAFENI 2 SIMI 680588 HJALLAHRAlíN115 SIMI 50828

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.