Alþýðublaðið - 31.12.1992, Side 6

Alþýðublaðið - 31.12.1992, Side 6
6 Fimmtudagur 31. desember 1992 EFTIRLÆTISBÆKUR GAGNRÝNENDA 1992 Viqdís, Linda oq Óli Gurm - fentfu ftestar titnefningar i óformtegri könnun Atþýðubtaðsins meðat bókmenntagagnrýnenda btaðanna SAMANTEKT: HRAFN JÖKULSSON Mikitt f/ötdi góðra bóka kom út árið 1992 efmarka má könnun Atþýðubtaðsins meðat átta bókmenntagagnrýnenáa. Þeir óoru beðnir að nefna þrjár tit fimm afþeim bókum istenskum sem þeim þóttu bestar eða atkygíisóerðastar. Hóorki fteiri né fterri en 25 bækur óoru nefndar: Þrjár skátdsögur og tóö smásagnasöfn, niu tjóðabækur, fimm æóisögur, þrjú fræðirit, tóær barnabækur og ein tjósmi/ndabók. Aðeins ser bækur htutu tóær titnefningar eða fteiri. Attir þátttakendurnir iathugun Atþýðubtaðsins tóku fram að þeir hefðu fráteitt tesið ennþá attar foróitniíegustu bækurnar. En hóað um það: Stútkan i skóginum eftir t/iýdisi Grimsdóttur htaut fimm titnefningar; Ktakabörnin, tjóð Lindu t/ithjátmsdóttur oc/ Tröttakirkja Ótafs Gunnarssonar htutu fjörar. Útkoma Lindu er sértega gtæsiteg og undirstrikar að hún er komin i fámennan hóp okkar bestu tjóðskátda. Sigríður Alberts- dóttir DV Stúlkan í skóginum eftir Vigdísi Grímsdóttur. „Allt hjálpast að til þess að gera bókina góða: Frásagnaraðferð- in, stfllinn og persónusköpunin.“ Klukkan í turninum eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur. „Ljóð Vilborgar, ekki bara í þessari bók, eru einsog lítil mál- verk. Þau eru lýsandi, opin og nálægt manni.“ Klakabörnin eftir Lindu Vil- hjálmsdóttur. „Mjög manneskjuleg ljóð. Skemmtilegar myndir, fullar af ísmeygilegum húmor. Þetta eru svona heitköld ljóð.“ Minn hlátur er sorg, ævisaga Ástu Sigurðardóttur eftir Friðriku Benónýs. „Ahrifamikil bók sem afhjúpar goð- sögnina um hinn skapandi drykkju- mann. Falleg mynd af Ástu.“ Benjamín um dúfa eftir Friðrik Er- lingsson. „Afar vel skrifuð, skemmti- leg og spennandi, svo spennandi raun- ar að ég varð að kíkja aftast!" Súsanna Svavarsdóttir Morgunblaðinu Tröllakirkja eftir Ólaf Gunnarsson. „Ólafur er rosalega góður sögumaður og heldur vel utanum atburðarásina. Persónumar eru mjög sannfærandi; og Ólafur lýsir hrikalegum atburðum á trúverðugan hátt.“ Stúlkan í skóginum eftir Vigdísi Grímsdóttur. „Þetta er tvímælalaust besta bók Vigdísar. Hún teflir fram andstæðum með því að aðskilja þær. Guðrún - önnur aðalpersónan - er sér- lega heillandi persóna. í henni eignast maður vin sem getur svarað öllu um lífið.“ Engill meðal áhorfenda eftir Þor- vald Þorsteinsson. „Mjög sérstæð bók sem kannski er ekki allra. Bókin er einsog myndagáta sem maður getur alltaf átt. Þessi bók mun áreiðanlega fylgja mér.“ Islandslag eftir Sigurgeir Sigur- jónsson Ijósmyndara. „Þessi ljós- myndabók um Island er einhver fal- legasta bók sem ég hef séð. Vinnsla og frágangur eru einstök. Myndimar gefa mjög gott yfirlit yfir landið og sýna glöggt afhverju við emm ekki löngu farin héðan þótt landinu sé alltaf stjómað af hálfvitum." Tíminn og tárið eftir Óttar Guð- mundsson.„Með skemmtilegri bókum sem ég hef lesið lengi. Á bakvið hana liggur mikil fræðimennska og Óttar fer einstaklega vel með efnið. Hann hefur viðað að sér miklum heimildum og hefur lag á því að velja það skemmtilegasta og fróðlegasta úr.“ Kolbrún Bergþórs- dóttir Pressunni Heimskra manna ráð eftir Einar Kárason. „Kárason heldur manni svo sannarlega við efnið í þessari bestu skemmtun ársins: Persónusköpun er sérlega góð og bókin er mjög vel skrifuð." Stúlkan í skóginum eftir Vigdi'si Grímsdóttur. „Vemlega fmmlegt verk, ákaflega vel unnið. Stfllinn er hnökra- Iaus. Ásamt minningabók Thors er þetta fallegasta bók ársins og gleymist ekki svo glatt.“ Tröllakirkja eftir Ólaf Gunnarsson. „Vinnur á við hvem lestur. Ein metn- aðarfýllsta skáldsaga seinni ára. Seinni hluti verksins nálgast það að vera frá- bær.“ Raddir í garðinum eftir Thor Vil- hjálmsson. „Afburða vel skrifuð bók. Uriaðsrík lesning, full af hlýju og hnyttni." Klakabörnin eftir Lindu Vil- hjálmsdóttur. „Linda kemur með hressandi blæ inn í ljóðadeildina. I bland við einlægni er bókin full af háðskum húmor. Með þessari bók skipar Linda sér í hóp okkar albestu skálda, hvorki meira né rninna." Jóhanna Kristjónsdóttir Morgunblaðinu Frumleg hreinskilni eftir Helga Sigurðsson og Fjarri hlýju hjónasæng- ur eftir Ingu Huld Hákonardóttur. „Þessar bækur, þótt ólíkar séu, sam- eina að vera trúverðug sagnfræði og aðgengileg lesning." Klakabörnin eftir Lindu Vil- hjálmsdóttur. „Lýrískar og eftirminni- legar smámyndir." Stúlkan í skóginum eftir Vigdísi Grímsdóttur. „Góð bók. Hefði að vísu

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.