Alþýðublaðið - 31.12.1992, Side 11
Fimmtudagur 31. desember 1992
11
Staldrað við
Nokkrar línur frá sveitarstjórnarmönnum Alþýðuflokksins
í tilefni áramóta
Björn Sigurbjörnsson,
bæjarfulltrúi Sauðárkróki
Árið 1992
á margan hátt
gott ár
Árið 1992 var íbúum Sauðárkróks á
margan hátt gott ár. Þrátt fyrir að nokk-
urt atvinnuleysi hafi verið á árinu var
stöðug og jöfn vinna í frystihúsunum í
bænum og byggingaiðnaðurinn
blómstraði. Á árinu sáu menn lang-
þráðan draum rætast er byggingafram-
kvæmdir Bóknámshúss Fjölbrauta-
skóla Norðurlands vestra miðaði vel
áfram.
Á árinu voru afhentar 10 ibúðir sem
byggðar voru samkvæmt félagslega
íbúðakerfmu og hafist var handa um
byggingu á 7 íbúðum í sama kerfi.
Vemleg vöntun hefur verið á íbúðum í
bænum og víst er að það hefur haft
áhrif á fjölgun íbúa í bænum. íbúum
fjölgaði á Sauðárkróki urn 2,7% milli
ára og eru nú samkvæmt bráðabirgða-
tölum frá Hagstofunni 2652. Getum
við mjög vel unað, en á Norðurlandi
vestra fjölgaði íbúum um 0,1%.
Við horfum bjartsýn til ársins 1993
með von um að það verði okkur gott ár.
Þrált fyrir ýmsar blikur á lofti og bar-
lóm um erfiða tíma þá horfum við frant
til ársins með eftirvæntingu og staðráð-
in í að gera allt okkar besta til að efla
heimabyggðina sem mest. Rætt hefur
verið um að hefja byggingu á vatns-
pökkunarverksmiðju á árinu, efla at-
vinnulífið á allan liátt og ljúka bygg-
ingu íþróttahússins auk þess að halda
áfram byggingu Bóknámshúss, Stjóm-
sýslumiðstöðvar og leysa úr brýnni
þörf vegna dagvistunar bama í bænum.
Að síðustu óska ég öllum gleðilegt
árs og friðar.
Guðmundur Árni Stefánsson,
bæjarstjóri Hafnarfirði
Horft um öxl og
fram á veg
Það verður ekki framhjá því horft að
ársins 1992 verður minnst einkanlega
fyrir þann samdrátt og þá erfiðleika,
sem að þjóðarbúi okkar íslendinga hef-
ur steðjað. Atvinnuleysi hefur haldið
innreið sína og almennur samdráttur í
lífskjörum fólks hefur verið fyrirfinn-
anlegur. Og ekki er allt talið enn í þeim
efnum. Blikur em á lofti um samsvar-
andi þróun mála á næsta ári.
I því ljósi er vitanlega eilítið napurt
um að litast um áramót, þegar horft er
um öxl og árið 1992 gert upp og
skyggnst er fram á veg. Hitt er þó jafn-
skýrt að við íslendingar höfum allar
forsendur til að vinna okkur út úr þeim
vanda sem aðsteðjandi er.
Lífsgrundvöllur þjóðar okkar er
styrkari en svo að þær stoðir sem við
höfum sett undir samfélag okkar bresti
með hvelli þó á móti blási um stundar-
sakir. Með samstilltu átaki og jafnvægi
hugans tekst okkur að mæta þessu and-
streymi og snúa vöm í sókn.
Vitaskuld hlýtur þjóðin að líta til
stjómvalda í þessum efnum. Ríkis-
stjóm og kjömir fulltrúar hljóta að
ntarka veginn lil betri lífskjara. Þeirra
ábyrgð er mikil. Ekki verður framhjá
því litið við þessi tímamót, að sú leið-
sögn hefði mátt vera styrkari og mark-
vissari á því ári sem nú er að renna sitt
skeið. Verklag ríkisstjómar sem og
stjómarandstöðu hefur verið of fálm-
kennt og ómarkvisst til að fólk hafi
fundið hið nauðsynlega traust á leið-
sögninni sem svo mikilvæg er á erfið-
leikatímum. I þeint efnum þarf að gera
bragarbót á, því leiðsögn forystumanna
í stjómmálum segir lítið eða ekkert, ef
fólic almennt stendur ekki að baki þeim
úrræðum sem gripið er til og vinnur
með stjómvöldum.
Eðlilegt er að sjálfsögðu að skiptar
skoðanir séu um ágæti einstakra að-
gerða, en hitt er jafnmikilvægt að al-
menningur hafi á því trú og traust þeg-
ar hismið er skafið af kjamanum, að
ráðstafanir skili árangri til skemmri og
einkanlega lengri tíma litið. Á þennan
trúnað vantar. Samstarf og samvinna
eru lykilorð þegar að kreppir eins og
nú. Þessu gagnkvæma trúnaðartrausti
þings og þjóðar, ríkisstjómar og fólks-
ins í landinu verður á ná frarn til að var-
anlegur árangur náist í glímunni við
kreppuna.
En við lítum til baka með hlutlægni
og leitumst við að læra af mistökum
fortíðar. Með bjartsýni og blik í augum
tökumst við á við verkefni framtíðar. Á
nýju ári munu sannanlega skiptast á
skin og skúrir sem fyrr. En umfram allt
annað er brýnt að fólk gangi inn í nýtt
ár með áræði, þor og þrautseigju í far-
teski. Ef við trúum á sjálf okkur og þá
fjölmörgu möguleika sem em innan
seilingar, grípum tækifærin, blásum til
sóknar gegn víli og væli, munum við
uppskera sem við sáum á nýju ári. Með
því verklagi mun hið nýja ár verða okk-
ur gjöfult og gott.
I þessu ljósi vil ég óska öllum lands-
mönnum árs og friðar.
Guðfinnur Sigurvinsson, bæjar-
fulltrúi Keflavík
Bjarsýnir þrátt
fyrir erfitt
atvinnuástand
Því miður hefur atvinnuástandið
ekki verið gott mest allt þetta ár hér á
Suðumesjunt og varla von á breytingu
fyrr en vetrarvertíð hefst í febrúar.
Menn bíða þess með óþreyju að úr ræt-
ist. Vissulega eru ýntsir möguleikar
fyrir hendi. Má þar nefna að þegar hið
nýja flugskýli Flugleiða kemst í gagnið
á næstunni munu í tengslum við það
myndast nokkur ný störf.
Við emm að verða óþolinmóð þar
sem enn virðist ekkert gerast í Frísvæð-
inu en menn vona að það mál taki við
sér þegar samningamir um Evrópska
efnahagssvæðið em í höfn.
Ný smábátahöfn hefur verið tekin í
gagnið í Grófinni í Keflavík. Þar skap-
ast mjög góð aðstaða fyrir smábáta sem
mun verða þeirri atvinnugrein mikill
styrkur og er ekki að efa að mikið líf
mun verða þar í framtíðinni.
I atvinnumálunum hafa menn mestar
áhyggjur af þróun rnála hjá íslenskum
aðalve'rktökum ef til þess kemur að
menn verði að hætta störfum í upphafi
nýs árs en mörgum hefur verið sagt þar
upp störfum með þriggja mánaða fyrir-
vara. Þá mun ástandið enn versna hér á
Suðumesjum og erekki á núverandi at-
vinnuleysi bætandi. Hins vegar hefur
starfsmannafjöldi hjá Vamarliðinu ver-
ið um 935 manns samtals á árinu og
hefur ekki orðið af frekari fækkun
starfsfólks frá árinu 1991. Raunar var
ráðið með mesta móti í sumarafleys-
ingar sl. sumar sem bjargaði miklu fyr-
ir skólafólk.
Fjárhagsáætlun Keflavíkurbæjar fyr-
ir árið 1993 er í vinnslu og verður
væntanlega afgreidd um mánaðamótin
janúar/ febrúar. Það er ljóst að atvinnu-
ástandið segir til sín f tekjum bæjarfé-
lagsins þannig að minna verður af-
gangs frá rekstri til fjárfestinga og
eignabreytinga en væri í eðlilegu ár-
ferði.
En tækifærin bíða. Mikil og góð að-
staða er fyrir iðnfyrirtæki við Helguvík
þar sem 11-12 metra dýpi er við vænt-
anlegan hafnarbakka. Rætt hefur verið
um að reisa þar þilplötuverksmiðju og
ýmislegt fleira kemur til greina en enn
sem komið er hefur ekkert verið ákveð-
ið. Menn horfa til aukinnar ferðaþjón-
ustu og að ýmsu fleiru er unnið.
Við Keflvíkingar erum bjartsýnir á
að með nýju ári batni ástandið á ný og
að aftur verði næg atvinna fyrir alla.
Til marks um bjartsýnina þá var haf-
in starffæksla svæðisútvarps á Suður-
nesjum, Útvarp Bros sendir út á 96,7
og hefur notið mikilla vinsælda á
svæðinu. Stöðin sendir út allan sólar-
hringinn alla daga. Hún er staðsett við
Hafnargötu í Keflavík.
Um þessi jól hefur Keflavíkurbær
verið fallega skreyttur af bæjaryfir-
völdum og íbúum hans, okkuröllum til
mikillar ánægju.
Eg færi öllum bestu óskir um gott og
farsælt nýtt ár.
Ólína Þorvarðardóttir, borgar-
fulltrúi Reykjavík
Sigw mjog a
ógœfuhliðina í
fjármálum borg-
arinnar
Það má segja að skammdegið hafi
verið óvenju svart þegar blessuð jólin
gengu í garð að þessu sinni. Um fátt
hefur verið meira rætt á undanfömum
mánuðum en efnahagslega kröm þjóð-
arinnar, atvinnuleysi og bágar horfur.
Ríkisstjómin hefur gripið til óvinsælla
ráðstafana og almenningur herðir
sultarólina. Upplausn á Alþingi íslend-
inga og dagskipan verkalýðshreyfing-
arinnar um átök á vinnumarkaði vom
jólaboðskapurinn í ár.
Sé litið til höfuðborgarinnar er ekki
bjartara um að litast. Fáum dögum fyr-
ir jól var lagt fram fmmvarp að fjár-
hagsáætlun næsta árs sem sýnir 68%
rýmun ráðstöfunarfjár á milli ára og
vemlega aukna skuldabyrði. í fjármál-
um borgarinnar hefur því sigið mjög á
ógæfuhliðina undir stjóm sjálfstæðis-
manna á yfirstandandi kjörtímabili, og
eru það mikil viðbrigði frá því allt lék í
lyndi í góðæri kjörtímabilanna á und-
an.
En „hvað boðar nýjárs blessuð sól?"
Því er vandsvarað að sinni. Vonandi
boðar hún betri og bjartari tíð, þó teikn
þess séu fá á lofti. Mest er um vert að
ráðamenn reynist vandanum vaxnir og
efli með sér og þjóðinni baráttuþrek á
jákvæðum forsendum. Skammarausi
og reiðilestrum verður að linna yfir
landi og lýð, því miklu varðar að al-
ntenningur missi ekki kjarkinn í böl-
móði og ráðaleysi líðandi stundar.
Ábyrgð stjómvalda er mikil. Nú
reynir á samviskuna og hugsjónimar
sem lagt var upp með. Að menn horfist
í augu við vandann og leiti raunhæfra
úrræða. Að byrðunum sé ekki velt yfir
á herðar lítilmagnans heldur séu þær
bomar af þeim sem geta axlað þær.
Hugtökin samhjálp og jöfnuður em
aldrei verðmætari en á erfiðum tímum.
Því ríður á að þeir sem standa við
stjómvölinn í nafni jafnaðarstefnunnar
rísi undir merkjum og gleymi ekki lil-
gangi ferðarinnar. Að þeir setjist niður
og endurskoði eigið verðmætamat, for-
gangsröðun og ráðstöfunannöguleika
þess fjármagns sem úr er að spila með
hliðsjón af þeim væntingum sem til
þeirra eru gerðar. Það verðurekki hald-
ið lengra á braut lífskjaraskerðinga,
skertrar þjónustu og annarra álagna á
almenning. Menn verða að snúa sér að
þeim sem hafa breiðu bökin og þykku
seðlaveskin - og þó fyrr hefði verið:
hafi menn kjark til að seilast í þá sjóði
er ennþá von um betri tíð. Að öðrum
kosti safna rnenn glóðum elds að höfði
sér... og klukkan tifar.
Guðmundur Oddsson, bæjar-
fulltrúi Kópavogi
Öll él styttir upp
um síðir
Nú um áramótin hljótum við alþýðu-
flokksmenn að staldra við og spyrja
okkur nokkurra spuminga um stöðu
okkar og kannski fyrst og fremst um
stöðu okkar flokks. Alþýðufiokkurinn
hefur nú verið í ríkisstjóm í tæplega
sex ár og hefur þar af leiðandi haft
vemleg áhrif á gang landsmála. Það er
stundum býsna erfitt að stjóma þessu
landi, að efast urn það eitt augnablik,
hvort flokkurinn eigi að vera í ríkis-
stjóm eður ei. Þó nú um stundir séu erf-
iðleikar hjá okkur, þá megum við aldr-