Alþýðublaðið - 14.05.1993, Síða 8

Alþýðublaðið - 14.05.1993, Síða 8
8 Föstudagur 14. maí 1993 Hér á myndinni sjást nokkrir starfsmenn söludeiidar landbúnaöarvéla hjá INGVARI HELGASYNI HF. ásamt framkvæmdastjóra fyrirtækisins. (Frá vinstri) Guðbrandur Elíasson, Guðjón Haukur Hauksson, Júlíus Vífill Ingvarsson framkvæmdastjóri IH, Jóhann- es Guðmundsson og Skarphéðinn Erlingsson. NYTT STÓRVELDI í SÖLU LAND- BÚNAÐARVÉLA Þeir í söludeild landbúnaðarvéla hjá Ingvari Helgasyni hf. stefna að 50% markaðshlutdeild FJÁRMAGN TIL Við fjármögnum að fullu eða lánum til kaupa á hvers konar vélum, tækjum og búnaði til búreksturs. Lánstími eða leigutími er oftast 3 til 5 ár. Upplýsingabæklingar eru í útibúum Landsbanka íslands og Búnaðarbanka íslands um land allt, en nánari upplýsingar veita ráðgjafar Lýsingar hf. í síma: 68 90 50 SUMARTÍMI: S^tilie00 s A£\BÚNAÐARBANKI B, Landsbankl ($) ísiANDS MÁ '•lan(is Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, Fax: 81 29 29 Það hafa orðið mikil umskipti hjá Ingvari Helgasyni hf. síðan fyrirtækið keypti Vélasölu Jötuns hf. eins og hún lagði sig nú fyrir skömmu. Kaupin gengu í gegn í mars síð- astliðnum. Þeir hjá IH hafa verið að undanförnu að semja upp á nýtt við þá erlendu birgja sem Jötun hf. átti viðskipti við. Þessir samningar hafa tekist vonum framar og er nú verið að semja við innlenda umboðsaðila og þjónustuverk- stæði. Jötun hf. hafði víst um 40% markaðshlutdeild af sölu landbúnaðarvála. Yfirlýst stefna IH er að ná sömu hlutdeild og auðvitað að gera betur, ná 50% hlutdeild. Al- þýðublaðið skrapp í heimsókn til þessa nýja stórveldis í viðskiptum með landbúnaðarvélar og spjallaði stuttlega við Guðjón Hauk Hauksson í söludeild iandbúnaðarvéla. ,Já, þessar breytingar hafa gengið vonum framar. Þó er mik- ið verk fyrir höndum þar sem heimsækja þarf hvem einasta bóndabæ og tala við hvem einasta umboðsaðiia. Bændur hafa tekið breytingunum vel og salan hefur sömuleiðis gengið afar vel. Við stöndum nú í stffum viðræðum við erlenda umboðsað- ila um lækkun á verði vélanna komnum til Islands. Meðal þeirra merkja sem við emm nú þegar komnir með eru til að mynda Massey Ferguson, Greenland, Kvemeland, Kuhn, Claas, Furukawa, BSA, Bögballe, Teno, Trima, AC, MF Ind: ustrial, Perkins, Dresser, Linde-Lansing, Skidser og Orkel. Allt heimsþekkt og traust merki sem sannað hafa ágæti sitt í gegn- um árin. Við verðum varir við samdráttinn í landbúnaðinum, enda er spáð um 25% samdrætti á milli ára, ástandið er erfitt hjá bænd- unum núna. En þetta gengur annars mjög vel hjá okkur. Við er- um svona að byggja þetta sölu- og þjónustunet upp og þreifa okkur áfram. Hjá Ingvari Helgasyni hf. er nú hægt að fá allar helstu heyvinnsluvélar og traktora, ásamt fleiri landbúnaðar- tækjum. Nú þegar hafa menn lýst yfir mikilli ánægju með þjónustuna og við höfum til að mynda tekið upp svokallaða hraðsending- arþjónustu. Það þýðir í raun og veru að bóndi sem er að hefja búskap getur komið að morgni og verið búinn að frá afgreitt allar vélar til búsins að kvöldi. Bændur þurfa sem sagt ekki að óttast minnkandi þjónustu við þessi umskipti. Auk þess hafa öll gömlu umboðin, sem Jötun hf. hafði áður hafa nú færst yfir til IH“, sagði Guðjón Haukur Hauksson að lokum. Ljósmyndasýning í Geysishúsinu Fyrsta kröffu- gangan Þessa dagana stendur yfir sýning í Geysishúsinu á myndum úr fyrst 1. maí kröfugöngu verkalýðsins í Reykjavík en í ár eru liðin 70 ár frá því að fyrsta kröfugangan var farin. Pétur Pétursson þul- ur sem hafði veg og vanda að því að safna myndum á sýningunna segir, að sýningin hafi verið mjög vel sótt af almenningi en minna verið um að verkalýðsleiðtogar heiðruðu sýninguna með nærveru sinni. Á myndinni hér að ofan getur að líta Jóhönnu Sigurðardótt- ur félagsmálaráðherra grandskoða ömmu sína, Jóhönnu Egils- dóttur, sem tók þátt í fyrstu kröfugöngunni í Reykjavík. Sýningin mun standa yfir til 17. þessa mánaðar.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.