Alþýðublaðið - 14.05.1993, Síða 9

Alþýðublaðið - 14.05.1993, Síða 9
Föstudagur 14. maí 1993 9 Leiksigur áhugamannafélags -Leikfélags Hólmavíkur HRÁTT OG GRÓFT MANNLÍF í KREPPU Tóbaksvegur - eða Tobacco Road eftir bandaríska rithöfundinn Erskine Cald- well, er inagnað verk. Pað er verk sem hann skrifaði úr eigin reynsluheimi. Skáldsaga hans kom fyrst út árið 1932 en leikgerðina gerði Jack Kirkland árið 1934 og var verkið á fjölunum á Broad- way árum saman. Um síðustu helgi var undirritaður svo Ijónheppinn að frétta af sýningu Leikfélags Hólmavíkur á þessu verki í Félagsheimili Kópavogs, og lét af því verða að renna suðureftir og skoða þar Ieikhús áhugafólks. Það var upplifun. Það þaif ekki að fjölyrða um það að þessi leiksýning er mikill sigur fyrir agnarsmátt leikfélag f litlu sjávarplássi á Ströndum, þar sem aðeins búa liðlega 400 manns. Mér sýndist á leikskránni að hartnær þrjátíu manns hefði lagt sýningunni lið. Þessi upp- færsla er erfið, jafnvel fyrir stærri leikfélög atvinnumanna. Eg minnist þess að hafa séð þessa sýningu á árum áður í Iðnó. Það var afbragðsgóð sýning, en þessi sýning Hólm- víkinga stóð henni síst að baki. Tobacco Road fjallar um Lester-fjöl- skylduna og gerist á tímum kreppunnar miklu upp úr 1930. Fjölskyldan er af lægstu gráðu hvítra manna í Georgíu, einu suður- ríkja Bandaríkjanna. Þetta er sannarlega brjóstumkennanleg fjölskylda, fáfróð, heimsk, grimm og ósiðleg til orðs og æðis. Stundum ofbýður viðkvæmum sálum tals- mátinn hjá þessum hráu og grófu mann- skepnum. Vegna leti fjölskylduföðurins býr fjölskylda hans í aflóga hreysi og á ekki málungi matar, en stelur frekar lífsbjörginni hvar sem hana er að finna. Það sem kom mér mest á óvart var nátt- úruþrunginn kraftur leikendanna flestra hveiTa, skýr framsögn og góðar hreyfmgar. Hlutverkin kalla flest á mikinn kraft og mikla leikræna tjáningu. Þau kaila iíka á að túlkuð sé mannleg eymd svipuð þeirri sem Baldur Hermannsson hefur verið að lýsa meðal íslendinga á fyrri öldum. Hjá leikur- unum á Hólmavík hefði Baldur getað feng- ið betri leikara en þá sem við sjáum á sunnu- dagskvöldum í sjónvarpinu. Sumar senum- ar vom afar nýstárlegar í íslensku leikhúsi, ekki síst hinar klúm ástarsenur hálfheilagrar Systur Bessie og hins unga sonar á heimil- inu, Dude Lester. Leikfélagið hafði fengið til liðs við sig ungan leikstjóra að sunnan, Skúla Gautason, og verður ekki annað sagt en að hann hafi unnið mikið þrekvirki í starfi sínu nreð áhugamönnum í leiklist á staðnum, og laðað fram hinn ágætasta leik. Verkið skilaði sér fullkomlega til leikhúsgesta. Af leikendum fannst mér Sigurður Atla- son, formaður leikfélagsins, leysa hlutverk hins lata heimilisföður með mikilli prýði. Hann var reyndar eins og fullskapaður at- vinnuleikari í þessu erfiða hlutverki. María Guðbrandsdóttir lék móðurina, og fékk mann til að þykja framhjáhald hennar með ókunnum manni, sem leið átti hjá garði, sem fegursta ævintýr. Það ævintýr bar ávöxt þar sem var dóttirin, Pearl. Systir Bessie, hálf- heilög kona á sínum heimaslóðum, og talin í beinu talsambandi við guð, en verulega sið- spillt inn við beinið, er dregin upp af mikl- um glæsibrag af Saibjörgu Engilbertsdótt- ur. Dóttirin Eliie May, stúlka með skarð í vör, er prýðilega túlkuð af Herdísi Rós Kjartansdóttur. Og ekki má gleyma synin- um á heimilinu, Dude, sem sannar það að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, hann virðist ætla að verða lifandi eftinnynd föður síns, sorglegt sem það er. Arnar S. Jóns- son, gagnfræðaskólastrákur á Hólmavík, fer með hlutverk piltsins, sem giftist „heiiögu" konunni, aðallega vegna þess að hún á nýj- an bfl með flautu! Amar fer á kostum í þessu hlutverki, sem krefst mikilla átaka. Þá vil ég geta Einars Indriðasonar í hlutverki Lov Bensey, vonsvikins eiginmanns einnar af fjölmörgum dætrum heimilisins, sem ekki vill sænga hjá bónda sínum. Einar var fjarska sannfærandi sem fáfróður og fá- kunnandi ungur eiginmaður með stórfelld vandamál. Sýningin hófst eins og áhugamanna er siður með vandamálum ljósamanna, sem þeir yfirstigu brátt. Leikmynd er einföld en vel gerð og förðunin var með ágætum. Því miður virðast borgarbúar ekki dug- legir að bregða sér í leikhús, þegar leikfélög af landsbyggðinni koma í heimsókn. Þessa sýningu áhugafólksins frá Hólmavík sóttu hátt í hundrað manns, og er ekki að efa að fólkið naut þessarar ágætu sýningar í hví- vetna. En það hefðu miklu fleiri mátt gera. Það er full ástæða til að hvetja fólk til að skoða þessar sýningar áhugaleikara. Þar er á ferðinni sannkölluð leikgleði, og eins og í þessu tilfelli, verulega vönduð sýning, sem skilur mikið eftir sig, og allt annars konar stemmning en í leikhúsi áhugaleikaranna. Vissulega má alltaf finna einhverja agnúa á öllum uppfærslum, en þeir kafna og gleym- ast, þegar vel er gert. Kærar þakkir lyrir þessa stórgóðu sýningu, Hólmvíkingar. Jón Birgir Pétursson ÁSKRIFTARSÍMI ALÞÝÐUBLAÐSINS ER 62-55-66 LEIKFÉLAG HÓLMAVÍKUR 1993 BÆNDUR, RÚLLUBINDIVÉL - KRONEKR125 ................. kr.860þús. - KRONEKR130 ................. kr.910þús. PÖKKUNARVÉL - SILOMAC 9913................ kr.660þús. - CARRARO RF89................ kr.449þús. - SPINPACD40.................. kr. 284 þús. BAGGAGREIP - SILOMAC-II.................. kr. 70þús. BAGGASPJÓT - TWOSE ...................... kr. 20þús. MOKSTURSTÆKI FX15m/jafnv..... kr.396þús. DISKASLÁTTU- KRONE 2jametra . . . kr.264þús. VÉL FARMA 1.85m..... kr. 142 þús. HEYÞYRLA STOLL5.5m....... kr.276þús. STJ.MÚGAVÉL STOLL 3.35 m.... kr. 174þús. „Silomac“ mlfallbretti 2, 3 eða fleirskera plógar Bjóðum einnig fjölbreytt úrval af plógum, herfum, áburðardreif- urum og sáðvélum. T.d. 3-skera 14"plógur m/landhjóli og skera á 147þús. kr. Bændur minnum á „KOFA-SAFA “ í rúllurnar — takmarkað magn til ráðstöfunar fyrir sumarið !! Bútækni á sérkjörum! Ath. öll verð tilgreind án vsk. Járnhálsi 2, 110 Rvk. Sími 91-683266

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.