Alþýðublaðið - 24.02.1994, Side 8
t
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ_
KÓPAVOGUR: Hreinn
Hreinsson
• •
Oxlum
ábyrgð
saman
PRÓFKJÖkSBLAÐIÐ
til forystu sem maður treystir best til þeirra verka
sem bærinn stendur frammi fyrir. Ef þið, bæjarbúar
góðir, eruð sammála því sem ég stend fyrir þá eigið
þið næsta leik því ef þið mætið ekki og takið þátt
hafið þið ekki áhrif. Það er okkur öllum nauðsynlegt
að hafa áhrif á það sem gert er í okkar nánasta um-
hverfi. Mætum öll í prófkjörið um helgina og höfum
þannig bein áhrif á það sem við viljum að gert verði
í Kópavogi í framtíðinni, þetta er jú bærinn okkar.
Öxlum ábyrgð saman.
Höfundur er félagsráðgjafi. Hann sækist eftir 5. sæti í próf-
kjöri Alþýðuflokksins i Kópavogi.
KÓPAVOGUR: Kristján
Guðmundsson
Iupphafi
skyldi endir-
inn skoða
Sagt hefur verið um
bæinn okkar, Kópavog,
að hann sé vagga bama
og blóma og á það við
enn í dag. En þótt Kópa-
vogur sé fallegur bær og
þar sé ágætlega búið að
fólki en enn hægt að gera
betur.
Miðbærinn
Mig langar að minnast
á Hamraborgina - miðbæinn okkar. Þar ætti hjaita
bæjarins að slá og þar ætti að vera líf í tuskunum frá
morgni til kvölds. Svo er þó ekki, enda hefur hönn-
un miðbæjarins tekist verulega illa, því umhverfið er
ntjög kaldranalegt. Ekki verður þó hreyft við húsun-
um í Hamraborg héðan af. Þess í stað verðum við að
gera gott úr því sem fyrir er og þarf það hvorki að
vera tímafrekt né kostnaðarsamt. Hægt er að breyta
bílastæðunum þannig að þau verði öll norðanmegin
þar sem alltaf er skuggi. Undir húsunum norðan-
megin er hægt að planta trjám og setja niður blóm og
gera þar lítið torg með bekkjum þar sem fólk getur
setið í sólinni á hlýjum sumardegi. Hægt er að mála
í glaðlegum lit alla gráu veggina sem liðast um, allt
þetta er hægt án þess að kosta miklum fjármunum til.
I kringum Listasafnið mætti síðan drífa í því að setja
upp skrúðgarðinn, sem þar á að vera samkvæmt
miðbæjarskipulaginu, en það myndi bæta upp grá-
myglulegt útlit blokkanna. í þessum garði legg ég til
að við plöntum trjám, plöntum trjám og plöntum
trjám.
Kynningin
Kynna þarf Kópavog betur á allan hátt. Við Kópa-
vogsbúar vitum að hér er margt gott gert og þess
vegna sámar okkur það þegar sagt er að Kópavogur
sé bara svefnbær. Ef við viljum að aðrir en Kópa-
vogsbúar viti hvað gert er í bænum okkar, þurfum
við að segja frá og vekja athygli á því þegar við er-
um að gera eitthvað skemmtilegt. Flestir vita að
Kópavogur er eitt skuldsettasta s veitarfélag landsins.
Veit hins vegar nokkur um það að þó atvinnuleysi í
Kópavogi sé of mikið er það mun minna en í öðrum
sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu? Veit nokkur
af því að hér mun verða spilaður einn riðill í heims-
meistarakeppninni í handknattleik árið 1995? Veit
nokkur af því að hér eru starfrækt tvö af kröflugustu
íþróttafélögum landsins þó við höfum ekki unnið
bikar í meistaraflokki karla í knattspyrnu og hand-
knattleik? Hér gilda þau einföldu rök að fólk veit
ekkert um hlutina fyrr en það er frætt um þá á einn
eða annan hátt og það þurfum við bæjarbúar að gera
því við eigum að vera stolt af bænum okkar. Ef við
erum ekki ánægð með bæinn okkar, þá getum við
ekki ætlast til þess að aðrir séu það og ég tel að það
sé okkur ómetanlegt ef okkur tekst að gera viðhorf í
garð Kópavogsjákvæðari.
KÓPAVOGUR: Kristín Jóns-
dóttir
Uppbygging
án öfga -
öryggir
göngu- og
hjólastígar
Það finnur hver Kópa-
vogsbúi að það hafa orð-
ið miklar áherslubreyt-
ingar í stjóm bæjarmála á
þessu kjörtímabili sem
nú er að ljúka. Allur
krafturinn hefur verið
settur í að gera Kópa-
vogsdaiinn bygginga-
hæfan og um leið hafa
skuldir bæjarins aukist
svo mjög að nú erum við
eitt skuldsettasta bæjar-
félag landsins. Unga fólkið segir: „Það er erfitt að
setjast að í Kópavogi, bið eftir dagvistun er svo
löng.“ Hér hefur eitthvað farið úrskeiðis, ekki satt?
Að mínu mati þarf öll uppbygging að haldast í hend-
ur án öfga.
Menntun
I dag er mikið talað um að, „heimurinn sé að
skreppa samarí', til dæmis vegna samninga okkar
við önnur Evrópuríki. A sama tíma emm við að
spara í menntakerfinu. kennslustundum á viku hjá
grunnskólabami fer fækkandi. Þetta tel ég mjög
slæma þróun sem þarf að snúa við strax, því bömin
okkar munu búa við meiri samkeppni, bæði á vinnu-
markaði sem og öðmm sviðum, en við höfum þekkt
- og þá skiptir haldgóð menntun miklu máli.
Umhverfið
„Á morgungöngu enn sem fyrr ég finn
fyllist brjóstið undur hlýju stolti
er ég horfi yfir bæinn minn
árla sólskinsdags af Borgarholti"
Undir þessi upphafs-
orð í ljóði Böðvars Guð-
laugssonar, I Kópavogi,
en ljóðið er gert við ljúft
lag Sigfúsar Halldórs-
sonar heiðurslistamanns
Kópavogs, geta Kópa-
vogsbúar tekið af heilum
hug. Ovíða er fegurri sól-
arsýn hér við Faxaflóann
en umhverfis Kópavogs-
kirkju. Og sem betur fer
em margir Kópavogsbú-
ar stoltir af bænum sínum.
Fmmbyggjamir, sem sóttu vatn í bmnna, hrærðu
steypu í höndunum og bösluðust við að koma yfir
sig þaki, mega muna tímana tvenna. Þessar 600-800
fjölskyldur sem skópu þennan bæ stöndum við hin í
mikiili þakkarskuld við.
Það snart mig mjög sterkt er ég hóf störf hér, fyrir
23 ámm, kontandi úr Reykjavík, þessi barátta fyrir
bættum kjömm og löngunin til að gera lífið ríkara.
Surnar vonimar rættust aðrar ekki. En allt starf sveit-
arfélagsins miðaði að því, að maðurinn, einstakling-
urinn fengi notið sín, að hann byggi við sem best ör-
yggi, réttlæti og umhyggju þeirra, sem voru kjömir
eða ráðnir til að stýra málum bæjarins.
Raunvemleg verðmæti þessa bæjarfélags sem
allra annarra, felast í gæðum þess lífs, sem íbúamir
lifa, hversu þeir njóta sín í önn sem hvfld. Að því
stefnir öll bæjarmálapólitík, sama hvaða flokkur
stendur við stýrið hverju sinni. Síðan reynir bara á
dug og framsýni ráðamanna og gæfu þeirra.
Ef til vill skilur hvað helst að flokka og menn,
hversu virðingin er sterk gagnvart manneskjunni.
Það leiðarljós á að skína við allar ákvarðanir og öll
áform. Nú em fmmbyggjarnir að setjast í helgan
stein, afkomendumir og annað gott fólk að hefja hér
búsetu og búskap - nýr lífsstíll en vonandi sami bak-
grunnur.
Stórtækt landnám er í fæðingu í Kópavogsdal.
Mig óar við, að þar fari ráðamenn nú offari. Þetta er
dýrmætt land sem ekki hleypur frá okkur. Hyggjum
vel að öllum sjónarmiðum bama, unglinga, Qöl-
skyldna, athafnamanna og aldraðra. Reynum um-
fram allt að lifa í sátt og skapa öflugan og mann-
eskjulegan bæ áfram, þar sem lífsviðhorfin em þau
að maðurinn sitji í öndvegi.
Eg hvet alla til að láta þennan afdrifaríka mótunar-
þátt sig einhverju skipta ræða hann og lúta álit sitt í
ljós. Ég vil leggja mitt af mörkum. Eigum við sam-
leið?
Höfundur er framkvæmdastjóri. Hann tekur þátt
í prófkjöri Alþýðuflokksins íKópavogi.
Ábyrgðartilfinning
Kópavogsbúar eiga að vera bjartsýnir og stoltir af
sfnum bæ, enda ekki ástæða til annars. Skuldir bæj-
arins em þó áhyggjuefni, þar sem svo stór hluti af
tekjum bæjarins fer í vexti og afborganir, að það er
farið að hamla framkvæmdagetu bæjarins. Þeirri
þróun verður að snúa við áður en það verður um
seinan og það verður stærsta og erfiðasta verkefni
næstu bæjarstjórnar. Þeir menn sem nú ráða ríkjum í
bænum okkar hafa eytt um efni fram og verður ekki
annað hægt að segja að þeir séu firrtir ábyrgðartil-
finningu þar sem þeir em að varpa ábyrgðinni af
gerðum sínum yfir á herðar komandi kynslóðar,
ungra Kópavogsbúa. Þannig menn vil ég ekki sjá
lcngur við völd í Kópavogi því þeir vita ekki hvað
þeir em að gera.
Prófkjörið
Ég býð mig fram í þessu prófkjöri sem fulltrúi
bjartsýns ungs fólks sem er tilbúið til þess að axla þá
ábyrgð sem felst í að stjóma stóm bæjarfélagi eins
og Kópavogi. Slík stjómun getur einungis falist f því
að þora að gera það sem þarf að gera og sýna þá lág-
marks kurteisi og ábyrgðartilfinningu að varpa ekki
byrðum sínum yfir á óljósa framtíð og vona það
besta. Við unga fólkið höfum dæmin fyrir framan
okkur og höfum lært af biturri reynslu að þessi að-
ferð er úrelt og á ekki við í okkar nútíma þjóðfélagi.
Hlutirnir breytast þó ekki af sjálfu sér og til þess
að hafa áhrif þarf að taka þátt í ákvarðanatökunni.
Ein leið til þess er að taka þátt í prófkjöri og velja þá
Eitt af mínum hjartans málum er að sjá í framtíð-
inni lagða áherslu á iimgga göngu- og hjólastíga
milli hverfa hér í Kópavogi. Það minnkar mengun
og sparar í þjóðfélaginu, ef fleiri sjá sér fært að
ganga eða hjóla milli staða. En til þess að það verði,
þarf að bjóða upp á aðlaðandi stíga sem skarast sem
minnst við bílaumferðina. Nú er ég ekki að meina
stubba sem byrja hvergi og enda hvergi, heldur ekki
gangstéttir, þar sem þú þarf sífellt að fara upp og of-
an háa kanta, heldur ALVÖRU GÖNGU- OG
HJÓLASTÍGA, eins og fólk þekkir sem búið hefur
erlendis.
Höfundur er arkitekt. Hún er þátttakandi
í prófkjöri Alþýðuflokksins.
KOPAVOGUR: Loftur Þór
Pétursson
Hvernig
verður
Kópavogur
betri bær?
Til þess að geta borið höfuðið hátt í samfélagi
manna, er betra að geta staðið á eigin fótum. Ég ótt-
ast stöðu Kópavogs f þessum efnum, því skuldir
bæjarins munu hafa aukist um 1700 milljónir á síð-
astliðnu kjörtímabili. Flokkar sem þannig fara með
fjármál sem þeim hefur verið treyst fyrir, ættu að
verða sviptir fjárræði. Kópavogsbúar geta séð til
Fimmtudagur 24. febrúar 1994
þess að það verði gert í
kosningunum í vor.
Til að draga úr kostn-
aði eru eflaust morg úr-
ræði. Sum þeirra gætu
verið óþægileg fyrir ein-
hveija sem hafa komið
sér þægilega lyrir á
launaskrá bæjarins. Til
dæmis munu laun bæjar-
stjórans vera rúmlega yf-
ir sultarmörkum! Þegar
illa árar er ekki óeðlilegt
að þetta sé eitt það fyrsta sem tekið verður til skoð-
unar.
Jákvæð viðhorf
Það þarf að skoða hvemig eða hvort verk eru boð-
in út á vegum bæjarins, stór og smá. Með því að
bjóða út verk er hægt að spara mikla fjármuni fyrir
bæinn. Þetta er gert í höfuðborginni og reynist hag-
stætt, þó ekki sé hægt að inæla með þeim starfsað-
ferðuni sem þar eru notaðar, því Innkaupastofnun
Reykjavíkurborgar telur sig ekki þurfa að virða lög-
gild starfsréttindi iðnfyrirlækja. Þó mælt sé með út-
boðum er sjálfsagt að þeir verktakar sem standa sig,
fái að njóta þess þegar þessir hlutir em skoðaðir.
Dæini unt klúður í Kópavogi varðandi útboð verka,
eiu „áskriftarverktakarnir" á Digranesveginunt og
vfðar.
Það þarf að gera Kópavog aðlaðandi fyrir fyrir-
tæki að starfa hér. Bæjaryfirvöld þurfa að vera tilbú-
in til að taka opnum örmum nýjum fyrirtækjum sem
vilja hasla sér völl í bænum, hlú að þeim sem fyrir
em og ekki síst að greiða götu þeirra sem vilja leggja
út á nýjar brautir. Það skapar atvinnutækifæri og
hressir upp á bæjarbraginn, ekki veiúr af. Kópavogs-
búar ættu að beina viðskiptum si'num, eins mikið og
unnt er, til fyrirtækja sem hér starfa, því það treystir
stöðu bæjarins.
Velkomin í Kópavog
Þegar búið er að koma böndum á fjármál Kópa-
vogs, eykst traust íslendinga til hans. Þá verðurekk-
ert vandamál að fylla ný hverfi af lífi, hverfi sem nú
eiga erfitt uppdráttar, því núverandi bæjaryfirvöld-
um tekst ekki að laða fólk í þau. Smárahvammsland-
ið er kjörið til búsetu en fólk vill ekki setjast þar að
vegna óstjómar í bænum. Þessu geta kjósendur
breytt. Með því að kjósa Alþýðuflokkinn, býður þú
nýja íbúa velkomna í Kópavog.
Svigrúm fyrir alla
Til þess að öllum Kópavogsbúum geti liðið vel,
þari' að vera nægilegt svigrúm fyrir alla. Bæði H K og
Breiðablik em á fullu að byggja upp aðstöðu fyrir
starfsemi sína. Það er pláss fyrir bæði félögin hér í
bænum. Hvomgt þarf að stíga ofan á hitt, það veilir
ekki af þeim báðum. Hinn sanni íþróttaandi þarf að
ríkja. Það er besta veganestið fyrir bömin okkai- inn
í framtíðina.
Það er fleira íþróttir en boltaskak. Sund, skíði,
fimleikar, siglingar og fijálsar íþróttir er sívinsælar
íþróttagreinar og fjöldi manna senr það stundar. Það
má ekki Verða útundan. Svo em það íþróttir hugans.
Briddsfélag Kópavogs er eitt af stóm nöfnunum í
briddslífi landsmanna og skákin lifir hér góðu lífi.
Ég álít að það sé einn af mikilvægustu þáttum
góðs bæjarlífs að íþróttum sé gefinn góður gaumur.
Það skilar sér í margfalt belri þjóðfélagsþegnum.
Lokaorð
Að hafa opið prófkjör, (án þess að fólk eigi það á
hættu að verða mkkað fyrir það seinna, eins og
íhaldið gerir) er vitni þess að Alþýðuflokkurinn
treystir kjósendum. Jafnaðarmenn hugsa í nútíman-
um. Kópavogsbúar ættu þess vegna að geta treyst
Alþýðuflokknum fyrir atkvæðum sínum.
Fjölmennum því í prófkjörið um næstu helgi og
veljum þá sem við treystum til að stjóma bænum,
því þeir verða ekki á öðrum listum sem treystandi er
fyrir bænum okkar.
Höfundur er húsgagnabólstrunarmeistari. Hann tekur þátt i
prófkjöri Alþýðuflokksins í Kópavogi.
ALÞYÐU-
FLOKKURINN
JAFNAÐAR-
MANNA-
FLOKKUR
ÍSLANDS!