Alþýðublaðið - 24.02.1994, Side 12

Alþýðublaðið - 24.02.1994, Side 12
PROFKJORSBLAÐIÐ 12 ALÞÝÐUBLAÐIÐ_____________________ HAFNARFJÖRÐUR: Anna Kristín Jóhannesdóttir Snúumst gegn böli atvinnu- leysisins Atvinnuleysi hefur víða knúið dyra hér á landi. Einn mesti bölv- aldur sem getur hent fjölskyldu er atvinnu- leysi. Það hefur iðulega í TOf með sér öryggisleysi og vanlíðan fjölskyld- unnar. Það er erfitt að horfa upp á fólk ganga um án atvinnu og hafa það á tilfinninj’unni að vera gagnslaus þjóðfé- lagsþegn, er óskemmtilegt. Ég sem kennari hef í starfi mínu orðið vör við þrengingar hjá fjölskyldum þegar fyrirvinna heimil- isins hefur misst vinnuna. Sú örvænting sem oft grípur íjölskylduna við slíkar aðstæður má glöggt greina í auknu öryggisleysi bamanna. Auk þess get- ur vonleysi leitt unga fólkið okkar inn á vafasamar brautir. Það verður að forðast með öllum tiltækum ráðum. Við verðum að skapa börnum okkar traust um- hverfi og forsendur til að þau geti litið björtum aug- um á framtíðina og öðlast trú á land og þjóð. Þeir sem eldri eru þurfa að finna að þeir séu nýtir þjóðfé- lagsþegnar og að þörf sé fyrir þá á vinnumarkaðin- um. En sveitarfélag getur ekki eitt og sér leyst vanda atvinnulífsins nema að takmörkuöu leyti. Ríkisvald- ið verður að grípa þar inn í og sýna vilja sinn í verki. Við alþýðuflokksmenn í Hafnarfirði höfum reynt að styðja við atvinnulífið hér í bæ eins og nokkur kost- ur er. Hvað er til úrbóta? Það er engin einföld lausn á þessu mikla vanda- máli. Við verðum umfram allt að treysta og trúa á okkur sjálf. Við skulum því styðja það sem íslenskt er og halda ljármagninu í landinu. _Jíá er afar mikilvægt að stuðla að nýsköpun á markvissari hátt en verið hefur. Það verður því að opna möguleika á nýjum atvinnutækifærum og styðja við bakið á lífvænlegum fyrirtækjum eins og kostur er. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að fiskurinn í sjónum er ekki óþijótandi auðlind. Við þurfum því að fullvinna fiskinn hér heima en með því sköpum við meiri vinnu og aukin verðmæti hér á landi. Við stöndum sjálfum okkur næst og veljum því ís- lenskt. „Islenskt, já takk.“ Hölundurer varabæjarfulltrúi og formaður íþróttaráðs. Hún sækist eftir stuðningi í 4. sætið íprófkjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. HAFNARFJÖRÐUR: Anna María Guðmundsdóttir Hlutverk og aðbúnaður íslensku fjöl- skyldunnar Fjölskyldan skipar veigamikið hlutverk í samfé- laginu þar sem hún lýtur að frumþörfum mannsins fyrir náin og persónuleg tengsl sem borin eru uppi af virðingu, tillitssemi og gagnkvæmri ást. Þeir ein- staklingar sem mynda fjölskylduna, böm og full- orðnir, eiga þar sitt skjól, sem undir „eðlilegum" kringumstæðum á ekki að bregðast. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fylgni á milli þeirra aðstæðna sem böm alast upp við og gengi þeirra í lífinu seinna meir. Sem dæmi má taka, að barn sem í æsku getur ekki reitt sig á foreldra sína, til dæmis sökum áfengisvanda þeirra, á oft erfitt með að mynda tilfinningasambönd við annað fólk síðar á ævinni. Einnig hefur það sýnt sig, að þeir unglingar sem leiðast út í afbrot og vímuefnaneyslu koma oft frá slæmum félagslegum aðstæðum. Margar íslenskar fjölskyldur búa við þær aðstæð- ur nú að þær geta ekki kallast góðar. Það er allt ann- að en auðvelt fyrir ungt fólk í dag að eignast þak yf- ir höfuðið. Því hefur fylgt mikið vinnuálag sem hef- ur verið það óhófiegt á stundum að margir hafa hreinlega kiknað undan því og gefist upp. Margar fjölskyldur hafa flosnað upp af þeim sökum. Það er mjög sorgleg staðreynd, ekki síst í Ijósi þess, að yfir- ieitt er um bamafjölskyldur að ræða. Ekki batnar ástandið ef atvinnuleysi bætist þar of- an á. Það er auðvelt að sjá hvert framhaldið verður, því fólk er oftar en ekki búið að ráðstafa launum sín- um mörg ár fram í tímann, vegna húsnæðiskaupa. Þar við bætist að þeir foreldrar sem báðir hafa þurft að stunda vinnu utan heimilis hafa oft á tíðum verið í miklum vandræðum með gæslu fyrir börn sín. Margir hafa þurft að fara með börn sín milli tveggja til þriggja staða á dag. Það gefur augaleið að slíku fylgir mikið álag, svo ekki sé talað um þegar fjár- hagsvandinn bætist þar ofan á. Slíkt getur ekki orðið til góðs fyrir fjölskyldulífið. Af þessu má sjá að ýmislegt má betur fara ef búa á fjölskyldunni ömggan sess í íslensku þjóðfélagi. Heilsdagsskóli og breytilegur viðverutfmi á leik- skólunt hér í Hafnarfirði er stórt skref í áttina til þess að gera foreldrum auðveldara fyrir og mikil framför. Markvissari stefna í húsnæðismálum - aukið at- vinnuöryggi - lengt fæðingarorlof og aukin fræðsla fyrir verðandi foreldra, myndi allt gera bamafjöl- skyldum auðveldara fyrir að lifa og komast af í okk- ar þjóðfélagi. Okkur ber skylda til að standa vörð um fjölskyld- una því hún er hornsteinn þjóðfélagsins. Höfundur er fóstra. Hún stefnir á 6.-8. sæti í prófkjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. HAFNARFJÖRÐUR: Árni Hjörleifsson / Afram með upp- byggingu Hafnar- fjarðar! I prófkjöri .Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði sem haldið verður um þessa helgi, verða þrjátíu þátttakendur: Þarna eru einstaklingar sem koma úr ýmsurn starfsstéttum, og er þetta hinn glæsi- legasti hópur, sem á sér mörg áhugamál, ásamt því að búa yfir þekkingu hvert á sínu sviði. Þessi hópur hefur samt eitt sameiginlegt áhugamál, en það er að leggja sitt af mörkum til þess að áframhaldandi uppbygging verði í Hafnarfirði, og það veit að það gerist ekki nema undir styrkri stjórn Alþýðuflokksins. Það er Ijóst að í prófkjöri sem þessu, þar sem margir álitlegir frambjóðendur eru, verður val kjós- enda erfitt. Það er mín skoðun að menn skuli metnir af verkum sínum, og skiptir þá ekki máli í hvaða félagahópi, eða af hvað kyni viðkomandi er. Þar sem ég er þátttakandi í þessu prófkjöri og veit að baráttan um atkvæðin verður hörð, vil ég vekja at- hygli á því, hvernig þátttöku minni er háttað. Eg hef starfað að bæjarmálum í Hafnarfirði nú um átta ára skeið, fýrst í fjögur ár sem formaður skóla- nefndar og síðan sem bæjarfulltrúi og bæjarráðs- maður, ásamt því að eiga sæti í skipulagsnefnd. A þessum átta árum sem Alþýðuflokkurinn hefur stjórnað hefur nánast orðið bylting í Hafnarfirði á svo til öllunt sviðum. Það er nánast sama hvar litið er. Framfarir og uppgangur blasir alls staðar við, og er þá sama hvaða málaflokkar eru nefndir. Hvort um er að ræða uppbyggingu í skóla-, íþrótta- og dagvist- armálum, eða fegmnar- og menningarmálum, hvað þá uppbyggingu við höfnina þar sem komið var upp fyrsta fiskmarkaði landsins, ásamt því að byggð var smábátahöfn og nýir viðlegukantar. Nýju strætis- vagnakerfi var kontið á, og hin mikla uppbygging í miðbænum á eftir að draga fjölda fólks til bæjarins. Það væri hægt að telja upp mörg önnur atriði, en það er sennilega óþarfi, því Hafnfirðingar þekkja bæinn sinn og em stoltir yfir því hvað mikið hefur áunnist á fáum ámm. Þessi mikla uppbygging undir stjóm alþýðuflokksmanna hefur vakið athygli langt út fyrir bæjarmörkin, og hefur það orðið til þess að Qöldi fólks flytur f bæinn, og nú er svo komið að fólksíjölgun í Hafnarfirði er langt umfram það sem annars staðar gerist. Sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað hef- ur skapað mikla vinnu, en þrátt fyrir það búum við hér í Hafnarfirði við allt of mikið atvinnuleysi. Það verður því að vera eitt aðalverkefni næstu bæjar- stjómar að vinna bug á atvinnuleysinu með öllum tiitækum ráðum og má í því sambandi horfa til möguleika á iðnaðarsvæðinu kringum Straumsvík, ásamt því að nýta þá miklu orku sem á Krísuvíkur- svæðinu er. Eins er rétt að draga athyglina að þeirri miklu auðlind sem kalda vatnið okkar er. Eg hef nú dregið fram nokkur atriði um framgang mála í Hafnarfirði, ég tel mig hafa unnið að samvisku- semi og heilindum að þessari miklu uppbygg- ingu, ég er tilbúinn til áframhaldandi starfa. Ef þú, kjósandi góður, treystir mér til að vinna að áframhaldandi uppbyggingu í bænum okkar, vonast ég eftir stuðningi þínum. Ég stefni á 2. sæti listans. Afram Hafnarfjörður! Höfundur er bæjarfulltrúi og rafvirki. Hann er þátttakandi í prófkjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. HAFNARFJÖRÐUR: Eyjólfur Sæmundsson Uppbygging hafnarinnar Uppbygging hafnar- innar er lóð á vogarskál baráttunnar gegn at- vinnuleysi. Þótt ytri aðstæður og ' ðgerðir ríkisvaldsins ráði sennilega mestu um þróun atvinnumála, brenna afleiðingar at- vinnuleysis heitast á sveitarstjómum. Því hljóta vamaraðgerðir gegn vaxandi atvinnuleysi að vera þeirra brýnasta verkefni um þessar mundir. Mín skoðun er sú að engar patentlausnir séu til og vinna verði að fram- þróun allra atvinnugreina og skoða öll möguleg tækifæri ef árangur á að nást. Hafnarfjörður hefur þá sérstöðu umfram mörg önnur sveitarfélög, að þar er ein stærsta og besta höfn landsins. Höfnin skapar tækifæri til ýmiss kon- ar atvinnustarfsemi. A síðustu tveimur kjörtímabil- um hefur verið unnið ötullega að uppbyggingu Hafnarfjarðarhafnar og aukningu á þjónustu hennar. Markmiðið er í raun og vem tvíþætt; - að bæta aðstöðu þeirra fyrirtækja sem byggja starfsemi sína á þjónustu hafnarinnar, einkum sjáv- arútvegsfýrirtækja, og tryggja þannig atvinnu þeirra sem þar starfa. - að auka viðskipti hafnarinnar og þar með umsvif og atvinnu sem tengist þjónustu við skip. Helstu framkvæmdir síðustu tveggja kjörtímabila em þessar: - Stofnun fyrsta fiskmarkaðar á landinu árið 1986 og bygging fiskmarkaðshúss sem hafnarsjóður stóð fyrir og tekið var í notkun 1987. Þá var brotið blað í sögu sjávarútvegs á íslandi og fátt hefur orðið fisk- verkendum í Hafnarfirði meiri lyftistöng. - Bygging smábátahafnar, Flensborgarhafnar, sem tekin var í notkun sumarið 1989. Þar er pláss fyrir um 80 báta í viðlegubásum en samtals hafa ver- ið í höfninni allt að 180 bátar. Smábátaafli óx stórum við þetta, úr sáralitlu upp f um 3.000 tonn þegar mest var áður en kvótaskerðing og aflasamdráttur brast á. - Lenging Suðurbakka úr 240 metrum í 430 metra með 8 metra viðlegudýpi sem lokið var nú fyrir skömmu. Aðstaða fyrir frystitogara stórbatnaði við þetta sem og möguleikar til að þjóna almennum flutningum og erlendum veiðiskipum. Framkvæmd- in kostaði um 190 milljónir króna og tókst að öllu léyti mjög vel. Kostnaður var innan áætlunar. - Dýpkun stórs svæðis úti á höfninni og við Norð- Fimmtudagur 24. febrúar 1994 urbakkann á árunum 1992-1993 í tengslum við stækkun Suðurbakka. Þetta auðveldar mjög stærri skipum að sækja þjónustu í Hafnarfjarðar. - Lagfæringar og aðstöðusköpun í Norðurhöfn- inni sem skapað hefur fyrirtækjum sem þar starfa stórbætta aðstöðu. Bæjarbúar sjá þessa m.a. merki í stórri vöruskemmu sem þar er nú verið að byggja. Mikil aukning hefur orðið á vöruflutningum um þennan hluta hafnarinnar, meðal annars timburfiutn- ingur. Margt fleiri mætti til tína og vil ég sérstaklega benda á lækkun rafmagnsverðs til skipa nú um ára- mótin úr 7,61 krónu í 4,72 krónur á kílóvattstundina (án virðisaukaskatts), í samvinnu við Rafveitu Hafn- arfjarðar. Einnig má benda á aukið mannlíf við höfn- ina, í tengslum við starfrækslu útimarkaðar sem eig- endur Kænunnar standa fyrir með stuðningi Hafnar- innar og skemmtisiglingum Fjörunessins á vegum Fjörukráarinnar, en hafnarsjóður styrkti gerð nauð- synlegra mannvirkja sent til þurfti. Þetta stuðlar að aukinni ferðaþjónustu í bænum og hafa eigendur þessara fyrirtækja sýnt lofsvert framtak og stórhug. Þó góður grunnur hafi verið lagður að starfsemi hafnarinnar skiptir mestu að horfa til framtíðar. Unn- ið er að ýmsum verkefnum sem horfa til aukinna umsvifa hafnarinnar og styrkja munu stöðu hennar í þeirri samkeppni sem nú á sér stað milli hafnanna við Faxaflóa. Veití bæjarbúar Alþýðufiokknum um- boð í komandi kosningum til þess að fara áfram með stjóm bæjarins mun enn verða haldið áfram af krafti við að efla Hafnarfjarðarhöfn og þá atvinnustarfsemi sem henni tengist. Höfundur er varabæjarfulltrúi og formaður hafnarstjórnar. Hann er þátttakandi í prófkjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. HAFNARFJÖRÐUR: Guðlaug Sigurðardóttir Kratar vöktu bæinn af Þyrnirós- arsvefni Á mínum uppvaxtar- árum sló hjarta Hafnar- fjarðar í miðbænum. Verslun og þjónusta var að mestu leyti staðsett þar, höfnin iðaði af lífi að ógleymdum tveimur kvikmyndahúsum sem á sínu blómaskeiði sýndu myndir, sem höfðu það mikið aðdráttarafl að þær gengu mánuðum saman. En allt er í heiminum hverfult, ljósin í miðbænum slökknuðu eitt af öðru svo ekki var svipur hjá sjón. Hafnarfjörður lagðist í dá og þyrnigerðið óx, í stjórn- artíð Sjálfstæðisflokksins gerðist lílið. Hafnarfjörð- ! ur, hvaða bær var það? Hann var vart til á kortinu, hann varð að svefnbæ, Hafnfirðingar vöndust á að sækja vinnu, verslun, þjónustu og andlegt fóður til Reykjavíkur og fáum kom til hugar að heimsækja bæinn. En eins og f sögunni, þá varð einhver að rjúfa þymigerðið og vekja bæinn, það gerði Alþýðuflokk- urinn svo um munaði, vakti bæinn af Þyrnirósar- svefni. I dag er Hafnarfjörður þekktur fyrir kraft og framsýni, þekktur fyrir umbætur í þágu bæjarbúa, að hlusta eftir hvar skórinn kreppir að, bæta og laga. Já, umskiptin hafa verið mikil og það kveður við annan tón núna, þegar minnst er á Hafnarfjörð, allir lands- menn vita um tilvist bæjarins, það er eftirsóknarvert að búa í Hafnarfirði. Kratar gerðu sér ljóst að þróttmikið bæjarfélag þrífst ekki án lifandi miðbæjar og ljósin lifna við hvert af öðru. Unnið hefur verið að því fegra og bæta miðbæinn og markvisst stelnt að því að auka þjónustu og versl- un, svo þar megi þrífast blómlegt mannh'f sem lagði að sern flesta. Prófkjör Alþýðuflokksins í Hafnarfirði fer fram næstu helgi. Hafnfirðingar takið þált í að velja fólk til forystu, bænum til heilla. Hafnfirðingar, hafið í huga að „verkin tala“. Höfundur er þátttakandi í prófkjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.