Alþýðublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 24. febrúar 1994_________ HAFNARFJÖRÐUR: Steinunn Þorsteinsdóttir Konur: Skrautmun- ir eða alvöru pólitíkusar? „Spurningin er, hvort það cr rétt og ráðlegt að annar helm- ingur mannkynsins skuli l'ara í gegnum líf- ið, neytt undir forsjá hins helmingsins" Þessi orð Harrietar Mill, breskrar kvenrétt- indakonu, sem uppi var á 19. öld eiga að mörgu leyti vel við enn í dag. Nauðsynlegt er að hafa þau í huga þegar gengið verður til kosninga í prófkjöri Alþýðuflokksins um komandi helgi og stuðla að sem jafnasui skiptingu kynjanna á framboðslistanum til bæjarstjómar. Aldrei áður hafa jafnmargar konur tekið þátt í próf- kjöri á vegum flokksins en nú. Konur hafa ávallt ver- ið í minnihluta á listum flokksins og kominn tími til að breyting verði þar á. Jafnaðarmannafélag Hafnarfjarðar vár stofnað í október 1930. Fyrstu ár félagsins vom bæði karlar og konur meðlimir í félaginu en haustið 1937 stofn- uðu konumar eigið félag; Kvenfélag Alþýðuflokks- ins í Hafnarftrði. Strax frá byrjun urðu konumar mjög virkar í starfi sínu fyrir flokkinn og þá ekki síst þegar kosningar stóðu fyrir dymm. I fyrstu bæjarstjómarkosningunum, eftir stofnun kvenfélagsins, vann Alþýðuflokkurinn sigur og fékk fimm menn kjöma og hélt meirihluta. Sigurinn í þeim kosningum var ekki síst að þakka eljusemi og öflugri vinnu kvenfélagskvenna og var kvenfélagið af mörgum talið sterkasti þáttur Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. A fundi hjá kvenfélaginu 1958 minntist Emil Jónsson á kosningamar 1938 og „... þeirrar gæfu Alþýðuflokksins, að Kvenfélag Alþýðuflokks- ins var stofnað 1937...“. En þrátt fyrir þessa gæfu, mikinn áhuga kvenn- anna og öfluga vinnu, áttu þær engan fulltrúa á lista til bæjarstjómar fyrr en árið 1958 þegar þáverandi formaður, Þómnn Helgadóttir, skipaði annað sæti listans og Sigurrós Sveinsdóttir, formaður Verka- kvennafélagsins, það áttunda. Þómnn varð fyrsti kvenbæjarfulltmi flokksins og hún og Elín Jósefs- dóttir, af lista Sjálfstæðisflokksins, vom fyrstu kven- bæjarfulltníar Hafnarfjarðar. 1 kosningabaráttunni 1958 sagði Emil Jónsson frá viðbrögðum hinna flokkanna við því að kona átti sæti á lista Alþýðuflokksins. Hann hélt því fram að íhaldið og kommamir „... hafi rokið til og sett kon- ur í vonlaus sæti ... og að Framsókn hafi ekki fund- ist taka því að hafa konu á sínum lista.“ En strax í næstu kosningum vom konur komnar í „vonlausu" sætin á lista Alþýðuflokksins. Tuttugu og átta ár líða þar til kona skipar aftur annað sætið á lista flokksins. A þessum tuttugu og átta ámm virð- ist sem konur hafi einungis verið til uppfyllingar og skrauts á lista flokksins. Látum það ekki henda að eftir alla þá baráttu sem konur höfðu fyrir kjörgengi að þær séu einungis til skrauts á lista flokksins. Sá tími er liðinn. I prófkjör- inu um komandi helgi gefa margar mjög frambæri- legar og hæfar konur kost á sér, konur sem vilja leggja sitt af mörkum til bæjarfélagsins, okkur til hagsbóta. Eg vil hvetja alla til að gera veg kvenna í prófkjörinu sem mestan, þær em í pólitík af alvöru en ekki til skrauts á listum og margar þessara kvenna em verðugir fulltmar Hafnfirðinga. Höfundur er sagnfræðinemi og vinnur núað BA-ritgerð um sögu Kvenfélags Alþýðuflokksins iHafnarfirði. Hún er þátttakandi í prófkjöri Alþyðuflokksins i Hafnarfirði. PkÓFKJ ÖRSBLAÐIÐ HAFNARFJÖRÐUR: Sigþór Ari Sigþórsson Yerkin hafa talað Á árinu 1986 urðu þáttaskil í hinu pólitíska umhverfi í Hafnarfirði en þá komst Alþýðuflokk- urinn aftur til valda eftir langa eyðimerkurgöngu í minnihluta. Þetta tímabil reyndist einnig vera eyðimerkurganga upp- byggingar æskulýðs-, skóla-, íþrótta-, miðbæj- ar-, og umhverfismála í Hafnarfirði. Æskulýðsmál Frá því að Alþýðuflokkurinn komst í meirihluta 1986 hefur einna mest orðið breyting á málefnum hafnfirskra unglinga. Og er þá átt við tilkomu æsku- lýðsmiðstöðvarinnar Vitans á horni Strandgötu og Reykjavíkurvegs. Er hann tiltölulega vel staðsettur með tilliti til þeirra sem þangað sækja, þar sem vega- lengdir em ekki og langar og samgöngur góðar. En í ört stækkandi sveitarfélagi verða fjarlægðimar meiri og því vert að huga að framtíðarskipulagi þessara mála. Við skipulagningu nýrra hverfa verða vega- lengdir til miðbæjar lengri og því hætta á að ungling- ar þar sæki minna þangað sitt æskulýðsstarf. Þeir sem em rúmlega tvítugir og eldri muna vel hvemig á ntálum var haldið á ámm áður og baráttu sjálfstæðis- manna gegn kaupum á núverandi húsnæði Vitans. Því er brýnt að málum verði staðið einsog undanfar- inn ár og þeirri þróun æskulýðsmála sem verið hefur frá 1986 verði haldið áfram. Mikilvægt er því að mótuð verði stefna til langtíma varðandi æskulýðs- mál unglinga og við deiliskipulag í framtíðinni verði þessum málaflokki gerð góð skil. íþróttir og félagsstörf Undanfarin ár hefur orðið umtalsverð aukning í byggingu íþróttamannvirkja í Hafnarfirði og þar af leiðandi aðstaða til iðkunar mun betri og meiri en áð- ur. Hafnfirskir íþróttamenn hafa ekki farið varhluta af því og ekki hefur staðið á árangri jDeirra. Helstu framkvæmdir á undanfömum ámm em uppbygging Kaplakrika og Ásvalla, stækkun golfvallar, reið- skemmu íyrir hestamenn sem einnig nýtist knatt- spymumönnum, og svo lengi mætti telja. Nú er svo unnið að fullum krafti við að útvega Siglingaklúbbnum aðstöðu til framtíðar og að skot- félagið fái aðstöðu. Segja má að nær öll íþróttafélög hafi nú yfir að ráða mannvirkjum sem komi til með að nýtast í nán- ustu framtíð og er Hafnarfjörður í forystu þeirra sveitarfélaga hvað varðar uppbyggingu íþróttastarfs og þeirri forystu verðurn við að halda. Skólamál I tíð Alþýðuflokksins hefúr verið unnið markvisst á að koma á heilsdagsskóla. Og er nú í fýrsta skipti í vetur boðið beint upp á slíkan möguleika í hafnfirsk- unt grunnskólum. Til þess að ná þessu takmarki hef- ur þurft að vinna upp þann þrengslisvanda sent skap- ast hafði frá fyrri meirihluta auk þess sem nemend- um á gmnnskólaaldri hefur íjölgað gríðarlega miða við önnur sveitarfélög og er böm á gmnnskólaaldri hlutfallslega flest hér í Hafnarfirði. Af þessu má ljóst vera að þegar gmnnskólinn flyst ffá ríki til sveitarfé- laga er enn mikilvægara að réttir aðilar haldi hér á málurn til þess að forðast afturhvarf til fortíðarinnar í skólamálum.Miklum Ijármunum hefur því verið varið til að ná þessu takmarki og má hvergi slaka á í þessum efnum. Miðbærinn Miðbærinn hefur tekið stakkaskiptum frá þvf að endurbætur á Strandgötunni hófust í tíð meirihluta Alþýðubandalags og Alþýðuflokksins. Leitast hefur verið að gera miðbæinn að þungamiðju verslunar, stjómsýslu, þjónustu og menningar. Með þeim fram- kvæmdum sem nú em hafnar má ætla að þessu tak- marki verði náð. Miðbærinn mun að auki verða aðdráttarafl fyrir ferðamenn enda gert þar ráð fyrir hóteli með tilheyr- andi þjónustu. Umhverfisvernd I unthverfismálum Hafnfirðinga hefur hvert stór- virkið verið unnið. Fyrst með lokun öskuhauga við Hvaleyrarvatn og uppbyggingu í kringum vatnið. Nú er svo hafin undirbúningur á að koma fráveitu- vatni bæjarins lengra út í sjó þannig að mengun upp við strendur verði óvemleg. Næstu skref verða tengd þessum tveimur málafiokkum. Varðandi sorpmálin þá munu þróunin verða hröð varðandi urðunarstaði auk þess sem þjónustan sem veitt er í dag verður ódýrari þegar stofnkostnaður Sorpu bs. hefur verið greiddur. í fráveitumálum verður leitast við að hreinsa fráveituvatnið þar sem í dag er einungis fyr- irhuguð hreinsun til að draga úr sjónmengun. Fleiri og smærri verkefnum verður að sjálfsögðu haldið áfram svo sem við uppbyggingu grænna svæða. Fjármál Einsog ávallt þar sem sjálfstæðismenn em í minnihluta verður umræða um fjárhag sveitarfélaga mikill og virðist þá engu skipta hvort fjárhagsstaðan er góð eða slæm ávallt er umræðan á sama plani. Helsta niðurstaðan er að með hagræðingu og spam- aði megi bæði minnka rekstrarútgjöld, lækka skatta og auka þjónustu en ávallt gleymist að segja hvar eigi að hagræða. í landstjóminni hefur bersýnilega komið í ljós hvemig þessum málum er háttað það er lækkun heildarskatta er skattalækkun og skiptir þá engu hvar tilfærslunnar verða til dæmis má lækka heildarskatta með því að flytja álögur frá fyrirtækj- um á almenning með einhverjum mismun eða hrein- lega að minna innheimtist. Það er skattalækkun og efndir á kosningaloforðum. Með sömu rökum er hægt að segja að undanfarinn ár hafi skattar verið hæstir í Reykjavík og lægstir í Hafnarfirði meðal kaupstaða. Nýlegt dæmi um slíka hagfræði er að finna á forsíðu Hamars þar sent talað er hækkun heildarskatta um 70 milljónir. En þar er einmitt ver- ið að færa álögur frá fyrirtækjum til einstaklinga og jafna tekjur sveitarfélaga að kröfu löggjafans. Þetta ber að hafa í huga nú þar sem margir frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins boða enn frekari skattalækkanir á fyrirtæki. Auðvitað skal að því stefnt að skattar verði sem lægstir. Spumingin er bara sú hversu miklu skal varið til uppbyggingu íþróttamannvirkja, skóla, dagheimila, atvinnuskapandi verkefna, fé- lagslegrar aðstöðu lægra skattar þíða einsog dæmin hafa sýnt minnkun á þeirri uppbyggingu. Við Hafnfirðingar höfum framkvæmt mikið á undanfömum ámm og höfum tekið til þess lán, fyr- irhuguð niðurgreiðsla lána hefur frestast hér í Hafn- arfirði sem og í öðmm sveitarfélögum vegna þess erfiða atvinnu ástands sem hér ríkir. Náðst hefur samstaða um að halda upp frantkvæmdum með auknum lántökum til þess að auka atvinnu. Skulda- aukning Hafnaríjarðarbæjar vegna þessa hefur verið minni en í mörgum öðmm sveitarfélögum. Fjármun- um hefur verið varið í atvinnuátaksverkefni, gatna- gerð, uppbyggingu miðbæjar, vatnsveitu auk smærri verkefna. Miklum fjármunum hefur verið varið í þessar fratnkvæmdir og skuldir hafa því aukist en tekist hefur að halda upp atvinnu íyrir fjöldann allan af Hafnfirðingum. Þó svo að margir sjálfstæðismenn líti á fram- kvæmdir undanfarinna ára einungis sem eign- færða fjárfestingu dagsins í dag og beri hana saman við skuldir morgundagsins og mæli ár- angur eftir mismuninunt þá býr hér að sjálfsögðu miklu meira að baki. Uppbygging íþróttamann- virkja og fullnýting þeirra hefur í for með sér mikið forvarnar og uppeldislegt gildi, bygging leikskóla, skólahúsnæðis og nýting þeirra hefur mikið gildi jafnt fyrir börn sem foreldra, engin þar að efast um gildi fjölbreytts æskuiýðsstarf, uppbyggingin miðbæjar og ferðamannaþjónustu hefur breytt Hafnarfirði úr svefnbæ í lifandi sveitarfélag sem er fyrirmynd annarra. Allt þetta hefur fært okkur umtalsvcrða fjölgun íbúa þann- ig að ef fram heldur sem horfir verður Hafnar- fjörður orðin næst stærsta sveitarfélag landsins á eftir Reykjavík að fáeinum árum liðnum. Fjölg- un íbúa hefur fyrst og fremst mælst meðal ungs barnafólks og verður sá auður sem við Hafnfirð- ingar höfum eignast seint ofmetinn og kemur til með að nýtast bænum í framtíðinni. Auk verulegra byggingarframkvæmda hafa bæst við útgjöld bæjarins nokkrir stórir útgjaldaliðir sem miðast bæði að bæta þjónustu við íbúanna og stuðla að umhverfisvemd það er Almcnningsvagnar, Sorpa, Útrásir. Almenningsvagnar bs. hafa nú tekið yfir þann rekstur sem áður var í höndum Landleiða hf og hafa almenningssamgöngur Hafnfirðinga á Höfuðborgarsvæðinu bæst vemlega Sorpa er sorp- urðunarfyrirtæki sem er samvinnuverkefni sveitarfé- Iaga og tekur hún við nær öllu sorpi frá íbúum höf- uðborgarsvæðisins,. Útrásir og grófhreinsun fráveituvatns kemur til með að draga verulega úr þeirri mengun sem berst á land og er þetta eitt stærsta verkefni sem Hafnfirðingar hafa ráðist í tengslum við umhverfisvemd. Miklar framkvæmdir undanfarinna ára, bætt þjón- usta við íbúa og fólksfjölgun sem orðið hefur undir stjóm jafnaðarmanna em engar tilviljanir heldur hlekkur í keðju sem má ekki rofna.Ekki snýst þar sem útlit er fyrir að með auknum tilfærslum á meðal annars félagslegri þjónustu frá ríki til sveitarfélaga er jafnaðarmönnum í Hafnarfirði best treystandi lil að halda á þeim málum. Af ofangreindri uppbyggingu í æskulýðs-, skóla-, íþrótta og umhverfismálum í Hafnarfirði á undan- fömum ámm má ljóst vera hvar skilningur til þessa mála er mestur. Til þess að mæta auknum kröfum og aukinni ábyrgð sveitarfélaga í þessum málaflokkum í framtíðinni er enn frekar Ijóst hverjum er best treystandi hér í Hafnarfirði. Verkin hal'a talað. Eg býð mig fram til að halda áfram þeirri upp- byggingu undanfarinna ára sem hér hefur verið talin upp. Þar mun ég leitast eftir að starfa undir merkjum jafnaðarstefnunnar á sömu forsendum og ég hef gert innan raða Alþýðuflokksins á undanfömum ámm. Höfundur er verkfraeðingur. Hann stefnir á 6. sætið í prófkjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. ALÞYÐUBLAÐIÐ 15 HAFNARFJORÐUR: Þórir Jónsson Æskan er okkar fjár- sjóður Æskulýðsmál hafa verið í brennidepli und- anfarin ár hér í Hafnar- firði. Þær stórstígu breytingar sem átt hafa sér stað á, sviði æsku- lýðsmála hér í bæ á liðn- um ámm hafa ekki farið fram hjá æsku bæjarins. Við sem eldri emm munum vel þann tíma þegar bæjaryfirvöld buðu upp á gömlu ver- búðina „Æskó“ sem aðalathvarf hafnfirskra ung- linga. Það vissu það allir að þessi verbúð var engan veginn nægjanleg til að uppfylla óskir unglinganna. Fleiri hundmð hafnfirskir unglingai- söfnuðu því saman undirskriftum, með áskomn til bæjaryfir- valda, um að bæta úr brýnni þörf á þeirra málum. Á þessum tíma gerði prófessor Þórólfur Þórlindsson, könnun meðal hafnfirskra unglinga er sýndi það augljóslega að unglingamir okkar sóttu skipulagt æskulýðsstarf í önnur bæjarfélög og höfðu gert lengi. Fyrir átta ámm komst Alþýðuflokkurinn í meiri- hluta bæjarstjómar Hafnarfjarðar. Á þessunt tíma hefur orðið hallarbylting í starfsemi Æskulýðs- og tómstundaráðs. Aðstaðan er allt önnur og betri með tilkomu Vitans, sem er glæsileg félagsmiðstöð og vel sótt af unglingunum okkar. Klúbbastarf í giunn- skólum bæjarins hefur vaxið mikið og árlegur há- punktur þess er sameiginleg gmnnskólahátíð með leiksýningum í Bæjarbíói og stórdansleik. Æsku- lýðsráð hefur bryddað upp á mörgum nýjungum undanfarin ár. Þar má telja útideildina Götuvitann, vinnumiðlun unglinga, stóraukið starf fyrir böm og unglinga með sérþarfir. Það hefur sem sagt verið leitast við að sem flestir fái eitthvað við sitt hæfi. Æskulýðsráð tók að sér umsjón með Hvaleyrar- vatni fyrir þremur ámm og með markvissri upp>- byggingu og kynningu hefúr vatnið verið mjög vel sótt og er í dag sannkölluð íjölskylduparadís. Æsku- lýðsráð sér auk þess um ljölmarga atburði sem lífga upp á bæjarbraginn. Þrátt fyrir að mikið hafi verið gert í þágu æskunn- ar á liðnum ámm, þurfum við að halda áfram upp- byggingarstarfinu, því bærinn hefur þanist mikið út á liðnum ámm og þarf að laga æskulýðsstarfið að því. Markmið æskulýðsstarfsins er að skapa sem mesta breidd og valmöguleika fyrir ungt fólk, hvað varðar tómstundir. Þess vegna er ánægjulegt að sjá hve vel hel'ur tekist til hjá hinum frjálsu félögum og félagasamtökum í bænum, því hvarvetna er rífandi gangur, enda hefur það verið markmið bæjaryfir- valda að ýta undir og styðja við alla jákvæða bama- og unglingastarfsemi í Hafnarfirði. Það er því ljóst að þegar allir leggjast á eitt við að búa sem best að æskunni, þá emm við að íjárfesta til framtíðar, því æskan er okkar Ijársjóður. Höfundur er formaður Æskulýðs- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar og deildarstjóri hjá Úrval/Útsýn. Hann stefnir á 4. sætið í prófkjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. JAFNAÐAR- MENN TIL SIGURS!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.