Alþýðublaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 MÞYDUBLMIU 20857. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson Siguröur Tómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk „Síðasta þjóðskáldið44 Á morgun, laugardaginn 21. janúar, er öld liðin frá fæðingu Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi. Um Davíð hefur verið ságt, að hann hafi verið síðasta þjóðskáld Islendinga, og víst er meira en sannleikskom í þeirri staðhæfingu: hann naut í lifanda lífi meiri og almennari vinsælda en nokkurt annað ís- lenskt skáld fyrr og síðar. Sigurður Nordal orðaði þetta svo, að ferill Davíðs hafi verið „hreinasta Aladínsævintýri í saman- burði við hlutskipti flestallra eldri íslenskra skálda. Það skipti varla neinum togum, að Ijóð hans voru komin á hvers manns varir, um leið og hin fyrstu þeirra voru komin á prent.“ Segja má að Davíð Stefánsson hafi orðið skáld allrar þjóðar- innar þegar hann gaf út fyrstu bók sína, Svartar fjaðrir, árið 1919. Nú mun mörgum veitast erfitt að skilja hvemig lítil ljóða- bók eftir komungt skáld gat valdið uppnámi í þjóðlífinu. En Davíð Stefánsson bar með sér ferskan og ærslafullan andblæ nýrra tíma inn í þá mollulegu heldrimannastofu þarsem gömlu og virðulegu þjóðskáldin höfðu haldið til, fjarri heimsins glaumi. Davíð orðaði tilfinningar og þrár kynslóðar sinnar í heitum og ástríðufullum ljóðum; tungutak hans var nýstárlegt, viðfangsefnin mörg hver framandi og í hæsta máta ögrandi. Davíð Stefánsson færði út landamæri íslenskrar ljóðlistar, svo notuð séu orð Tómasar Guðmundssonar, annars stórskálds 20. aldar: skáldið frá Fagraskógi stækkaði lesendahóp íslenskra ljóðskálda mjög verulega. Ljóðabækur hans vom prentaðar margsinnis, sölutölumar hljóma núna einsog ósvífin lygasaga. En engu verður logið um vinsældir Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Sigurður Nordal segir þannig að líklega hafi eng- inn Islendingur verið samtíða Davíð „sem fleira fólk hefði feg- ið viljað kynnast, fleiri hús hefðu staðið opin, ef hann hefði drepið þar á dyr.“ Þótt Davíð nyti til æviloka takmarkalítillar ástsældar hjá þjóðinni, fór ekki hjá því að hann yrði skotspónn næstu skálda- kynslóða. Straumhvörf urðu í bókmenntum með Steini Steinarr og atómskáldunum, og þeir hlutu að beina spjótum að Davíð, sem helsta og máttugasta fulltrúa hefðar sem þeir töldu úrelta. Ekkert er jafn hallærislegt og tískan í gær, sem kunnugt er, og einn góðan veðurdag var Davíð Stefánsson hreinlega ekki leng- ur í tísku. Þögnin hefur gert hríð að Ijóðum Davíðs Stefánssonar síðustu áratugi, en því fer ljarri að þau séu orpin gleymsku. Ljóðið rat- ar til sinna, segir Þorsteinn frá Hamri á einum stað, og áreiðan- lega eiga ljóðin hans Davíðs enn mikinn hljómgmnn. Og eitt er víst: Bestu ljóð hans verða lesin svo lengi sem tungan lifir. Dav- íð hlýtur ævinlega að verða ungri kynslóð óvænt og kærkomin uppgötvun. Aldarafmæli „síðasta þjóðskáldsins“ er kærkomið tilefni til endurmats á verkum hans - og það hlýtur að leiða til endumýjaðra kynna hans og ljóðaunnenda. Samhugur í verki Á blaðsíðu fimm í Alþýðublaðinu í dag er auglýsing um landssöfnun vegna náttúmhamfaranna á Súðavík. Að söfnun- inni standa nær allir íjölmiðlar landsins, Póstur og sími, Rauði kross íslands og Hjálparstofnun kirkjunnar. Næstu daga verður framlögum safnað, og er hægt að leggja inn á reikning í öllum bönkum og sparisjóðum eða hringja í síma 800 50 50. Harm- leikurinn á Súðavík hefur valdið þjóðarsorg á íslandi, og nú munu íslendingar sýna íbúum þessa litla þorps á Vestfjörðum samhug í verki. Núna leggjast allir á eitt. Þjóðareign á auðlindum st j órnarskrárbundin fslensk stjómvöld og stjómmála- flokkar eiga að mynda órofa sam- stöðu um meginsamningsmarkmið sitt í sjávarútvegsmálum í öllum samningum við Evrópusambandið. Það er að íslendingar haldi óskomð- um yfirráðum yfir nýtingu auðlinda hafsins, innan íslenskrar lögsögu. Alþýðuflokkurinn beitti sér harð- ast allra flokka fyrir því að lögbinda sameign þjóðarinnar á fiskimiðun- um. Það er í samræmi við auðlinda- stefnu flokksins. Við höfum einnig barist fyrir því að jarðhitinn og fall- vötnin verði að lögum sameign þjóð- arinnar. Við leggjum það til að sam- eign þjóðarinnar á fiskimiðunum verði bundin í stjórnarskrá, í tengsl- um við fyrirhugaðar stjómarskrár- breytingar. Pallborðið Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Þar með væri íslenskum stjóm- völdum óheimilt að semja forræðið yfir fiskimiðunum af sér. Um það ættu allir að geta sameinast. Með því móti væri íslenskum stjómvöldum ekkert að vanbúnaði að ganga til samningaviðræðna og nýta sér kosti aðildar sem em yfirgnæfandi á öllum öðmm sviðum. Er líklegt að Islendingar geti náð hagstæðum aðildarsamningum við Evrópusambandið á þessum for- sendum? Svarið við því fæst aldrei nema með því að láta á það reyna við samningaborðið. En rökin fyrir því að þetta kunni að takast vega þungt. Þungvæg rök Efnahagslögsaga Islands er algjör- lega aðskilin frá sameiginlegri lög- sögu Evrópusambandsins. Við eig- um enga nytjastofna sem nýttir em sameiginlega með sambandinu. Kröfur aðildarríkja Evrópusam- bandsins um veiðiheimildir í sam- eiginlegri lögsögu eru byggðar á við- urkenndri veiðireynslu. ESB-ríkin hafa enga veiðireynslu á að byggja innan íslenskrar lögsögu og þar af leiðandi engin rök fyrir þeirri kröfu. Spánverjar hafa þegar staðfest formlega, í viðræðum við íslensk stjómvöld, að jreir muni ekki setja fram slíkar kröfur í aðildarsamning- um við Island. Þeir reyndu það í samningunum um Evrópska efna- hagssvæðið, samkvæmt þeirri meg- inreglu Evrópusambandsins í samn- ingum við ríki utan bandalagsins, að aðgangur að auðlind eigi að koma í staðinn fyrir markaðsaðgang. Islend- ingum tókst að fá þá kröfu Spánvetja út af borðinu þá þegar. Evrópusambandið starfar sam- kvæmt þeirri gmndvallarreglu að sé aðildarþjóð háð nýtingu einnar auð- „Við leggjum það til að sameign þjóðar- innar á fiskimiðunum verði bundin í stjórnarskrá, í tengslum við fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar. Þar með væri ís- lenskum stjórnvöldum óheimilt að semja forræðið yfir fiskimiðunum af sér. Um það ættu allir að geta sameinast. Með því móti væri íslenskum stjórnvöldum ekkert að vanbúnaði að ganga til samningavið- ræðna og nýta sér kosti aðildar sem eru yfirgnæfandi á öllum öðrum sviðum.“ lindar um afkomu sína, eigi hún að hafa forgang („relative stability"). Jafnframt er sú regla að festast í sessi innan sambandsins að forræði mála eigi að vera hjá þjóðríkinu, nema að brýna nauðsyn beri til að færa völdin til samþjóðlegra stofnana („subsidia- ritets-reglan"). Hvort tveggja styrkir þetta samningsstöðu íslendinga. Hræðsluáróður Það er þess vegna ósatt, sem hald- ið hefur verið fram í hræðsluáróðri innanlands, að útilokað sé að leita samninga við Evrópusambandið þar sem forræði yfir auðlindinni muni sjálfkrafa flytjast til Brussel. Þessi áróður heyrist einkum frá svonefnd- um sægreifum hér innanlands, en þeim hefur verið úthlutað í reynd forræði yfir sameign þjóðarinnar, án þess að vera krafðir um leigugjald fyrir. Innanlands er þetta þess vegna barátta fyrir almannahagsmunum gegn einokunarhagsmunum tiltölu- lega fárra en fjárhagslega sterkra að- ila. Það er óviðunandi með öllu að sérhagsmunir tiltölulega fárra skuli hafa forgang umfram almannaheill og þjóðarhagsmuni. Þar með væri þjóðin að framselja fullveldi sitt í hendur einokunaraðila innanlands. Höfundur er formaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmanna- flokks íslands og utanríkisráðherra. Dagatal 20. janúar Atburðir dagsins 1265 Enska þingið kemur saman í fyrsta sinn. 1841 Bretar leysa Kín- veija af hólmi sem stjómendur Hong Kong. 1981 Ronald Reagan sver embættiseið sem forseti Bandaríkj- anna, elstur þeirra sem gegnt hafa embættinu. Afmælisbörn dagsins George Bums bandarískur leikari og skemmtikraftur, 1896. Federico Fellini ítalskur kvikmyndaleikstjóri, gerði meðal annars La Dolce Vita og La Strada, 1920. Edwin „Buzz“ Aldrin bandarískur geimfari, fetaði í fótspor Armstrongs á tunglinu, 1930. Annálsbrot dagsins Brenndur Lassi Diðriksson á alþingi, meðgekk ekkert, dó í kristilegum til- búningi. Annálsgreinar Áma á Hóli, 1675. Geðbilun dagsins Ritsnillíngur var hann slíkur, sem áður segir, að margir urðu geðbilaðir af að lesa hann. Auk þess var hann svo rammur alfræðibókarmaður að hann rak alla með kurteisi á stamp- inn, hvað sem þeir höfðu rétt fyrir sér. Halldór Kiljan Laxness um dr. Helga Pjeturss. Málsháttur dagsins Munur er Skálholts og Bolholts. Röksemdir dagsins Óspakur mælti: ,par þú eigi til Álf- ur,“ segir hann, „þú hefur haus þunn- an en eg hefi öxi þunga.“ Óspakur Kjallaksson á Eyri í Bitru við Álf hinn litla; þeir deildu um hvalreka. Eyrbyggja saga. Orð dagsins Stígðu ei á stráin veik, stýfðu ei ungar ijaðrir. Gerirðu öðrum lífið leik, lifirðu sælli en aðrir. Guðmundur Bjömsson. Skák dagsins í skák dagsins mætast stálinn stinn. Bareev er einn sterkasti skákmaður yngri kynslóðarinnar, þótt reyndar sé hann mjög mistækur. Hann hefur hvítt og á leik gegn jaxlinum Kuprejchik, sem hlaut frægð þegar hann sigraði á sterku Reykjavíkur- móti fyrir eitthvað 15 ámm. Svörtu mennimir em orðnir býsna uppá- þrengjandi en Bareev blæs til sóknar og mátar í þremur leikjum. Hvað gerir hvítur? 1. Re6!! R6h5 Aðrir leikir em ekkert skárri. 2. DÍ8+ Kh7 3. Rg5 Mát!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.