Alþýðublaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 Davíðshús við Bjarkarstíg 6 á Akur- eyri. Davíð reisti húsið 1944 og bjó þartil dauðadags 1964. (Ljósmynd: Steindór Steindórsson, Akureyri - höfuðborg hins bjarta norðurs.) Það eitt er víst að heimur íslenzkrar ljóðmenntar var ekki samur frá þeirri stund er Dav- íð Stefánsson frá Fagraskógi kvaddi sér hljóðs.______________ - Guðmundur Böðvarsson Mikinn part úr öld réð streingur Dav- íðs Stefánssonar fyrir lagi íslands. - Halldór Kiljan Laxness. hann hafði nýlokið við að semja það, - gleymdi ég stað og stund. Davíð var of- urlítið ör af víni og beitti öllum blæbrigðum raddar sinnar í frásögninni, lifði hvert orð og lék persónurn- ar, svo þær urðu Ijóslifandi. Það var stórkostlegt. Og þegar englarnir sungu „Eia, eiga“ í Paradís, teygði hann út handlegginn, lét hann svífa í loftinu um leið og hann söng orðin gleið- brosandi, og loftið fylltist af kliði og vængjataki. Per- sónutöfrar hans voru tak- markalausir.__________________ Árni Kristjánsson, Skáldið frá Fagraskógi. Svo er sagt, að öl sé annar maður. Hvernig var Davíð við skál? Margar sögur fóru af því, hve ofsafenginn hann gæti verið, þegar hann var á valdi Bakkusar. En hvorttveggja var, að hann réð þá ekki alltaf sín- um félagsskap, og þoldi illa geðlausa eða tilgerðarlega menn, og hitt, að hann reis þá með meiri krafti en ella gegn þeim, er hann taldi vanvirða það, sem hann hélt í heiðri og trúði á. Hann var þá ekki myrkur í máli, gat verið óvæginn, og sveið sumum illa undan orðum hans.___________________ Árni Kristjánsson, Skáldið frá Fagraskógi. Hann sagði mér seinna, að faðir sinn hefði gefið sér fiðlu að bón sinni, er hann dvaldist sjúkur heima í Fagraskógi á unglingsárum sínum. Hann kenndi sér sjálfur að stilla hana og strjúka og lék á hana sér til hugarléttis. Þaðan mun honum kominn fiðlungs- tónninn, strengjakliðurinn í Ijóðurn sínum. Davíð reis skáld upp úr þeim veikindum. Hann átti aðra og enn meiri um- skiptastund síðar um dag- ana. Það var eftir stríðið, veturinn 1948-9, þá dvaldist hann árlangt á taugahæli erlendis, og var svo illa haldinn að hann þoldi hvorki gott né illt Einnig úr þeirri kröm reis hann nýr maður. Já, hann varð að gjalda skaparanum drjúgan skatt fyrir að fá að stunda þá list, sem honum var hugleikin, eins og mörg skáld og snillingar í öðrum listum hafa orðið að gera á undan honum._______________ Árni Kristjánsson, Skáldið frá Fagraskógi. En vorið 1931 verður Davíð prófdómari við Mennta- skólann á Akureyri í ís- Ienzku á gagnfræðaprófi, en eg kenndi hana þá. Eg hef unnið með mörgum prófdómurum og öllum ágætum, en sérstæðastur og minnisstæðastur þeirra er Davíð. Mat hans á verkefn- um og úrlausnum var líka nokkuð sérstakt. Ef honum þótti eitthvað vel gert eða vel sagt, gaf hann mjög hátt. Ef einhver stóð sig í fyrstu spurningum í munn- legu, drap hann furðu fljótt blýantinum í borðið. Var það merki þess að honum þótti nóg komið til að gefa einkunn.___________________ Brynjólfur Sveinsson, Skáldið frá Fagraskógi. Þetta sumar [árið 1940] sat eg dag eftir dag og viku eft- ir viku og las handrit og prófarkir með Davíð Stef- ánssyni. Sólon Islandus var í prentun. Þá kynntist eg fyrst vinnubrögðum Dav- íðs, og þeim gleymi eg aldrei, enda kynnzt þeim oft og enn betur síðar. Hver setning var þaullesin, fáguð og fegruð. Eitt orð gat vald- ið heilabrotum langrar stundar. Engan hef eg þekkt, sem betur hefur skil- ið, að bókmálið er hátíða- búningur tungunnar._________ Brynjólfur Sveinsson, Skáldið frá Fagraskógi. Davíð Stefánsson unni Fagraskógi hugástum. Átt- hagatryggð og tilbeiðsla bemskustöðva er víst ekki jafn áberandi í verkum nokkurs annars manns. Það var meira en Fagri- skógur einn, sem ást hans náði yfir. Það var hin ís- lenzka sveit öll milli fjalls og fjöru, og fólkið sem bjó þar og býr. Þó hann væri fyrst og síðast skáld allrar þjóðarinnar, var sveitamað- urinn og sveitamennskan honum ef til vill allra hug- leiknast.___________________ Eiður Guðmundsson, Skáldið frá Fagriskógi. Davíð var einförull og um- gekkst fáa. Gamlir sveit- ungar hans af Galmaströnd vom kunningjar hans og vinir. Svo mælti hann - og hefur það ekki farið fleiri manna á milli - að sem skáld eigi hann óbreyttum alþýðumönnum mest að þakka._____________________ Eiður Guðmundsson, Skáldið frá Fagraskógi. Einu sinni hafði okkur bor- izt svolítil lögg af víni, svo að við urðu lítilsháttar hreifir. Davíð varð á undan mér að hátta, og mér fannst ég þurfa að tala eitthvað meira við hann. Hann svaf í lítilli kompu inn af nokkuð stórri stofu, sem enginn umgangur var um. Eg opna stofuna heldur hægt og sé þá að hurðin inn til hans er ekki vel aftur og heyrist mannamál út um gættina. Eg færi mig nær og heyri þá, að hann er að hjala við sjálfan sig um það, hvað hún væri yndisleg, konan, sem hann þá var hrifinn af. Hann var svo niðursokkinn í þetta, að hann varð mín ekki var, svo að ég gat ekki verið að trufla hann og fór. Þá skildi ég fyrst, hvílíkt kvennagull Davíð hlaut að vera.______________________ Einar Guðmundsson frá Hraunum, Skáldið frá Fagraskógi. En hann var ekki umtalsill- ur um aðra, held ég, af- greiddi suma þó með stuttri athugasemd: „Það var svo mikil höfuðvatnslykt af honum.“ Ekki skildi ég þá, hvað það þýddi. hann var líka maðurinn, sem hafði hjálpað föður mínum að Iosna við skyggniásóknir á Hafnarárum hans með því að sofa hjá honum í her- bergi um tíma, svo eitthvað var hann nú máttugur að mínu áliti.________________ Helga Valtýsdóttir, Skáldið frá Fagraskógi. Þegar ég svo heimsótti hann í fyrsta skipti ein míns liðs, kveið ég því, hvernig takast mundi að halda uppi samræðum. Áður hafði ég sem barn hlustað, nú átti ég að verða hinn aðilinn í sam- tali. Ég skrifaði hjá mér nokkur umræðuefni, sem ég gæti brotið upp á, ef kæmi vandræðaleg þögn. Ég leit aldrei á blaðið og þögnin kom ekki. Davíð tal- aði um bækurnar sínar, tók þær sumar fram og las úr þeim. „Hvað á ég að gera við þessa vini mína, þegar ég fer,“ sagði hann. Því gat ég ekki svarað. Auðvitað er það skiljanlegt, en mér fannst eins og það safn, sem hann átti af ís- lenskum ljóðabókum væri honum hjartfólgnast. Þegar hann kvaddi mig, sagði hann: „Aldrei leika tötralegar eða ljótar konur, Helga.“____________________ Helga Valtýsdóttir, Skáldið frá Fagraskógi. Leyndardómurinn við skáldskap er sennilega sá, að hann er margra manna maki í listinni að lifa og hef- ur borið gæfu til að tjá hana í ljóðum sínum._________ Helgi Sæmundsson, Alþýðublaðið 21. janúar 1955. Samband okkar Davíðs var altaf líkt og verður milli fjarskyldra ættingja. Á vin- áttu okkar bar aldrei skugga. Við vorum samt aldrei nánir vinir, hann hélt áfram að vera norðlendíng- ur og ég sunnlendíngur, en það voru fagnaðarfundir ævinlega þegar við hitt- umst.________________________ Halldór Kiljan Laxness. Skyldi nokkru sinni hafa lifað hér á Islandi skáld sem naut jafn almennrar ástsældar hjá þeim hluta samtíðar sinnar sem um hans daga enn átti óföls- kvaðan hrifníngareld æsk- unnar sér í brjósti? Mikinn part úr öld réð streingur Davíðs Stefánssonar fyrir lagi Islands.________________ Halldór Kiljan Laxness. En á það má minna í því sambandi, að af sex kvæða- bókum Davíðs hefur hin síðasta verið tvíprentuð, en hinar fimm allar þríprent- aðar, og tvisvar verið gefin út skáldsagan Sólon Island- us. Ekkert leikrit hefur ver- ið sýnt jafnoft á einu og sama leikári hér á landi og GuIIna hliðið, og ekki minnist ég þess heldur, að Ijóðmæli nokkurs annars skálds á íslandi hafi komið út í tveimur heildarútgáf- um er skáldið stóð á fimm- tugu.________________________ Steingrímur J. Þorsteinsson, Alþýðublaðið 21. janúar 1945. Davíð var oftast umtalsgóð- ur og aldrei heyrði ég hann tala illa um skáldbræður sína eða verk þeirra.________ Páll ísólfsson, í dag skein sól. Davíð var glæsimenni og rétt er það sem hann segir - að allar vildu meyjarnar eiga hann. En mér er aftur á móti fátt kunnugt um „ástina hans“, því hann fór vel með hana eins og annað, sem honum var trúað fyrir, og flíkaði ekki þeim tilfinn- ingum sem bærðust í brjósti hans. _______________ , Páll ísólfsson, í dag skein sól. Hvert orð hans var sann- leikur og uppljóstrun um hann sjálfan; hann hugðist vera einn, en bjó á stræti, lifði í sýningarglugga. Þess- um heimamanni einmana- leikans var enda léð rödd spámanns og predikara; hann talar til lýðsins af ol- íufjallinu og hverfur síðan einn á fund við nótt og stjörnur._________________ Bjarni Benediktsson frá Hofteigi, Frjáls þjóð 6. mars 1964. Það má sanna með fulltingi listrænna kenninga, að Davíð frá Fagraskógi hafí stundum verið mislagðar hendur. Hann gat ort löng kvæði án þess að bregða nýrri sjón eða ferskum skilningi á viðfangsefni þeirra. Hann var ekki meistari hinnar ströngu formsköpunar, og veglegt málfar hans Iyftist sjaldan í upphæðir dýrðarinnar. En honum var léð sérstök mannleg gáfa, sem aldrei brást; hann gat ekki talað nema af einlægni, hann kunni ekki að mæla um hug sér. Og hvert orð hans er heitt af blóði hans.______ Bjarni Benediktsson frá Hofteigi, Frjáls þjóð, 6. mars 1964. Hann var líka allra manna glæsilegastur álitum, rómur hans djúpur, sérstæður hljómurinn eins og tónn ljóðanna, ekki líkur öðrum, töfrandi. Halldór Laxness var þá í skóla nokkrum vetrum á eftir Davíð og það er ekki ólíklegt að Davíð hafi haft áhrif á vissa þætti í myndinni af Steini Elliða í hinu mikla verki Vefaran- um frá Kasmír sem var upphaf að glæsilegustu bókmenntum Islendinga í lausu máli á seinni tínnnn. Thor Vilhjálmsson, Birtingur 1964. Hvarvetna í ljóðum Davíðs kemur samúð hans fram með þeim sem hefur verið útskúfað og eru forsmáðir. Ljóð hans bera honum það vitni sem vinir hans hafa líka orðið sammála um: að Davíð var drengur góður en þau orð voru stór á Is- landi og verða vonandi áfram._______________________ Thor Vilhjálmsson, Birtingur 1964. Þó ég dái mjög ýmis Ijóð yngstu kynslóðarinnar, get ég ekki varizt þeirrar spurningar: Hvers vegna heillar ekkert af þessu með svipuðum hætti og fyrstu ljóð Davíðs á sínum tíma? Ragnar Jónsson í Smára, úrformálsorðum að Svörtum fjöðrum 1955. Og til eru þeir sem spyrja: hver var sá Davíð sem þið vegsamið, er hann annað en þjóðsaga? Rétt er meðan tími er til að láta ekki slíku ómótmælt. Ljóð Davíðs Stefánssonar fólu í sér eld og uppreisn, kveiktu í hug- um og hjörtum._______________ Kristinn E. Andrésson; Tímarit Máls og menningar 1964. Aldrei, hvorki fyrr né síðar, hefur nokkurt skáld getið sér þvflíkar vinsældir með- al almennings þegar í lif- anda lífi.___________________ Jóhannes úr Kötlum, Vinaspegill. Mér þykir ekki ósennilegt að sá grunur leynist í brjósti ykkar að við sem samferða vorum kynslóð Davíðs sjáum kveðskap hans í einskærum róman- tískum hillingum. Það er eðlilegt að mörgum hinna yngri gangi illa að skilja þá aðdáun sem höfð var á Davíð fram á síðustu ár, í rauninni löngu eftir að bækur hans voru þess megnugar að hafa sömu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.