Alþýðublaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 15
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 15 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 Anna Karólína Vilhjálmsdóttir - Húsvíkingurinn í öðru sæti framboðslista Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra til Alþingiskosninga - er í föstudagssamtali við Stefán Hrafn Hagalín. Hver er þessi Anna Lína? „Ég er jafnaðarmaðurinn sem spilaði með Harmónikkufélagi Þingeyinga" Hver er Anna Karólína Vil- hjálmsdóttir? „Ég er kölluð Anna Lfna, fædd 3. ágúst 1959 á Húsavík og dóttir Vil- hjálms Pálssonar frá Húsavík og Vé- dísar Bjarnadóttur og frá Laugar- vatni. Ég er uppalin á Húsavík og átti þama mjög gleðilega æsku og held að það sé ekki hægt að finna betri stað til alast upp en svona bæjarfé- lag.“ Afhverju? „Það var og er svo mikið að gera, við gátum farið fijáls útum víðan völl. Og síðan þekkjast auðvitað all- ir. Ég hef búið að þessu uppeldi mínu alla ævi og hef þurft að koma þama mjög oft frá því að ég fór í burtu í nám; römm er sú taug. Ég kom til Húsavíkur og kenndi um íjögurra ára skeið eftir að ég útskrifaðist úr Kennaiaháskólanum, kynntist þá fólkinu í bænum uppá nýtt og naut þess mjög. í dag er það þannig, að þessir krakkar sem ég var að kenna og vom þá á aldrinum 6 til 18 ára em bestu vinir mínir. Ennfremur var ég á þessum tíma með fullorðið fólk í þolfimi og sérþjálfun lyrir þá sem ekki gátu verið í leikfimi. Þar mynd- uðust einnig mjög sterk tengsl.“ Það hefur verið gaman að koma á fornar sióðir. lrJá. Á þessum tima lét ég til dæm- is gamlan draum rætast og fór að læra á harmónikku; ég er jafnaðar- maðurinn sem spilaði með Harm- ónikkufélagi Þingeyinga. Það var al- veg sémpplifun; harmónikkuspilar- amir em í miklu uppáhaldi hjá mér og já..., líka trillukarlamir. Ég keypti mér nefnilega hlut í trillu, tók pungaprófið og stundaði sjóinn þrjú sumur frá Húsavík. Var með háseta með mér, ungan strák sem er í dag miklu meiri sjómaður en ég. Aflinn var kannski ekki mikill, en ég lærði réttu handtökin og sjómannamálið. Þetta var ffábær tími: í mínum huga em trillukarlamir og harmónikku- spilaramir númer eitt.“ Hvað ertu mcnntuð og við hvað starfarðu? „Ég er stúdent frá Menntaskólan- um við Laugarvatn, gekk síðan í Iþróttakennaraskólann og fór þaðan í Kennaraháskólann. Ég vann alltaf á milli skóla; starfaði útum allt og vann í hinu og þessu. Síðar fór ég út til Danmerkur í framhaldsnám í íþrótta- og stjómunarfræði og tók þar valgreinina heilsubótaríþróttir með áherslu á fatlaða, aldraða, innflytj- endur, flóttafólk og fleira. Mjög spennandi.“ Hvenær gekkstu í Aiþýðuflokk- inn og afhverju? „Það var árið 1986 í kringum bæj- arstjómarkosningamar á Húsavík sem ég hóf þátttöku og tók þá sæti á framboðslista Alþýðuflokksins í bænum. Það var góð kona á Húsavík sem hafði mikil áhrif á þá ákvörðun mína; hún ýtti mjög á mig að taka þátt. Ég var mjög treg í fyrstu til að taka sæti framarlega á listanum vegna anna í starfi, en mér fannst þetta svo spennandi að ég sló til. Það sem gerði úrslitaáhrifin var senni- lega að ég hafði unnið mikið í íþrótta- og félagsstarfi fatlaðra og mér fannst þar mikið koma til Jó- hönnu Sigurðardóttur. Ég vissi að ég gæti haft áhrif með því að koma inní starfið á beinan hátt. Alþýðuflokkur- inn var með sterka stefnu í þessum málaflokki. í framhaldi bæjarstjóm- arkosninga á Húsavík fór ég í að stofna Félag ungra jafnaðarmanna á staðnum og kynntist starfinu enn betur í gegnum það vafstur. Fór til dæmis senr fulltrúi Sambands ungra jafnaðarmanna á ráðstefnu í Svíþjóð er fjallaði um rasisma; mér fannst þetta mjög áhugavert og starfaði af miklum áhuga með þessum hópi. 1987 vatt ég mér svo í alþingiskosn- ingabaráttu flokksins í kjördæminu með Sigbimi Gunnarssyni og Áma Gunnarssyni." Það er sem mig minnir að þú hafir svolítið verið að koma inní og hverfa útúr starfinu; afhverju? „Eftir að ég kom heim írá námi í Danmörku 1990 og tók við starfi framkvæmdastjóra Iþróttasambands fatlaðra dró ég mig í hlé ífá formlegri þátttöku og vildi hvergi Ijá Alþýðu- flokknum nafn mitt. Mér fannst það ekki gott að blanda mikið saman þessu tvennu. Svo gerðist það síðla árs 1992, að Jóhanna Sigurðardóttir var gestur á þingi íþróttasambands fatlaðra - þar sem hún var sæmd gullmerki sambandsins - og talaði þá unt það við mig, að það væri um að gera að vera með þrátt fyrir að menn gegndu ýmsum störfum til hliðar. Eg endurskoðaði afstöðu mína eftir þessi orð hennar og fór aft- ur að fylgjast nteð af krafti og taka stundum þátt í fundum og þingum. - En ég var svosem alltaf í ágætu sam- ^ bandi við jafnaðarmenn; missti - aldrei þau tengsl." = Heldurðu að það sé rétt, að á g meðan karlar virðast sífeilt geta < bætt á sig embættum og ábyrgð þá hafi konur í raun og veru meiri ábyrgðartilfinningu og átti sig á að það er ekki hægt að gera allt í einu? ,Jú, ég held að þetta sé rétt. Konur vilja yfirhöfuð taka þannig á málurn, að þær geti skilað þeim vel af sér; verða vita nákvænilega hvort þær geti staðið sig. Hinsvegar er þetta ekki algilt; er mjög persónubundið. I mínu tilfelli hélt ég einfaldlega að þetta tvennt - starfið og stjómmálin - færi ekki saman. í dag er ég þeirrar skoðunar að ef fólk passar sig á að setja fólkið númer eitt og stjómmálin númer tvö þá gangi þetta upp.“ Þú tilheyrir því sem kallað er fótgönguliðasveit Alþýðuflokks- ins; sveit sem heldur uppi innra starfi flokksins; hvernig líst þér á starfið innan flokksins í dag? „Það er náttúrlega erfitt ástand í Alþýðuflokknum í dag og mikið bú- ið að berja á okkur. Ég hef annars alltaf farið eftir þeirri reglu að hlut- ina á að vinna innan frá og vanda til innri uppbyggingarinnar. Við verð- um að standa saman og berjast sem einn maður; þá á þetta að ganga upp; höfúm góð mál í farteskinu og höf- um staðið okkur vel. Verðum að vera full sjálfstrausts og láta ekki aðra dæma okkur og segja hvort við stöndum vel eða illa. Fólkið sjálft verður síðan að passa uppá að Al- þýðuflokkurinn sökkvi ekki niður í það far, að vera aðeins kröftugur í kringum kosningar. Það á ekkert endilega að koma að ofan. Fólkið verður að hafa tilfinningu fyrir þessu.“ Hvernig þá? „Ég finn það til dæmis með sjálfa mig eftir að ég fór að starfa með fé- lagsskapnum Hvítir englar - sem er hópur alþýðuflokkskvenna er stofn- aður var uppúr fimmtugsafmæli Jó- hönnu Sigurðardóttur - að maður fær sterkari taugar og tengsl við starfið. Við hittumst þama einu sinni í mánuði. Ég þekki sjálf hvemig svona jöfn virkni er miklu heppilegri en þetta gloppótta starf þar sem mað- ur hittir fólk eftir dúk og disk og kerfið og skipulagið er lélegt. Við eigum eftir að bæta þetta og ég hef trú að stutt sé í það.“ Nú eru Hvítir engiar lokaöur hópur kvenna; ertu femínisti? „Ég er mjög erfið í svona umræð- um. Eg hef alltaf verið á móti öllu sem heitir skipting, kvótar og þess- háttar. Ég vil bara fá að vinna jafnt með körlum og konum; það er mikil- „Á þessum tíma lét ég til dæmis gamlan draum rætast og fór að læra á harmónikku; ég er jafnaðarmaðurinn sem spilaði með Harmónikku- félagi Þingeyinga ... Ég keypti mér síðan hlut í trillu, tók pungaprófið og stundaði sjóinn þrjú sumur frá Húsavík.“ vægt að kynin vinni hlið við hlið. Ég ólst upp við þau viðhorf og hef hvergi kynnst þessari kynjaskipt- ingu; að það skipti máli hvort maður er karl eða kona. Ég var til að mynda þessvegna mjög treg til að fara að mæta á fundi með þessum hópi.“ Þú tekur virkan þátt í starfi lok- aðs kvennaklíkuhóps. Er þetta mótsvar ykkar kvenna við klíku- skap karlmannanna? , já, kannski. Þetta eflir samstöðu okkar kvenna og sjálfstraust. Hvftir englar er svona aukahópur og allar þessar konur eru einnig virkar í Al- þýðuflokknum. Þær munu þannig ekki einangrast innan hópsins. Kynjaskiptingu og hvort hún á við verður að meta eftir aðstæðum hverju sinni.“ Eru konur sterkt afl innan Al- þýðuflokksins? „Ég held að það sé mjög misjafnt. Ef þær virkilega leggja sig fram í störfum sínum og sækjast eftir að hafa áhrif þá eru þær sterkt afl. Ég hef ekki heyrt annað og hef ekki orð- ið var við mótspymu karla gegn því að konur gegni ábyrgðarstöðum.“ Allt í lagi; þér líst þá ágætlega á konurnar í Alþýðuflokknum. Snú- um okkur að SUJ. Þú ert ung að árum, hvernig h'st þér á starf ungra jafnaðarmanna? „Þetta er náttúrlega algjört dúnd- urlið og allflest gríðarlega virk. Gaman að íylgjast með þeim. Endur- nýjunin hefur að vísu verið svo mik- il og hröð undanfarin ár að þau em öll frekar ung. Ég tók sterklega eftir því þegar ég kom aftur frá Dan- mörku úr námi og fór á þing Sam- bands ungra jafnaðarmanna, að ég væri of gömul miðað við þau. Þau mál sem verið var að ræða vora flest á dálítið bemskum nótum; kannski ekki nægilega raunsæ. En þetta þarf að vera svona. Unga fólkið á að fá að vera einsog það er. Nú hefur þeim verið gefinn laus taumurinn og það sýnir sig í dag hversu góða raun það gefur; það er allt þama í stórsókn hjá Sambandi ungra jafnaðarmanna. Starf þeirra hefur haft mjög mikil áhrif innan flokksins og þau era met- in. Það er gleðileg breyting frá því sem áður var.“ Nú hefur verið gerð tillaga um að þú sitjir í öðru sæti á framboðs- lista Alþýðuflokksins á Norður- landi eystra; allar líkur eru á því að sú tillaga verði samþykkt. Hvernig kom það til? „Það var bara leitað til mín síðast- liðið haust og ég beðin um að taka annað sætið. Ég fékk mjög mikla hvatningu, en var hinsvegar mjög treg til þessa í upphafi - svo ekki sé meira sagt - og notaði öll rök gegn framboði mínu sem ég fann; meðal annars þau að ég byggi ekki fyrir norðan og hefði ekki nægilegan áhuga. Svo var nú farið að ræða mál- in ýtarlegar og eftir að ég var búin að ákveða að gefa kost á mér og taka þennan slag fann ég að það var alveg kominn tími á þetta hjá mér. Það hlé sem ég tók mér ífá ábyrgðarstörfum innan Alþýðuflokksins var orðið nægilega langt. Annaðhvort er mað- ur með eða ekki; það er enginn milli- vegur. Alltof auðvelt að sitja heima, nöldra og finna lausnir á öllum vandamálum heimsins en gera ekk- ert sjálf í að leysa þau.“ Nú er sennilegt að Sigbjörn Gunnarsson alþingismaður verði áfram í fyrsta sætinu og Aðalheið- ur Sigursveinsdóttir, formaður Félags ungra jafnaðarmanna á Akureyri og varaformaður SUJ, verði í þriðja sæti. Hvernig líst þér á þau? „Mér finnst mikið til um þau bæði og treysti þeim fullkomlega til að vinna vel og heiðarlega í þessari kosningabaráttu. Alþýðuflokkurinn er sameiningarvettvangur jafnaðar- ntanna og ég treysti mínum flokk- systkinum og forystunni mjög vel til að vinna að framgangi jafnaðarstefn- unnar.“ I hvaða ljósi sérðu þróunina í Alþýðuflokknum undanfarna mánuði; átökin á flokksþinginu síðastliðið sumar, Jóhönnumálin, Jafnaðarmannafélagið, Þjóðvak- ann og svo framvegis? „Þetta sýnir bara, að fátt er mögu- legt að sjá fyrirfram. Það er ekki ann- að hægt að segja, en að það sé mikið urn að vera í þessum flokki, en ég er samtsem áður ekki að segja, að það hafi allt verið jákvætt. Margt af þessu hefðum við jafnaðarmenn vilj- að sleppa við. Mér þykir mjög vænt um Jóhönnu Sigurðardóttur og hún bað okkur urn að virða sína ákvörð- un í kjölfar átakanna síðastliðið sum- ar. Við - stuðningsmenn hennar - sem fylgdum henni ekki úr flokkn- um vonumst til að hún virði sömu- leiðis þá ákvörðun okkar. Ég studdi hana til formanns og hef alltaf stutt hana sem persónu og baráttumann. Þetta var mjög erfitt og það hefur verið mikið togstreita í mér og fleir- um eftir að hún ákvað að fara úr flokknum. Ég held að þetta fólk sem er í Alþýðuflokknum sé flestallt mjög hæft og það vinnur svo sannar- lega í þágu jafnaðarstefnunnar. Jafn- aðarstefnan á í alþýðuflokksmönn- um sitt sterkasta vígi.“ Þannig að það hefur ekki komið til greina hjá þér sem stuðnings- manneskju Jóhönnu að ganga úr flokknum? „Mér findist ég ekki vera sam- kvæmt sjálfri mér eða vera að gera rétta hluti með því að ganga úr Al- þýðuflokknum. Ég lærði það þegar ég tók pungaprófið á sínum tíma, að skipstjórinn á alltaf síðastur að yfir- gefa sökkvandi skip. Ég held að Jó- hanna hefði gert jafnaðarstefnunni meira gagn með því að vera áfram í flokknum og taka höndum saman með okkur í að vinna að þeim mál- um sem henni fannst ábótavant. Maður hinsvegar þekkir málið og allar hliðar þess ekki nægilega vel til að geta fellt einhvem dóm um það. Ég veit að mjög margir era sárir og finnst þeir hafa verið sviknir með út- göngu Jóhönnu. Mér finnst þetta mjög leiðinlegt allt saman. Hvað varðar Þjóðvakann, þá held ég að þetta sé mestallt ágætis fólk sem Jó- hanna hefur fengið þar til liðs við sig. En ég hef ekki trú á því að þetta fólk sé best til þess fallið að vinna að hugsjónum jafnaðarstefnunnar. Stór og sterkur jafnaðarmannaflokkur er síðan framtíðardraumur okkar allra.“ Hvað finnst þér um spillingar- umræðuna? „Ef við eram að tala um spilling- armálin, þá ber að líta á þau útfrá viðntiðunum hveiju sinni. Það má aldrei líta framhjá gagnrýnisverðum atriðum. Það er á hreinu. Gagnrýni er góð. Mér finnsl samtsem áður ekki heillavænleg leið að taka einungis fyrir einn ’flokks, Alþýðuflokkinn, og nokkrar manneskjur innan hans og blása málin síðan út. Oll þessara atriða hafa verið að gerast í öllum öðram flokkum. Það vita allir. Það er búið að gera eitthvað einsdæmi úr Alþýðuflokknum í þessari spilling- aramræðu allri og mér fellur það af- ar þungt.“ Kennirðu fjölmiðlum um þetta? „Nei, ekki nema að hluta til. Öll- um ber að líta í eigin barm. Það er engu að síður staðreynd að sumar tjölmiðlamanneskjur - sem margar hverjar era mjög hæfar - hafa fallið í þá gryfju að taka þátt í æsingaleikn- um og ekki matreitt fréttir sínar þannig að allar hliðar komi ffam. Ég held að það sé gáfulegra að kynna sér málin frá a til ö og leggja þau síð- an fram í stað þess að leggja fram samhengislausa og niðurbútaða um- fjöllun og láta almenning smjatta á henni. Þegar menn ætla síðan að bera hönd fyrir höfuð sér og verja mál sitt þá er það alltof seint því þeir era dæmdir. Umræðan er raunar fátt annað en illa unnar og ómálefnaleg- ar slúðursögur. Þetta era í mörgum tilfellum hlutir sem tengjast reglum og venjum; við- teknum siðum og svo framvegis. Það má alveg fara að endurskoða þau gildi, en sú umræða verður þá að ná yfir alla Ifnuna." Hvaða skref þarf Alþýðuflokk- urinn að stíga til að takist að snúa vörn í sókn fyrir alþingiskosning- arnar? „Það þarf náttúrlega fyrst og fremst að upplýsa fólk um það hvað þessi flokkur er og hefúr verið að gera. Allir íslendingar hafa hagnast á málefnavinnu og ffamkvæmdum flokksins. Ég reikna fastlega með því að dómgreind fólksins í landinu sé betri en svo, að fólk taki og gleypi hráan þennan einhliða og neikvæða fréttaflutning sem verið hefur um Alþýðuflokkinn. Þetta er róttækur umbótaflokkur í stöðugri endumýj- un og við eram sífellt að endurskoða stefnu okkar og færa hana til nútím- ans. Islendingar eiga að gera þá kröfu til stjómmálamanna að mál séu rædd og kynnt af hreinskilni. Það þarf að ræða þessi mál af fullri hrein- skilni og það verður að koma því til skila til almennings að í umræðu Al- þýðuflokksins til að mynda um kvóta- og landbúnaðarmálin er ekki verið að ráðast á viðkomandi stéttir; bændur og sjómenn. Miklu frekar eiga menn að vita að í þessum kerf- um er mikið sem þarf að Iagfæra. Það er nákvæmlega það sem Al- þýðuflokkurinn er að segja; að fólk er fangað í úrsérgengnum og gölluð- um kerfum. Jafnaðarmenn þora að taka á málum og hafa náð gífurleg- unt árangri í ríkisstjóm undanfarin átta ár. Við þurfum bara að kynna þetta betur.“ Árið 1994 er nýliðið. Hvernig tilfinningu hefurðu fyrir nýja ár- inu og hvert stefnirðu? ,Jig stefni bara ffamá við. Maður lærir það svo vel þegar starfað er með fötluðu fólki, að það er alltaf hægt að sjá jákvæða hluti og borgar sig aldrei að festa sig í neikvæðri og erfiðri umræðu eða aðstæðum. Þrátt fyrir að þetta sé búið að vera erfitt fyrir Alþýðuflokkinn á liðnu ári og oft ómaklega að flokknum vegið þá er þetta í góðu lagi ef menn halda í jákvæðnina." Ertu fjölskyldumanneskja? ,Ja, ég er nú í kannski svolítið öðra mynstri en þessu hefðbundna... Ég ætla að lokum að segja einsog sannur stjómmálamaður: Málið er á dagskrá.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.