Alþýðublaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Um atvinnusköpun sem byggist á mannauði og þekkingu „Það eru sjálfsögð mannréttindi að allir hafi jöfn tækifæri, forsenda þess að svo verði í framtíðinni er að tryggja næga at- vinnu sem byggist á mannauði og þekk- ingu. Það mun auka brautargengi þess unga þróttmikla fólks sem er framtíð þessarar þjóðar.“ Undanfarin sjö ár hefur þjóðin þurft að bregðast við stöðnun og samdrætti í efnahagslífi sínu, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Orsakir þessarar stöðnunar má meðal annars rekja til samdráttar í fiskveiðum, skipu- lagsvanda í sjávar- útvegi og landbún- aði og fjárfestinga- mistök á hinum ýmsu sviðum. Auk þess hafa okkar helstu viðskipta- lönd átt við efna- hagslegan sam- drátt og atvinnu- leysi að etja. Þessi þrautaganga hefur lagt þungar byrðar á herðar þjóðar- innar allrar, ekki síst á herðar þeim sem verst voru undir það búnir. Við það óöryggi sem skapast á hinum al- menna vinnumarkaði leiðir til þess að réttindi launþega; sérstaklega verkafólks hvers réttindi em oftar en ekki fyrir borð borin. Atvinnuleysi hefur gert vart við sig, þessi draugur sem þjóðin hafði vart kynnst nerna af frásögninni einni. Við stöndum nú andspænis þessum vágesti sem virðist því mið- ur ekkert vera að fara. En núverandi atvinnutryggingakerfi er ekki sniðið að því nútímasamfélagi sem við bú- um við í dag. Hætta steðjar að æsku þessa lands sem talin er verða „ein menntaðasta kynslóð sem þjóðin hefur alið“. Það er krafa ungs fólks að þjóðfélagið sé í stakk búið til þess að taka við þessu fólki og veita því það frelsi sem felst í því að hafa vinnu og mannsæmandi kjör í stað þess að vera heft í fjötra fátæktarinnar. Staðan mun ekki batna með tímanum nema stefnu- festaog framtíðarlausn linnist, þann- ig að ungt fólk vilji og geti hugsað sér að búa á þessu landi sem hefur svo marga ónýtta möguleika í sjálfu sér. Lausn á þessum vanda er ekki að finna með einföldum eða fljótt af- greiddum hætti, né heldur með því að vernda óhag- kvæma atvinnu- vegi. Hugsa þarf fram á veginn og reyna að sjá hvað fyrir okkur liggur. Lengra verður ekki gengið á auðlindir hafsins og þurfum við þá að hugsa til þess að róa á önnur mið okkur áður óþekkt. Hefja þarf öfiugt starf til ný- sköpunar um leið og auka þarf til muna framleiðni í grunnatvinnu- greinunum. Velferð okkar verður án efa ekki tryggð nema með því að þétta og bæta hornstein velferðarkerfisins, menntakerfið. Fámenni okkar gerir það að verkum að menntakerfið get- ur ekki haft framboð á öllum þeim námsleiðum, sem ungt fólk hefur rétt á að velja sér á háskólastigi, því hlýt- ur það að vera liður í framtíðarsýn þessarar æsku að opna menntakerfið til Evrópu sem getur veitt bömum okkar óhindraðan aðgang að þekk- ingu sinni ef rétt er haldið á spöðun- um. En vissulega verður að halda best á spöðunum hér heima og tryggja háskólanámi hér á landi rneira en lágmarksskilyrði. Þekking og mann- auður em okkar helstu vopn gegn at- vinnuleysi auk þess að styrkja okkur Islendinga sem eigum nú kost á því að taka virkan þátt í evrópsku at- vinnulífi. Því miður er það svo að at- vinnuleysið hefur knúið harðast að dyrum hjá ungu fólki, allt að 15% ungmenna sem em útivinnandi em án atvinnu, eða rúmlega þrisvar sinn- um fieiri en í öðmm aldurshópum. Þetta em sláandi staðreyndir sem geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir einstaklingana sjálfa sem og þjóðfélagið þegar til lengri tíma er litið. Atvinnuleysi snertir alla sem fyrir því verða en ungt fólk kannski verst. Það er ekki eingöngu fjárhagslegt áfall að fá ekki vinnu heldur einnig andlegt, þeir einstaklingar sem em að stíga sín fyrstu spor úti á vinnu- markaðinum mega síst við því að láta kippa á þann hátt undan sér fót- unurn. Þau em rænd tækifæri til að sanna sig á vinnumarkaði og fá því ekki tækifæri til að skapa sér lífskjör sem ungt fólk óskar sér. Auk þess er ekki unnið markvisst í þvf skyni að tryggja þeim atvinnu sem hafa verið án hennar til langs tíma. Vinnumiðl- anir eiga ekki eingöngu að vera stað- ir þar sem skrásetning atvinnulausra og útgreiðsla bóta fer fram, heldur einnig ráðgjöf fyrir atvinnulausa, annars er lítil hvatning fyrir þá sem ekki eiga rétt á bótum að skrá sig. Námsstöður er athyglisverður kostur til að virkja ungt fólk og raun- ar alla sem ekki hafa fundið sig í skólakerfinu. Námsstöður er verk- efni sem samanstendur annars vegar að námskeiðum og hins vegar lær- lingsstöðu á vinnustað. Slík verkefni hafa gefið góða raun á Norðurlönd- um en em aðeins á tilraunastigi hér enn sent komið er. Framhaldsskól- arnir gætu vegið þyngra að mfnu mati, samræma á skólagjöld bæði milli skóla og einnig milli náms- brauta. Það verður að viðurkennast að það er ekki mjög fýsilegur kostur að hefja iðnnám þar sem skólavistin kostar allt að 23 þúsund fyrir hverja önn. Framfarir í verkmenntun er ein af forsendum betri árangurs í atvinnu- málum. Koma þaif á laggimar að- stöðu og ráðgjöf þeim til handa sem vilja fara út í nýiðnað og virkja þann- ig þá sem vilja koma á fót eigin rekstri. Atvinnuleysisbætur eiga ekki undir neinum kringumstæðum að falla niður fyrstu sex mánuðina sem viðkomandi bótaþegi er að reyna að stofna sitt eigið fyrirtæki. Þeir sem eru atvinnulausir ættu einnig að fá sérstakan styrk eða ekki missa bætur á rneðan þeir eru að ná sér í réttindi, ef þeir hafa verið lengi án atvinnu. Einnig ér ljóst að aukinn sveigjan- leiki í efri stigum menntunar, fram- halds- og háskólanemar ættu að eiga rétt á þvf að stunda nám á sumrin til þess að nýta þann tíma sem enga at- vinnu er að fá. Það em sjálfsögð mannréttindi að allir hafi jöfn tækifæri, forsenda þess að svo verði í framtíðinni er að tryggja næga atvinnu sent byggist á mannauði og þekkingu. Það mun auka brautargengi þess unga þrótt- ntikla fólks sem er framtíð þessarar þjóðar. Höfundur er formaður Félags ungra jafnaðarmanna á Akureyri. Pallborðið Aðalheiður Sigursveinsdóttir skrifar O, þeir finna fljótlega eitthvað fyrír þig að gera... Ég? Ég á að blása sápukúlur til eilífðarnóns. Ljóst þykir að talsverð eftirmál og afdrifarík verði vegna prófkjörs Framsóknar í Norðurlandi vestra. Framkvæmd þess fór gersamlega úr böndun- um, og svo virðist sem stuðningsmenn Páls Pét- urssonar hafi valsað að vild með kjörgögn til að afla Höilustaða- bónda sem flestra atkvæða. Stefán Guðmundsson nágar sig mjög í handabökin fyrir að hafa unnið að því bakvið tjöldin að próf- kjör færi fram, enda sá hann ekki fyrir eitilhörð viðbrögð Páls. Kunnugir telja að óhugsandi sé að þcir kumpánar, Stefán og Páll, muni leiða listann í sameiningu. Hin seinni ár hefur ríkt kyrrð og fiokks- eining hjá Framsókn á Norðurlandi vestra, langt umfram það sem gerist í flestum öðrum kjördæm- um. Nú er friðurinn sem- sagt úti... Framboðsmál Þjóðvaka eru stöðugt í deiglunni enda ófá þingsæti til skipt- anna ef skoðanakannanir ganga eftir. Á Vesturlandi var Runólfur ÁgúsLsson sterklega inni í myndinni. Hann er ungur og vaskur lögfræðingur, hefur gegn stöðu full- trúa sýslumanns og lektorsstöðu á Bifröst. Nú er hinsvegar kom- ið babb í bátinn og allt útlit fyrir að Runólfur fái ekki efsta sætið. Jóhönnu Sigurðar- dóttur mun hafa fundist kominn helstil mikill svipur af Alþýðubanda- laginu á hinn nýja flokk sinn, en Run- ólfur var mið- stjómarmaður allaballa og áberandi í Birtingu. Svan- fríður Jónasdóttir fyrr- um varaformaður Alþýðu- bandalagsins verður í framboði á Norðurlandi eystra, Sveinn Allan Morthens fyrrum ntið- stjómarmaður allaballa verður efstur á Norður- landi vestra og útlit er fyr- ir að fyrrum félagar þeirra verði ofarlega bæði f Reykjavík og á Suður- landi. En semsagt: enginn allaballi á Vesturlandi... Mál og menning held- ur áfram að gefa út góðbókmenntir, og snið- gengur þannig þá stað- reynd að jólabókafióðinu er lokið. Bók mánaðarins hjá MM er snilldarverkið Fávitinn eftir Do- stojevskí í þýðingu Ingibjargar Haralds- dóttur. Fávitinn kom fyrst út á íslensku í tveimur bindum árin 1986 og 1987 en er nú endurútgefinn - ekki síst þarsem leikgerð verksins er nú á fjölum Þjóðleikhússins... Listaverk dagsins Félagar okkar á franska stór- blaðinu Le Monde eru lítt hrifnir af Ijósmyndum, en þar er löng hefð fyrir teikningum. Nýverið birtist í þessu virðulega blaði end- urbót á Opi norska stórmeistarans Munchs; af því tilefni að Norð- menn sögðu Nei við aðild að Evr- ópubandalaginu. Að öðru leyti þarfnast teikningin ekki skýringa við. Fimm á förnum ve Hvenær eru alþingiskosningar? (Rétt svar: 8. aprii 1995) Hákon Heimir Kristjónsson lögfræðingur: Það veit ég ekki. Halldór Guðmundsson tækni- fræðingur: Þær em 20. apríl. Anna Eiríksdóttir skrifstofu- maður: 8. aprfi. Kjartan Guðjónsson nemi: 22. maí. Eyjólfur Pálsson húsasmiður: Ekki hugmynd um það. Viti menn Við vorum þarna í Perlunni fyrir jólin á sýningunni Lífs- stíll 2000, þegar það kemur kona okkur að óvörum, með sflikonbr jóst, -rass, -nef og al- les og við erum kallaðar til hennar ein í einu. Hún leit á mann, potaði í magann og sagði manni að brosa. Kristin Asta Kristinsdóttir um tildrög þess að hún gerðist fyrirsæta á ftaliu. MP í gær. íslenskar konur eru langt á eftir í tískunni. Helen Gunnarsdóttir tískubúðareigandi. Andstæðingarnir hræðast Guðmund Arna. Fyrirsögn á grein Tryggva Harðarsonar þarsem hann hvetur fólk til að kjósa Guðmund Árna Stefánsson í efsta sæti í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjanesi. Mogginn í gær. Rannveig Guðmundsdóttir félagsmálaráðherra er traustur kostur. Fyrirsögn greinar Jóns Gröndals þar- sem hann hvetur fólk til að kjósa Rann- veigu Guðmundsdóttur í efsta sæti í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjanesi. Mogginn í gær. Góðum manni getur ekkert grandað. Fyrirsögn greinar Ómars Smára Ár- mannssonar þarsem hann hvetur fólk til að kjósa Guðmund Árna Stefánsson í efsta sæti í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjanesi. Mogginn i gær. Ég kýs Rannveigu. Fyrirsögn greinar Snorra S. Konráðs- sonar þarsem hann hvetur fólk til að kjósa Rannveigu Guðmundsdóttur í efsta sæti í prófkjöri Alþýðuflokksins i Reykjanesi. Mogginn í gær. Veröld Isaks „Mér þykir það afskaplega leitt, herra Kipling, en þú hefur bara ekki nokkum skilning á enskri málnotk- un. Þetta dagblað er ekki dagvistar- stofnun fyrir viðvaninga á ritvellin- um.“ Með þessum svfvirðilegu um- mælurn var snillingurinn Rudvard Kipling — sem þá þegar hafði skrif- að einhverja albestu smásögu heimsbókmenntanna, Tlie Man Who Would Be King, — rekinn sem fréttamaður af yfirmanni bandaríska dagblaðsins San Francisco Examiner. Úr staðreyndasafninu Isaac Asimov's Book of Facts eftir samnefndan höfund tæpra tvöhundruð vísindaskáldsagna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.