Alþýðublaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13 Hvernig horfir skáldskapur Davíðs Stefánssonar við ungu skáldi nútímans. Jón Stefánsson, eitt besta ljóðskáld yngri kynslóðarinnar, skrifar Skáld andstæðna Fyrir tíu árum þekkti ég engan sem gat hugsað sér að lesa Davíð Stefánsson. Þeir af kunningjum mín- unt og vinum sem lásu eitthvað af bókmenntum - út fyrir það sem á var lagt í íslenskutím- um - fóru andaktugir með eldhúsat- riðið úr Önnu Guðbergs, rokkijóð Einars Más og ég reyndi árangurs- laust að læra Sorg Jóhanns Sigur- jónssonar utanað. Það hvarflaði ekki að neinum að fara með Davíð, ekki einu sinni í gríni. Auðvitað vissi maður af honum, en mig minnir að íslensk ljóðlist hafi í hugum okkar skipst í tvennt: fyrir og eftir atóm- skáldin. Lögmálið náði að vísu ekki úl Jóhanns Siguijónssonar, en skáld eins og Davíð Stefánsson voru hluti af fortíð sem kom manni ekkert við. Auk þess hafði Steinn Steinarr sagt á þá leið, að ekkert skáld íslenskt, hafi átt eins stóran þátt í eymd og niður- lægingu íslensks kveðskapar á fyrri hluta aldarinnar og Davíð. A þessum árum hafði Steinn alltaf rétt fyrir sér. Skipti engu þó íslenskukennarinn læsi upp lýsingu Jóhannesar úr Kötl- um á hvemig Svartar ijaðrir Davíðs hefðu tryllt heimasætur landsins. Við þuldum Stein og þar við sat. En einhvetju sinni var ég í heim- sókn í efri byggð Keflavíkur. f stof- unni var bókaskápur og meðan ég beið þama einn í stofunni eftir kunn- ingja mínum, renndi ég fingri efúr bókakjölunum. Fingurinn stað- næmdist á hvítum kili, augun lásu svarta stafina; Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: SVARTAR FJAÐRIR. Orð skáldins úr Kötlum komu upp í hugann - áður en ég veit af, held ég á bókinni. Lít flóttalega í kringum mig, bjóst við að sjá Stein Steinarr glotta háðslega bak við mig. Sló bókinni upp, las: Þinn Iíkami er fagur scm laufguð björk. En sálin er ægileg eyðimörk. Hm, hugsaði ég, þetta er ekki slæmt. Þetta gat hann! Hraðfletú, greip aftur niður: Heitrofi, heitrofi, hrópa eg á þig; það eru álög, sem ástin lagði á mig. Rétt náði að lesa kvæðið til enda og flýtti mér að setja bókina á sinn stað, áður en kunningi minn birtist. Næstu daga þurfti ég að beita mig hörðu til að gerast ekki svikari og viðurkenna að kannski væri Steinn ekki óskeikull. Himnaríki í konusál Svo liðu ár og smám saman rann upp fýrir mér, að í bókmenntum væri ekkert til sem héti fýrir eða eftir; að 2000 ára gamall kveðskapur gæti tal- að til manns ekki síður en kvæði frá þvf í gær. Og ég fór að lesa Davíð. Fór að geta lesið hann án þess að þurfa að fela mig fýrir Steini. Sá sem hefur hrifist af Jóhanni Siguijónssyni, Jóhanni Gunnari og Jónasi Guðlaugssyni hlýtur einnig að hrífast af Davíð. Hann býr yfir ljóð- rænni dimmu Jóhanns Siguijónsson- ar, notar þjóðkvæðastílinn eins og Jóhann Gunnar og er haldinn útþrá Jónasar; þrá eftir landinu bak við hafið. En Davíð er auðvitað engin summa af þessum þremur skáldum. Ekkert hinna þriggja orti til dæmis villt kvæði á borð við Abba-labba- lá, Léttúðin og Óráð. Það er reyndar ekki svo galin hugmynd að taka fýrstnefnda kvæðið sem dæmi um sérkenni og styrk Davíðs. Orðalagið afar einfalt, ekki ein einasta mynd, ekki ein ein- asta líking. Það er í senn galgopalegt og hrollvekjandi. Þá kom hún til mín hlaupandi kyssti mig og hló, beit mig og saug úr mér blóðið, - svo ég dó. Kvæðið á það sammerkt með flestum bestu smíðum Davíðs, að við fyrsta lestur virðist það ofurljóst, næstum tækifæriskvæði; maður fær á tilfínninguna að skáldið hafí ort það og skrifað niður án þess að hafa íýrir því. Maður les kvæðið, leggur það frá sér og gleymir því. En svo Nú er Davíð hundr- að ára og kannski tryggast að leggjast á bæn svo skáldinu og kvæðum þess verði ekki endan- lega komið fyrir í upphæðum. byijar það að kalla á þig, þú slærð því upp, horfir, starir, hugsar: hvað er svona merkilegt við þetta kvæði? Síðan gleymist spumingin, kvæðið er bara þama og þig minnir að það hafi heillað þig frá fyrstu tíð. Davíð orú ógrynni af ástar- og gimdarljóðum. I Ijóðabókinni I byggðum, 1933, yrkir hann um yng- ismey sem greiðir hár sitt framan við spegil meðan villt þrá logar í brjósti hennar. Þremur ámm síðar birtist kvæðið ,J9ú veit ég“, og yngismeyin er orðin að konu sem lýsir fýrstu kynlífsreynslu sinni: Ég man það alltaf, meðan ég lifi, að ég mundi ekki, hvað ég hét, að ég var heit af heilagri gleði, en heyrði þó, að ég grét. „Hvað er hellenskt og austrænt heimspekingsmál / hjá himnaríki f konusál," stendur í Svörtum íjöðr- um. Stefán frá Hvítadal bætti reynd- ar um betur nokkmm ámm síðar og á þann hátt að ekki verður betur gert: „Hver dáð, sem maðurinn drýgir / er draumur um konuást." En Davíð spannar vítt svið í ástarkvæðum sín- um: Lífshættuleg gimdin í „Abba- labba-Iá“; heit þráin í „Nú veit ég“; ofsafengin ástaijátning í „Komdu“ og „Tína Rondóní"; einlægnin í „Eg nefni nafíð þitt“. En það getur verið varasamt að lesa öll ástarkvæði Dav- íðs í einni lotu. Hann á það úl að vera viðkvæmur úr hófi fram. Já, stund- um svo viðkvæmur, að ósjálfrátt teygir maður sig í Eddu Þórbergs og slær upp á blaðsíðu 49: Ef ég kemst nú ekki fet, elskulega Stína! eg skal éta einsog ket endurminnig þína. Lepja dauðann úr skel „Davíð Stefánsson jxildi ég ekki,“ segir Hannes Sigfússon í fimm ára gömlu viðtali. Eg veit ekki hvað það var við kveðskap Davíðs sem fór í Hannes, en af einhverjum ástæðum kemur „Dalakofinn“ upp í hugann. Það kemur í Kvæðum árið 1922 og varð strax feykivinsælt. Rúmri hálfri öld síðar orti Dagur Sigurðar kvæðið upp á nýtt. Leiðrétti, fannst sumum: „Eg elska þig, ég elska þig og drullu- hjallinn, Dísa.“ „Dalakofinn" er vel ort, rómant- ískt kvæði en hreinlega væmið, og skrýtið þykir mér að þjóð sem barð- ist við fátækt og hungur í mörgundr- uð ár, skuli klökk af hrifningu hafa farið með: Og meðan blómin anga og sorgir okkar sofa, er sælt að vera fátækur, elsku Dísa mín. „Sælt að vera fátækur / og lepja duðann úr skal,“ sneri einhver ein- hvemtíma útúr þessum línum. En ég held að það sé vegna „Dalakofans" og skyldra kvæða, að ófáir hafa sneitt framhjá kveðskap Davíðs. Það getur verið erfitt að trúa því, að gott skáld láti svona kvæði frá sér fara. Og þegar maður veit að sama skáld ort, þrjátíu árum síðar, „Avarp fjall- konunnar" sem Ríkisstjóm íslands gefur út á sérprenti, og hefur eftir Steinari Steinarr að þegar Davíð varð sextugur, líktist dagskrá honurn til heiðurs í Háskólanum fremur bílasýningu en bókmenntakynningu, þá sér maður íýrir sér söngfugl borg- aranna sem syngur þegar tónsprotan- um er lyft. Líklega er Davíð þannig í mínum huga áður en ég tók Svartar fjaðrir niður úr hillu í effi byggð Keflavíkur. En Davíð Stefánsson er miklu meira en „Dalakofinn", sér- prent ríkisstjómar, bílasýning, söng- fugl borgaranna. í Kvæðum em til að mynda einungis þrjú ljóð milli kof- ans og „Með lestinni": lögmenn og lagabr jótar, sem loga af slægð, kaupmenn, sem krjúpa með Aron við kálfsins fótaskör, auðmenn, sem elska sitt gull og almúgans sultarkjör, hefðarkonur, höfðingjadætur með heimskunnar vændisbros Skáld, sem leggur að jöfnu lög- menn og lagabrjóta, er ekki skáld borgarans. „En um það gengur göm- ul saga / að guðsorðið sé létt í maga,“ segir Davíð um biskupinn sem fitn- aði meðan alþýðan svalt. Af kvæð- unum að dæma, þá var réttlætis- kennd Davíðs afar sterk. Hann hataði misskiptingu auðs, gat ekki skilið hvemig einn gat fitnað meðan annar svalt. Hugsjón hans virðist hafa ver- ið jafnaðarstefnan eins og hún gerist tæmst en er því miður hvergi til nema í draumum. Og kvæðum. Bókin um Davíð Stefánsson Davíð er skáld andstæðna. í einu kvæði yrkir hann einvemnni lof, í Hugsjón hans virð- ist hafa verið jafn- aðarstefnan eins og hún gerist tærust en er því miður hvergi til nema í draumum. Og kvæðum. þvi' næsta er hann heimsmaðurinn sem unir sér best í veislusölum. Hann slær, ásamt Stefáni frá Hvíta- dal, nýjan tón í íslenskum bók- menntum en er fljótlega talinn einn af dyggustu vörðurn hefðarinnar. Hann yrkir kvæði svellandi af útþrá, samt vill hann hvergi nema í Eyja- firði vera. í samtímakvæðum yrkir hann um þá sem minna mega sín, en höfðingjana þegar hann lítur til baka. Andstæður em vitaskuld oft upp- spretta skáldskapar. Nær allt höfund- ai-verk Hamsuns er til dæmis glíma við andstæður og varla er hægt að hugsa sér glæsilegri afurðir en það. En hjá Davíð læsast andstæður of sjaldan saman. Hinn káti, öri drykkjumaður tekst ekki á við ein- setumanninn í einu og sama kvæð- inu. Skýringin er meðal annars sú, að Davíð er ekki skáld sem rúmar marga heima í einu kvæði. Þá cmm við að biðja um Einar Ben. Davíð er skáld einfaldleikans, skáld ljóðrænu, stemmningar. Heimspekileg kvæði hans em mörg hver eins og föst í sín- um tíma. Öðm máli gegnir um hroll- vekjukvæðin og þau sem borin em uppi af tilfinningum. Fá skáld hafa ort jafn mikið og vel um drauga, tröll, útburði. Þar á Davíð til ofsa eins og í „Utburðinum" og hrollvekj- andi fyndni líkt og í „Namm, namm“: Hjá honum fleirí höfðu gisL Húmar að kveldi. Hún var kysst Hún var kyssL Hún var steikt í cldi. Okkur hætúr úl að gera skáldin að dýrlingum, ef ekki guðum. Það er af- skaplega hættulegur kækur og hrein- lega íjandsamlegur bókmenntum. Nú er Davíð hundrað ára og kannski tryggast að leggjast á bæn svo skáld- inu og kvæðum þess verði ekki end- anlega komið fýrir í upphæðum. Best væri og eiginlega nauðsynlegL að einhver tæki sig úl að ritaði ævi- sögu Davíðs. En það yrði að vera bók sem segði firá goðsögninni sem tryllti heimasætur, skáldinu í kvæði Dags Sigurðar, ffá skáldinu sem var allt að því sósíalisú í kvæðum sínum en samt uppáhald borgarans. Bók sem segði frá skáldi, æsku og íhalds- semi. Bókin um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.