Alþýðublaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 Davíð Stefánsson í augum vina, samferðamanna og annarra skálda. Hrafn Jökulsson blaðaði í gegnum marg- víslegar heimildir og tíndi til forvitnilega mola sem varpa ljósi á skáldið og mann- inn Davíð Stefánsson. Listinn yfir þá sem vitnað er til er einkar glæsilegur: Þor- steinn frá Hamri, Halldór Kiljan Laxness, Steinn Steinarr, Thor Vilhjálmsson, Páll ísólfsson, Sigurður Nordal, Guðmundur * Böðvarsson, Brynjólfur Sveinsson, Arni Kristjánsson, Hulda Valtýsdóttir, Helgi * Sæmundsson, Hulda A. Stefánsdóttir, Þor- steinn M. Jónsson, Tómas Guðmundsson, Ríkharður Jónsson, Einar Guðmundsson, Arni Pálsson, Kristján Eldjárn, Steingrím- ur J. Þorsteinsson, Eiður Guðmundsson, Kristján Jónsson, Sigurður Thoroddsen, Kristinn E. Andrésson, Jóhannes úr Kötl- um, Bjarni Benediktsson frá Hofteigi. Þótt Davíð væri snemma þroskamikill og öflugur, var hann veill til heilsu og því hlíft við erfiði meira en hin- um systkinunum._____________ Eiður Guðmundsson, Skáldið frá Fagraskógi. Davíð var stór og sterkur eftir aldri og ógjarn að láta hlut sinn, svo að ég tel víst, að hann hafi stundum átt í tuski og hrindingum, ef svo bar við. Að minnsta kosti þykist ég muna það, að hann var enginn eftirbátur okkar hinna í hnífakaup- um._________________________ Einar Guðmundsson, Skáldið frá Fagraskógi. Hann var varla úr bernsku þegar hann hafði svarað kennara sínum sem spurði um framtíðaráformin: ég ætla að verða skáld, sagði hann._______________________ Thor Vilhjálmsson; Birtingur 1964. Að ýmsu leyti var ferill Davíðs Stefánssonar hrein- asta Aladínsævintýri í sam- anburði við hlutskipti flestallra eldri íslenskra skálda. Það skipti varla neinum togum, að ljóð hans voru komin á hvers manns varir, um leið og hin fyrstu þeirra voru komin á prent. Sigurður Nordal, Mannlýsingar III. Svartar fjaðrir man ég einna fyrstar bóka í bóka- skáp foreldra minna, og nafn skáldsins var nefnt með þeim raddblæ, sem vakti hugboð um eitthvað mikið og dularfullt._________ Kristján Eldjárn, Skírnir 1955. Davíð Stefánsson heimsótti foreldra mína oft á bernskuárum mínum, þeg- ar hann átti erindi til Reykjavíkur. Ekki er mér minnisstætt, hvað um var rætt þá, enda ung að árum. Þó tókst mér næsta óséð að sitja álengdar og hlusta. Það var eins og hann kæmi ekki einn. Stofan fylltist og fögnuðurinn var svo mikill, að þau grétu stundum af hlátri. Svo vel gat hann beitt frásagnargáfunni. Helga Valtýsdóttir, Skáldið frá Fagraskógi. Þegar við komum niður á hótelið [í Caprí 1921], vakti eftir okkur ung hrafntinna, fískimannsdóttir þar úr borginni, Katarína að nafni. Þetta var fríð stúlka, fremur smá vexti, eins og Italir eru yfirleitt, svört á brún og brá. Stundum ærslaðist hún og hló, en þess í milli gat hún verið al- varleg, en alltaf voru hin tinnusvörtu augu hennar heillandi, en gátu þó skotið gneistum, ef henni mislík- aði. í þetta sinn tók hún á móti okkur stúrin og syfjuleg og stór hneyksluð yfir óstund- vísi okkar sem vonlegt var. Hrafntinnuaugun gneist- uðu til okkar, en er hún sá, hve glaðir og góðir við vor- um, færðist óðara heillandi bros yfir sólbrúnt andlit hennar. Ekki leið á löngu, þar til Davíð bætti fyrir brot okkar. Hann greip Katarínu litlu og dansaði við hana „tarantella“ þarna á ganginum. Síðan setti hann hana á kné sér og mælti nú af munni fram hið alkunna ljóð Katarína, sem mér tókst að skrifa niður jafnharðan. Þetta Ijóð hefur nú verið margprentað og Iítið breytt. Næsta dag kvöddum við Caprí og héldum til Rómar.____________ Ríkharður Jónsson, Skáldið frá Fagraskógi. Hann er venjulega glaðvært og hugljúft augnabliksbarn, stundum hálfær af gáska og léttúð, en þó bregður oft fyrir beiskju og kvíða í augnaráðinu._________________ Árni Pálsson, Skírnir 1925. Með Davíð voru með öllu horfnar síðustu leifar hins forna skáldamáls, sem enn átti mikil ítök í mörgum höfuðskáldum 19. aldar. Steingrímur J. Þorsteinsson. En hann ætlaði sér alltaf frá byrjun að verða skáld, það heyrði ég á honum, þó hann talaði Iítið um sína hagi, enda dulur og hlé- drægur, þar til hann var orðinn hreifur af víni, en þá gat maður átt von á ýmsu. Páll ísólfsson, í dag skein sól. Fyrir Ítalíuförina [1921] hafði Davíð verið innhverf- ur og hlédrægur svo að jaðraði við feimni, en eftir þetta bar við, að hann sleppti fram af sér beizlinu svo um munaði, einkum ef hann var við skál, og gat þá orðið ofsafenginn í skapi. Davíð var viðkvæmur, en hann var það ekki aðeins sjálfs sín vegna, en einnig vina sinna, ef honum fannst þeim misboðið, en átti líka til að krefjast af þeim smá- fórna, ef svo bar undir. Hulda Á. Stefánsdóttir, Skáldið frá Fagraskógi. Davíð Stefánsson kemur með alveg nýjan tón, nýtt viðhorf til heimsins inn í ís- lenzka Ijóðagerð. Hann ger- ir uppreisn gegn ofurvaldi Einars Benediktssonar í Ijóðagerðinni með hinn heilbrigða hugsunarhátt ungs listamanns sem verður að endurmeta arfinn og jafnvel gera uppreisn gegn sterkustu áhrifsöflunum og umfram aUt að tala máli síns tíma, túlka samtíð sína og yrkja fram fyrir sig. Thor Vilhjálmsson, Birtingur 1964. í gestastofunni sátum við jafnan, þegar ég hafði stutta viðdvöl á staðnum, átti annríkt, eða hafði gert boð á undan mér. Dveldist mér eitthvað lengur á Ak- ureyri, kom ég til Davíðs á hverjum degi, oft á óvart. Þá sat hann stundum við skriftir sínar og Ijóðagerð í miðhúsinu, litlu herbergi inn af anddyrinu. Hann vann aldrei, svo ég vissi til við skrifborð sitt í bókaher- berginu, - nei, á því lágu miklir doðrantar, en sjálf stofan var aðeins safnhús utan um dýrgripi hans: bækurnar, sem skiptu þús- undum, myndirnar, mál- verk og mannamynd, nokkra útskorna muni eftir Bólu-Hjálmar og merkileg- an minnisvarða um miUj- óna ára sögu íslands: stein- runninn trjábol, ættaðan úr Glerárgili.__________________ Árni Kristjánsson, Skáldið frá Fagraskógi. Hann kaus einveruna. „Einveran er mitt hlut- skipti í lífinu, og ég sætti mig við það,“ sagði hann eitt sinn við mig. Hann gat, með því að kjósa hana, lok- að sig úti frá öllu því, sem hann vildi ekki samþýðast og sem andstætt var eðli hans og anda. „Ég hef aldrei gengið í þann kór, sem djöfullinn dírígerar, og syng þá heldur sóló í mínu homi,“ sagði hann.___________ Árni Kristjánsson, Skáldið frá Fagraskógi. Stundum fann hann þó sárt til einverunnar. Þá saknaði hann vina. í skammdeginu sótti að honum beygur. Hann sendi mér jólabréf og gaf í þeim tilfínningum sín- um mál. í einu þeirra, rit- uðu 19. desember 1950, seg- ir svo: „Oft er einveran þung, en dagarnir Iíða, skammdegið styttist, senn fer sól að hækka á lofti, - enginn flýr örlög sín, og senn tekur þetta allt enda, dauðinn nálgast hægt og hægt eins og vorið. Eg er hættur að láta mér blöskra um of háska og hatur mannanna.“___________________ Árni Kristjánsson, Skáldið frá Fagraskógi. Ég hygg að englar upp- heima hafí oftar sveimað kringum Davíð en andar undirheima. Þegar hann las ' fyrir okkur Pál Isólfsson „Gullna hliðið“, frá upphafí til enda, í stofu sinni í gamla barnaskólanum und- ir brekkunni á Akureyri, þar sem hann þá bjó, -

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.