Alþýðublaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 Sigurður Ragnarsson sálfræðing- ur: Ég er svona að tala um fjöl- skylduna vítt og breitt og tek þá ákveðna líkingu af dansinum þeg- ar ég geri það. A-mynd: E.ÓI. Sigurður Ragnars- son sálfræðingur með fyrirlestur í Nor- ræna húsinu: Hring- dans fjölskyldunnar „Og hvað er ást?" Sólstöðuhópurinn gengst fyrir fyr- irlestri í Norræna húsinu á morgun klukkan 13:00 sem ber yfirskriftina Hringdans jjölskyldunnar, við hvem dönsum við?. Fyrirlesari er Sigurð- ur Ragnarsson sálfræðingur: „Ég er svona að tala um fjölskylduna vítt og breitt og tek þá ákveðna líkingu af dansinum þegar ég geri það,“ sagði Sigurður í samtali við Alþýðublaðið í gær. „Ég velti einnig fyrir mér hvemig við bjóðum uppí dans. Afhverju við veljum þessa konu, en ekki hina. Hvemig heldur maður taktinum? Er hin eina rétta kona - rifbeinið sem úr okkur var tekið - til? Hvað ræður yfirhöfuð makavali? Og hvað er ást? Er ágreiningur óaðskiljanlegur og nauðsynlegur þáttur hjónabandsins? Hvemig getur ágreiningur fært okk- ur nær hvort öðm? Hvað þurfa böm- in okkar að vita?“ Aðspurður sagðist hann sjálfur ekki vera mikill dans- maður, en hefði þó gaman af því að taka sporið og fylgjast með öðmm gera slíkt hið sama. Eftir fyrirlestur sálfræðingsins verða pallborðsumræður, þarsem í pallborði sitja Edda Björgvinsdótt- ir leikari, Ólafur Proppé, prófessor við KHÍ, og Inga Stcfánsdóttir sál- fræðingur. Boðið verður uppá opnar umræður með fyrirspumum og vangaveltum um fjölskylduna og líf- ið - hljómlist og dans. Össur og Hrafn á Akureyri Össur Skarphéðinsson um- hverfisráðherra og Hrafn Jökuls- son ritstjóri Alþýðublaðsins flytja gestaávörp á kjördæmisþingi Al- þýðufiokksins á Norðurlandi eystra sem haldið verður næst- komandi sunnudag, 22. janúar. Á þinginu verður meðal annars lögð fram tillaga uppstillingamefndar að framboðslista Alþýðuflokksins í kjördæminu vegna komandi al- þingiskosninga. Víst þykir að nefndin gerir til- lögu um að í efstu þremur sætum listans verði (í þessari röð): Sig- björn Gunnarsson alþingismað- ur, Anna Karólína Vilhjálms- dóttir framkvæmdastjóri og Að- alheiður Sigursveinsdóttir for- maður Félags ungra jafnaðar- manna á Akureyri. Flokkurinn á nú einn þingmann í kjördæminu, Sigbjöm. Þingið - sem er opið öllum stuðningsmönnum Alþýðu- flokksins - verður haldið í Straumrásarhúsinu að Furuvöll- Ákvörðun Sighvats Björgvinssonar heilbrigðisráðherra um að koma á tilvísunarkerfi í læknisþjónustu mætir andstöðu sérfræðinga Mótmæli undir fölsku flaggi - segir Gunnar Ingi Gunnarsson heilsugæslu- læknir og telur að tilvísanakerfið kunni að opin- bera dulið atvinnuleysi meðal sérfræðinga. Gunnar Ingi: Deilan snýst um niðurgreiðslu ríkissjóðs á kostnaði við sér- fræðiþjónusta. A-mynd: E.ÓI. „Þessi deila snýst ekki um tilvís- unarskylduna sem slíka heldur skil- yrði fyrir niðurgreiðslu ríkissjóðs á kostnaði við sérfræðiþjónustuna. Ágreiningurinn um tilvísanir byggist því fyrst og ffemst á kjaralegum gmnni og andstæðingar tilvísana fara því fram undir fölsku flaggi. Til- vísanakerfið kann að opinbera dulið atvinnuleysi í sérfræðingageiranum á þéttbýlissvæðinu og það er alvar- legt ef reynt er að leyna því ástandi," sagði Gunnar Ingi Gunnarsson heilsugæslulæknir í samtali við blað- ið. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra hefur ákveðið að koma á tilvísunarkerfi varðandi þjónustu læknasérfræðinga. Fram til þessa hefur fólk getað farið beint til sérífæðinga og fengið kostnað við það endurgreiddan að hluta úr ríkis- sjóði. Heilbrigðisráðherra vill að fólk leiti fyrst til síns heimilis- eða heilsugæslulæknis sem síðan vísar því áffam til sérfræðings ef þörf krefur. Til vísunin gefur rétt til endur- greiðslu hluta kostnaðar við heim- sókn til sérfræðings. Eftir sem áður verður fólki fijálst að leita beint til sérffæðinga án milligöngu heimilis- læknis en greiðir þá kostnaðinn að fullu. Sérffæðingar í læknastétt hafa mótmælt áformum ráðherra harð- lega og segja að með tilvísunarkerfi sé verið að skerða þjónustu við sjúk- linga. Þetta segir Gunnar Ingi Gunn- arsson að sé alrangt. „Þegar læknir leitar faglegrar að- stoðar annars læknis vegna skjól- stæðings og ákveður að senda sjúk- ling til hans með skriflegar upplýs- ingar um ástæðuna, þá er sjúklingur í raun sendur með tilvísun. Þegar að- stoðandi læknir sendir skriflegar upplýsingar til baka þá sendir hann læknabréf. Þessu fyrirkomulagi er læknum skylt að lúta samkvæmt gildandi reglugerð. Þetta er hin eig- inlega tilvisunarskylda og um erekki ágreiningur. Það er ekki fyrr en stjómvöld ákveða að hafa það sem skilyrði fyrir niðurgreiðslu ríkissjóðs við sérfræðiþjónustuna, að sjúkling- ur komi með tilvísun til sérfræðings að ágreiningur verður til. Þetta er kjami málsins," sagði Gunnar Ingi. Dulið atvinnuleysi „Heilsugæslulæknar í dreifbýlinu sinna 85% til 90% þeirra vandamála sem þar koma upp. Þau tilfelli sem þeir senda frá sér má ætla að eigi ör- ugglega erindi til sérfræðiþjónust- unnar auk þeirra sem fara af sjálfs- dáðum. Það tilvísanakerfi sem nú er í undirbúningi hefur það öryggi að menn þekkja það af langri reynslu hvað læknar heilsugæslunnar geta gert fyrir skjólstæðinga sína. En þá vaknar sú spuming hvers vegna Reykjavík er svona allt öðm visi. Aðalástæðan er sú, að það var svona þegjandi samkomulag um það í mörg ár að láta Reykjavík sitja á hakanum hvað varðar uppbyggingu heilsugæslustöðva. Hér var því undirmannað heimil- islæknakerfi og sérfræðigeirinn tók að sér heimilislækningar. Það vantar skilning á því að núna er kominn tími til að láta heilsugæslu-og heim- ilislæknakerfið taka við sínu hlut- verki. En hinir em ekki tilbúnir að afsala sér neinu. Það er kannski skilj- anlegt. En ein aðalástæðan á bak við það að sérffæðingar vilja ekki fá til- vísanakerfið yfir sig er sú, að það er mjög líklegt að dulið atvinnuleysi sé í sérfræðingageiranum. Þegar tilvís- anakerfið er komið á stað horfum við kannski upp á fjöldann allan af ung- um læknum, til dæmis í bamalækn- ingum og kvensjúkdómalækningum sem hafa ekkert að gera. Það er þungur áfellisdómur yfir Háskólan- um, menntakerfinu og læknasamtök- unum ef þau hafa þagað yfir duldu atvinnuleysi í sérfræðingageiranum á þéttbýlissvæðinu," sagði Gunnar Ingi Gunnarsson ennffemur. Stýring á framboði I máli Gunnars Inga Gunnarsson kom fram að þótt svo til öll læknis- þjónusta innan heilsugæslunnar sé að meira eða minna leyti niðurgreidd með skattpeningum þá sé aðeins hluti hennar skipulagður fyrirfram af stjómvöldum. „Fjöldi og dreifing stöðuheimilda heilsugæslulækna er samkvæmt ákvörðun stjómvalda. Að baki þeirr- ar ákvörðunar liggur bæði faglegt og kostnaðarlegt mat sem meðal annars mótast af viðurkenndum staðli. Stjómvöld stýra með svipuðum hætti framboði þeirrar þjónustu sem heimilislæknar veita utan heilsu- gæslustöðva. Allt annað gildir hins vegar um framboð þeirrar þjónustu sem sér- ffæðingar veita á stofum si'num. Engin fagleg eða kostnaðarleg for- stýring er af hálfu stjómvalda á íjölda eða dreifingu sérfræðinga á þessum sama vinnumarkaði. Hafi þeir á annað borð sérfræðiviður- kenningu heilbrigðisstjómarinnar geta þeir hafið störf hvar og hvenær sem er á starfssvæði kjarasamnings að uppfylltum lágmarkskröfum um starfsaðstöðu," sagði Gunnar Ingi. Er heilsugæslu- eða heimilis- læknum ekki treystandi til að ann- ast tilvísanir til sérfræðinga? Er hætta á að þeir ætli sér að gerast sérfræðingar? „Læknir eins og ég, sem útskrifað- ist frá háskólanum í Gautaborg, hef- ur í öllu klinísku námi verið þjálfað- ur í því að gera kláran greinarmun á því hverju heimilislæknum er ætlað að sinna og hvetju skuli vísað til sér- fræðiþjónustunnar. Prófessorar allra sérgreina leggja á þetta mikla áherslu og líta svo á að það sé ámóta kórvilla hjá heimilislækni að tefja afgreiðslu sérfræðingavandamáls og að senda það ffá sér sem honum ber að sinna sjálfur. I sérfræðinámi heimilislækna kynnast menn auðvitað betur þess- um hluta hugmyndafræðinnar og mótast af henni í námi og starfi. Þeir læknar sem eiga slíkan faglegan bak- gmnn eiga auðvitað erfitt með að samþykkja og aðlagast annars konar verkaskiptingu milli heimilislækna og sérfræðinga. Ég vil koma á stjómskipulegu jafnvægi milli allra þátta þeirrar læknisþjónustu sem heilsugæslan býður upp á. Með þeim hætti tel ég vænlegast annars vegar að tryggja sem best skynsamlega nýtingu á tak- mörkuðum skattpeningum og hins vegar að ná sem réttmætasti nýtingu á faglegu framboði þjónustunnar. Ég er þeirrar skoðunar að réttast og best sé að stýra sérfræðiþjónust- unni miðað við eftirspum og þá verði tilvísanakerfið hin sjálfgefna leið. En ég vil lfka viðhalda sjálfstæði sér- fræðinga á eigin stofum enda er þjónusta þeirra bæði nauðsynleg og langoftast í hæsta gæðaflokki. Einn af þeim sérfræðingum sem ég hef átt afar farsæl samskipti við í mörg ár sagði að ég skyldi halda áfram að beijast fyrir tilvísunarkerf- inu. Það fullnægði hjá honum fag- legum metnaðarkröfum og vænting- um um viðunandi afkomu. Auk þess fryggði það fyrirkomulag að hann fengi það eitt á stofu sem honum bæri að fást við og gerði honum kleift að sinna mun fleiri sjúklingum en ella. Þetta em orð í tíma töluð,“ sagði Gunnar Ingi Gunnarsson að lokum. Nýstárleg tíðindi úr tölvuheiminum Þingmaður í prófkjörsbaráttu á Intemetinu I tilefni prófkjörs Alþýðuflokks- ins á Reykjanesi (sem haldið verður 21. og 22. janúar) hefur Guðmund- ur Árni Stefánsson alþingismaður komið sér upp tölvupóstfangi á Int- emetinu ásamt því sem hann birtir upplýsingar á Vefhum (world wide web). Á tölvunetinu - sem þúsund- ir ef ekki tugþúsundir íslendinga og hundmðir milljóna jarðarbúa eiga nokkuð greiðan aðgang að - er að finna aðgengilegar upplýsingar um helstu stefnumál Guðmundar Áma ásamt persónulegum upplýsingum, til dæmis um fjölskylduhagi, starfs- feril og hversvegna hann gefúr kost á sér. Á tölvunetinu er ennfremur hægt á einfaldan hátt að koma spuming- um og athugasemdum á framfæri og ætlar Guðmundur Ámi að svara þeim jafnóðum. Allt er þetta skreytt rósum og litmyndum af frambjóð- andanum. Ekki er vitað til þess að tölvutæknin hafi fyrr verið nýtt í stjómmálabaráttu á þennan hátt hér á landi. Netvæddur Guðmundur Árni: Hluti af prófkjörsbaráttu þingmannsins er kynning á alþjóðlegu tölvunetunum, Interneti og Vefnum. A-mynd: E.ÓI. Það var A1 Gore, varaforseti Bandaríkjanna, sem fyrstur stjóm- málamanna vakti athygli fyrir að nýta sér þá gríðarlegu möguleika sem tölvunetin, einn sterkasti mið- illinn á alþjóðlegri tölvuhraðbraut upplýsinganna, bjóða uppá. Bill Clinton forseti Bandaríkjanna fylgdi síðan í kjölfarið á Gore. Báð- ir taka þeir virkan þátt í umræðum og upplýsingaflæði á netunum og öllum skilaboðum er svarað. Af þekktum Islendingum sem ferðast um þessa upplýsingahrað- braut er Björk Guðmundsdóttir poppstjama einna nafnkenndust, en fyrir hennar hönd stýrir skáldið Sig- urjón Birgjr Sigurðsson - alis Sjón - þeim þætti vinsældabarátt- unnar. Tölvupóstfang Guðmundar Árna er gas@rhi.hi.is. Hægt er nálgast upplýsingar um hann á Vefnum með http://www.rhi.hi.is/~gas. Aðalsteinn Bergdal og Bergljót Arnalds í hlutverkum sínum. Leikfélag Akureyrar Á svörtum fjöðrum - úr ljóðum Davíðs Stefánssonar Á svörtum fjöðrum - úr Ijóðum Davíðs Stefdnssonar nefnist leikverk sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir á morgun, laugardag, þegar hundrað ár em liðin frá fæðingu skáldsins frá Fagraskógi, Davíðs Stefánssonar. Höfundur leikverksins er Erlingur Sigurðsson íslenskufræðingur og kennari við Menntaskólann á Akur- eyri og skrifaði hann verið að beiðni LA af þessu tilefni. Leikstjóri og leikmyndarhönnuður er Þráinn Karlsson. Það er óhætt að segja, að leiksýn- ingin verður stærsti einstaki viðburð- urinn í tilefni afmælisdags skáldsins. í þessu nýja verki tjáir skáldið Davíð Stefánsson hug sinn á ýmsum tímum og leitar á vit minninganna þarsem persónur stíga fram úr hugskoti hans og Ijölbreytilegar myndir lifna. Á sviðinu gæðast þessar táknmyndir og talsmenn ólíkra viðhorfa lífi, þar- sem ástin er í aðalhlutverki. Þetta er forvitnileg sýning um ástsælt skáld. Með hlutverk í sýningunni fara Aðalsteinn Bergdal, Bergljót Arn- alds, Dofri Hermannsson, Rósa Guðný Þorsteinsdóttir, Sigurþór Albert Heimisson, Sunna Borg og Þórey Aðalsteinsdóttir. Fjöldi laga er síðan sunginn í sýningunni og eru söngvarar þau Atli Guðlaugsson, Jóhannes Gíslason, Jónasína Arn- björnsdóttir og Þuríður Baldurs- dóttir. Um hljóðfæraleik sér Birgir Karlsson. Frumsýning Á svörtum fjöðrum - úr ljóðum Davíðs Stefánssonar verð- ur annað kvöld sem fyrr segir og hefst klukkan 20:30. Tvær sýningar eru svo daginn eftir, klukkan 16:00 og 20:30.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.