Alþýðublaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11 húsi á Akureyri langaði mig að fara til hans og þakka honum fyrir bréf- ið. En ég hafði ekki uppburði í mér til þess og hef séð eftir því. Svo datt Davíð úr tísku, hann var of margorður, tilfinningasamur og bara afskaplega óspennandi. Það komst hálfpartinn í tísku hjá gáfuverunum að líta niður á hann. Seinni ár hef ég farið að glugga í ljóðin hans aftur. Ugglaust með öðru hugarfari og viðhorfi. Eg skil afhveiju þau hrifu mig ungling. Og finn ljóð sem skipta mig máli núna. Eg held að hann muni rísa upp og ljóðin hans verði mörgum mikils virði á nýrri öld. Hann er hvfld ffá plastveröld og tæknisýki. Geirlaugur Magnússon skáld Glitrar enn í hreiðrinu eitthvað sem okkur heíur sést yfír? Fyrir mér var hann einnar bókar mað- ur; sá sem kom inn í íslenskar bók- menntir á svörtum fjöðrum. Tryllti æskuna er sagt, það er máske mýta: En bókmenntimar eru allar ein mýta og máske er mýt- an ein sönn. Og varð þjóðskáld, síðasta þjóð- skáldið, lifandi þjóðskáld sem er ill- víg þversögn og Sýsífosarþraut. Því höfum við verið að keppast við að gleyma honunt. Tilhugsunin ein um síðasta þjóðskáldið vekur okkur ógleði. En þar sem stórafmæli eru gjaman tilefni sálarkreppu þá væri tilvalið að söðla um nú þegar nægi- lega langt er um liðið og spyija okk- ur áður en líður önnur öld: Hver var hann? Einnar bókar maður sem hímdi síðan í klettagjá eða glitrar enn í hreiðrinu eitthvað sem okkur hefur sést yfir? Baldur Stefánsson nemi Of mikill róman- tíker iyrir minn hatt Hann er frekar mikill rómantíker fyrir minn smekk, en góður fyrir sinn hatt. Mér þykir oft fullmikið orðskrúð í ljóðum hans, Steinn Steinarr er til dæmis að mfnu viti beittari og hefur betra vald á myrkrinu. Davíð á þó margar hugljúfar myndir, en ég get ekki sagt að hann dvelji lang- dvölum á mfnu náttborði. Valgerður Benediktsdóttir bókmenntafrœðingur Orti saknaðarkvæði um skógarhindina við undirleik Mozarts Davíð Stef- ánsson var sá maður sem fékk mig oftast til að gráta þegar ég var 10 ára. Það var reyndar leyndarmál í þá daga. Eg var að blaða í Skólaljóðunum fyrir kvæðatíma í bamaskól- anum og fletti fyrir einhvern misskilning upp á ljóði hans, Skógarhind. Og það var ekkert með það, blessuð hindin vék ekki úr huga mér í margar vikur og grát- klökk orti ég stórbrotin eftirmæli um hana. Ég lokaði mig inni í her- bergi og las skjálfrödduð upphátt þar til ég hafði Iært kvæðið utan- bókar. Ég setti klarinettukonsert Mozarts á plötuspilarann og þuldi um leið þar til ég sá ekkert fyrir tárum: Um blóð, sem fyrr var bœði ungt og heitt, mun bleikur rnosinn engum segja neitt. Hvílík örlög! Hvflíkur skáldskapur! Mig dreymdi hindina hvað eftir annað, að ég væri komin inn í skóg- inn til að bjarga henni og síðan myndum við þeysa um sléttumar í glampandi sólskini, veifa til skálds- ins og hrósa sigri yfir dauðanum. Þegar ég les ljóð, mörgum ámm síð- ar, hvolfist enn yfir mig löngunin til að stökkva inn í kvæðið og leysa vinkonu mína úr fjötrum. Eg heyri fyrir mér hvíslið í pabba og mömmu jjegar þau stóðu fyrir utan herbergið mitt og héldu að ég væri komin á gelgjuskeiðið og gréti yfir bólu á hökunni. Ef þau bara vissu... Stefán Hörður Grímsson skáld Mérþykiralltaf jafiivæntum Davíð, heillandi „Ég hef alla tíð ver- ið mikill aðdáandi ljóða Davíðs Stef- ánssonar. Ég byrj- aði ungur að lesa ljóð hans og geri það enn. Mér þykir alltaf jafn vænt um Davíð. Hann er heillandi skáld,“ sagði Stefán Hörð- ur Grímsson skáld. Stefán Hörður sagðist því miður ekki hafa haft persónuleg kynni af Davíð Stefánssyni. Hann hefði fylgst með honum úr fjarlægð og lesið verk hans. Hann sagðist ekki geta nefnt eitt ljóð Davíðs öðm fremur sem hann héldi sérstaklega upp á. Uppáhaldsljóðin væm svo mörg. Stefán Hörður taldi ljóð Dav- íðs höfðajafnt til fólks nú sem áður, en það væri orðið langt síðan verk hans hefðu verið gefin út. , Kristín Arnadóttir íslenskukennari Hann er einn af þessum meisturum einfaldleikans „Ljóðin hans Dav- íðs em falleg. Hann er einn af þessum meistumm einfald- leikans og hefur þann hæfileika eins og Tómas Guð- mundsson að gera falleg ljóð úr hvers- dagslegum hlutum. Það finnst mér fallegustu ljóðin hans,“ sagði Krist- ín Amadóttir íslenskukennari á Akureyri. V 1 K I N Ci A L «TW Vinn ngstölur miðvikudaginn: 28.des.1994 Kristín var spurð hvemig ung- mennin sem hún kennir kynnu að meta ljóð Davíðs. „Ég held að þau hafi smekk fyrir þeim. Ég læt þau líka hlusta á hann sjálfan lesa ljóð sín af spólu og sá lestur er út af fyrir sig listaverk. Það finnst þeim mjög skemmtilegt og átta sig á því að eitt er að lesa ljóð og annað að hlusta á það,“ sagði Kristín. Örn Ingi Gíslason fjöllistamaður Ég tengi Davíð alltaf semlífs- mynstur „Ég tengi Dav- íð alltaf við Davíðssafn hér á Akureyri sem bæjarbúar em ekki dug- legir að heim- sækja. En ég held að ljóð hans virki á nútímann eins og dæmisögur fortíðar. Samt fer það ekki milli mála að þau vom mikilvæg sem örvandi hugar- ástand fyrir þjóðina," sagði Öm Ingi Gíslason Ijöllistamaður á Akureyri. „Ég tengdist Davíð Stefánssyni á svolítið annan hátt en varðar ljóðin. Þar á ég við áhuga hans á Sölva Helgasyni. Hann átti dálítið af myndum eftir Sölva og svo skrifaði hann söguna Sólon Islandus um Sölva. Ég tók þátt í að gera leikmynd við verk Sveins Einarssonar sem hann vann upp úr þessari sögu Davfðs. Davíð var sá maður á ofanverðri tuttugustu öld sem gerði eitthvað varðandi Sölva Helgason. Þá gat Davíð Ifka safnað myndum Sölva sem er ógemingur í dag. En þegar ég riíja upp ljóð Davíðs þá glymur alltaf í eyrum mér Ijóðaflutn- ingur skáldsins sjálfs sem til er á plötu. Þar verða þau enn dramatískari og jafnvel draugalegri. Þess em fá dæmi að skáld hafi markað sín spor með sinni fyrstu ljóðabók eins og Davíð gerði með Svörtum ljöðmm. Davíð naut mikillar hylli á sín- um tíma og það má velta því fyrir sér hvort það geti gerst í dag að efnt sé til blysfarar til að heiðra ljóðskáld. í dag held ég að fólk sé ekki mjög kunnugt Ijóðum Davíðs nema úr skóla- námi, enda er áhugi á ljóðum eins og hans dvínandi sem stendur. Ég tengi Davíð alltaf sem lífs- mynstur. Maður sem bjó einn og skrifaði sögu um Sölva Helgason. Það skiptir máli fyrir mig,“ sagði Öm Ingi Gíslason. j VINNINGAR FJÖLDI ViNNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING || 6af6 0 44.050.000 iBJ 5 af 6 L3j+bónus 0 2.906.174 fcl 5 af 6 8 27.150 jES 4afe 208 1.660 Fl 3 af 6 iCJB+bónus 669 220 BÓNUSTÖLUR (4°(g)@ Heildarupphæð þessa viku: 47.665.834 á Isl.: 3.615.834 UPPLVSINGAR. SlMSVARI 91-681511 LUKKUUNA 99 10 00 • TEXTAVARP «51 BIRT MEÐ FYRIRVAHA UM PRENTVILLUR NOATUN Gerið bóndanum glaðan dag með ÞORRAMAT! Pr-kg. Svió °hreinsuð 199: Gulrófur 29; Ljúffengur Þorramatur Pizzur 600gr. 279.- Lundabaggar • Harðfiskur Hrútspungar í úrvali Bringukollar • Rófustappa Magáll • Kartöflusalat Vestfirskur • Flatkökur gæðahákarl • Rúgbrauð Nýtt slátur • Ný sviðasulta Blóðmör • Súr sviðasulta Lifrapylsa • Súr sundmagi Marineruð síld • Pressað og súrsað Kryddsíld heilafiski Reykt síld • Soðið hangikjöt Graflax • Sviðakjammar Reyktur lax • Smjör Taðreyktur • Kartöflumús silungur • Hverabrauð Pilsner 1/2 Itr. 57.- Gómsætur þorrabakki fyrir 2 Tilbúinn á borðiö. ö ICEFOOD ÍSLENSK MATVÆLI Þorrasíldin vinsæla bætt með Grand Mariner eða ísl. brennivíni. bakkinn Kynnum þorramat og hákarl 335. pr.krukka Karrýsíld Konfektsíld Hvítiaukssíld Sinnepssíid Portvínssíid AÐEINS AÐEINS M mm || pr.krukka 149rom m m æm pr.krukka 1A M 250ml. 1 "f w ■ Lambaframpartar niðursagaðir Lamba saltkjöt 397 Folalda saltkjöt 399 pr.kg. pr.kg. Frá Húsavík frábæra hangikjötið NÓATÚN 17 - S. 561 7000, ROFABÆ 39 - S. 567 1200, LAUGAVEGI 166 - S. 552 3456, HAMRABORG 14, KÓP. - 554 3888, FURUGRUND 3, KÓP. - S. 552 2082, ÞVERHOLTI 6, MOS. - S. 566 6656, JL-HÚSINU VESTUR í BÆ - S. 552 8511, KLEIFARSELI 18 - S. 567 0900.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.