Alþýðublaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 14
14 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 RAÐAUGLÝSINGAR Póstur og sími Póst- og símamálastofnunin óskar eftir tilboði í eftirfarandi magn af plaströrum fyrir árið 1995. Pvermál Efni Magn 75 mm PE/PVC 43.000 m 110 mm PE/PVC 13.000 m Vinsamlegast gerið einnig tilboð miðað við samning til þriggja ára, þar sem áætlað er að svipað magn af rörum verði tekið á hverju ári.Magn röra, sem afhent er hverju sinni, skal vera í samræmi við áætlun kaupanda. Gera skal ráð fyrir að rörin verði afhent að birgðavörslu Pósts og síma, Jörfa. Nánari upplýsingar og útboðsgögn veitir Örn Jónsson í síma 563 6285, fax 563 6289. MENNTAMÁLARÁÐUN EYTIÐ Styrkir úr íþróttasjóði Samkvæmt lögum um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga nr. 78/1989 veitir Alþingi árlega fé í íþrótta- sjóð. Framlög úr íþróttasjóði skal veita til sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga eða íþróttasamtaka í því skyni að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana, sbr. Reglugerð um íþrótta- sjóð nr. 609/1989. Umsókn um stuðning úr íþróttasjóði vegna styrk- veitinga ársins 1996 þurfa að berast fyrir 1. mai nk. íþróttanefnd ríkisins, menntamálaráðuneytinu, Sölvhóls- götu 4, 150 Reykjavík, á þartil gerðum eyðublöðum ásamt greinargerð um fyrirhuguð verkefni. Umhverfis- ráðuneytið Umhverfisráðuneytið óskar að ráða í starf deildarstjóra í al- þjóðadeild ráðuneytisins. Um er að ræða tímabundið starf frá 1. mars 1995 til 30. júní 1998. Umsækjandi skal hafa háskólapróf og hafa þekkingu á al- þjóðatengslum og starfsemi alþjóða stofnana. Umsækj- andi verður að hafa gott vald á íslensku og ensku og kunn- áttu í a.m.k. einu Norðurlandamáli. Viðkomandi þarf að geta tekið þátt í alþjóðlegum fundum, þ.á m. að semja og flytja ávörp á alþjóðavettvangi. Fœrandi hendi áfund út í heim „ÞEGAR ÉG fer til fundar við vini mína og viðskiptavini erlendis þarf engan að undra þótt ég færi þeim lax í einhverri mynd þar sem viðskipti mín tengjast laxi og útflutningi. Það gengur þó ekki endalaust. Ekki má gleymast að ísland hefur upp á margt annað að bjóða eins og til dæmis vatnið, skyrið og ostana að ógleymdum fallegu íslensku ullarvoðunum, tískufatnaðinum og myndabókunum, eftir alla bestu ljósmyndara okkar. GÓÐ HUGMYND! Orri Vigfússpn/forstjórL Yfirleitt finnst mér þægilegast, tímans vegna, að kaupa þessar gjafir í íslenskum markaði.“ ISLENSKUR crb MARKAÐUR Leifsstöð ■ Keflavíkurflugvelli ■ Sími (92) 50 4 50 ■ Fax (92) 50 4 60 Alþýðuflokkurinn Norðurlandi eystra Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu berast umhverfisráðuneytinu, Vonarstræti 4, 150 Reykjavík, í síðasta lagi 31. janúar nk. fStaða forstöðumanns Kjarvalsstaða Staða forstöðumanns Kjarvalsstaða, er laus til umsóknar frá og með 1. mars nk. Umsækjendur skulu vera listfræðingar að mennt eða hafa víðtæka þekkingu á myndlistarmálum og öðrum greinum, er snerta starfsemi Kjarvalsstaða. Launakjör eru skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar. Umsóknum er greini menntun og starfsferil, sé skilað til borgarstjóra, Ráðhúsi Reykjavíkur, fyrir 6. febrúar nk. Borgarstjórinn í Reykjavík, 19. janúar 1995. Kjördæmisþing Kjördæmisþing Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra verð- ur haldið sunnudaginn 22. janúar klukkan 16:00 að Furu- völlum 3 (Straumrásarhúsinu) á Akureyri. Á þinginu verður meðal annars lögð fram tillaga uppstill- ingarnefndar að framboðslista Alþýðuflokksins í kjördæm- inu vegna komandi alþingiskosninga. Gestaávörp á þinginu flytja Hrafn Jökuisson ritstjóri og Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra. Stjórnin. Aukaþing Aukaþing Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands - verður haldið á Hótel Loftleiðum í Reykjavík helgina 4. til 5. febrúar. Þingið er opið öllum flokksmönnum, en aðeins þeir fulltrú- ar sem kjörnir voru á 47. flokksþing Alþýðuflokksins í Suð- urnesjabæ hafa atkvæðisrétt. Dagskrá aukaþingsins verður auglýst síðar. Framkvæmdastjórn. út um allt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.