Alþýðublaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 Skáldið þagði um stund og sat hugs- andi, þar til hann sagði: „Þú segir rétt. Mér finnst ég hafa lifað suður í Persíu fyrir meira en tveim þúsundum ára. Þar kynntist ég Arítu.“ Og mig minnir hann segja mér, að sér fyndist hann hafa verið myndhöggvari. Þorsteinn M. Jónsson. áhrif og áður. En það er sagan um alla kónga er sitja lengi að völdum, að einhvers staðar verður ókyrrð í ríkinu. Og í raun- inni varð aldrei nein upp- reisn gegn Davíð. Hann naut fram á hinztu stund þeirrar virðingar og frægð- ar sem hann ávann sér ung- ur.________________________ Kristinn E. Andrésson, Tímarit Máls og menningar 1964. Davíð Stefánsson er skáld þeirrar kynslóðar, sem nú er bráðum öll. Kvæði hans eru svo nátengd tilfínning- um og draumlífí hennar, að ég tel það mikið vafamál, hvort aðrir geta skilið þau og metið til fulls. Enda er mér sagt, að samkoma sú, er haldin var í Háskólanum og þetta útvarpsefni er komið frá [dagskrá á af- mæli Davíðs], hafí líkst bílasýningu miklu fremur en bókmenntakynningu. Steinn Steinarr, Alþýðublaðið 6. janúar 1956. Davíð var þá kominn á sjö- tugsaldurinn og mikið breyttur frá því ég mundi eftir honum á skólaárun- um. Ég hafði haldið, að hann væri hversdagslega ar voru þær) og saxaði þær niður hvora með annarri og þeytti síðan stútunum út á gólfið. Hellti hann sér síðan yfír Berg með óbóta- skömmum.___________________ Sigurður Thoroddsen, Eins og gengur. Á þessari vondu tíð, þegar yrkingar kalla óvinsældir yfir margan góðan dreng á lslandi, er Ijóðskáldið Dav- íð Stefánsson frá Fagra- skógi, einhver ástsælasti höfundur með þjóðinni - skákar hverjum læknabók- arhöfundinum á fætur öðr- um, stendur jafnvel uppi í hárinu á Guðrúnu vorri frá Lundi._____________________ Bjarni Benediktsson frá Hofteigi, Þjóðviljinn 27. janúar 1957. Líklega hefur enginn ís- lendingur verið samtíða Davíð Stefánssyni, sem fleira fólk hefði fegið viljað kynnast, fleiri hús hefðu staðið opin, ef hann hefði drepið þar á dyr, eða fleiri menn viljað sækja heim, ef þeir hefðu átt þess kost. Það var mannfagnaður að hon- um, hvar sem hann kom; hann naut sín vel með fólki og hafði gaman af að vera Ráðhústorg og Brekkugata á Akur- eyri 1927. (Ljósmynd: Vigfús Sigur- geirsson.) Þessum heima- manni einmanaleik- ans var léð rödd spámanns og pred- ikara.___________________ - Bjarni Benediktsson frá Hofteigi. þurr á manninn og óað- gengilegur. En er ég kynnt- ist honum betur, reyndist hann vera einn sá allra elskulegasti og hjartahlýasti maður, sem ég hef fyrir hitt. Ég held, að enginn hafi get- að umgengizt hann lengi án þess að bera til hans hlýjar tilfinningar. _______________ Kristján Jónsson, Skáldið frá Fagraskógi. Þegar við stúdentar frá 1919 héldum upp á 25 ára stúdentsafmælið, gerðist það undir borðum, að Bergur Jónsson stóð upp og ásakaði Davíð Stefánsson: „Við vorum búnir að semja um það í fjórða bekk, að ég ætti að verða Inspector Scholae og þú formaður Framtíðarinnar, en þú sveikst, helvítið þitt.“ Þegar hér var komið var áliðið borðhalds og vín tekið að svífa á mannskapinn. Nú stóð Davíð upp og var heitt í hamsi. Tók hann sína flöskuna hvorri hendi (tóm- með fólki. Samt sem áður var hann löngum, og eink- anlega á síðari árum, einbúi og einsetumaður, sem bjó við svo mikið fásinni, að vinir hans höfðu áhyggjur af því._____________________ Sigurður Nordal, Mannlýsingar III. Þótt ekki sé hann viðhlæj- andi hvers manns, er hann maður vináttugjarn og vin- fastur, enda gæddur mikl- um persónulegum töfrum. Fríður maður og mikill að vallarsýn, fyrirmannlegur, hress í bragði, höfðingi heim að sækja, hrókur alls fagnaðar á vinafundi, fróð- ur og skemmtinn, hlýr í þeli. Hann er óvenjulegur persónuleiki, sem sópar að og ekki gleymist þeim, er honum kynnazt. I hús hans á Akureyri, er gott að koma, þar sem hann býr með bókum sínum, ein- hverju stærsta og fegursta safni íslenzkra bóka, sem til er í einkaeigu, með sýn til Davíð Stefánsson Til eru fræ - Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: að falla í jörð, en verða aldrei blóm. Eins eru skip, sem aldrei landi ná, og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá, og von, sem hefur vængi sína misst, og varir, sem að aldrei geta kysst, og elskendur, sem aldrei geta mætzt, og aldrei geta sumir draumar rætzt. Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn, og lítil börn, sem aldrei verða menn. hinna tignu eyfírzku fjalla, sem hann hefur í einhverju kvæði sagzt vilja deyja í. Kristján Eldjárn, Skírnir 1955. En ég hef við annað tilefni drepið á þá staðreynd, að vegna þess, hversu Davíð Stefánssyni hefur tekizt öðrum skáldum betur að ná eyrum alþjóðar, hefur fjöldi fólks um allt land og af öll- um stéttum tamið sér að nýju lestur góðra ljóða og lært að meta þau. Hann hefur því ekki aðeins fært út landamæri íslenzkrar ljóðlistar að því er tekur til viðfangsefna og stfls, heldur hefur hann í sama mæli stækkað lesendahóp ís- lenzkra ljóðskálda mjög verulega.____________________ Tómas Guðmundsson, Helgafell 1955. Hitt er jafn auðsætt, að nú hafa þessi kvæði [í Svörtum fjöðrum] legið þjóðinni svo lengi á tungu, að það er á einskis manns færi að láta það fólk, sem síðan er kom- ið til sögunnar, skynja til nokkurrar hlítar þann ferska nýstárleik þeirra, sem leysti úr fjötrum svo mikið af bundnum tilfínn- ingum sinnar kynslóðar. Tómas Guðmundsson, Helgafell 1955. Ekki veit ég hvort það þýð- ir nú að segja bömum árs- ins 1964 hvflík undur það vom sem gerðust þegar Svartar fjaðrir komu út og lögðu undir sig landsbyggð- ina. Maður getur auðvitað spurt sjálfan sig þess æ of- an í æ, hvort heldur það hafi verið lögmál tímans og breytinganna sem þá ullu aldahvörfum, eða þeir menn, sem nefna má með nöfnum og þau verk þeirra, sem benda má á. - Það eitt er víst að heimur íslenzkrar ljóðmenntar var ekki sam- ur frá þeirri stund er Davíð Stefánsson frá Fagraskógi kvaddi sér hljóðs.___________ Guðmundur Böðvarsson, Þjóðviljinn 8. mars 1964. Ég man eftir því, að hann kom einu sinni allmikið drukkinn til mín inn á skrifstofu mína við Ráðhús- torg, þar sem ég rak bóka- verzlun í nokkur ár. Sat hann allan seinni hluta dags á skrifstofunni og hélt þar áfram að drekka. Hann var þá mjög óhlífinn í orðum við búðarstúlkurnar, en við mig vingjarnlegur eins og ávallt endranær. Er ég lok- aði búðinni um kveldið, sagði ég við hann: „Þú ert nú orðinn allmikið drukk- inn. Ég ætla að biðja þig að drekka ekki meira í kveld.“ Hann svaraði því engu, en kvaddi mig. Þegar ég var að hátta seinna um kveldið, hringir síminn. Er ég tek sí- mann upp og segi til mín, er sagt: „Þetta er Davíð. Ég er hættur. Góða nótt.“ Morg- uninn eftir hittumst við, og sá þá ekkert á honum. Þorsteinn M. Jónsson, Skáldið fró Fagraskógi. Davíð var í senn trúmaður og rausæis- maður. Hann trúði á fortil- veru manna og líf eftir þetta líf. Mér er minnisstætt samtal, sem ég átti eitt sinn við hann um kvæðið Aríta, sem kom út í ljóðabók hans í byggðum. Ég sagði honum að mér hefði orðið kvæði þetta talsvert hugstætt, vegna þess að mér fyndist hann vera að segja þar frá atburðum, sem hann sjálfur hefði lifað í fjarlægu Iandi. Skáldið þagði um stund og sat hugs- andi, þar til hann sagði: „Þú segir rétt. Mér fínnst ég hafa lifað suður í Persíu fyrir meira en tveim þús- undum ára. Þar kynntist ég Arítu.“ Og mig minnir hann segja mér, að sér fyndist hann hafa verið myndhöggvari._______________ Þorsteinn M. Jónsson, Skáldið frá Fagraskógi. Annars sagði Davíð mér, að hann hefði aldrei ort við skál - en oft daginn eftir drykkju. Um miðbik ævi sinnar gat Davíð orðið ör og villtur í líferni sínu sem Ijóðum. Séra Matthías kvað líka stundum hafa hagað sér öðruvísi en gengur og ger- ist, þótt á allt annan hátt væri en Davíð gerði. Vafa- laust hafa einhverjir góð- borgarar hneykslazt á þeim skáldbræðrum - eða skáld- feðgum. En yfírleitt hafa Akureyringar verið skiln- ingsgóðir á skáld sín og um- burðarlyndir gagnvart þeim, metið þau, virt og elskað. Það verður munað. Steingrímur J. Þorsteinsson, Skáldið frá Fagraskógi. Davíð var einstaklega skáldlega vaxinn maður. Hann var hár vexti, fríður sýnum og tígulegur, gekk hratt um götur, meðan hann var í fullu fjöri, og fremur álútur. Mér fannst í æsku, eins og hann hlyti oftast að vera í skáldleiðslu og liti því sjaldan upp. Svona átti skáld að vera. Þetta var skáldskapurinn sjálfur, holdi klæddur,______ Steingrímur J. Þorsteinsson, Skáldið frá Fagraskógi. Sunnudaginn 23. febrúar gekk hann heiman frá sér til að hitta bókbindara, kunningja sinn, sem bjó við Hólabraut 19. Ibúð bók- bindarans er á öðru gólfí, og nokkuð brattur stigi upp að ganga. Davíð lauk erind- um sínum og fór. En þegar út kom, varð hann þess var, að hann hafði skilið göngu- staf sinn eftir uppi. Hann fór því aftur inn til að ná í hann. En sú áreynsla varð honum um megn. Þegar niður kom, varð sem drægi úr honum allan mátt, og jafnframt kenndi hann þrautar fyrir brjóstinu. Samt ætlaði hann að ganga heim til Stefáns bróðurson- ar síns, sem bjó þar skammt frá. Hann komst nokkuð áleiðis, en þá var svo af honum dregið, að hann varð að setjast niður á stigaþrep til að hvfla sig. Bflstjóri ók framhjá, stanz- aði við og ók honum svo heim. Höfginn virtist líða frá og engan grunaði neitt. En samt taldi læknir hans ráðlegast, að hann yrði nokkra daga á sjúkrahús- inu sér til hvfldar og hress- ingar, og féllst Davíð á það. En þar stórversnaði honum á þriðja degi, og þar lézt hann eftir viku, sunnudags- morguninn 1. mars.___________ Einar Guðmundsson, Skáldið frá Fagraskógi. Tímans tönn mun seint vinna á því bezta í verkum hans og þar mun skáldið halda áfram að lifa, en um manninn sjálfan, heilindi hans og skefjalausan dreng- skap, eiga samt vinir hans engu síður hugstæða sögu, þó að hún geymist þeim einum. Sjálfur hef ég reynt Davíð að fágætri vinsemd og tryggð, allt frá þeirri stund, er kynni okkar hóf- ust fyrir nokkrum áratug- um, og ætla ég að sú vinátta muni haldast skuggalaust af beggja hálfu unz yfír Iýk- ur.__________________________ Tómas Guðmundsson, Helgafell 1955. Við sem úngir erum kallað- ir í dag, höfum gert okkur misjafnlega títt um verk Davíðs Stefánssonar. Hvað manninum viðvék, var af- spurn þessa svipmikla og geðþekka persónuleika gjarnan í ætt við þjóðsögu. Við kyntumst honum víst fæstir persónulega; ég sem þessar línur skrifar átti við hann einúngis eitt handtak og fáein flýtisorð. En það hefur ekki látið okkur ósnortna hve ys íslenzks þjóðlífs hefur í ríkum mæli verið blandinn sterkum ómi frá hinurn Iátna saungvara; og okkur er ljúft að þakka honum saunginn.______________ Þorsteinn frá Hamri, Þjóðviljinn 8. mars 1964.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.