Alþýðublaðið - 24.02.1995, Síða 8

Alþýðublaðið - 24.02.1995, Síða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 24.-26. FEBRÚAR 1995 Katrín Bjarnadóttir: Sannfærö um að okkur takist að vinna þingsæti fyrir Alþýðuflokkinn. A-mynd:E.ÓI. iðnaðinum hefur verið töluverð vinna undanfarin 4 til 5 ár, en flest verkefnin kláruðust á síðasta ári. Nú er hins vegar fyrirliggjandi stækkun við Litla-Hraun, þannig að það kem- ur eitthvað á móti. Annars er atvinnulííið hér á Sel- fossi mest tengt verslun og þjónustu og á sumrin fjölgar töluvert í kring- um okkur útaf hinni miklu sumar- húsabyggð í nágrenninu. Selfoss er orðinn mikill verslunarbær." Nú hefur Alþýðuflokkurinn ekki átt þingmann í kjördæminu síðastliðið kjörtímabil. Attu von á því að nú verði ráðin bót á því? ,Já, ég er sannfærð um það. Mað- ur heyrir það meira að segja hjá hin- um ílokkunum að þeir telji okkur líkleg til að fá mann kjörinn." Katrín Bjarnadóttir skipar 4. sæti á lista Alþýðuflokksins á Suðurlandi Austurlönd fjær Á hverju ári annast skrifstofa Eimskips í Hamborg flutning á þúsundum gámaein- inga af inn- og útflutningsvöru íslendinga á leið sinni til og frá Austurlöndum fjær. Samstarfsaðilar Eimskips í þessum flutningum eru öflug alþjóðleg flutningafyrirtæki eins og Hapaq-Loyd, Mærsk, Evergreen, K-line og Mitsui. Með því samstarfi tryggir Eimskip viðskiptavinum sínum fyrsta flokks flutningaþjónustu við Austurlönd fjær. Jóhann Tr. Sigurðsson skipar 5. sæti á lista Alþýðuflokksins á Suðurlandi r Islensk ull hlýrri en erlend Katrín Bjarnadóttir, hár- greiðslukona á Selfossi, er í fjórða sætinu á framboðslista Alþýðu- flokksins í Suðurlandskjördæmi fyr- ir næstu Alþingiskosningar. Katrín hefur lengi starfað á vettvangi Al- þýðuflokksins á Selfossi og í kjör- dæminu. Alþýðublaðið hafði sam- band við hana til að ræða við hana um stöðuna, um sóknarfærin, um málefnaáherslur og hina flokkana. Hvernig sýnist þér stemmning- in í flokknum vera, Katrín? „Stemningin er góð, það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn. Nú er allt að fara á fullt í Alþýðu- flokksfélögunum og mikið af ungu fólki komið til starfa, eins og sjá má á efstu sætum framboðslistans." Hvar í kjördæminu er fylgi AI- þýðuflokksins mest? „Flokkurinn á mest fylgi í þéttbýl- isstöðunum." Hvaða málefni eru efst á baugi í kjördæminu? Eru það Evr- ópumálin, atvinnumálin eða eitthvað annað? „Maður heyrir nú ekki mikið rætt um Evrópumálin almennt. Ég held að fólk spái ekki mikið í þau. Atvinnu- málin eru efst á baugi. Staðan er þannig á Selfossi í dag að hér eru um tvöhundruð manns atvinnulausir í 4000 manna byggð. I byggingar- Jóhann Tr. Sigurðsson. framkvæmdastjóri ístex í Hveragerði, er í fimmta sæti framboðslista Alþýðuflokks- ins á Suðurlandi. Hann og fé- lagar hans tóku við þrotabúi Álafoss fyrir fjórum árum og hafa byggt fyrirtæki sitt, ístex, upp af miklum dugnaði bæði í Mosfellsbæ og í Hvera- gerði,en þar er nú rekin ullar- þvottastöð sem skapar um 20 manns atvinnu. Alþýðublaðið hafði samband við Jóhann og átti við hann spjall um stöðu iðnaðarins. Hvernig gengur ullariðn- aðurinn núna? „Ég get nú bara talað fyrir okkar fyrirtæki, ístex, en það hefur gengið allþokkalega. Álafoss varð gjaldþrota árið 1991 og þetta fyrirtæki var stofnað þann I5. október það sama ár. I byrjun var við- skiptatraustið lítið og því tók tíma að vinna það upp. En fyr- irtækiö hefur staðið undir sér og við emm hóflega bjart- sýn.“ Hvernig skiiyrði eru iðn- aðinum sköpuð? „Ef við horfum á það þegar fyrirtækið var stofnað þá hafa skilyrðin batnað undanfarin tvö ár. Vaxtastigið er lágt og verðbólgan er lftil. Hingað til hefur leiðin aðeins legið upp á við þó ávallt megi gera betur í því að skapa iðnaðinum skil- yrði.“ Hver er sérstaða íslenskr- ar ullar í samanburði við er- lenda ull? „Islensk ull er viit og jrckkt víða erlendis. Hún er mun hlýrri en hin erlenada. Svo er það togið og þelið, jtetta er sérstök blanda af ull. Sumir setja það þó fyrir sig hvað hún virðist snörp viðkomu. En það em hlýindin og uppbyggingin sem em hennar aðalsmerki. Gæðin farið sívaxandi. Ef við horfum fimm ár aftur í tímann þá hefur ullin snarbatnað. Bændur vom á sínum tíma hvattir til að rýja í nóvember, en þá er rúið tvisvar á ári því það er einnig gert í febrúar til mars og eftir þetta hafa gæðin snaraukist. I fyrra komu til okkar 420 tonn af nóvember- ull þannig að mikil aukning hefurorðið og umhirðan verð- ur ávallt betri. Það hafa opnast möguleikar til að nýta alla þá ull sem til fellur.“ Er þetta aftur orðin blómleg út- flutningsgrein? „Stórt er spurt. Hún verður aldrei eins stór og hún var á blómatímanum þegar Álafoss og Sambandið vom í þessu en ég hef trú á því að fram- leiðslan fari frekar upp á við þó ekki verði eins og áður.“ Nú hefur Alþýðuflokkurinn far- ið með iðnaðarmálin síðustu ár. Hvað viltu segja um fram- göngu flokksins i þessum mála- flokki? „Ég myndi gefa ráðhenum flokks- ins þokkalega einkunn fyrir sína framgöngu. Jón Sigurðsson var iðn- aðarráðherra þegar ullariðnaðurinn var að syngja sitt síðasta árið I99l. Hann kom að endurreisn fyrirtækja sunnan heiða sem og fyrir norðan. Mín kynni af honum vom góð. Ég held að þeir hafi báðir staðið sig vel í þessu ráðuneyti, hann og Sighvatur Björgvinsson." Telur þú að málflutningur Al- þýðuflokksins hafi hljómgrunn í kjördæminu og hverjar eru líkur á að það takmark náist að vinna þingmann. „Líkumar em alljjokkalegar. Þetta verður harður slagur. Það em hér tvö framboð sem ekki vom síðast, Egg- ert Haukdal og Þjóðvaki, þannig að hér stefnir í harðan slag. Stefna Alþýðuflokksins á sér ágætan hljóm- gmnn. Suðurlandið er landbúnaðar- kjördæmi og Alþýðuflokkurinn er ekki þekktur fyrir að eiga mikinn stuðning bænda, en hér em margir þéttbýlisstaðir og mest af fylginu mun koma þaðan, þó ég sé ekki að segja að flokkurinn sé fylgislaus í sveitum. Menn em bara hóflega bjartsýnir og vonast eiiir góðri niðurstöðu." Þannig að það er hugur í þér? „Alþýðuflokkurmn hefur allt að vinna.“ Jóhann Tr. Sigurðsson: Þetta verður harður slagur en Alþýðuflokkurinn hefur allt að vinna. A-mynd: E.ói. Atvinnumálin eru efstábaugi „Vanti þig ráðgjöf og vandaða flutningsmiðlunarþjónustu vegna flutninga til og frá Austurlöndum fjær skaltu hafa samband við Eimskip." Eimskip býður viðskiptavinum upp á heildarlausnir í flutninga- þjónustu, inn- og útflutning, vöruhúsaþjónustu, innanlands- flutninga, framhaldsflutninga og forflutninga erlendis. Hjörtur Hjartar, forstöðumaður í Hamborg EIMSKIP Sími 569 71 00 • Fax 569 71 79 Netfang: mottaka@eimskip.is

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.