Alþýðublaðið - 01.05.1996, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 01.05.1996, Qupperneq 15
„Bjóst ég þá til að snúa inn í stofuna á ný, en þá gaf Högni þessa skipun: „Bjartur, hrintu hon- um út!" Fékk ég þá hrindingu að aftan frá, og komst þannig að raun um að þar hafði verið settur maður að baki mér til þessa starfa." Bar ég nú hönd fyrir höfuð mér eftir mætti og reyndi að losa mig af þeim, er gerðust til að halda mér, er út kom. Urðu þar ryskingar nokkrar, og tók ég þar votta að því, að ég væri með ofbeldi fluttur burt. Nefndi ég þar sérstaklega til Pétur Sigurðsson. Spyrnti ég við fótum alla leið út götuna og er á brjótinn kom, var mér hótað því, að mér yrði kastað í sjóinn, ef ég sýndi mótþróa. Var mér síðan hrint niður í bátinn og var það nokkurt fall. Var síðan haldið af stað og mér haldið, meðan farið var frá brjótnum. Bilaði (stöðvaðist) síðan vélin í Ölvi, en svo hét báturinn, og var þá eftir árangurslausar til- raunir til að fá hana í lag, komið með annan bát og var ég tekinn af tveimur mönnum og settur (eftir nokkrar stimpingar) yfir í hinn bát- inn. Að öðru leyti var mér engin áreitni sýnd á leiðinni. Er báturinn var svo bundinn við Norðurtangabryggju (á ísafirði) kom lögregluþjónninn, Jón Finns- son, yfir í bátinn og lýsti því yfir að bátverjar væru teknir fastir. Fylgdum við síðan lögregluþjónin- um upp í fangahús. Gagnsókn frá ísafirði Þegar fréttist af handtöku Hanni- bals og flutningnum til ísafjarðar var verið að halda fund í sjó- mannafélaginu þar. Fjölmenntu sjómannafélagsmenn niður á bryggju og fóru auk þess út á bát til að tryggja að bátverjar sem höfðu Hannibal í haldi gengju ekki úr greipum lögreglunnar. Var þeim sýnd róleg og þegjandi lítilsvirðing og voru síðan sem fyrr og segir fluttir í fangahúsið. Þar sem sýslu- maður var ekki í bænum þegar þetta gerðist var þeim þó fljótlega sleppt. Klukkan níu þetta sama kvöld héldu svo ísfirðingar með Hanni- bal í broddi fylkingar til Bolungar- víkur á vélskipinu Gunnbirni. Voru alls um fjörutíu manns á skipinu og var jafnvel búist við mótspyrnu í Bolungarvík, en til þess kom ekki. Jóhannes Teitsson oddviti kom þó niður á bryggju og bað menn að halda ekki fund vegna æsinga, en bátverjar fullyrtu að þeir væru hinir rólegustu og hófst fundur um málið klukkan tíu í Góðtemplarahúsinu. Fundurinn stóð til að ganga þrjú um nóttina og urðu umræður mjög heitar, þótt allt færi friðsamlega fram. Af hálfu verkalýðssinna töl- uðu meðal annarra Hannibal, séra Páll Sigurðsson og Guðmundur G. Hagalín, en Jóhannes Teitsson oddviti og Halldór Kristinsson læknir voru meðal þeirra sem héldu uppi vörnum fyrir atvinnu- rekendur. Urðu þeir að láta í minni pokann, þótt þeir viðurkenndu það ekki þar og þá. Fundur þessi hafði mikil áhrif á almenningsálitið í þorpinu, enda segir Hannibal að málstaðurl at- vinnurekenda - og einkum þeirra Bjarna og Högna - hafi veriðlill- verjandi þar sem kaupið í Bolulng- arvík hafi verið mun lægra en gerðist annars staðar á Vestfjörð- um og var þó hvergi hátt. Blaðið Skutull á ísafirði nefndi sem dæmi um ranglætið að kvennakaupið á ísafirði hafi verið farið að slaga upp í karlakaupið í Bolungarvík! Hér verður þessi deila ekki rakin nánar, en lyktir urðu þær að félag þeirra Högna og Bjarna gekk að kröfum verkalýðsfélagsins eftir töluvert stapp og var afgreiðslu- banni þá létt af því. Vestfjarða- sambandið tók málið að lokum að sér og samdi við félag þeirra tví- menninga. Var þetta fyrsti stórsig- ur verkafólks í Bolungarvík og örvaði það náttúrlega mjög til frekari átaka og ekki urðu þessir atburðir síður Hannibal Valdimars- syni til mikils frægðarauka. ■ Þjóðhátíðamefnd Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboðum í atriði sem flutt yrðu á 17. júní í ár. Um er að ræða leikþætti, tónlistarflutning og skemmtiatriði fyrir börn og fullorðna. Skemmtidagskrá mun standa í miðbænum kl. 14.00 - 17.30 og 20.00 - 01.00. Umsóknum skal skila fyrir 10\ maí á skrifstofu ÍTR Fríkirkjuvegi 11, á eyðublöðum sem þar fást. Nánari upplýsingar í síma 562 2215. Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur. íþrótta- og tómstundaráð.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.