Alþýðublaðið - 19.07.1996, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 19.07.1996, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Jón sést hér afhenda Ólafi G. Ein- arssyni, forseta Alþingis, og Páli Péturssyni, félagsmálaráðherra, mótmælaskjal ASÍ gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar um stéttarfélög og vinnudeilur. réttindi fólks á vinnustöðum. Þessar túlkanir koma frá Vinnuveitendasam- bandinu og Vinnumálasambandinu. Sífellt meiri tími þeirra sem eru í for- svari fyrir verkalýðsfélög fer í þessa glímu. “ Hvert finnst þér stefna í þjóðfélag- inu? „Það er ekki að öllu leyti gæfulegt hvert stefnir. En af því ég vil ekki vera neikvæður nefni ég það jákvæða fyrst. Um þessar mundir virðist vera að birta til efnahagslega sem ætti að leiða af sér betri afkomu fólks. Það sem er kannski ógæfulegt er hvað stjómvöld virðast hafa gengið einhuga til liðs með atvinnurekendum og styðja harð- ar túlkanir þeirra. Ég er vitanlega að vísa í yfirstaðin átök um vinnulög- gjöfina. Það sem ætla má að sé ffam- undan í þeim málum er mjög kvíð- vænlegt og ógæfulegt.” Efemía Björnsdóttir: Undimneðvit- undin vildi Sauðárkrók Ein af íbúum Sauðárkróks er Efem- ía Björnsdóttir. Efemía er ekki með algengari nöfnum og blaðamanni Al- þýðublaðsins lék forvitni á að vita hvort einhver saga væri á bak við nafnið. „Nei, reyndar ekki. Ég er sú eina í minni fjölskyldu sem ber þetta nafn,“ sagði Éfemía, sem vinnur við bókhald hjá Kaupfélaginu á Sauðár- króki. „Það er varla hægt að segja nafnið sé algengt hér, en ég held samt að það séu tvær eða þrjár Efemíur á Sauðárkróki, þannig að nafnið er þekkt; ætli það komi ekki frá Vest- fjörðum. Ég bjó einu sinni í Reykja- vík, en þar var frekar erfitt að heita þessu nafni, því fáir höfðu heyrt það áður, og ég þurfti sí og æ að stafa það ofan í fólk. Einhvem tímann var ég ekki alltof ánægð með að heita Efem- ía - vilja ekki allar litlar stelpur ein- hvem tímann heita Anna eða Rósa? En ég er lukkuleg með það í dag.“ Efemía er fædd í Húnavatnssýsl- unni árið 1958, en fluttist til Reykja- víkur ellefu ára. „En sjálfsagt var það alltaf draumurinn í undirmeðvitund- inni að flytja á Sauðárkrók," segir Ef- emía. Ég flutti hingað fyrir rúmum tólf árum, er hæstánægð og langar ekkert til þess að flytja suður aftur. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað það er notalegt að búa hérna. Við höfum allt til alls: náttúran er dá- samleg og fólkið gott. Það er ekkert sem maður þarf að sækja annað; hvorki læknaþjónustu né nokkuð ann- að og hér em ágætis atvinnumöguleik- ar. Eg er útaf fyrir mig á Sauðárkróki; fjölskyldan er eiginlega öll á Suður- jan«jlinu. ,En hér er ég alsæl ojj hér vil ég verá. Menningarlegt fiskeldi á Sauðárkróki Barri erþað sem þjóðin þarf - segir sjávarlíffræðingurinn Guð- mundurÖrn Ingólfsson A Sauðárkróki er verið að ala ftska frá Montpellier í Suður-Frakklandi. Fiskeldisfyrirtækið Máki hf. hefur verið að rækta hlýsjávarfiskinn barra í nokkur ár og í náinni framtíð verður barrinn markaðsettur. „Fyrirtækið hef- ur verið til í kollinum á mér í fimmtán ár, en varð að veruleika fyrir fjómm ámm,“ segir Guðmundur Öm í sam- tali við Alþýðublaðið. „Kjami málsins er náin samvinna við franska vísinda- menn í Montpellier. Við emm að þróa eldistækni sem gerir mögulegt að ala hvaða tegund af fiski sem er hér á Is- landi. Barrinn sem við ræktum þarf 20 til 24 stiga hita, hann er því tilrauna- dýrið. Við emm búnir að sanna mjög rækilega að þetta fiskeldi er mögulegt og gengur mjög vel upp í íslenskri náttúm. En áður en hægt er að segja að takmarkinu hafi verið náð þurfum við að sjá hvernig gengur að reka stóra fiskeldisstöð og koma afurðum á markað. Innan nokkurra mánaða verð- um við tilbúnir með markaðsvöru. Samvinna við franska vísindamenn var fyrsta stigið, samvinnan við Evr- ópubandalagið er annað stigið. Marg- umtalaður 60 milljóna styrkur frá Evr- ópubandalaginu snýst um að þróa hreinsibúnað á sjó; við seldum þeim hugvit." Nýr kapítuli í íslenskri fiskeldis- sögu? „Veitir af? Ég legg mjög ólíkar áherslur en aðrir íslenskir fiskeldis- menn hafa gert. Ég fer allt aðra leið. Ef þetta gengur upp er það stórt skref fyrir íslenska menningu. Það skiptir mig miklu máli. En auðvitað er það ekki einvörðungu menningarlegi þátt- urinn sem rekur okkur áfram; á bak við ákvörðunina um að ala barra liggja fjórar arðsemiskannanir. Menn við Háskóla íslands eru búnir að liggja yfir fræðunum, og niðurstaðan var sú að barrinn væri hagkvæmastur. Hann er góður eldisfiskur, vex hratt og þar fram eftir götunum, og er sú tegund sem Evrópubúum líkar best og borga mest fyrir. Þetta er lúxusfiskur." Hvurslags fiskur er þetta, bragðast hann likt einhverjum fisk sem maður þekkir? „Þetta er heimskulegasta spuming sem ég veit; það er ekki hægt að út- skýra bragð; bragð er huglægt. Það er mánuður þangað til fólk fær að bragða á barranum og það verður bara að bíða. Ég tel það menningarlegt spurs- mál hvemig þjóðin tekur þessum fisk. Ég held að íslenska þjóðin þurfi á því að halda að smakka barra - en hún verður auðvitað að gera það upp við sig hvemig hún ætlar að bregðast við. Ég held að þessi þjóð hafi. svipað við- horf til barrans og Evrópubandalags- ins; það sem hún ekki þekkir er hún dauðhrædd við.“ Meinarðu að Islendingar þurfi að kynna sér barrann og Evrópubanda- lagið? „Ég held að þjóðin þurfi að hugsa sig vel um; það væri upplagt eftir góða barramáltíð. Það er oft talað um barrann sem furðufisk - en það er ekk- ert furðulegt við hann nema það að hann er ekki veiddur hér við land. Og það er ekkert furðulegt við það.“ Ertu fœddur og uppalinn ú Sauðar- króki? „Ég ólst hér upp en var svo í burtu í átján ár, en æ hvað það er gott að vera kominn aftur. Hér ríkir einhver svo einlæg manngæska. Ég bjó í Dan- mörku allan síðasta áratug, en er al- sæll með að vera kominn aftur í hjartahlýjuna á Sauðárkróki. Lífið er mjög þægilegt í alla staði og bærinn er í þægilegri fjarlægð frá Reykjavík - þangað er ágætt að koma í einn, kannski tvo daga, en þá er ég líka bú- inn að fá mig fullsaddan. Ég vil búa í almennilegu þorpi, en nenni ekki að búa í stóm þorpi. Annaðhvort á maður að búa í alvöm stórborg eða í alvöru þorpi. Ég á það til að gefa svona yfir- lýsingar og Reykvíkingar verða oft mjög sárir, þeir kunna illa við að vera kallaðir þorparar. Eru ánægðir með sitt og hæstánægðir með að vera allir heimsfrægir í höfuðborginni. Það kom mér skemmtilega á óvart hvað það var gott að koma aftur á Sauðárkrók - þegar maður hefur alist einhvers staðar upp og kemur aftur eftir átján ár, þá getur maður ekki ver- ið viss um að hlutimir gangi upp. Það er eins með barrann; það er ómögulegt að sjá fyrir hvort dæmið gengur upp. En mikið er alltaf gott að upplifa það að draumur rætist." Björn Mikaelsson yfirlögreglu- þjónn ræðir í samtali við Alþýðu- bladid um krimmasnauðan Sauð- árkrók Hérerlítiðaf krímmum -segir Björn, „við látum ykkur fá þá." Eru margir bófar d Sauðdrkróki? „Nei, sem betur fer ekki,“ segir Bjöm Mikaelsson yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki. Bjöm hefur verið í lög- reglunni í tutmgu og tjögur ár, þar af yfirlögregluþjónn í þrettán ár. „Starfið reynir meira á andlegu heldur en líkamlegu hliðina. Um helg- ar er náttúrlega oft eitthvað tuskast í kringum böll og dansleiki, en andlega álagið er hálfu verra. Það alversta sem lögreglumenn lenda í er að horfa uppá slys á bömum og unglingum. Ég á sem betur fer létt með að vinna á móti andlegu álagi, hef mörg áhuga- mál, geri mikið af því að hnýta flugur og er mikið á hestbaki. Það er nauð- synlegt að geta dreift huganum.“ Eru Skagfirðingar löghlýðið fólk upp til hópa? ,JHér er lítið af krimmum. Enda erf- itt að vera krimmi á svona litlum stað - og svo emm við lögreglumennimir náttúrlega eldklárir. Þefum allt uppi. Strákapeyjar, sem em að fikta við eitt- hvað misjafnt, þrífast ekki á litlum stöðum. Hér er ekkert rými fyrir mis- indismenn. Þeir flýja suður á bóginn í athafnafrelsið - við látum ykkur fá þá! Hefurðu aldrei séð eftir því að hafa farið út íþetta starf? ,JSIei, en ég hef oft orðið þreyttur og spurt sjálfan sig: „Af hverju valdi ég þetta starf?" En ég hafði áhuga á sín- um tíma, byijaði í lögreglunni 22 ára gamall, og það var enginn sem ýtti mér út í það, ég valdi mér leiðina sjálfur. Gott ef menn reyndu ekki heldur að draga úr mér! Langafi minn var reyndar fyrsti lögreglumaðurinn á Akureyri, svo kannski á ég ekki langt að sækja þetta. Ég er Eyfirðingur, fæddur á Dalvík, var á Akureyri í ellefu ár áður en ég kom hingað. Okkur líkar mjög vel hér á Sauðárkróki. Samfélagið er mátu- lega stórt, hér er gott að ala upp böm, við höfum ágætis heilsugæslu, krakk- arnir geta lokið stúdentsprófi hér í bænum. Það er stutt í menninguna - eða ómenninguna - stutt til Akureyrar og þægilegt að komast til Reykjavík- ur. Er hægt að biðja um nokkuð betra, þegar maður er auk þess ánægður með starfið og hefur tækifæri til að sinna áhugamálum sínum? Hér er allt til alls.“ Björn Mikaelsson: Það er erfitt að vera krimmi á svona litlum stað - og svo erum við lögreglumennirnir náttúriega eldklárir. Þefum allt uppi. Heimilisfeng Baejarféjag Kennitala Ég óska eftjr að greiða með grejðslukorti númer:___________________ _______________________________ gíróseðli ; - 7,7 - ~~ ~~rr tjtíT ~~r r~ r t - j i t - - - - r.nr T<~ ~~u ~rj~ t~~ ~m3r rrr T,.n -T'T ~ ~ js.~ ~r~ --.- Aðeins 950 krónur á mánuði Hringdu eða sendu okkur línu eða símbréf Ég óska eftir að gerast áskrifandi að Alþýðublaðinu Nafn

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.