Vísir - 05.01.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 05.01.1976, Blaðsíða 7
VISIR Mánudagur 5. janúar 1976. c—........ Umsjón: Guðmundur Pétursson ) Þessi loftmynd var tekin á Römeyju, þar sem fiskibátar brotnuðu I ofviðrinu og brúin, sem tengdi áöur eyjuna við meginlandið, cyði- lagðist. Sést hvernig öldurnar hafa skolað einum fiskibátnum upp á hafnargaröinn, annar er sokkinn rétt hjá. Geta menn af þvi I- myndað sér hvernig veðrið hefur verið. OFSAVEÐUR OG FLÓD Á MEGINLANDINU... Brimbrjótar molnuðu í Hull, sjór flœddi um götur í Hamborg og raflínur slitnuðu, meðan tré rifnuðu upp með rótum í veðurofsanum fyrir helgi Björgunarsveitir leit- uðu í gærdag týndra sjó- manna og störfuðu við að styrkja flóðavarnir hér og hvar í norðvestur Evrópu eftir eitt versta veður sem gengið hefur yfir þennan heimshluta um árabil. Stormurinn ýfði upp stórsjó við austurströnd Englands, og hefur ekki annað eins veður geisað þar siðan 1947. öldu- brjótar og hafnarmannvirki molnuðu niður undan briminu og flæddi viða upp á land. — Höfnin i Hull skemmdist illa og stór hluti Norfolk lenti undir vatni. Saknað er áhafnar af 617 lesta togara frá Austur-Þýskalandi, sem sökk i veðrinu undan strönd Hollands. Leitað var ellefu manna áhafnar þess af sjó og i lofti, en það var talið, að hún hafi komist i gúmbjörgunarbát- ana. Á vesturströnd Jótlands staf- aði sumum þorpunum mikil hætta af flóðum, og var fólk viða flutt burt af mestu hættu- svæðunum. Ferjuhöfn tiu km sunnan við Kaupmannahöfn fór i kaf. Flóð varð i bátasikjunum milli Brussel og Antwerpen og 2,5 metra djúpt vatn lagðist yfir götur i belgiska bænum Ruis- bröck. 800 hús hafa skemmst i flóðunum af 1300 húsum þessa bæjar, og varð að bjarga ibúum margra húsa um borð i báta. Viða i álfunni hafa rafmagns- linur slitnað i hamförunum, tré hafa brotnað, bilar farið út af vegum, og er talið að alls hafi 34 farist i þessum veðurofsa. 1 gærmorgun hægði og var þá tækifærið notað til þess að styrkja flóðavarnir og bjarga þvi sem bjargað varð. 1 Vestur-Þýskalandi störfuðu hermenn við að hlaða upp sand- pokum i flóðgarða við strendur. 1 Hamborg flæddi sjór inn á göt- ur og svipað skeði i minni bæj- um. A dönsku eyjunni Röm skolaði einni brúnni burt og bæjarráðs- húsið hrundi en fjöldi fiskibáta brotnaði. 1 Austurriki komst vindhrað- inn upp i 110 km á klukkustund og sleit upp tré með rótum. 1 Neunkirchen skammt sunnan við Vinarborg fauk þak af 200 ára gamalli kirkju. Pólitískir útlagar snúa heim til Perú Fernando Belaunde Terry, síð- astur af forsetum Chile sem kom úr rööum óbreyttra borgara, hef- ur nú snúið heim eftir sjö ára út- legö. Um Belaunde Terry stóð á sin- um tima mikill styrr, þótt siðan hafi litið á honum borið. Perú- blöðin kölluðu hann föðurlands- svikara, en stuðningsmenn hans bera hann á gullstól. Honum var vel fagnað á flug- vellinum i Lima þegar hann kom þangað i gær. Um 2,000 manns höfðu safnast þar saman til að taka á móti honum. — Um 300 lög- reglumenn voru til taks á flug- vellinum, en ekki kom til þeirra kasta. Belaunde Terry flutti stutta tölu á flugvellinum og sagði stuðningsmönnum sinum að Perú yrði að stjórna eftir niðurstöðum ráðgefandi kosninga. — Er þetta i fyrsta skipti i sjö ár sem hann kemur fram opinberlega i Perú. Móttökur dagblaðanna voru kaldari en þær sem hinn 63 ára gamli Terry hlaut á flugvellinum. „Svikarinn snýr aftur til Perú” var ein fyrirsögnin og annað var i anda þess. Blöðin rifjuðu upp samning sem stjórn Belaunde undirritaði 1968 við bandariska oliufélagið IPC, en herinn kallaði það á sinum tima landsölu. — Sá samningur varð Belaunde að falli, en hann hafði einmitt sama ár unnið for- setakosningarnar. Herinn gerði uppreisn, Juan Velasco Alvarado hershöfðingi sölsaði undir sig völdin, bannaði stjórnmálaflokk Belaundes og gerði framámenn flokksins útlæga. Alvarado var bylt i ágúst i haust og eftirmaður hans, Francisco Morales Ber- mudez hershöfðingi gaf pólitisk- um útlögum upp sakir. Bermudez hefur sýnt meira frjálslyndi en fyrirrennari hans, aflétti bönnum á starfsemi stjórnarandstöðu- flokka, en hefur látið á sér skilja að hann vilji ekki almennar kosn- ingar fyrst um sinn. Umferðar- slys í Japan Dauðaslysum i umferðinni i Japan fækkaði á siðasta ári um 640, en 10,792 fórust samt. A fyrstu þrem dögum þessa árs létu 102 lifið á vegunum, þannig að nýja árið byrjar ekki vel. En gamla árið byrj- aði heldur ekki vel hjá Japön- um, þvi að á þrem fyrstu dögunum i fyrra fórust 119. Breskir leikarar styðja andófsmenn í Sovétríkjunum Framtíð CONCORDE róðin ó nœstu vikum Sett var á svið i Lundúnaleik- húsi I gær sérstök skemmtidag- skrá til stuðnings kröfum um að einn af helstu andófsmönnum Sovétrikjanna verði látinn laus. Ýmsir fremstu leikarar og listamenn breta stóðu að flutningi tveggja leikrita og upplestri á verkum sovéskra listamanna i „Young Vic-leikhúsinu”. Þar bar hæst leikritið „Réttar- höldin yfir Vladimir Bukovsky” sem er byggt á raunverulegum atburðum og var smyglað til Vesturlanda á sinum tima. En það er einmitt Bukovsky sem nýt- ur stuðnings bresku listamann- anna. — Annað leikrit „Aust- ur-vestur” eftir andófsskáldið Andrei Amalrik var einnig flutt i gærkvöldi. Bukovsky (33 ára) hefur verið handtekinn mörgum sinnum sið- an 1963, þegar hann var fyrst úr- skurðaður i geðsjúkrahús eftir að fannst i fórum hans bók eftir júgóslavneska höfundinn Milovan Djilas. Siðar var hann dæmdur i nokkurra ára fangelsi fyrir þátt- töku i mótmælaaðgerðum til stuðnirfgs öðrum andófsmönnum i fangelsum. 1971 var hann dæmd- ur fyrir ni'ð og áróður gegn Sovét- stjórninni. Hlaut hann tveggja ára fangelsi, fimm ára þræla- vinnu og fimm ára útlegð frá Moskvu, rétt eins og skáldbróðir hans, Amalrik. Timaritið „Newsweek” birtir einmitt i gær viðtal við Andrei Amalrik, þar sem Amalrik spáir þvi að næsta kynslóð valdamanna i Kreml verði frjálslyndari en þeir sem nú stjórna. „Sú kynslóð sem nú er við völd klifraði upp á toppinn eftir hreinsanir Stalins. Sú staðreynd, að þeir eru flestir gamlir orðnir og hljóta senn að falla frá felur i sér vonir fyrir landið,” segir Amalrik. „Þvi að næsta kynslóð er uppal- in á Krúsjeff-timanum, þegar Stalin var afneitað,” bætir hann við. Fréttamenn Newsweek bæta þvi við viðtalið, að hálfri klukku- stundu eftir að Amalrik hafi rætt við þá, fékk hann heimsókn lög- reglumanna, sem yfirheyröu hann i sjö klukkustundir og létu geðlæknitala yfir hausamótunum á honum um miðnæturbil. Amalrik var látinn laus i mai i sumar eftir 5 ára fangelsi og Siberluvist, en fær ekki að búa i Moskvu, þótt hann fái stöku sinn- •um að fara þangað i heimsókn. Framtið Concorde-þotunnar á flugleiðum I Bandarikjunum verður ráöin i þessum mánuði, þvi að i dag hefjast umræður hjá samgöngumálaráðuneytinu bandariska um kosti og galla þot- unnar. Andstæðingar Concorde, sem telja hávaðann frá vélinni óþol- andi. munu annarsvegar leggja Ljósmynd B.G. fyrir ráðuneytið þá annmarka, sem þeir telja vera á þvi, að leyfa Concorde lendingar i framtiðinni á bandariskum flugvöllum. En framleiðendur vélarinnar, bretar og frakkar, munu jafn ákaft sækja það, að henni verði veitt flugleyfi. Þeir fara fram á, að hún fái að fljóta fjórum sinnum á dag frá Kennedyflugvelli i New York og tvisvar á dag frá Dullesflug- velli við Washington. William Coleman, samgöngu- málaráöherra, hefur lofað að segja af eða á innan mánaðar. En mikið er i húfi fyrir framleiðend- ur Concorde og flugfélögin, sem ætla að nota þotuna. Fái hún ekki að lenda i Bandarikjunum er flugvélin úr leik i kapphlaupinu á ábatasömustu farþegaleiðinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.