Vísir - 05.01.1976, Blaðsíða 17

Vísir - 05.01.1976, Blaðsíða 17
VISIR Mánudagur 5. janúar 1976. c 17 D Sjónvarp kl. 21.55: Litli, svarti sauðurinn Náttúrubarnið í sið- menningunni er boðskap- ur breska sjónvarpsleik- ritsins í kvöld. Það er byggt á þætti úr sjálfs- ævisögu Rudyards Kipl- ings. Segir það frá sex ára gömlum dreng. sem flyst með foreldrum sinum frá Indlandi til Englands. Þar er honum komið fyrir á heimavistarskóla og lendir þar i útistöðum við Rósu frænku. Hún skilur ekki þann mun, sem erá siðvenjum þess lands, sem hann kemur frá og hins „siðmennt- aða heims”. Hún tekur kurteis- isvenjur hans sem hortugheit og l'rjótt imyndunarafl hans sem lygi- Kipling er áreiðanlega mörg- um kunnur hér, eða hvaða upp- kominn maður kannast ekki við sögur hans um Mowgli, litla drenginn sem ólst upp meðal dýra merkurinnar. úr bók hans Dýrheimar, og bókina Nýir dýr- heimar. Fleiri bækur hans hafa og komið út i islenskri þýðingu. —VS Sjónvarp kl. 21.05: Kynslóðir koma kynslóðir fara Vegferð mannkynsins heldur áfram í kvöld. Þessi f ræðslumynda- flokkur um upphaf og þróun mannkynsins hef ur öðlast miklar vinsældir enda mjög fræðandi og sérlega vql gerður. Erfðafræðinni verður gerð skil i kvöld. Hefur sögumaður ferð sina i Vin og segir frá Mendel og erfðafræðilegum rannsóknum hans á litningum og þýðingu þeirra i allri liffræði- legri uppbyggingu. Leiddu rannsóknir hans til þess að hann setti fram erfðafræðilögmál sem kennt er við hann. Rekur sögumaður nú þróun- ina áfram og getur á leið sinni tveggja frægra nútima erfða- fræðinga. Þeir eru James Wat- son og Frances Crick. Frægir eru þeir fyrir að leysa gátuna um kjaransýrurnar — venju- lega nefndar DNA-sýrurnar. —VS Utvarp, kl. 20.30: ## Býflugan ## ,,Býflugan" heitir saga sem lesin verður upp í út- varpinu í kvöld. Þetta er smásaga eftir Valdísi Öskarsdóttur. Valdis hefur áður látið frá sér fara nokkrar smásögur, sem meðal annars hafa birst i Þjóð- viljanum og Vikunni. Hún er annar höfundur bókar- innar „Rauði svifnökkvinn” sem kom út rétt fyrir jólin, og Valdis er þekkt fyrir ljósmyndir sinar. Þórhallur Sigurðsson leikari les söguna i útvarpinu i kvöld, en hún hefst klukkan hálf niu. -E.\ Eitt get ég þó verið viss um. Konan mín saknar strax sjön- varpsins þótt hún sakni mín ekkert. WS5 — Réttu mér kortið yfir Sahara, Ilildur. /4-75 c=- ^s_ MANUDAGUR 5. janúar 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Kreutzersóna tan” eft ir Leo Tolstoj. Sveinn Sigurðs- son þýddi. Árni Blandon Einarsson byrjar lesturinn. 15.00 Miðdegistónleikar. Hljómsveit Tónlistarhá- skólans i Paris leikur „Spunaljóð Omfele”, hljómsveitarverk op. 31 eftir Camille Saint-Saens, Jean Martinon stj. John Williams leikur ásamt fé- lögum úr Filadelfiuhljóm- sveitinni „Concierto de Aranjuez”, tónverk fyrir gitar og hljómsveit eftir Joaquin Rodrigo, Eugene Ormandy stjórnar/ Con- certgebouwhljómsveitin i Amsterdam leikur „Gæsa- mömmu”, ballettsvitu eftir Maurice Ravel, Bernard Haitink stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.10 Tónlistartlmi barnanna. Egill Friðleifsson sér um timann. 17.30 Að tafli. Friðrik Ólafs- son fjallar um bókina „Hvernig ég varð heims- meistari” effir Michael Tal. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréltaauki. Til- kynningar. 19.35 Ilaglegt mál.Guðni Kol- beinsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Andrés Kristjánsson fræðslustjóri talar. 20.00 Mánudagslögin. 20.30 „Býflugan”. smásaga eftir V'aldisi óskarsdóttur. Þórhallur Sigurðsson leik- ari les. 20.50 Frá tónlistarhátiðinni i Schwetzingen sl. sumar. David Lively leikur á pianó. a. Pianósónata i h-moll eftir Franz Liszt. b. Tilbrigði fyrir pianó eftir Aaron Cop- land. 21.30 tJtvarpssagan: „Morgunn”, annar hluti Jó- hanns Kristófers eftir Ronmin Rolland i þýðingu Þórarins Björnssonar. Anna Kristin Arngrimsdóttir leik- kona byrjar lesturinn. 22,00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Myndlist- arþáttur i umsjá Þóru Kristjánsdóttur. 22.50 llljómplötusafnið i um- sjá Gunnars Guðmundsson- ar. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MANUDAGUR 5. janúar 1976 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 iþróttir. Umsjónarmað- ur ómar Ragnarsson. 21.05 Vegferð mannkynsins. Fræðslumynd um upphaf og þróunarsögu mannkynsins. 12 þáttur. Kynslóðir fara — kynslóðir koma.Þýðandi og þulur óskar Ingimarsson. 21.55 Litli. svarti sauðurinn. Breskt s jónvarpsleikrit. byggt á þætti úr sjálfsævi- sögu Rudyards Kiplings. Leikstjóri er Mike Newell. en aðalhlutverk leika Max Harris, Gillian Hawser og Paul Freeman. Sex ára gamall drengur flvst með foreldrum sinum frá Ind- landi til Englands. Siðan er honum skyndilega komið fvrir hjá vandalausum. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 22.50 Ilagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.