Vísir - 05.01.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 05.01.1976, Blaðsíða 1
 Ofnarnir springa hjá Seltirnmgum — Orsakir ókunnar, segir Sigurgeir Sigurðsson bœjarstjóri N J KAUPSKIP í TAUGA- STRÍÐIÐ GEGN BRETUM? Af hreinni tilviljun komu tvö islensk kaupskip að miklu gagni i taugastriðinu gegn bretum á miðunum um helgina. Vegna þessa óvænta liðs- auka hefur sú spurning vaknað, hvort ekki sé rétt að gera það að fastri reglu að islensk skip sigli i gegn um togarahópinn, svo bretarnir hafi varla undan að hifa inn trollin, og fari að lokum á taugum. ORKUMALASTJORI: Bjartsýnn ó að nœg orka fóist fyrir Kröf luvirkjun í haust „Allt bendir til þess að orkan i Kröflu sé næg fyrir virkjunina. Fyrir því er ekki hægt að gefa neina tryggingu. En það er ekki ástæða til svart- sýni.' Þannig komst Jakob Björnsson, orkumála- stjóri, að orði í samtali við Vísi i morgun. „Það er almenn vitneskja þeirra sem vinna að jarðborun- um að ekki er hægt að segja fyrirfram hvað borhola gefur mikla orku. Það er öðruvjsi en t.d. með vatnsaflsstöð, þar sem hægt er að segja jafnskjótt og byggingarframkvæmdum lýk- ur, hve mikil orka fæst. Við getum ekki nefnt neina dagsetningu á þvi hvenær næg orka fæst fyrir 30 megawatta orku, en allar horfur eru á þvi að það mikil orka fáist i haust að nægi.” Jakob var spurður að þvi, hver ástæða væri fyrir hinum mikla flýti við virkjunarfram- kvæmdir við Kröflu: „Ástæða þess að svona er staðið að, er ástandið i raforku- málum á Norðurlandi. Ef það hefði veriðskaplegra hefði verið öðruvisi að staðið.” — EKG ,,Ég hef ekki athugað þessa hugmynd. En ef af henni ætti að verða, þyrftu þessar ráðstafanir að vera formlegar. Skipin gætu orðið fyrir óþægindum og tjóni, og hver á þá að borga? Svona ráðstafanir gætu einnig komið niður á áhöfnum islenskra skipa i Bretlandi. Það er ekki hægt að einfalda þetta mál,” sagði Pét- ur. Beiðni verður að koma frá æðri stöðum j'i „Þetta er athyglisver| hug- mynd,” sagði Guðjón Teltsson, forstjóri Skipaútgerðarindar og hló við, þegar Visir bar undir hann hugmyndina. j „Að visu eru bresku tógar- arnir nokkuð langt fr$ íandi miðað við ieiðir strarýiferða- skipanr.a. Skipin gangajum 11 milur, þannig að það ta^ki þau svona 4 til 5 tima að sigla áð tog- urunum. En ég held það þyrfti að gerast i myrkri, þvi að að degi til er óliklegt að þeir láti plata sig. Ef strandferðaskipin sigla með fullu álagi, eyða þau oliu fyrir 10 til 12 þúsund krónur á klukkutimann,” sagði Guðjón. Hann sagði að áætlun strand- ferðaskipanna væri nokkuð þröng, svo ef til kæmi, þyrfti að breyta henni eitthvað. Giðjón Teitsson sagði það þó hæpið að þessi hugmynd yrði tekin upp hjá Skipaútgerðinni ef beiðni kæmi ekki um það frá æðristöðum. — ÓH Fjallfoss var á austurleið til útlanda, og sigldi gegnum tog- arahópinn. Þegar skipið kom að i myrkri, hifðu allir togararnir vörpurnar. Þeim létti þegar i ljós kom að þarna var bara kaupskip á ferð. Þess vegna voru þeir ekki eins varir um sig, þegar annað kaupskip birtist i kjölfar Fjallfoss. En þarna var þá Ægir á ferð, með samskonar ljós og um kaupskip væri að ræða. Árangurinn varð svo sá að Ægir náði að klippa á togvira tveggja breskra togara. Jökulfell var einnig á ferð fyrir Austurlandi um helgina. Skipið var að reyna að komast inn á hafnir þar, en gekk illa vegna veðurs. Ferðir skipsins ollu bretunum miklum áhyggj- um. Hvað endast taugar breta lengi? Úrslit striðsins á miðunum velta mikið á hverra taugar reynast sterkari. Ef ferðir is- lenskra skipa á miðunum hafa slæm áhrif á taugar bretanna, hlýtur það að koma að gagni að skipin sigli þar sem oftast um. Visir bar það undir Pétur Sig- urðsson forstjóra Landhelgis- gæslunnar hvort einhver grund- völlur væri fýrir þessari hug- mynd. „Við höfum aldrei beðið aðra um að taka að sér löggæslustörf. Þetta væri eins og lögreglan bæði annað fólk að taka að sér ó- róaseggi,” sagði Pétur. Dr. Kristjón Eldjórn: Yfirlýsingar að vœnta vegna forsetakjörs í sumar Athygli vakti að forseti Is- lands gat þess ekki i áramóta- ávarpi sinu hvort hann mundi gefa kost á sér til forsetakjörs á þessu ári, en eins og kunnugt er þá rennur kjörtimabil hans út á miðju sumri. Vísir hafði samband við dr. Kristján Eldjárn i morgun og innti hann eftir þvi hvort hann yrði i framboði. Hann kvaðst mundu gefa út yfirlýsingu um það á næstunni og þvi ckki vilja tjá sig um það á þessu stigi. —VS Er bresk réttvísi úllen-dúllen-doff? Röð tvírœðra dómsúrskurða hafa skekið trú margra breta ó réttarfarið sem þeir eiga við að búa. — Sjó „að utan" bls. 8

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.