Vísir - 05.01.1976, Page 8

Vísir - 05.01.1976, Page 8
8 VÍSIR (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44.'"Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasöliu 40 kr. eintakiö. Biaðaprent hf. Staða ríkisstjórnarinnar Rikisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks hefur nú setið við völd i nærfellt hálft annað ár. Eðlilega hafa menn ekki verið á einu máli um störf hennar. Mörgum finnst hún hafa tekið heldur linum tökum á þeim vandamálum, sem við er að etja. Gagnrýni af þessu tagi heyrist úr herbúðum stjórnarflokkanna ekki siður en stjórnarandstöð- unnar. En eins og venja er með stjórnarandstöðu telur hún ráðstafanir rikisstjórnarinnar ófullnægj- andi með öllu um leið og hún gagnrýnir allt það sem gert er. Þetta er eins konar hefð i islenskum stjórn- málum. Rikisstjórnin hefur öflugan þingmeirihluta. Þeg- ar i upphafi stjórnarsamstarfsins var á það bent, að ekki væri vist að hún yrði sterk að sama skapi. Þetta hefur á sannast að nokkru leyti. Rikisstjórnin hefur kosið að fara hægt i sakirnar og i sjálfu sér ekki komið fram með neinar nýjungar. Ráðstafanir frá degi til dags virðist hafa komið i veg fyrir mótun nýrrar stefnu til varanlegra umbóta. Hér er einnig á það að lita, að engan veginn er vist, að stjórnarsamstarfið byggist á þeim pólitisku forsendum, sem gera nýsköpun mögulega. Þegar á heildina er litið virðist stjórnin hafa heldur meiri framsóknarbrag á sér en sjálfstæðis. Formenn beggja stjórnarflokkanna gera rikis- stjórnarsamvinnu þeirra að umræðuefni i áramóta- greinum sinum, forsætisráðherra stuttlega, en for- maður Framsóknarflokksins all-itarlega. Báðir leggja formennirnir áherslu á, að samstarf flokk- anna hafi verið byggt á heilindum. Sennilega er þetta rétt, a.m.k. er allt annað upp á teningnum i þeim efnum en á vinstri stjórnarárunum. Þetta er i raun réttri nokkuð athyglisvert, þvi að fyrri reynsla var á annan veg. Ýmsir spáðu þvi, þegar stjórnin var i burðarliðnum, að sama sagan myndi endurtaka sig þannig að samstarfið gæti ekki haldist lengi óslitið. En fram til þessa hefur ekkert komið fram, sem bendir til að svo verði. Framsóknarflokkurinn var þekktur fyrir það áður fyrr að nota stjórnarsamstarf öðrum fremur i hagsmunagæslurefskák. Þess vegna töldu margir sjálfstæðismenn lengi vel með öllu útilokað að hugsa til þess aö endurtaka samstarf við framsókn- armenn. Aðstæður eru að visu breyttar að ýmsu leyti. Höft eru að mestu úr sögunni og stjórnsýslan byggist ekki eins upp á flokkspólitiskri fyrirgreiðslu og áður, þó að pottur sé viða brotinn i þeim efnum enn. Þetta leiðir að sjálfsögðu til þess að óhægar er um vik en áður að nota stjórnarsamvinnu i hagsmuna- gæslurefskák. Formaður Framsóknarflokksins leggur i áramótagrein sinni þunga áherslu á, að heiðarlegt samstarf stjórnarflokkanna byggist á margvislegri málamiðlun. í sjálfu sér þarf það ekki að koma á óvart. Hitt er athyglisverðara, að formaðurinn færir þetta fram sem mótrök við þeirri gagnrýni, að stjórnin sé ekki nógu ákveðin og einbeitt og of svifasein og deig við að beita valdi eins og hann kemst að orði. Þessi ummæli benda til þess, að ekki séu fyrir hendi pólitiskar forsendur fyrir nýsköpun i efna- hags- og fjármálum. Þessi stjórn getur stuðlað að hægfara lausn þess efnahagsvanda, sem við er að etja, en óþarfi er að vænta nokkurra straumhvarfa. Þau biða nýrrar frjálshyggjustjórnar. Mánudagur 5. janúar 1976. VISIB Umsjón: Guðmundur Pétursson. J að allar sannanir væru Davis i hag. Þremur dögum eftir að úrskurður áfrýjunarrétt- arins var kunngerður, gerði The Sunday Times lygamælispróf á vitnum Davis. Niðurstöðurnar studdu framburð hans. Fyrrgreindir sérfræð- ingar segja, að helsti gallinn sé sá, að vitnum séu sýndar myndir af á- kærða, og svo liði of stuttur tími á milli, þar til þeim væri stillt fram fyrir röðina. Þeir, sem eru á sakaskrá, eiga eink- um erfitt uppdráttar, þar sem myndir af þeim eru sjálfkrafa settar í skrár lögreglunnar. Var á sakaskrá Davis hafði verið dæmdur áður — hapn Er bresk réttvísi /úllen-dúllen-doff?' Röð tvíræðra dómsúr- skurða hefur skekið trú margra breta á réttar- farskerf ið, sem þeir eiga við að búa. íhaldsblaðið Daily Ex- press sló upp á forsíðu: ,,Er þetta hin óbreytan- lega ímynd réttvisinnar í Bretlandi?" og Daily Mirror sagði nýlega frá ,,sakleysingjunum sem fara i fangelsi." Það sem þeir ráðast einkum og sér í lagi á, er f yrirkomulag, sem lög- reglan um allan heim not- ar: ,,ábendinqarröðin". Lögreglan safnar sam- an og raðar upp hlið við hlið átta mönnum, sem svipaðir eru í útliti og grunaður afbrotamaður þeirra á meðal. Siðan gengur vitnið meðfram röðinni og bendir á þann, sem það telur vera sak- borninginn. í breskum sakadómi eru menn dæmdir að miklu leyti eftir slikum forsendum. Deilan stendur nú um, hvort líkurnar séu nægi- lega sterkar fyrir verj- andann. 100 á ári hverju Sumir sérfræðingar á- ætla, að allt að því 100 manns séu dæmdir í fangelsi saklausir á ári hverju, vegna þess að ruglast er á þeim og ein- hverjum öðrum. Eftir þvi sem upp kemst um fleiri tilfelli, því meiri hiti færist i deil- urnar. Um eitt tilfelli kemur f ram i hverri viku upp á siðkastið. Einn bitrasti baráttu- maðurinn er frú Rose Davis, en eiginmaður hennar, George, sem er leigubílstjóri, var dæmd- ur i 20 ára fangelsi fyrir vopnað rán, eingönqu vegna þess að vitni benti á hann í röð. Hann hélt stöðugt f ram sakleysi sínu, og kona hans og vinir hafa unnið fylgi hundraða manna í East End, þar sem hann býr, og um land allt. Þékktist af myndum. Mál þetta er dæmigert. Þetta var vopnað rán, af þeirri tegund, sem vart þekktist í Bretlandi þar til fyrir nokkrum árum og er nú orðið daglegt brauð. Lögreglan er óvopnuð, eins og enn er siður, en af tilviljun náðust myndir af ræningjunum, en þeir sá- ust aðeins aftan f rá og af löngu færi. Davis hélt þvi fram, að hann hefði verið við akst- ur þegar ránið fór fram. Fimm lögregluþjónar bentu á hann í röð — en 34 vitni önnur báru ekki kennsl á hann. Sannanir voru því ekki órækar. Málinu var áfrýjað, en hæstiréttur stytti dóminn aðeins um þrjú ár, og réttlætti það með þvi, að fyrri réttarhöldin hefðu farið með öllu heiðarlega f ram. Viðbrögð frú Davis mörkuðust af beiskju, og sakaði hún dómsyfirvöld um ,,handahófskenndan málf lutning". Rannsóknir dagblaðanna Tvö dagblöð í London gerðu rannsóknir upp á eigin spýtur, og staðfestu þær f jarvistarsönnun Davis — og hugsanlega, sé hann saklaus, fullyrð- ingar eiginkonu hans. Daily Mirror ræddi við öll þau vitni, er staðfestu framburð Davis. Þeir fundu einnig ný og létu niðurstöður sínar berast til réttarins. Tom Tullett yf irglæpaf réttaritari sagði öðrum blaðamanni, hafði tekið við stolnu góssi — og stuðnings- menn hans segja, að lög- reg I umenni rnir hafi ,,hresst upp á minni sitt" með því að skoða myndir af honum áður en þeir „báru kennsl á hann" í röðinni seinna meir. Það er og skoðun þeirra, að sakadómarar séu einnig efagjarnir á trúverðugleik vitna, ef vitnin sjálf eru á saka- skrá. Dæmdur af pólitískum orsökum? Annað mál gæti einnig orðið mikið hitamál. Pet- er Hain. leiðtogi ungra f rjálslyndra, og mikill baráttumaður gegn kyn- þáttamisrétti. Hann var sakaður um tilraun til bankaráns, en því hefur hann harðlega neitað. Lögreglan handtók hann, því að tveir 12 ára drengir höfðu séð bil hans geysast burt á hraðri ferð á sama stað og stund og ránið var framið. Hain hélt því fram að hann hefði lagt bíl sínum ólög- lega til að kaupa letur- band á ritvél í sjoppu. Mál þetta á enn eftir að koma fyrir rétt. Það hef- ur verið mikið rætt, en enn hefur ekkert birst um það á prenti, þar sem ekkert má ræða dómsmál i blöðum áður en þau koma fyrir rétt, sam- kvæmt lögum. Kunn mál aðeins smábrot En þau mál um vafa- saman dómsúrskurð og falskar ákærur sem vitað er um, eru aðeins sá hluti jakans sem upp úr stend- ur. „Þeir eru ekki allir, sem eiga vini og vanda- menn sér til stuðnings," sagði talsmaður félags málaf lutningsmanna.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.