Vísir - 24.01.1976, Síða 14

Vísir - 24.01.1976, Síða 14
14 Laugardagur 24. janúar 1976. VISER VINSÆLDARLISTAR Kreppuplata? Allir virðast vera að tala um kreppu þessa dagana, þó svo að fæstir geri sér i raun og veru grein fyrir þvi hvað kreppa er. Þetta ástand hyggst eitt af hljómplötuútgáfufyrirtækjum landsins bæta upp á næstunni, með þvi að gefa út kreppu-plötu? Þetta verður samt ósköp venjuleg hringlaga hljómplata sem Steinar h/f gefa út, þó að innihald hennar verði dálitið kreppu- kennt. Ýmsar hljómsveitir fá þarna tækifæri til þess að spreyta sig á vandamálinu. Má þar helstar nefna Þokkabót, Spilverk þjóð- anna og Kaktus. Þeir syngja um veginn til glötunar, um kreppuna sem fæstir sjá. En hverjir kaupa þá plöturnar, þegar kreppan virðist alla hrjá. of athyglisverðri Úr Þokkabót í Dögg Að: Einhver bið verði á þvi að hljómsveitin Dögg hefji störf að nýju. Þeir félagar ku eiga i nokkrum vandræðum með bassaleikara, hafa verið með eina þrjá siðustu tvo mánuðina. Sá sem nú æfir með Dögg og vonandi verður til frambúðar er bassaleikari Þokkabótar Magnús Einarsson. Þó svo að Magnús megi teljast fullgildur meðlimur Daggar, er/ Þokkabót engan veginn hrokkin uppaf. Að: Hljómsveitin Kabaret hafi ráðið Jón einn Hildiberg sem framkvæmdastjóra sinn. Að:nýjasta hljómsveit landsmanna heiti PELIDIS, eða var það PARAKAN?. AMERIKA 1. ( 1) Convoy — E.W. Mccall 2. ( 2) I Write The Songs — Barry Manilow 3. ( 3) Love Roller Coaster — The Ohio Players 4. ( 7) You Sexy Thing: — Hot Chocolate 5. ( 5) Fox on The Run — Sweet 6. ( 6) Fly Away — John Denver 7. ( 8) I Love Muxic — 0’ Jays 8. ( 9) Walk Away From Love — pavid Ruffin 9. (13) 50 Ways To Leave Your Lovét-. — Paul Simon 10. (11) Sing A Song — Earth Wind And Fire. Eitthvað kemur bandarlski vinsældalistinn á óvart að þessu sinni. Svo virðist sem hann sé nokkrum árum á eftir timanum ef dæma má af iögunum „Fox on the run” og You sexy thing”, þvi að nú er meira en ár siðan þessi lög voru vinsæl, bæöi hérlendis og á meginlandi Evrópu. ENGLAND gott framhald 1. ( 3) Mama Mia. — Abba. 2. ( 2) Glass of Champagne. — Sailor 3. ( 1) Bohemian Rhapsody — Queen. 4. (12) In dulce jubilo/on horseback — Mike Oldfield 5. ( 7) King of the cops.— Billy Howards. 6. ( 8) Arts for arts sake — 10 c.c. 7. (21) We do it. — R and J stone 8. (19) Let the music play. — Barry White. 9. ( 5) Wide eyed and legless. — Andy Fairweather Low. 10. (11) Itchycoo park. — Small Faces. Nýja lag David Bowies „Golden years” féll óvænt af iistanum I þessari viku eða úr f jórða sæti og niður i 21sta. Sailor virðist vera á góðri leið með hið langþráða „gegn- umbrot” sitt I Englandi er tillit er tekið til vinsælda lagsins „Glass of Champagne”. Mike Oldfieid kemur einnig á óvart með litlu plötuna sina „In dulce jubile”. Heyrst HEFUR byrjun NÝJAR HLJÓMPLÖTUR SAILOR. „TROUBLE” Aður en nánar verður rætt um efni hinnar nýju plötu Sailors, væri ekki úr vegi að rifja upp nokkur atriði úr sögu þessarar hljómsveitar, svo og tildrögin að stofnun hennar. Frakki að nafni M. Faux rak i mörg ár kaffihús i Paris sem hét „Cafe des Pommes Flasques” og var vinsælt mjög meðal lista- manna og leikara. Arið 1936 ákvað Faux að stofna sérstaka hljómsveit fyrir kaffihúsið og gaf henni siðar nafnið „Les fils du Faux”. 1 heimstyrjöldinni siðari tók Faux virkan þátt i mótspyrnu- hreyfingu frakka, sem endaði með þvi að hann var hnepptur i fangelsi, og siðar dæmdur til dauða af Gestapo. Sama dag og aftaka hans átti að fara fram, tókst honum að flýja með góðri aðstoð amerisks sjóliða. Leiðirþeirra skildu strax eftir flóttann og þrátt fyrir itrekaðar tilraunir tókst Faux ekki að hafa upp á þessum björgunar- manni sínum. Faux ákvað þá að heiðra minninguna um þennan mann á einhvern hátt og gaf hann þá hljómsveit hússins nýtt nafn, eða hið eina nafn sem að hann átti yfir björgunarmann sinn „SAILOR”. Sailor starfaði siðan óslitið i „Cafe des Pommes Flasues”, þar til kaffihúsið fræga varð eldinum að bráð árið 1970. Margir menn höfðu þá starfað i Sailor, en aldrei breyttist still hennar, tónlistin var hin hefð- bundna ,,Flasque”-tónlist, og kveðskapurinn höfðaði til sjólið- ans gleði hans og sorga. Þegar siðasta Sailor-grúppan leystist upp, sögðu margir að nú væri endir bundinn á lif ,,Flasque”-tónlistar. Þremur árum siðar — eða ár- ið 1973 — ákvað einn af siðustu „Sailorunum” að stofna nýja „Sailor” og i þetta sinn til að spila utan veggja kaffihúsanna. Þetta var Phil Pickett, og sér til liðs fékk hann þá Henry Marsh, Grant Serpell og Georg Kajanus (sem er norðmaður að uppruna). Aðaluppistaðan i Sailor var sem fyrr hljóðfærið „Nickelodeon”, en það er fyrst og fremst það sem skapaði ,,Flasque”-tónlistina en I þetta sinn áttu þau bara að vera tvö. Þvi miður finnst ekkert is- lenskt nafn yfir þetta hljóðfæri, en segja má að það sé milliveg- ur á milli pianós og pipuorgels. Arið 1974 sendi Sailor svo frá sér sina fyrstu plötu, sem þegar vakti verðskuldaða athygli, þó i fyrstu aðeins á meginlandi Evrópu. I dag má segja að Sailor hafi áunnið sér traustan sess meðal þeirra hljómsveita sem skara framúr i Evrópu en þær eru þvi miður fáar. Fyrir þá sem heyrt hafa fyrstu plötu Sailors boðar „Trouble” ekkert nýtt, hún er bara gott framhald af athyglis- verðri byrjun. Ef eitthvað er, þá má segja að „Trouble” sé öllu rólegri, ástin virðist t.d. fá öllu stærri bás á „Trouble” en á fyrstu plötunni. Lögin eru öll eftir Georg Kajanus, en i þetta sinn hefur hann ekki stjórnað upptökunni sjálfur, það má bæði lesa á albúminu og heyra i lögunum. Þetta er það eina sem mér finnst athugavert við „Trouble”, þvi að útsetning lag- anna virðist skorta þann fjöl- breytileika sem einkenndi fyrstu Sailor-plötuna. Þetta eru þó smámunir á við ánægju þá er ég hef af tónlist „Sailors”. Umsjón: örn Petersen. T Ekkert nýtt, en boðar

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.