Vísir - 24.01.1976, Síða 15

Vísir - 24.01.1976, Síða 15
1 Laugardagur 24. janúar 1976. 15 Hver kannast ekki viö þessa sjón og reynslu i umferöinni þessa dag- ana. Eftir mikiö fannfergi undan- farnar vikur er færöin ekki upp á það allra besta hér i Revkia- vik. Hafa bæjarbúar ekki farið varhiuta af þvi og hvarvetna má sjá menn vera aö ýta bilum, þar sem þeir sitja fastír þvers og kruss um bæinn. Er reyndar furðulegt aö menn skuli nenna aöýta bilum sinum á undan sér i vinnuna. Væri ekki viti nær aö skilja þá eftir heima og ganga bara eöa notfæra sér al- menningsvagnakerfiö. Hafi menn haft vit á aö útbúa bila sina á réttan hátt hafa þeir komist þrautalaust leiöar sinn- ar fyrir snjó. Verra er að þeir, er skella skollaeyrum við öllum Hvar var snjóblásarinn? A leið ofan úr Breiðholti kom- um við á slóð snjóblásarans. Ákváðum við að fylgja henni enda greiðfær vel. Langaði okk- ur enda að sjá hann að starfi og festa hann á filmu. Slóöina röktum við um allt neðra Breiðholtið en komum hvergi auga á hann. Varð svo að vera. Við stönsuðum hjá vinnuflokk frá borginni á Arnarbakka, þar sem við sáum þá alla bogra yfir einhverju i vegarkantinum. Voru þeir vopnaðir haka, skóflum og járnköllum að leita að niðurföllum og hreinsa þau. Snjóblásarann fundum viö inni a Melavelli daginn eftir. Þangaö haföi hann brugöiö sér til þess aö hreinsa af vellinum svo hægt væri aö útbúa svell handa borgarbúum til aö skauta á. (Andartaki eftir aö þessi mynd var tekin, var ljósmyndarinn okkar á kafi i snjó.) Nýi snjóblásarinn fer eins og hvítur stormsveipur um bœinn viðvörunum og ráðleggingum, og leggja upp á bilum sinum jafnvel á sumardekkjunum ein- um saman, tefja fyrir og teppa oft heilar umferðaræðar. Skyldi manninum hafa legið á? Ágætt dæmi um. slikan umferðarhnút rákumst við blaðamenn Visis á upp i Breiðholti á miðvikudaginn. I Arahólum i efra Breiðholti hafði myndast löng röð bila. Or- sakarinnar var að leita um hundrað metrum framar en við stöðvuðumst. bar hafði litill bill fest sig. Stór vörubill hafði freistað þess að krækja fyrir hann en lenti við það út i kant og festi sig. Við það sat. Veghefill var á staðnum og ruddi nýja braut meðfram bflunum og opnaði þeim leið, sem við þetta stöðvuðust. Um leið og leiðin opnaðist átt- um við fótum fjör að launa, þvi allt i einu sáum við Cortinu koma á fljúgandi ferð ofan frá blokkunum, böðlaðisthann inn á nýrudda brautina fyrir framan kyrrstæða bilana og komst með feiknarlegum bægslagangi i gegn og hvarf. Greinilegt var að hann var ekki útbúinn með besta móti til aksturs við þvilik skilyrði, en lá mikiðá að komast leiðar sinnar. Að þvi búnu stráðu þeir salti umhverfis. betta sögðust þeir gera til þess að þau stifluðust ekki og yrðu þvi opin þegar hlánaði. Já, allur er varinn góður. Einhver hafði við orð, að ef til vill kæmi hlákan með þorranum. r T ^ Texti: Valgarður Sigurðsson Ljósm: JIM Við gátum ekki stillt okkur um að spyrja þá hvort þeir hefðu orðið blásarans mikla varir. Kváðu þeir hann hafa hálftima forskot á okkur á vest- urleið. Vaknaði nú löngunin á ný að berja hann augum og var þvi brennt af stað, vitandi það að ljósmyndarinn okkar er betur þekktur fyrir annað en að komast ekki fljótt og vel leiðar sinnar. Á slóð snjóblásarans. Snjóblásarinn hefur greini- lega mikla yfirferð, þvi hann Fyristaðan var ekki mikil hjá þessum sendiferöabil en nægileg samt tii þess aö hann spólaði bara, komst ekki fet fyrr en við ýttum honum. Reyndar var hann með keðjur en allt kom fyrir ekki. Tvöföld dekk eru heidur ekki það allra besta til þess aö komast áfram i snjó. var horfinn. Ekki þó sporlaust, þvi hvarvetna mátti sjá að hann hafði haft viðkomu þótt slóð hans væri ekki samfelld. Akváðum við nú að beita sjötta skilningarvitinu og láta á reyna hversu það mætti duga okkur. Ókum við á leið vestur i bæ. Við mjólkurstöðina á Lauga- veginum var verið að ryðja snjó af götunni. Ekki var þar samt snjóblásarinn að verki, heldur traktórsskófla. Létum við þvi nægja að smella þar af mynd, greinilegan vott þess að mikil vinna er lögð i að ryðja borgar- búum braut. Leið okkar endaði vestur á Meistaravöllum, þar sem við áðum hjá Sveinbirni Hannes- syni, verkstjóra hjá hreinsunar- deildinni. Hannhefur þar aðset- ur sitt i vinnuskúrum frá borginni. Spurðum við hann frétta af þeirra starfi við snjómokstur og hvar snjóblás- arann væri að finna. Snjóblásarinn bjargar málunum — Snjómoksturinn gengur vel, sagði hann. baðsem tefur okkur eru bilar, illa útbúnir spólandi og að festa sig. — 1 morgun gerðum við i þvi að moka ekki bilastæði til þess að hleypa fólki ekki út i um- ferðina á bilum sinum. Engu að siður var ótrúlega mikið af bil- um komið á götuna strax klukkan 8. — Fólk ýtir bilum sinum út úr stæðunum en kemst svo ekkert áfram og kemst kannski ekki heim aftur. Hann sagði að nýi blásarinn hefði bjargað þeim alveg og hefðu þeir fengið hann strax, þá hefðu ekki myndast þeir hryggir, sem eru á götunum. Reynt er þó að bæta úr þessu, blásarinn blæs burtlausa snjón- um en vegheflar fara i kjölfarið og skafa klakann. Hann sagði okkur að snjó- blásarann mundi þá stundina vera að finna á Miklubraut. Aft- ur var þvi haldið af stað. Ókum við Miklubrautina á enda en enginn fannst þó snjó- blásarinn. Var þá degi tekið að halla og leitinni þvi sjálfhætt. Snjóblásarinn gat þá átt sig. —VS bessi efnisflutningabill haföi freistaö þess aö komast framhjá fólks- bll, sem festi sig þarna. Sá er reyndar horfinn, næstum borinn upp úr skaflinum af mörgum hjálpfúsum höndum, en þessi situr eftir. Ekki er heldur heiglum hent aö ýta honum upp, þar sem hann er ein tiu tonn aö þyngd fullhlaöinn. Veghefillinn reynist einna best viö siikar aöstæöur sem þessar þarna i Breiöholtinu og viöar þessa dagana. bessi flokkur var að hreina niöurföli viö Arnarbakka i Breiðholti. Ekki mun heldur af veita að hafa þau tilbúin til aö taka viö vatns- elgnum, þegar og ef fannferginu léttir af og hlánar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.