Vísir - 24.01.1976, Page 19
Sendandi
Þeim.sem ætla að spreyta sigá Krossgátu Sjónvarpsins I kvöld,
er bent á að halda þessu krossgátuformi til haga og hafa það við
höndina þegar fyrsti þátturinn hefst i kvöld.
Þættirnir verða sendir út annan hvern laugardag, og þeir sem
sitja við sjónvarpstækin geta sent lausnir sínar til Sjónvarpsins,
og er til verðlauna að vinna.
Sjónvarp, kl. 20.30:
Krossgát-
an aftur
á dagskrá
GamaLkunnur þáttur hefur
aftur göngu sina i sjónvarpinu i
kvöld. Það er Krossgátan, sem
margir höfðu mjög gaman af á
sinum tima, eða fyrir 3 árum
þegar hann var á dagskrá sjón-
varpsins. Þá var Róbert Arn-
finnsson kynnir, en nú kynnir
Edda Þórarinsdóttir leikkona.
Umsjónarmaður þáttarins er
Andrés Indriðason.
Hann sagði okkur að fyrir-
komulag þáttarins væri mjög
svipað og áður. Hann byggist
upp á stuttum kvikmyndum
sem spanna allt milli himins og
jarðar. Myndirnar gefa vis-
bendingu um eitthvert svarið i
krossgátunni.
Reynt er að hafa myndirnar
léttar og skemmtilegar og tón-
listina sömuleiðis, og þetta er
þannig úr garði gert að allir geti
verið með.
Fimm þættir veröa fluttir, og
gert er ráð fyrir að krossgátan
sjálf birtist i blöðum. Sú fyrsta
birtist einmitt hér. Þeir sem
vilja senda siðan sinar úrlausnir
til sjónvarpsins. Þrir hljóta sið-
an einhverja viðurkenningu.
Krossgátan hefst klukkan hálf
niu i kvöld.
— EA
Útvarp, í kvöld:
VILL EINHVER
Eitthvað ætti að vera hægt að dansa á
stofugólfinu i kvöld ef menn eru i þvi
stuðinu. Að sjálfsögðu er þorradans i út-
varpinu en áður en hann hefst eru
gömulu dansarnir á dagskrá.
Gömlu dansarnir hefjast i útvarpinu
klukkan 21.45, og leika þá De Nordiske
Spillemænd nokkur lög.
Klukkan 22.15, eða þegar fréttum og
veðurfregnum er lokið hefst þorradans
útvarpsins. Leikin verða gömul og ný
danslög af hljómplötum, þangað til
klukkan eitt eftir miðnættið.
-EA.
DANSA?
Sjónvarp, kl. 21.25:
Bfómyndin I sjónvarpinu i kvöld heitir Hildar-
leikur. „The Deadly Affair” heitir hún á frum-
málinu, og er bandarisk frá árinu 1967.
Mynd þessi er byggð á sögu eftir John Le Carré.
Hún gerist i London. Charles Dobbs starfar fyrir
leyniþjónustuna. Honum er falið að rannsaka ævi-
feril manns úr utanrikisþjónustunni, en hann er
talinn njósnari kommúnista.
Leikstjóri er Sidney Lumet, en með aðalhlut-
verk fara James Mason, Maximilian Schell og Si-
mone Signoret.
— EA
eftir Erich Kastner (16).
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög milli atriða. óskalög
sjúklinga kl. 10.25: Kristin
Sveinbjörnsdóttir kynnir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 iþróttir. Umsjón: Jón
Ásgeirsson.
14.00 Tónskáldakynning Atla
Heimis Sveinssonar.
15.00 Vikan framundan Björn
Baldursson kynnir dagskrá
útvarps og sjónvarps.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. islenzkt
mál Ásgeir Blöndal
Magnússon flytur þáttinn.
16.40 Popp á laugardegi.
17.30 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Tveir á tali Valgeir
Sigurðsson talar við séra
Gisla Brynjólfsson fyrrum
sóknarprest á Prestbakka á
Siðu.
20.00 Hljómplöturabb Þor-
steins Hannessonar.
20.45 Gamla Gúttó, horfin
menningarmit töð. Þátturi
umsjá Péturs Péturssonar,
annar hluti.
21.45 Gömlu dansarnir De
Nordiske Spillemænd leika
nokkur lög.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Þorradans
útvarpsins. Gömul og ný
danslög leikin af hljómplöt-
um. (23.55 Fréttir i stuttu
máli).
01.00 Dagskrárlok.
SUNNUDAGUR
25. janúar
8.00 Morgunandakt. Séra
Pétur Sigurgeirsson vigslu-
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög.
9.00Fréttir. Utdráttur úr for-
ustugreinum dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar. (10.10
Veðurfregnir).
11.00 Messa i Neskirkju.
Prestur: Séra Guðmundur
Óskar Ólafsson. Organisti:
Reynir Jónasson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.15 Svipmyndir úr sögu
Gyðingdóms. Séra Rögn-
valdur Finnbogason flytur
fjórða og siðasta hádegiser-
indi sitt: „Hvað er maður-
inn, að þú minnist hans”?
14.00 Kúrsinn 238. Drög að
skýrslu um ferð m/s Brúar-
foss til Bandarikjanna i
október 1975. Farmur:
Hraðfrystur fiskur. Fyrsti
áfangi: Akureyri—Seyöis-
fjörður, lestun o.fl. Umsjón:
Páll Heiðar Jónsson. Tækni-
vinna: Þórir Steingrimsson.
15.00 Miðdegistónleikar. Frá
keppni unglingakóra á
Norðurlöndum i Helsing-
borg s.l. ár. — Guðmundur
Gilsson kynnir.
16.15 Veðurfregnir. Fréttir.
16.25 Framhaldsleikrit barna
og unglinga: „Arni I
Hraunkoti” eftir Armann
Kr. Einarsson. IV. þáttur:
„Eltingarleikur við
smyglarana”. Leikstjóri:
Klemenz Jónsson.
17.05. Létt-klassisk tónlist.
17.40 Utvarpssaga barnanna:
„Bróðir minn, ljónshjarta”
eftir Astrid Lindgren
Þorleifur Hauksson les þýð-
ingu sina (14).
18.00 Stundarkorn með breska
sellóieikaranum Julian
Lloyd Webbcr. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Bein lina til Benedikts
G r ö n d a 1 s , f o r m a n n s
Alþýðuflokksins. Frétta-
mennirnir Kári Jónasson og
Vilhelm G. Kristinsson sjá
um þáttinn.
20.30 Tónlist eftir Eyþór
Stefánsson. Guðmundur
Jónsson, Snæbjörg
Snæbjarnardóttir, Frið-
björn G. Jónsson og Skag-
firska söngsveitin syngja
lög eftir tónskáldið. Ólafur
Vignir Albertsson og
Guðrún Kristinsdóttir leika
með. — Alti Heimir Sveins-
son flytur formálsorð.
21.05 „Tertan”, smásaga eftir
Bennv Andersen. Dagný
Kristjánsdóttir les þýðingu
sina.
21.15 Tónskáldaverðlaun
Norðurlanda 1976 Þorsteinn
Hannesson tónlistarstjóri
flytur formálsorð og ræðir
við verðlaunahafann Atla
Heimi Sveinsson. Fiutt
verða tvö verk tónskálds-
ins: a. Flautukonsert
(1973). b. ,.I call it” (1974).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög.
Heiðar Ástvaldsson dans-
kennari velur lögin og kvnn-
ir.
23.25 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.