Vísir - 24.01.1976, Síða 24
VtSIR
Föstudagur 23. janúar 1976.
Ljómandi líð-
an í Kröflu
,,l>aft er hálfgert vonskuveð-
ur hjá okkur núna, skafrenn-
ingur og bylur, en nokkuft ró-
legt að öftru lcyti, engir stórir
skjálftar,” sagfti Guftiaugur
Valgcirsson, cinn af fjóruin
vaktmönnum, sem verfta i
Kröflu um helgina. er Visir
liaffti samband norftur i gær-
kvöldi.
Aft sögn Guftlaugs var þó vel
fært niftur i Mývatnssveit
þrátt fyrir veftrift og kvaft
liann þeim félögum llfta Ijóm-
andi vel á varftstöftunni þar
efra.
—EB
Vitaft er nú um 52 skip á
loðnumiðunum fyrir austan
land. Þau eru nú flest í vari
efta i landi vegna brælu.
Heildarafli loðnuskipanna i
dag nain alls 9015 lestum siðan
loftnuvertiftin hófst 17. janúar
siftastliftinn. Til samanburftar
má gcta þess, aft á sama tíma I
fyrra hiifftu borist aö landi tæp
tiu þúsund tonn, þó aft loðnu-
vertiöin lieffti liafist dcgi
seinna.
Af loftnubátunum eru nú sex
komnir meö 500 tonn eöa
meira. Eldborg er meö 1050
tonn, Pétur Jónasson 890 tonn.
Þessir bátar hófu fyrstiT
loönuveiöarnar i ár.
Aörir sem fengið hafa yfir
500 tonn eru: Gisli Arni meö
750tonn. Hrafn GK 540, Hákon
540 og Harpan 510.
—EKG
..Áthi ekki mynd nf
berum krötum?"
Hatrammar deilur og
sviptingar urðu á fundi
fulltrúaráðs Alþýðu-
f lokksf élaganna í
Reykjavík/ sem haldinn
var síðastliðið þriðju-
dagskvöld. Voru þar til
umræðu fjármál flokks-
ins og þar á meðal reikn-
ingar fyrir borgarstjórn-
arkosningar og Alþingis-
kosningar.
Ekki gekk hljóðlega að
afgreiða reikninga þessa,
þvf ýmsir töldu þar
maðka i mysunni.
Þannig var það átalið harð-
lega að uppgjör bæöi fyrir borg-
arstjórnarkosningar og
Alþingiskosningar skyldu ekki
birt fyrr en einu og tveimur
árum eftir kosningarnar. Enn
fremur að reikningar borgar-
stjórnarkosninganna hafa
aldrei veriö birtir.
Þá töldu menn að laun, sem
Alþýöuflokkurinn heföi greitt,
hefðu verið svikin undan skatti
og það þvi brot á landslögum.
Menn lýstu megnri óánægju
sinni með þennan framgangs-
máta, þvi þeir vissu raunveru-
lega ekki hvernig fjárreiðum
flokksins væri háttað.
Tók samtölin upp
á segulband
Deildu menn um þetta siðan
fram og til baka. En þá gerðist
það, að upp stóð einn af fjáröfl-
unarmönnum flokksins og sagði
mönnum að hafa sig hæga.
Skýrði hann slðan frá þvi, að
hann hafi selt happdrættismiða
fyrir Alþýðuflokkinn fyrir
nokkrum árum. Þegar hann
hafi hringt i menn til þess að
bjóða þeim happdrættismiðana
Hatrammar
deilur um
fjórmól
Alþýðu-
flokksins
hafi hann tekið upp á segulband
viðbrögð forystumannanna. Nú
væri hann búinn að láta skrá
þetta og eigi það i þykkri bók.
Siðan sagði hann, að ef menn
þegðu ekki og hættu að vera
með múður, myndi hann gera
innihald hennar opinbert.
Þetta innlegg i umræðurnar
gerði menn gjörsamlega
hvumsa. Einhver kallaði þó
fram i: „Áttu ekki mynd af ber-
um krötum?” Og nokkrir gengu
af fundi. —EKG
Árekstrar orðnir
hátt á annað
hundrað í vikunni
Tillitsleysi
oftast um
að kenna...
Hátt á annað
hundrað árekstrar
hafa orðið i vikunni.
Það má vist örugg-
lega fullyrða, að
þetta sé met i
árekstrafjölda á svo
stuttum tima, en sið-
an á mánudag hafa
árekstrar varla farið
niður fyrir 30 einn
einasta dag.
t gærdag var árekstra-
fjöldinn kominn upp i 33,
þegar við höfðum samband
við lögregluna. Þessir
árekstrar urðu á 12 timum.
Daginn þar áður voru 34
árekstrar, en á miðvikudag-
inn urðu þeir 42.
Að sögn lögreglunnar er
oftast nær um að kenna til-
litsleysi hjá ökumönnum
þegar árekstrarnir verða.
Hryggirnir á götunum valda
miklum erfiðleikum, og
menn fara þá ekki nærri
nógu varlega.
—EA
Kolbrún óftinsdóttir dró fyrir okkur vinningsumslögin þrjú
Jim.
VERÐ-
LAUNA-
KROSS-
GÁTAN
Dregiö hefur verið úr réttum
lausnum, sem bárust vift jóla-
krossgátu Vísis. Þrenn verftlaun
voru veitt, tíu þúsund krónur,
fimm þúsund og þrjú þúsund
Þátttaka var mjög góö og
okkur bárust lausnir mjög viöa
aft. Þaft var áberandi hvaft
margar lausnir bárust utan af
landi og sannar þaft aft viöa fer
Vísir. Hann fer jafnvel út fyrir
landsteinana þvi lausnir bárust
einnig frá Danmörku, Hollandi,
Luxemburg, Spáni og Banda-
rikjunum.
Margir komu með tillögu um
nafn á visuna. Þar kennir
margra grasa, eins og „Létt-
spori”, „Æskuþrá”, „Vorhug-
ur”, „Gleðipolki” og „Birta”. I
miklum meiri hluta var þó
„Lifsgleði”. Rétt er visan
svona:
Létt er aft stiga lifsins spor,
ljúf er gleftin sanna,
þegar eilift æsku-vor
er i hugum manna.
Og verðlaunin hlutu:
Fyrstu verðlaun hreppti Maria
J. Kristjánsdóttir, Laugarnés-
vegi 102, Reykjavik. önnur
verðlaun, Anna Haarde, Miklu-
braut 18, Reykjavik og þriðju
verðlaun Hrafnhildur
Kristjánsdóttir, Brunnum 8,
Patreksfirði.
Svo þakka ég ykkur kærlega
fyrir allar lausnirnar og mörg-
um þakka ég hlý orð, allskonar
ábendingar, árnaðaróskir og
nokkrar visur og annað bundið
mál. Kærar kveðjur, Ranki.
ER HITAVEITA VIÐ-
HALD EÐA ENDURBÓT?
//Það er oft mjög erfitt
að greina á milli viðhalds
og endurbótar á húseign-
um og þetta er þvi eilíft
ágreiningsatriði," sagði
Ævar isberg vararikis-
skattstjóri.
Eins og fram kom í Vísi
i gær, eru þeir húseigend-
ur, sem fengu hitaveitu á
siðasta ári, mjög óánægð-
ir með þær takmörkuðu
skattaívilnanir, sem
standa þeim til boða
vegna kostnaðar við hita-
veitulögnina. Visir spurð-
ist fyrir um það hjá emb-
ætti r íkisskattst jóra
hvernig þessar reglur
væru tilkomnar.
Ævar tsberg sagði, aö reglan
um að telja mætti 10% heim-
taugagjalds fram árlega væri
talsvert gömul og gat hann ekki
sagt til um ástæðu þess að ein-
mitt þetta hlutfall hafi verið
valið, en eins og fram hefur
komið, er heimtaugagjald hita-
veitu greitt á þremur árum.
Um annan kostnað gildir 25.
grein reglugerðar nr. 245 frá
1963. Þar segir að viðhald teljist
það, sem gera þarf til að halda
eignunum eða einstökum hlut-
u?li þeirra i svipuðu ástandi og
þær voru i, þegar aðili eignaöist
jiær, hvort heldur þær voru þá
gamlar eða nýjar. Ef aöili hins
vegar lætur endurbæta gamla
,eign, stækka eða breyta henni,
þá skal það ekki taliö til við-
halds, og þvi ekki frádráttar-
bært til skatts.
Ævar sagði að hitaveitulögn
væri metin sem endurbót á hús-
inu. Sömu reglur gilda einnig
um kostnað af inntöku á vatni,
t.d. þegar vatn var leitt til Vest-
mannaeyja og eins þegar raf-
magn er lagt til landshluta, þar
sem rafmagn er ekki fyrir.