Vísir - 07.02.1976, Side 8

Vísir - 07.02.1976, Side 8
8 VÍSIR tJtgefandi: Heykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Hitstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson Hitstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson y Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Hitstjórn: Sfðumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i iausasögu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Látum ekki breta hræða okkur til undanhalds Breska verkamannaflokksstjórnin hefur nú girt fyrir alla möguleika á skammtimasamkomulagi um lausn landhelgisdeilunnar. Aðgerðir stjórn- arinnar i kjölfar yfirlýsingarinnar um að hún væri reiðubúin til frekari viðræðna eru með öllu óskiljan- legar. Fyrstu raunverulegu viðbrögð bresku rikisstjórn- arinnar við viðræðutilboði islendinga voru þau að senda togara sina i ránsskap á friðað veiðisvæði. Þegar islenskt gæsluskip snýst gegn þessari ósvifni með þvi að klippa á togvira eins togara er það notað sem átylla til þess að senda flotann inn i fiskveiði- lögsöguna á nýjan leik. Með þessu einstæða athæfi hafa bretar að engu gert vonir manna um friðsamlega lausn deilunnar. Þegar málin eru skoðuð æsingalaust er alveg ljóst, að báðum þjóðunum hefði orðið það til Þegar samningum fram yfir næsta fund hafréttarráð- stefnunnar. Breska verkamannaflokksstjórnin hefur verið illa flækt i eigin vef og hefur nú með þessari siðustu ákvörðun fest sig þar enn betur. Þegar bretar hafa á ný sent flota sinn til þess að koma i veg fyrir eðlileg löggæslustörf á miðunum umhverfis landið eigum við i sjálfu sér ekki marga mótleiki. Við getum hér eftir sem hingað til truflað veiðar breta svo sem frekast er kostur innan þeirra marka að mannslifum sé ekki stefnt i hættu. En hitt má okkur vera Ijóst, að með öllu er útilokað að brjóta þessa flotaihlutun á bak aftur með aðgerðum varðskipa, þó að þau vinni mikilvæg störf við að reyna að koma i veg fyrir rányrkju breta. Hér er einfaldlega ekki um árásarstrið að ræða. Þetta er að verulegu leyti taugastrið. Og einmitt þess vegna verður að gera þá kröfu til stjórnvalda, að þau miði allar aðgerðir af okkar hálfu við þá ein- földu staðreynd. Það er þolgæði og úthald, sem máli skiptir, en ekki skyndiákvarðanir frá einum degi til annars. Það hefur ávallt verið ljóst, að við eigum meiri möguleika á að ná okkar fram við samningaborðið en i átökum varðskipa og herskipa. Þetta er bresku stjórninni fullljóst og þvi kýs hún heldur flotaihlut- un. Yfirlýsingar hennar um samningsvilja eru marklitlar eftir siðustu atburði. En hvað sem þvi liður hljótum við að keppa að þvi að ná okkar sjónarmiðum fram, þar sem við höfum sterkastá aðstöðu. Ljóst er, að hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna ræður úrslitum um alþjóðlega viðurkenningu á 200 sjómilna efnahagslögsögu. Þó að margt bendi til þess að meginreglan um 200 sjómilna efnahagslögsögu verði viðurkennd, þarf það ekki að tákna fullnaðarsigur fyrir okkur á þeim vettvangi. Margar þjóðir reyna t.d. að knýja fram viðurkenningu á svonefndum sögulegum rétti til veiða innan lögsögunnar. Gegn öllum slikum kröfum verðum við að vinna á alþjóðavettvangi. í þvi skyni verðum við að nota okkur til hins itrasta áhrif okkar og styrkleika innan þeirra alþjóðasamtaka, sem við erum aðiiar að. í þeim efnum megum við ekki brjóta brýr að baki okkar með skyndiákvörðunum, sem teknar eru i hita augnabliksins. Við verðum einfaldlega að standast taugastriðið. Við megum fyrir alla muni ekki láta breta rugla okkur svo i riminu með of- beldisverkum sinum, að við förum að veikja stöðu okkar á alþjóðavettvangi, þegar mest riður á að halda henni vegna hafréttarráðstefnunnar. Laugardagur 7. febrúar 197«. VISIR Umsjón: Guðmundur Pétursson Danskt „Watergate- mál" í hámarki: VAR AKSEL LARSEN NEYDDUR TIL AÐ STYÐJA RÍKIS STJÓRNIR SÓSIAL DEMÓ KRATA — vegna þess að forystumenn krata vissu að hann hafði veitt CIA upplýsingar? Upp 1 j ústrun Kaup- mannahafnarblaösins „Politik- en” fyrir nokkrum dögum, um samband liins kunna danska kommúnistaleiðtoga og síöan stofnanda SF, sósialiska þjúöar- flokksins i Danmörku, Aksels Larsen, við bandarisku leyni- þjúnustuna CIA, hefur valdið gifurlegu fjaörafoki I Dan- mörku, en samkvæmt upplýs- ingum „Politiken” ú Aksel Lar- sen aö hafa gefiö CIA greinar- gúðar upplýsingar um starfsemi danska kommúnistaflokksins, og einnig um starfsemi hinnar aljúölegu kommúnistahreyfing- ar. Gert Petersen, talsmaður SF i danska þjóðarþinginu segir upplýsingar blaðsins hreinar CIA-lygar. CIA sé að reyna að hefna sin á SF vegna baráttu flokksins fyrir þvi, að almenn- ingur i Danmörku fái að vita um njúsnastörf á vegum CIA og bresku leyniþjónustunnar i Danmörku frá lokum fyrri heimsstyrjaldar, en nú er i Dan- mörku verið að upplýsa starf- semi danskra „pipulagningar- manna” eða njósnahóps danskra kommúnistaandstæð- inga, sem nefndur var „Firm- et” og stundaði njósnir i Dan- mörku frá striðslokum til 1963, þegar þáverandi rikisstjórn i Danmörku, beitti sér fyrir þvi að uppræta hópinn. Vitað er að þessi hópur, sem starfaði ólög- lega, var i nánum tengslum við bresku leyniþjónustuna, en naut fjárhagslegs stuðnings CIA, og er almennt talið að baráttan um CIA-peningana, hafi gert það að verkum að rikisstjórnin kom i veg fyrir áframhaldandi starf- semi hópsins, svo að hin löglega leyniþjónusta Danmerkur fengi ein þá peninga sem CIA veitti dönum til njósnastarfs i land- inu. Það var fyrst danska blaðið „Information” en siðan „Poli- tiken”sem fyrirnokkru byrjuðu að grafa i málefnum „Firmets” — og með þeim árangri að þessa dagana eru dönsku blöðin full af upplýsingum um njósnastörf i landinu á vegum CIA og bresku leyniþjónustunnar. Kalla danir þetta sitt „Vatergate-mál”. M.a. hefur verið upplýst að „Firmet” lét koma fyrir hljóð- nemum i ibúð Alfreðs Jensens, sem lengi var maður nr. 2 i danska kommúnistaflokknum, á meðan Aksel Larsen var Iskold luft mellem top- spioner Fonvertli ElUmtnintititnttitt louichtl havdt htmmtlit hontaht tit ArneStjn 'Firma' Da Aksel )IA tin viden, fomentlig udfra et Blaoamenn frá Kaupmannahafnarblaðinu ,,Politiken” hafa und- anfarið verið önnum kafnir við aö grafa I málcfnum danskrar njúsnastarfsemi frá lokum siöari heimsstyrjaldar. Arangurinn af starfi þeirra sér nú dagsins ljús á siðum biaðsins. Aksel Larsen: — veitti CIA upplýsingar um starfsemi danska kommúnista- flokksins og hinnar alþjúölegu kominúnistahreyfingar. maður nr. 1. Arangurinn var sex stórar segulbandsspólur með samtölum Alfreðs Jensens við samherja sina og annað fólk, og eru spólurnar i geymslu dönsku öryggislögreglunnar, en þing- menn SF hafa undanfarið barist fyrir þvi i danska þinginu, að þessar segulbandsspólur komi fram i dagsins ljós, ásamt ótal- mörgu öðru varðandi starfsemi dönsku leyniþjónustunnar og annarra njósnahópa i landinu. Uppljóstrun „Politikens” um Aksel Larsen, stofnanda SF og foringja flokksins, þar til hann lést fyrir tveimur árum, hefur vægast sagt komiö illa við hina baráttuglöðu SF-merin, en þeir visa, eins og áður sagði, þessum upplýsingum á bug sem hrein- um CIA-lygum, eins og þeir kalla það. Samkvæmt upplýsingum „Politiken” hafði Aksel Larsen samband við CIA, þegar hann 1958 missti stöðu sina, sem formaður danska kommúnista- flokksins, eftir 20 ára starf sem leiðtogi hans. Aksel hafði um skeið gagnrýnt sovéska komm- únistaflokkinn, og það þoldi rússakomminn ekki — og má vel imynda sér að sovéska leyniþjónustan KGB hafi unnið dyggilega að falli Aksels — en þá komst til valda i flokknum Knud Jeppesen, sem enn er for- maður hans. Aksel simaði til CIA-manna i Kaupmannahöfn og kvaðst geta gefið nokkuð greinagóðar upplýsingar um starfsemi kommúnistaflokksins og um leið hinnar alþjóðlegu kommúnistahreyfingar, sem hann og gerði simleiðis. En mikið var Aksel Larsen ó- heppinn. Hann notaði simaklefa til þess arna, sem var skammt frá sovéska sendiráðinu. Þann simaklefa notuðu gjarnan sov- éskir diplómatar, og var hann þvi undir smásjá dönsku örygg- islögreglunnar, sem ekki var lengi aö komast að raun um hvað hinn fyrrverandi komm- únistaleiðtogi hafðist að. Sam- kvæmt upplýsingum „Politik- en” lét öryggislögreglan af- skiptalaust samband Aksels og CIA, en lét CIA vinsamlegast vita af þvi', að starfsemi er- lendra leyniþjónusta væri bönn- uð I Danmörku, hins vegar myndi lögreglan ekkert gera i málinu, ef CIA afhenti henni af- rit af frásagnargleði Aksels. CIA féllst á það og mun þvi það sem Aksel hafði að segja CIA vera til i hirslum dönsku örygg- islögreglunnar. Samkvæmt „Politiken” fékk þáverandi rikisstjórn, og þá um leið for- ystumenn sósialdemókrata, að vita um samvinnu CIA og Aks- els Larsens. Mun öryggislög- reglan hafa spurt að þvi, um leið og hún færði stjórninni þessar upplýsingar, hvort gera ætti málið opinbert, en rikisstjórnin vildi það ekki og leyfði Aksel að stofna i ró og næði SF — enda flokkurinn liklegur til að draga til sin stóran hluta af fylgi kommúnistaflokksins. Margir sem eru vel heima i stjórnm álasögu Danmerkur siðustu árin, telja að nú sé fund- in skýringin fyrir þvi hversu Aksel Larsen sem var formaður SF, var samvinnuþýður við sósialdemókrata. Kratarnir höfðu jú dýrmætar upplýsingar um athafnir Aksels. Gott dæmi um samvinnuþýðni Aksels Larsens eru árin 1966—1968. 1 þingkosningunum 1966 fengu sósialisku flokkarnir, kratar og SF meirihluta á þingi i fyrsta sinn i sögu Danmerkur. SF jók i þeim kosningum fylgi sitt um helming, fékk 20 menn kjörna en hafði áður 10. Sósial- demókratar mynduðu minni- hlutastjórn eftir kosningarar, með stuðningi SF og var Per Hækkerup falið það starf, sem formanni þingflokks krata, að semja og vinna með SF i þing- inu. Þessi kratastjórn þótti með eindæmum hægrisinnuð af slikri stjórn að vera og reis fljótt upp innan SF mikil óánægja út af stuðningi flokksins við stjórn- ina, og urðu þær raddir háværar innan flokksins sem vildu slita samvinnunni við krata. En.það var sama hversu hægri sinnað- ar ákvarðanir rikisstjórnin tók, Aksel Larsen stóð alltaf jafn fast gegn þvi að hætta stuðn- ingnum við stjórnina, og voru margir undrandi yfir þvi hversu hægrisinnaður Aksel var allt i einu orðinn. Öánægjuraddirnar innan SF urðu stöðugt háværari og klofnaði flokkurinn fyrir kosningarnar 1968, minnihlutinn stofnaði nýjan flokk, VS — vinstri sósíalistaflokkinn, kosn- ingunum fékk SF 13 menn kjörna en VS 4, kratar töpuðu 10 mönnum. Eftir kosningarnar lét Per Hækkerup hafa það eftir sér, að kratastjórn hefði tekið hægri sinnaðar ákvarðanir beinlinis til að eyðileggja SF. Sem kunnugt er mynduðu borgaraflokkarnir rikisstjórn eftir þessar kosningar. Sósíal- demókratar komust aftur til valda 1971. Þeir mynduðu þá aftur minnihluta stjórn, sem eins og fyrr naut stuðnings Aks- els Larsens og SF-flokks hans. —ebé — Malmö.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.