Vísir - 10.03.1976, Síða 3

Vísir - 10.03.1976, Síða 3
lYIiðvikudagur 10. marz 1976 3 Mjólkursalan að verða eðlileg Tugþúsundir lítra fengnir að norðan „Salan er að mjakast i eðli- legt horf og þaö er hætt að skammta mjólkina. Dreift var aukaiega i búðirnar i gærkvöldi og dag milli 30 og 40 þúsund litr- um, miðað við venjulega sölu. Ég hef ekki nákvæmar fréttir af sölunni I dag, en sumstaðar hefur mjólkin þó selst upp,” sagði Oddur Helgason hjá Mjólkursamsölunni i viðtali við Vísi i gær. Undanfarna daga hefur mjolkin selst upp á miðjum degi i flestum verslunum, jafnvel þótt tveggja litra skömmtunin hafi verið í gildi. Að sögn afr greiðslufólks voru nokkur brögð að þvi að fólk reyndi að fara i kringum skömmtunina. Bendir ýmisiegt til þess, að vottur af mjólkurhömstrun hafi gripið um sig meöal fólks eftir þurrð- ina i verkfallinu. ,,Ég er ekki viss um, að um slikt sé að ræða,” sagði Oddur, „það verður að gæta þess að öll heimili voru mjólkurlaus i verk- fallslok og auk þess vantaði all- an lager i verslanir. I siðustu viku fengum við 38 þúsund litra af mjólk að norðan ogfáum i þessari viku 40-50 þUs- und litra. Þetta er dýr flutn- ingur, en honum verður haldið áfram, þar til allir geta fengið eins mikla mjólk og þeir vilja. Það veröur dreift venjulegum skammti I verslanir á morgun ogiir þessuætti salan að fara að komast i eðlilegt horf,” sagði Oddur Helgason. —EB. Stefón á toppnum með heimsfrœgum spilurum! „Ég er eðlilega mjög ánægður með árangurinn, þvi þarna voru sterkir spilarar á ferðinni. Sá sem bar sigur úr bitum, er t.d. senni- iega sá, sem flest verðlaun hefur hlotið fyrir bridgekeppni i heiminum i dag,” sagði Stefán Guðjohnsen I viðtali við VIsi. Stefán tók nýlega þátt i sagna- og varnarspilskeppni, sem al- þjóðlegt félag bridgeblaðamanna gekkst fyrir og hreppti þar þriðja til fjórða sæti ásamt franska stór- meistaranum Roger Trezel. Hlutu þeir 1790 stig af 2000 mögu- legum, en sigurvegarinn fékk 1860 stig. „Það var ekki amalegt að deila sæti með Trezel, þvi hann er margfaldur heimsmeistari i bridge,” sagði Stefán. „Okkur voru send verkefni, um sagnir og varnarspil, sem við leystum úr og sendum til baka. Dómnefndin gaf siðan ákveðin stig fyrir hverja lausn og endan- leg stigatala réði úrslitum. Það má lita á þetta, sem mikla viðurkenningu fyrir islenska bridgespilara i heild, þvi þátttak- endur voru allir blaðamenn, sem greina siðan frá úrslitum i sinum þáttum,” sagði Stefán Guðjohn- sen. — EB. Saga af kvenréttindabaráttu — Nemendur M.H. frumsýna Þingkonurnar Leiklistarfélag Menntaskólans við Hamrahlið frumsýnir í kvöld leikritiö ÞINGKONURNAR eftir Aristofanes. i islenskri gerð Kristjáns Árnasonar. 1 leiknum eru 28 hlutverk, þar af 22 kvennahlutverk. Með aðal- hlutverk fara Ragnheiður Tryggvadóttir, Karl Agúst Úlfs- son og Stefán Tryggvason. Leik- stjóri er Stefán Baldursson. Tón- listin er eftir Ólaf H. Simonarson og annast flutning hennar 7 manna hljómsveit úr skólanum. Leiktjöld eru gerð af Myndlistar- félagi M.H. Alls hafa yfir 50 einstaklingar lagt hönd á plóginn við uppsetningu þessa. Leikritið gerist i Aþenu á tim- um höfundar. Frjálsir velefnaðir karlmennráða rikjum. Konurnar eru mjög óánægðar með ástandið og fer svo, að þær taka völdin, með þvi að laumast inn á þingið dulbúnar sem karlmenn. Aristofanes er þekktasti gamanleikjahöfundur grikkja. Leikrit það, sem nemendur M.H. taka nú til sýningar er eitt af sið- ustu verkum hans og er talið að hann hafi með þvi verið að skop- stæla Plato. — VTh Engar fréttamyndir utan af landi í sjónvarpinu Ekkert bólar á samkomulagi i deilu kvikmyndagerðarmanna og rikisútvarpsins, að sögn Gisla Gestssonar, formanns félags Kvikmyndagerðarmanna. Sagði hann, að engar frétta- kvikmyndir hefðu borist utan af landi til sjónvarpsins siðan deilan hófst. Stefna félagsins er m.a. að bæta kjör þeirra manna sem að þeirri myndatöku vinna, m.a. með þvi að koma þvi á, að þeir og þeirra tæki séu tryggð við myndatökur. Að sögn Andrésar Björnssonar útvarpsstjóra er unnið að þvi, að undirbúa fund með deiluaðilum á næstunni, en að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. — EB J - w ' % AÐ VERA VIÐBÚINN Undanfarna daga hefur mátt sjá svartan reykjarmökk stiga upp frá rótum öskjuhliðar eða nánar tiltekið rétt við Reykja- vikurflugvöll. Þarna hafa slökkviliðsmenn veriðað æfingum, en þeir þurfa að vera-i stöðugri þjálfun, þvi þegar kall kemur um eldsvoða er betra að vera við öllu búinn og geta slökkt eldinn á sem skemmstum tima. Á efri myndinni má sjá, hvar slökkviiiðsmaður með reyk- grimu æfir björgun manns úr brennandi húsi. A neðri myndinni eru þeir að slökkva eld i oliu. Ljósm. Einar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.