Vísir - 10.03.1976, Síða 4

Vísir - 10.03.1976, Síða 4
4 IVIiðvikudagur 10. marz 1976 vism Frysta loðnu og framleiða gjaldeyri Loönufrystingin er aö komast í fullan gang aö nýju. Verkfallið setti stórt Ístrik i reikninginn hvað varöaöi loönufrystinguna. A þeim tima sem verkfalliö stóð yfir var loðnan feit og ekki enn farin aö hrygna. Því var hún úrvals hráef ni í f rystingu. Nú er hún orðin mun rýrari og hrygnd í verulegum mæli. Engum blandast hugur um hve loönufrystingin er mikilsverö fyrir þjóöar- búið. Það sést ekki hvaö síst á að mikill munur er á veröi á loðnu til f rystingar og til bræðslu. Þannig er lágmarksverö á loönu núna til bræðslu innan viö þrjár krónur á Y kílóið en til frystingar 24 krónur. A Til þess aö fylgjast meö loðnufrystingunni fóru blaðamaður og Ijósmyndari X Vísis til Kef lavíkur og hittu þar nokkra aö máli sem unnu aö f rystingunni. —EKG/Ljósmyndir JIM „Tvennt ólíkt" „Það er tvennt ólíkt að vinna við loðnu og að vinna venjulega i frysti- húsi,” sagði Magnea ívarsdóttir sem var að vigta loðnu i öskjur i Hraðfrystihúsinu i Keflavik. „Ég vigta 8,2 kiló i hverja öskju og verð að gæta þess að ekki verði yfirvigt né að of litið fari i öskjuna. Ég hef verið tvisvar sinnum áður i loðnu. Venjulega er vinnudag- urinn lengri og tekjurn- ar meiri, en samt sem áður er það alls ekki erf- iðara að vinna við loðn- una en að vera i venju- legri fiskvinnu. Mér finnst betra að vinna i loðnu.” Miklu minni loðna vinnst nú en i fyrra, þar sem svo mikiöaf loðnunni er hrygnd, segir Hinrik Sigurðsson verkstjóri. Magnea ívarsdóttir segist kunna þvi betur að vinna í loðnu en að vera í frystihúsi. Langur vinnudagur var orðinn nœr óþekktur" „Viö erum búnir að frysta i rúma viku. Það er ndg hráefni, enda höfum við þrjá báta á okkar vcgum á loönu. Verst er hve loðn- an er farin að iosa mikið hrogn,” sagði Hinrik Sigurðsson, verk- stjóri I Hraðfrystihúsi Keflavikur þegar viö hittum hann að máli önnum kafinn. „Hér er nóg að gera. í siðustu viku var unnið fjögur kvöld og þar að auki var unnið alla siðustu viku. Þessi mikla kvöld- og helgi- dagavinna var svo gott sem ó- þekkt hjá okkur, nú i seinni tið. Með komu togarans varð vinnan miklu jafnari og vinnudagurinn styttri. Sumir hafa tekið til þess ráðs að vinna á átta tima vöktum allan sólarhringinn. Ég efast hins veg- ar um að það komi betur út. Það þýðir bara að færra fólk vinnur á hverri vakt. Hér vinnur allt það fólk sem var i fiskvinnslu. Fram að hádegi vinna hér 26 en eftir hádegi 34.” Hvað vinnið þið mörg tonn á dag? „Frá þvi klukkan hálf ellefu um morguninn til tiu um kvöldið voru unnin 23 tonn. Það er ekkert mið- að við það sem var árið 1974, þá kom það oft fyrir að unnin voru 40 tonn á dag. Astæðan fyrir þvi hve miklu minna er unnið núna er sú að loðnan er lélegri. Verkfallið fór illa með okkur. Við misstum tima sem hægt hefði verið að frysta mikið. Þegar loðnan kemur vestur fyrir Reykjanes er hún mjög oft hrygnd og þá ekki nothæf i fryst- ingu. Ef aflinn er 40% til 50% hrygna má búastviðað viðgetum unnið á þessum árstima i frystingu um það bil 28—30% aflans.”

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.