Vísir - 10.03.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 10.03.1976, Blaðsíða 7
VISIR lYIiövikudagur 10. marz 1976 og Oiafur Hauksson ^ m ^ ^ ^ ^ ^ 43 f ferjunni einn lifði af Aðeins einn komst af þegar stór kláfferja féll til jarðar I Dólómitafjöllum i Italiu I gær. 42 fórust. Eftirlifandi er fjórtán ára gömul itölsk stúlka frá Milanó. Orsök slyssins er enn hulin ráögáta, en rann- sóknarmenn vonast til aö stúlkan geti einhverju ljósi á hana varpað. 1 kláfferjunni voru ferða- menn og skiðamenn á leið frá skiðabrekkunum. Sjónarvott- ur sagði að skyndilega hefði sér virst klefinn renna aftur- ábak. Siðan losnaði hann af burðarvirnum, og féll 50 metra niður i fjallshliðina. Rannsóknarmenn telja hugsanlegt að dragvirinn hafi skyndilega flækst. Við það hafi burðarvirinn farið úr rás sinni, og klefinn fallið. Stórt og þungt stálhjól af nálægu burð- armastri féll einnig niður — og lenti að öllum likindum á klef- anum. Telja rannsóknarmenn að stálhjólið hafa valdið mesta skaðanum. Þetta slys er það mesta sem orðið hefur á kláf- ferju. Kiáfferjan féll niður rúma 50 metra áöur en hún lenti i fjallshliöinni meö 43 innanborös. Stáistykkiö sem liggur ofan á sundurkrömdum ferjuklefanum Iosnaði úr buröar- mastri, og féll niður á klefann. Taliö er aö þungt stálið hafi valdiö dauöa fiestra þeirra sem fórust. Ford sigraði í Florída en Carter hlaut mest fylgi meðal demókrata í forkosningunum, þar sem Wallace hafði verið spáð sigri Ford forseti og Jimmy Carter fóru hvor um sig með sigur af hólmi I sinum fiokki i forkosning- unum í Flórida i gær. Þegar talningu var lokið hjá repúblikönum, kom iljós.aö Ford haföi hlotiö 53% atkvæöa, meöan keppinautur hans, Ronald Reag- an, fékk 47%. Ford: 53% Á meöan var talingu enn ólokiö hjá demókrötum, en þar haföi Carter örugga forystu meö 35% meöan George Wallace haföi 32%, og var Carter spáö sigri. Carter kom á óvart Þessi sigur Carters kemur nokkuð á óvart, þvi að George Wallace hafði sigrað auðveldlega með um 50% atkvæða i forkosn- ingunum i Flórida 1972. — Gefur þetta Carter mikinn byr i seglin i kapphlaupi demókrata um út- nefningu flokksins til framboðs i forsetakosningunum. Henry Jackson, sem sigraði i forkosningum demókrata i Massachusetts i siðustu viku, fékk þriðja mesta atkvæðamagn demókrata i Flórida eða 21% (eft- ir þvi sem menn töldu sig sjá fyrir). — Þykir það spá góðu um horfur hans i næstu forkosning- um. Reagan: 47% Mikil kjörsókn Þátttaka i þessum prófkjörum flokkanna var mjög góð þrátt fyr- ir rigningu, þrumuveður og stormaviðvaranir veðurstofunn- ar. — A kjörskrá repúblikana i Flórida var um ein milljón manna, en hjá demókrötum um 2.4 milljónir. — Þegar talningu lauk hjá repúblikönum kom i ljós, að 95% höfðu greitt atkvæði. Báðir ánægðir Ford forseti var yfir sig ánægð- miöe viss um sigurhorfur sinar i Illinois i næstu viku, og sagði, að Ford hefði eytt öllu púðri sinu i ( ur með úrslitin og aðstoðarmenn hans spá þvi, að eftir úrslitin i forkosningum i Illinois i næstu viku megi Reagan heita glveg úr leik, en þeir eru mjög sigurvissir fyrir hönd Fords. Reagan bar sig vel, þegar úr- slitin voru orðin fyrirsjáanleg, og kvaðst ánægður með það fylgi, sem hann hefði hlotið. Hann var Carter: 35% undirbúningi forkosninganna i Flórida, meðan hann sjálfur hefði þurft að vera með annan fótinn i Illinois og Chicago til þess að búa sig undir næstu viku. Carter hélt mikla sigurhátið með stuðningsmönnum sinum i demókrataflokknum, strax og tölur bentu til sigurs hans. — ,,Ég er það framboðsefnið, sem er liklegast til þess aö ná kosningu sem forseti,” sagði hann. Wallace lét ekki illa yfir úrslit- unum, og benti á, að atkvæða- munurinn væri ekki ýkja mikill. Kvaðst hann enn eiga góða mögu- leika i samkeppninni. Á brattann að sækja hjá Reagan Fréttaskýrendur vilja leggja það upp úr úrslitunum i Flórida, að ekki standist lengur fullyrð- ingar Reagans um að leikara- frægð hans og ræðusnilld geri hann frambæriiegri sem fram- bjóðanda repúbikanaflokksins heldur en Ford. — Ford hafi i Flórida greinilega sýnt, að hann geti laðað kjósendur að sér, þótt hann hafi ekki byrjað geyst kosn- ingabaráttuna. (Forkosningarn- ar i New Hampshire, fyrstu for- kosningarnar þetta árið, vann Ford mjög naumlega). — Þeir telja, að nú verði mjög á brattann að sækjafyrir Reagan, sem fyrir mánuði var spáð sigri i Flórida, sem brást svo, þegar á reyndi. Markmið forkosninganna 1 forkosningunum eru valdir fulltrúar i hverju riki til að sitja landsþing flokkanna, sem haldin verða i sumar. En landsþingin út- nefna frambjóðanda fyrir for- setakosningarnar. Til þess að hljóta útnefningu flokks sins, þarf framboðsefni i demókrataflokkn- um að fá atkvæði að minnsta 1,505 fulltrúa af landsþinginu (af 3,008), meðan repúbikani þarf i sinum flokki atkvæði 1,130 fulltrúa (af 2,259). Flokksdéilöirnar~'i Plórida senda 81 fulltrúa á landsþing demókrata og 66 fulltrúa á lands- þing repúblikana. Tékkneskir lögreglu- menn naskir í þjófaleit Tékkneska fréttastofan, Ceteka, greinir frá þvi i gær að lögreglan i Tékkóslóvakiu hafi upplýst 81% þeirra 267.000 afbrota, sem framin voru i fyrra. — Það var 5% aukning afbrota frá þvi árið áður. Afengið var talið eiga meginsök á 53% ofbeldisglæpa og 37% innbrota og þjófnaða. Skipasmíðar Japanirvoru í fyrra mestu skipa- smiðir heims, eins og fyrrum. En Pólland, Brasilia og Suður-Kórea hafa dregið á þá i skipaframleiösl- unni, eftir þvi sem skipaskrá Lloyds greinir frá. Heildarsmálestafjöldi skipa smiðaöra i Japan nam 16,9 milljón brúttólestum, sem eru um 49,6% nýsmiðaöra skipa á árinu. — Hefur kaupskipaflota heims aldrei fyrr bæst eins mörg ný skip á einu ári. — Arið 1974var hlutur Japans i nýj- um skipum um 50,5%. Pólland, Brasilla og Suður-Kórea juku við sig i Skipasmiðum samtals um 454.000 smálestir, en þaö er næstum jafnmikið og bandariskar skipasmiðastöðvar skiluðu af sér á árinu. Vestur-Þýskaland hleypti af stokkunum 2,5 milljónum smá- Iesta, Sviþjóð 2,2 milljónum, Spánn 1,6 milljónum og Bretland 1,2 mill- jónum lesta. — Er breski skipa- iðnaöurinn greinilega á niðurleið — og hafa bretar aðeins einu sinni smiðað færri skip siðan 1969. Hver fann upp talsímann? Italskættaðir bandarikjamenn létu ekki á sér kræla, þótt banda/ riska póstyfirstjórnin léti gefa út frlmerki með mynd af hinum skoskættaða Alexander Graham Bell iviðurkenningarskyni fyrir, aö hann fann upp talsimann. Italsk-ameriska sögufélagiö haföiþó áöur reynt að leita tildóm- stóianna til að fá viöurkenningu á þvi, að það hefði veriö italinn, Antonio Meucci, sem fengið heföi 28. desember 1871 einkaleyfi á tal- simanum. — Bell aftur á móti hélt opinbera sýningu á uppfinningu sinni 1876, en dómstólar hafa samt staðfest einkaleyfi hans á talsim- anum. A ltalfu hefur þegar verið gefiö út frimerki með mynd af Meucci sem uppfinningamanni talsimans. Var konu Eddies mis- þyrmt í fangelsinu? Irski hryðjuverkamaðurinn Eddie Gallagher sem kom fyrir rétt i gær i fyrsta sinn fyrir ránið á hollenska iðjuhöldinum Tiede Herrema, hélt þvi fram i réttinum, að kona hans hefði fætt honum son sem handleggsbrotinn var á báð- um. — Kenndi hann um barsmið, sem kona hans hefði sætt, bams- hafandi, meöan hún var i fangelsi. Eitt af skilýrðunum sem Gallagher setti fyrir þvi að sleppa gisl sinum, var að konu hans yrði sleppt úr fangelsi. Hann spuröi fangelsisstjóra Limerickfangelsisins.sem hann lét kalla i vitnastúkuna (en Eddie flytur vörn málsins sjálfur), hvi þaö hefði verið nauðsynlegt aö mis- þyrma konu hans svona. Aður en fangelsisstjórinn náði að svara, visaði dómarinn spurning- unni á bug sem málinu óviökom- andi. Lést af völdum svitaeyðis Fjórtán ára stúlka i Waterloo i Iowa i Bandarikjunum lést af völd- um aerosol-svitaeyðis sem banda- riskir unglingar anda að sér til þess að komast i áfengisvimu, svipað og börgð hafa verið að meö þynni á Norðurlönúum. Fannst stúlkan látin i rúmi sinu og hjá henni plastpoki og svita- eyöibrúsi. — Sérfræðingar segja að eimurinn af svitaeyðingum sé manneskjunni hættulegur ef hon- um er andað að sér i miklum mæli. Hefur hann áhrif á hjartaslögin. Námaslys Fimmtán námamanna er saknað eftir sprengingu sem varð I kola- námu i Partridge i Kentucky i gær Þeir lokuðust niðri i námunni — og hefur ekki tekist enn að ná þeim upp. — Það er talið að methangas hafi valdið sprengingunni. Methrísgrjóna- uppskera Sérfræðingar spá þvi að hris j grjónaframleiðsla heims nái á ? þessu ári 352,4 milljónum smá- ij lesta, sem sé meira en nokkru sinn, '•} fyrr i sögu jarðarbúa. — Þett.a jj þakka menn mest metuppskeru i | suðurhluta heims vegna góðæris. js Einkum gekk hrisgrjónauppskeran í vel hjá Brasiliumönnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.