Vísir - 10.03.1976, Side 12

Vísir - 10.03.1976, Side 12
Bikarinn af stað! Fyrstu leikirnir I bikar- keppninni i handknattleik karla verða leiknir i Laugar- dalshöllinni i kvöld. Verða þar tveir leíkir á dagskrá, og má búast við aö þeir geti orðið báðir all-skemmtilegir. t fyrri leiknum mætast 2. deildarlið Fylkis og Leiknis, en Leiknir kom mjög á óvart i bikarkeppninni i fyrra, þar sem liðið komst i undanúrslit. Siðari leikurinn verður á milli 1. deildarliöanna Þróttar og Hauka, og eru það einu 1. deildarliðin sem mætast i þessari umferð mótsins. Haukarnir verða án Eliasar Jónassonar, sem verið hefur einn besti maður liðsins i vet- ur, en hann slasaðist illa i leik landsliðsins og pressuliðsins á dögunum og hefur legið á sjúkrahási siðan. —klp— Reykjavikurmeistarar Armanns i sundknattleik 1976. Ármann með fullt hús! Ármenningar fóru ósigraðir i gegnum Reykjavikurmótið i sund- knattleik, sem iauk i Sundhöllinni i gærkvöldi. Þá áttust við Armann og KR og lauk þeirri viðureign með sigri Ármanns 7:4. Fyrir leikinn voru ármenningar búnir að tryggja sér sigur i mótinu svo að þessi leikur var nánast formsatriði. Það var þó ekki að sjá þegar i laugina var komið þvi að ekkert var gefið eftir og mikið gekk á allan timann. Menn héldu þó sundskýlunum heilum — en fyrir kemur að þær séu rifnar i tætlur þegar mest gengur á i sundknattleikn- um — og þó nokkuð var um að menn væru kaffærðir all-kröftulega. Armenningar höfðu 2:1 yfir eftir fyrstu hrinuna, en eftír aöra hrinu var staðan jöfn 3:3. í þeirri þriðju skoruðu ármenningar eitt mark en KR-ingar ekkert, og í siðustu hrinunni skoruðu þeir 3 mörk gegn 1 marki KR, þannig að lokatölurnar urðu 7:4. Stefán Ingólfsson var markhæstur ármenninga i leiknum — skoraði 4 mörk. Guðmundur Ingólfsson skoraði 2 mörk og Ingvar Sigfússon 1 mark. Ólafur Gunnlaugsson var markhæstur KR-inga með 3 mörk. Annenningar hlutu alls 8 stig i þessu móti, KR 3 stig og Ægir 1 stig. Næsta sundknattleiksmót verður Sigurgeirs- mdtið sem hefst I byrjun næsta mán- aðar, en tslandsmótið verður þar næst á dagskrá —ibyrjun mai — og fer það fram i Laugardalslauginni. —klp— --------------- * KR fékk Coca-Cola bikarinn! Körfuknattleiksmenn KR eru öruggir um að fara ekki bikar- lausir út úr þessu keppnistima- bili. Þeir tryggðu sér einn i gær- kvöldi — Coca Cola bikarinn — en um hann kepptu fjögur efstu liðin 11. deildinni i ár, KR, ÍR, Ármann og Njarðvík. Úrslitaleikur mótsins var á milli KR og 1R i gærkvöldi og lauk honum með sigri KR-inga, sem skoruðu 81 stig gegn 78 stigum ís- landsmeistaranna. Armann hreppti þriðja sætið með þvi að sigra Njarðvik með tveggja stiga mun — 94:92. IR-ingarnir léku i gær án Kol- beins Kristinssonar og Þorsteins Hallgrimssonar — og veikti það liðiö mikið. KR-ingarnir voru aft- ur á móti með fullt lið — nema að „Trukkurinn” var lasinn og lék litiö meö, enda skoraði hann ekki nema 15 stig i leiknum, sem er það minnsta sem hann hefur skorað siðan hann kom til lands- ins. Um miðjan fyrri hálfleikinn var staðan 17:16 fyrir 1R, en i hálfleik hafði KR örugga forystu — 40:28. Þegar rúmlega tvær minútur voru eftir af leiknum var staðan 77:63fyrirKR. IR náðiað minnka bilið i 79:77, en KR tókst þá að skora eina körfu og tryggja sér sigur —- 81:78. Gunnar Jóakimsson var stiga- hæstur KR-inga i leiknum — skor- aði 16 stig. Hjá IR voru bræðurnir Jón og Kristinn Jörundssynir stigahæstir — báðir með 17 stig. Leikur Armanns og Njarðvikur um 3ja sætið var jafn og skemmtilegur allan timann. Ar- mann hafði 4 stig yfir i hálfleik 49:45 og rétt fyrir leikslok höfðu þeir 6 stig yfir — 94:88. Njarðvik- ingarnir skoruðu 4 siöustu stig leiksins, og urðu þvi lokatölurnar 94:92 Ármanni i vil. Jimmy Rogers var stigahæstur Ármenninga með 30 stig. Jón Sigurðssn kom næstur honum með 25. Hjá Njarðvik voru þeir stigahæstir Stefán Bjarkason 24 og Kári Marisson með 17 stig. 1 kvöld verða KR-ingarnir aftur á ferðinni i Hagaskólanum — leika þá við Fram i 1. deildinni. Annað kvöld verða tveir leikir i Bikarkeppni KKI i Hagaskólan- um —Njarðvik leikur við Breiða- blik og IR við Ármann. _kip_ ÞRÍR FYRSTU FRÁ SVISS Svisslendingar áttu þrjá fyrstu menn i Evrópubikarkeppninni i stórsvigi sem l'ram fór i Jasna í Tékkóálóvakiu I gær. Peter Schwendener sigraði, hann fékk timann 2:59,03 minútur, Christian Sottaz varð annar og Christian Hemmi varð þriðji. Fjórða mann áttu italir — Tiziano Bieller sem fékk timann 3:00,53 minútur. Fyrirliöi Milford, Bob Mclver meiöist i leiknum.... Útaf með dómarann.... Það vakti mikinn fögnuð áhorfenda I leiknum á milli Fram og Vals i 1. deild kvenna i gærkvöldi þegar annar dómari leiksins, Kristján örn Ingibergsson, rak kollcga sinn úr dómarastéttinni, Jón Friðsteins- son, frá bekk Framliðsins og upp i áhorfendastúku. Jón mun hafa verið að kalla eitthvað inn á völlinn, enda einn dyggasti stuðningsmaður Fram, sem kemur i Laugardalshöllina — og mun Kristján ekki hafa verið allskostar ánægður með það. Hér má sjá Jón skunda brosandi yfir völlinn, en Kristján stendur ábúöarmikill við linuna og bendir upp i áhorfendastúku.... Ljósmynd Einar. Það var ekki oft sem valsstúlkurnar fengu tækifæri til að skora I leiknum við Fram I gærkvöldi. Hér hefur þó Harpa Guðmundsdóttir sloppið á milli þeirra Oddnýjar Sigsteinsdóttur og Guðríðar Guðjóns- dóttur — númer 9 — sem er dóttir þeirra Guðjóns Jónssonar og Sigriðar Sigurðardóttur sem i mörg ár léku með Fram og Val og auk þess fjölda landsleikja. Ljósmynd: Einar. Uníted í undanúrslít ensku bikarkeppnínar — eftir að hafa sigrað Úlfana í framlengdum leik og mœtir Englandsmeisturunum Derby County Manchester United tryggði sér réttinn til að leika i undanúrslit- um ensku bikarkeppninnar i gær- kvöldi, þegar liðið sigraði Úlfana 3:2 i framlengdum leik á Molin- eux i Wolverhampton. Það leit ekki vel út hjá Man- chester i fyrstu — þvi að strax á annarri minútu leiksins sendi Steve Kindon boltann i markið hjá United — og um miðjan fyrri hálfleikinn bætti John Richards öðru markinu við. • En þó að móti blési — og Man- chester missti Lou Macari útaf vegna meiðsla, gáfust leikmenn liðsins ekki upp — og fyrir leikhlé tókst Stuart Person að minnka muninn fyrir Manchester með fallegu marki. 1 siðari hálfleik tókst svo Brian „Betri en Pelé" — segir Georg Best sem hefur undirritað samning við bandarískt félag ,,Ég er betri en Pelé þegar frægðarsól hans skein sem hæst” sagði irski vandræðamaðurinn og glaumgosinn Gcorg Best þegar hann kom til Los Angeles i Bandarikjunum i s.l. viku. Best undirritaði þá samning við knatt- spyrnuliöið Los Angcles Aztecs sem hann mun leika með það sem cftir er af keppnistimabilinu. Við þetta tækifæri mætti hann i skitugum gallabuxum og T- skyrtu með þriggja daga gamalt skegg — og var allsendis ófeiminn við að gefa út yfirlýsingar um hvcr væri besti knattspyrnumað- urinn í heiminum i dag. —BB Greenhoff að jafna fyrir United — og leikar stóðu 2:2 eftir venju- legan leiktima. Þá var framlengt —-og begar sjö minútur voru liðn- ar af framlengingunni skoraði Sammy Mcllroy sigurmark Man- chester United, sem leikur gegn Derby á Hillsbrough, leikvelli Sheffield Wednesday, i undanúr- slitunum 3. april n.k. Hin liðin i undanúrslitunum eru Southamp- ton og Crystal Palace sem leika á leikvelli Chelsea, Stamford Bridge i London. Annars urðu úrslit leikja i gær- kvöldi þessi: Bikarkeppnin Wolves — Manch. Utd. 1. deild Leeds — West Ham 2. deild Fulham — Southampton 3. deild C. Palace —Port Vale Grimsby — Walsall Halifax — Gillingham Preston — Chesterf. Swindon — Rotherham Skoska bikarkcppnin Hearts —Montrose ' Fram tryggði sér svo gott sem islandsmeistaratitilinn i hand- knattleik kvenna i gærkvöldi með þvi að sigra Val með 13 mörkum gegn 5. Þá tryggðu ármanns- stúlkurnar sér silfurverðlaunin með þvi að sigra FH með 15 mörkum gegn 10, en v alsstúlk- urnar, sem lengi vel voru taldar öruggar með sigur I mótinu, verða að sætta sig við þriðja sæt- ið. Eini möguleikinn á að Fram missi af titlinum i ár er að iiðið tapi fyrir KR i næsta leik, en það er siðasti leikur mótsins. Heldur eru litlar likur á þvi — þótt svo að KR hafi sigrað Fram i Reykja- vikurmótinu — þvi Fram er nú raeð mun betra lið, og á ekki að ( STAÐAN ] Staðan i tslandsmótinu i hand- knattleik 1. deild kvenna eftir leikina i gærkvöldi er nú þessi: Fram — Valur 13:5 Ármann — FH 15:10 KR — Vikingur 9:8 Fram 13 11 1 1 198:115 23 Ármann 13 10 1 2 190:138 21 Valur 13 10 0 3 201:123 19 FH 13 8 0 5 169:138 16 KR 13 5 1 7 132:165 11 Vikingur 13 1 1 10 110:172 5 Breiðablik 12 2 1 9 101:175 5 Keflavik 12 0 1 11 124:199 1 Næstu leikir: A laugardaginn leika Keflavik — Breiðablik og laugardaginn 21. mars verður siðasta umferðin, þá leika: Kefla- vik — Valur, Breiðablik — FH, Fram — KR og Vikingur — Ar- mann. vera i neinum vandræðum með KR-stúlkurnar. Valsstúlkurnar byrjuðu ágæt- lega i leiknum i gær — skoruðu tvö fyrstu mörkin — en Fram jafnaði og var einu marki yfir i hálfleik 4:3. I siðari hálfleik fór allt úr skorðum hjá Val, og áður en varði var Fram komið með góða stöðu. Þegar svo Sigrún Guðmundsdótt- ir — sú besta i liði Vals i vetur — meiddist og varð að yfirgefa völlinn, hrundi ’valsliðið gjörsám- lega, og Fram sigraði í leiknum með 13 mörkum gegn 5. Skoruðu valsstúlkurnar þvi ekki nema 2 mörk i siðari hálfleik,' en fengu á sig 9. Valsstúlkurnar voru taldar sigurstranglegastar i mótinu þar til fyrir nokkrum vikum. Höfðu þær þá ekki tapað leik og sýnt mikla yfirburði. En þá lagði FH þærað velli, siðan Ármann og svo Fram i gærkvöldi. Framstúlkurnar höfðu mikla yfirburði i leiknum eins og markatalan sýnir. Hjá þeim kom ný stjarna fram á sjónarsviðið, hin 14 ára gamla Guðriður Guð- jónsdóttir, sem var markhæst i leiknum — skoraði 4 mörk. Hún á ekki langt að sækja kunnáttuna i handknattleik, faðir hennar er Guðjón Jónsson núverandi þjálf- ari liðsins og margfaldur meist- ari með Fram i handknattleik. Móðir hennar er Sfgriður Sigurð- ardóttir, sem i mörg ár lék með Val, og var ein besta handknatt- leikskona landsins á sínum tima — var m.a. kosin „Iþróttamaður ársins” — eina islenska iþrótta- konan, sem hefur hlotið það sæmdarheiti. Arnþrúður Karlsdóttir lék nú aftur með Fram, eftir meiðsli sem hún hlaut i starfi sinu sem lögregluþjónn fyrir nokkru. Skoraði hún 3 mörk, en það gerði einnig Guðrún Sverrisdóttir, sem var áberandi góð i vörninni. Hjá Val var litið um stjörnu- leiki að þessu sinni — landsliðs- fyrirliðinn Hrefna Bjarnadóttir komst ekki einu sinni i liðið frekar en i siðasta leik, þótt svo að hún komist i landsliðið!! Björg Guð- mundsdóttir var markhæst Vals- stúlknanna — skoraði meira en helming markanna sem liðið gerði — eöa 3 talsins. Valur á áð leika við Keflavik i siðustu umferö mótsins, og ætti það að vera nokkuð öruggur sigur hjá Val. Það nægir samt ekki til að hljóta silfurverðlaunin — þau hljóta að falla ármannsstúlkun- um i skaut, nema þær fari aö tapa fyrir Viking i sfðasta leiknum. Armannsstúlkurnar sigruðu FH i gærkvöldi með 15 mörkum gegn 10 eftir að hafa verið 9:5 yfir i hálfleik. FH byrjaði á þvi að taka þær Erlu Sverrisdóttur og Guðrúnu Sigþórsdóttur úr umferð i ieiknum i gær. Við það opnaðist fyrir hinar, og komst Ármann I 6:0 áður en FH hætti við „púka- leikinn”.... Þetta forskot sem Ármann fékk nægði liðinu til að sigra með fimm marka mun. Þriðji leikurinn i 1. deildinni i gærkvöldi var á milli KR og Vikings og lauk honum með sigri KR 9:8. kb/—klp— Kambaboð- hlaupið ó laugardag Kambaboðhlaup fer fram á laugardaginn fjórða árið i röð. Illaupið verður frá Kambabrún að ÍR-húsinu við Túngötu og er vegalengdin um 40 kilómetrar. Keppt verður i fjögra manna sveitum og er þegar vitað um fjórar sveitir, sveit 1R, FH, HSK og Menntaskólans við Tjörnina. Hlaupið hefst kl. 14:00 á laugar- daginn. —BB Ármann með kynningardag Glimufélagið Ármann gengst fyrir kynningardegi i iþróttahúsi Kennaraháskólans nk. sunnudag kl. 16:00. Þar verða allar deildir félags- ins kynntar i leik, keppni og sýn- ingu. Aðgangur er ókeypis. „FÆR ENGAR 5 MILLJÓNIR" segir formaður Víkings um laun nýja þjólfarans Norska blaðið VG skýrir frá þvi i vikunni að Islenskt knatt- spyrnufélag — Vikingur — hafi nýlega ráöið til sin enska þjálf- arann, Billy Haydock, sem nú starfar hjá 3. deildarliðinu Preston. Segir blaðið að Hay- dock hafi gert samning við Vik- ing til tveggja ára, og fái hann i sinn hlut 175 þúsund norskar krónur, sem eru liðlega fimm milljónir króna islenskar. Auk þess fái hann hús og bil til af- nota á samningstimanum. Við snerum okkur til Jóns Aðalsteins Jónssonar, formanns Vikings, og spurðum hann hvað væri hæft i þessari frétt blaðs- ins. „Þetta er algjörlega úr lausu lofti gripið” sagði Jón. „Það fyrsta er að við höfum gert samning við Haydok frá 15. mars til 15. ágúst eða i fimm mánuði og eru laun hans liðlega 100 þúsund á mánuði sem alls ekki er óeðlilegt. Hitt er rétt, að við sjáum honum fyrir húsnæði og afnot af bifrcið á samnings- timanum.” —BB Umsjón: Kjartan L. Pálsson og Björn Blöndal Gullið blasir við framstúlkunum! Sigruðu Val 13:5 í 1. deild kvenna í gœrkvöldi — Armann vann FH 15:10 og ú að nú silfurverðlaununum nema allt fari úr skorðum í síðustu umferðinni

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.