Vísir - 10.03.1976, Síða 14

Vísir - 10.03.1976, Síða 14
Eigum við oð svelta fé í heimahögum ó haustin? I.ilja Bjarnadóttir skrifar: Ég rakst á gamla grein úr Visi fyrir stuttu. Reyndar er hún skrifuð fimmtudaginn 21. nóvember 1974, en mér finnst málið vera i góðu gengi enn þrátt fyrir það. Þar er bent á að það sé röng stefna að striðala dilka fyrir slátrun. Þeir sem skrifa um dilkakjöt ættu að reyna að kynna sér hvernig sauðkindin er vaxin. Dilkur sem vegur 35 kg, þarf ekki að vera tómt fituhvap. Bændur taka lömb sin i girðingar á haustin á meðan beðið er eftir slátrun. Auðvitað er óhjákvæmilegt, að flest lömbin bæti við sig, þegar þau koma af úthaga á ræktað land. En mikill hluti girts lands hjá bændum er meira og minna ræktaður. Ætlast kaupst.búar til að bændur hafi fé sitt i svelti þegar það kemur heim, svo úti- lokað sé að örlitil fita finnist á skrokkunum? Nei og aftur nei. A meðan að sauðfjárrækt þrifst i landinu, framleiðum við ekki horkjöt að gamni okkar. Og ég er engan veginn viss um að reykviskar húsmæður vildu greiða verulega hærra verð fyr- ir kjötið, ef það væri grennra. Þeim fækkar ekkert kilóunum sem þær þurfa i pottinn, og bændurnir þurfa lfka að lifa. Og hafið þið gert ykkur grein fýrir þvi, að Islenskar sveita- konur lifa lika á lambakjöti? Mér þætti gaman að ræða við þetta „venjulega” fólk, sem tal- að er um að vilji ekki skrokka sem eru yfir tuttugu kiló. Ætli það hafi gert sér grein fyrir hvers það fer á mis, eða liggur þetta ef til vill i verðlaginu? Tuttugu kilóa skrokkur fer undantekningalitið i fyrsta verðflokk, og er þar af leiðandi dýrastur. Gæti orsakarinnar ekki verið að leita einmitt þar? Fólk kaupir ódýrara kjöt, þegar það er á boðstólum, af þvi að það er ódýrara, en ekki ein- göngu vegna þess að það er fitu- minna. Það eru svo margar hliðar á máli hverju, en við eig- um ekki að einblina á eina og taka hana út úr. Eins og þegar samtökin um að kaupa ekki landbúnaðarafurðir risu sem hæst. Hvers vegna hættu ekki reykviskar húsmæð- ur að kaupa sykur þegar hann hækkaði upp úr öllu valdi? Hver vill svara þvi? Sveitafólkið lifir á landbúnaðarvörum eins og kaupstaðarfólkið. Og i mörgum tilfellum á mjólk og kjöti sem ekki er niðurgreitt. Allir vilja hækkað kaup. Bændur fá sitt kaup i gegnum vöruna sem þeir framleiða. Þeirgeta ekki farið i verkföll. Kýrnar þarf að mjólka allt árið og allar skepnur þurfa fóðrið sitt. Og þar sem bóndinn lifir og starfar við lifandi búpen- ing, lifir hann i stöðugri áhættu með afkomuna. Það eru ekki hundruð i hættunni þó að verka- maður i almennri vinnu verði veikur og frá' vinnu i einn.tvo daga, eða ef til vill viku. Jú, hann tapar að visu kaupi, en fær oftast greidda veikindadaga. Bóndinn má aldrei verða veik- ur, og hann fær aldrei greidda veikindadaga. Lifandi fénaður þarf hirðingu jafnt helga daga sem virka. Og svo vill kaup- staðarbúinn að bændur svelti féð þegar það kemur af fjalli á haustin. Ég held, að þeir ættu heldur að verða sér úti um geitakjöt, eða jafnvel tófu- skrokka, Svona fólk þarf ekki ætt kjöt, ef það kann ekki að meta það. Bestu kveðjur til „venjulega” fólksins. Arnfríður Pálsdóttir hafði sam- band við blaðið: Það er enginn smábóndi þessi Haukur i Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd. Þar hefur hann 150 kúa f jós — ekkert smá- fjós það. En gæti ekki læðst sá grunur að lesendum blaðanna eftir a 11- ar yfirlýsingarnar hans að þarna væri um fjármála- hneyksli aö ræða, þegar einn bóndi getur byggt og vélvætt sem skyldi á sama tima og fjöldi bænda fær synjun um fyrir- greiðslu smáframkvæmda á jörðum sinum. Erti allir bændur aðrir á landinu bara bjánar að hafa ekki tekið stórbóndann á Svalbarðsströndinni sér til fyrirmyndar? Eða er þetta eina „stórjörðin” á landinu og leynd- ist þá þarna á Svalbarðsströnd- inni? Skulda- bréfin ny|u œtluð ríka fólkinu Húsmóðir hafði sam- band við blaðið: Skuldabréfin nýju eru ekki ætluð al- menningi. Ég held að þau séu eingöngu ætl- uð fyrir þá riku. Hvaða almennur launþegi hefur áð á að fjárfesta i skuldabréf- um sem eru 10 þúsund krónur að nafnverði, hvað þá 50 að ég nú ekki tali um 100 þús- und króna bréf. Mér finnst að þetta séu of stór hlutaskipti. Það eru margir, sem vilja eignast skuldabréf, og finnst mér þá, að bréf fyrir almenning mættu ekki kosta meira en tvö þús- und krónur að hámarki. Með þvi eina móti væri almennum launþegum gert kleift að eign- ast þau. Setjum nú svo, að afa og Ömmu langaði til að gleðja barnabarn sitt með skulda- bréfi i fermingargjöf. Ég spyr, um hvern er verið að hugsa i þessu tilfelli? Ég þekki marga, sem vildu gefa svona skuldabréf i tækifærisgjafir. Ég hef ekki látið mér detta i hug, að þessi rikisstjórn eða aðrar- gætu verið svona hreinskilnar i okkar vel- ferðarþjóðfélagi, að láta svona ójöfnuð eiga sér stað. Mér finnst að rikisstjórnin hefði átt að ganga fram fyrir skjöldu og láta sjá að hún þori að koma fram af hreinskilni i þeim vandamálum, sem komið hafa fram að undan- förnu og er bölvaldur þjóð- félagsins, verðbólgan. ^Spariskírteini útgefin i fyrir 500 milljónir kr. I MIOVIKLOACINN H. ■«! •*- _l.nlu flmi Ríkið slœr lón hjó einstakl- ingum

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.