Vísir - 11.03.1976, Blaðsíða 6

Vísir - 11.03.1976, Blaðsíða 6
Fimmtudagur II. marz 1976__ Umsjón: Guömundur Pétursson OGNARAIDA FRAM- UNDAN í 10ND0N Undanfarin þrjú ár hafa 16 látist og 600 slasast af völdum sprengjutilræða og skotárása í London. Lögregluforingi í London sagði í gær að síðan í mars / 1973 hefði 115 sinnum sprungið sprengja — eða verið skotið á fólk þar í borg. Lögregiuforinginn var að skýra frá heildartölum um glæpi siöasta árs i London. „Framundan er mesta ofbeldisalda i sögu borgar- innar, en lögreglan telur að tak- ast megi að hafa við ofbeldis- seggjunum” sagði lögreglufor- inginn John Wiison. Hann sagði að nú væru sex til sjö hundruð lögregluþjónar að staðaldri á ferli i mið-London að næturþeli, en þar hafa einmitt flestar sprengingar og skotárásir verið. Wilson sagði aö meöan svo mik- ill mannafli væri bundinn þar, væri erfitt að glima við glæpi i öörum hverfum borgarinnar. Glæpir i London jukust um niu prósent á siðasta ári. Mest varð aukning á ránum og þjófnaðar- árásum, 43 prósent sem er met- aukning. 145morð voru framin i borginni og 167 nauðganir. Þriðjungur þeirra sem teknir voru fyrir árás- ir á fólk voru á aldrinum 10 til 16 ára. Wilson lögregluforingi sagði að einn mesti höfuðverkur lögregl- unnar væru smáglæpirnir, þjófn- aðarárásir, bilaþjófnaðir og minniháttar innbrot. Meirihluti glæpamannanna eru ungir menn, yfirleitt óreyndir á þessu sviði — og litið þekktir hjá lögreglunni. Utlit fyrir góða uppskeru í USA haustið myndu sovét- menn vera búnir að kaupa milli fimm og sex Sovétmenn hafa ekkert korn keypt frá USA siðan i nóvember, en kaupa núnamilli 2,5 og 3 mill- jónir lesta af mais, og annað eins magn af hveiti, þegar sumarupp- skeran verður af staðin. Bandarikjastjórn hafði boðið Moskvu að kaupa hveitið úr fyrstu uppskerunni i júni, fremur en biða fram i október, eins og gert hafði verið ráð fyrir i korn- sölusamningi landanna. Landbúnaðarráðunautar og bændur i Bandarikjunum hafa mikinn áhuga á að kornsölunni til Sovét verði flýtt til þess að ekki myndist kornfjall á heimamark- aðnum, en það myndi strax leiða til mikillar verðlækkunar. — 1 fyrra var metuppskera hveitis i Bandarikjunum og nú horfir tii góðrar hveiti- og kornuppskeru. Samkvæmt fimm ára kornsölu- samningnam, sem Bandarikin og Sovétrikin hafa gert með sér, munu sovétmenn kaupa árlega 6 milljónir smálesta af hveiti. 20% launahœkkun í Argentínu ltikisstjóni ArgeiUinu liefur veitt öllum vei'kainöniium 211 linisent launaliækkun. til að reyna að lægja ufi'iöaröldurnar. \ eikanienn krel'jast talarlausr- ar 50 prósent kauplia'kkunar og liala gert skyndiverkviill i liorg- uni Argentinn til að undirstrika krölur sfnar. Þrátt fyrir launahækkunina nú er ekki utséð um að verk- fallaölduna lægi með öllu. Sér- staklega er ottast um borgina t'ordoba, sem er miðstöö þungaiðnaðarins i Argentinu. og iðnaðarsvæðið milli borganna ltuenos Aires og Rosario. Kikisstjornin bauð 12 prósent kauphakkun á liistudag, en siðan var tilboðið hækkað upp i 20prósent i gærdag, stuttu áður en Maria Estella Peron forseti hélt ræðu hjá verkalýðsfélagi sem hefur stutt perónistahreyf- inguna dyggilega. Nokkuð róstusamt hefur veriö að undanlörnu i Argen- tinu. Fjöldi vinstrimanna hef'ur orðið fyrir bai’ðinu á öfgahópum liægri manna — og lik hafa lundist á viðavangi. milljónir smálesta af korni frá Bandarikjun- um. Landbúnaðarráðu- neyti Bandarikjanna upplýsti i gær, að undir Korninu sáð — uppskeran i Bandarikjunum var svo góð að bandarikjamenn telja sig vel af- lögufæra Fyrsta aftaka í Bandaríkjunum í mörg ár Dauöadómi verður fullnægt i Bandarikjunum i lok þessa mánaöar, i fyrsta sinn I mörg ár. Þetta er fyrsti dauðadómur- inn eftir að ný lög voru sett um dauðadóma i helming fylkja i Bandarikjunum eftir að hæsti- rcttur þar hafði úrskurðað reglur um dauðadóma i nokkr- um fylkjum ólögmætar. Anthony Blackwell var i gær fundinn sekur fyrir rétti i New Maryland um fjöldamorð, Sam- kvæmt hinum nýju lögum um dauöadóma skal taka þá af lifi sem verða fundnir sekir um slikt. Blackwell sprengdi hús i loft upp, þannig að sex manns fórust og sjö slösuðust. Lögfræðingur hans bað um að hann yrði ekki fundinn sekur um fjöldamorð, til að hann yrði ekki sjálfkrafa dæmdur til dauða. En kviðdómurinn var á annarri skoðun. Lög þau um dauöadóma sem algengust eru i rikjum Banda- rikjanna eftir úrskurð hæsta- réttar, gera það að verkum að fyrir vissar tegundir morða eru menn teknir af lifi. Það eru fjöldamorð, morð við mannrán, dráp á lögregluþjoni eða fanga- verði, morð meðan á afplánun lifstiðarfangelsis stendur, morð á börnum og morð við rán. Siðast fór aftaka fram i Mary- land árið 1961. Aftakan nú verður 30. mars. Lögfræðingur Blackwell segist ætla að áfrýja dóminum. Kraftaverk í Skoflandi Kaþólska kirkjan i Skotlandi og Páfagarður hafa lýst þvi yfir að lækning á magakrabba i liafnarverkamanninum John Fagan hafi verið kraftaverk. Fagan þjáðist af ólæknandi krabbameini 1967 og var að dauða kominn. Ekkert gat hjálpað honum, og læknar voru búnir að gefa upp alla von. Kaþólskur prestur i Skot- landi, séra Thomas Reilly, skipulagði þá bænagjörð fyrir Faganogbeindibænum sinum til John Cgilvie, skosks pisl- arvotts.sem var hengdur árið 1615 fyrir að viðurkenna ekki yfirráð James fyrsta Eng- landskonungs. Við bænirnar snöggbatnaði Fagan, segir i yfirlýsingu frá kaþólsku kirkjunni i Skot- landi. Sagt var að nefnd lækna fyndi enga eðlilega skýringu á lækningunni. Kaþólska kirkjan hefur látið i ljós þá ósk sina, að vegna þessa kraftaverks verði John Ogilvie tekinn i tölu dýrlinga. „Þetta voru boð af himnum, sem erfitt er að mistúlka” segir kirkjan. © 1976 LOS ANGELES TIMES

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.