Vísir - 11.03.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 11.03.1976, Blaðsíða 2
2 Hvað finnst þér skemmtilegast i út- varpsdagskránni? Eirikur Haraldsson, átta ára: — Mér finnst það skemmtilegast þegar tónlist er i útvarþinu. Eins og til dæmis lög unga fólksins á þriðjudagskvöldum og óskalög sjúklinga og sjómanna. Óiöf Björnsdóttir, vinnur i banka: — Mér finnst skemmtilegast þeg- ar tónlist er flutt i útvarpinu. Annars finnst mér tönlistin vera homreka i útvarpinuog oft á tíð- um er gengið inn á tima tónlistar- innar. Sérstaklega á þetta við um harmónikutónlist. Hallgrimur Stefánsson, skrif- stofumaður: — bessu á ég bágt með aðsvara, þar sem ég hlusta ekki mjög mikið á útvarp. Þó hlusta ég á fréttirnar ef ég get og likar það vel. Kristján Bjarnason, verkamað- ur: — Ég reyni eins og ég get að hlusta á lesturinn á ævisögu Theodórs Friðrikssonar. Reyndar hlusta ég á framhaldssögur eins og ég get. Þó leiðist mér Laxness hann les svo leiðinlega. Edna Björnsdóttir í atvinnuleit: — Það er yfirleitt ekkert sem er ofsalega gott. Það vantar algjör- lega betra efni fyrir ungt fólk, efni sem það getur sétið yfir og hlustað á af athygli. Guðmundur Sigurðsson, raf- virkjanemi: — Kristnihald undir Jökli og lestur Halldórs Laxness á þvi hefur veriö með þvi besta i út- varpsdagskránni i vetur. Enn- fremur þættir Páls Heiðars „Kúrsinn”, mjög vandaðir og góðir. Miðvikudagur 10. marz 1976 VISIR „Við höfum lært heilmikið sjáif af þvi að undirbúa þessa kynningu og vitum núna nógu mikið til þess að vera ráðin í þvi að byrja ekki að reykja. Það er ótrúlegt að nokkur heii- vita maður byrji á sliku eftir að hafa kynnt sér rækilega skaðsemi reykinganna.” Þetta var samdóma álit krakk- anna i tólf ára bekk i Breiðholts- skóla, sem stóðu i gær að kynningu fyrir ellefu ára bekki skólans er þau nefndu „Baráttan gegn reyk- ingum”. Krakkarnir undirbjuggu dag- skrána sjálf i samvinnu við kennarana og Krabbameinsfélag Reykjavikur, en einnig fluttu þar stutt ávörp Þorvarður örnólfsson framkvæmdastjóri Krabbameins- félagsins og Guðmundur Gislason sundkappi. Við fengum þau Arna Arnþórs- son, Ara Gunnarsson, Ragnheiði Guðjohnsen og Jóhann Vilhjálms- son sem öll eru i 6. bekk H til að segja okkur frá undirbúningnum. Ein taugahrúga! „1 fyrstunni kom Þorvarður hingað til okkar og talaði bæði við okkur og kennarana, en siðan var okkur skipt niður i hópa með ákveðin verkefni. Við fengum bæklinga og bækur, fórum i heimsókn i Krabbameins- félagið og fengum ýmsar upp- lýsingar þar. Úr þessu unnum við siðan, ákváðum hver ætti að tala um hvaða efni, teiknuðum spjöld, og skýringar og linurit á glærur. Sumt var gert i hópvinnu i skólanum en sumt unnum við sjálf heima.” Að þessum undirbúningi unnu allir krakkarnir i bekknum, en niu þeirra sáu um kynninguna sjálfa. Aður höfðu hóparnir kynnt sin verkefni hvor fyrir öðrum innan bekkjarins. Reyndust krakkarnir allir vera hinir mestu skörungar i ræðustól og var ekki á þeim nokkurn bilbug að sjá, þótt þau segðust reyndar hafa verið „ein taugahrúga.” Þau Arni, Ragnheiður, Jóhann og Ari eru hér með sýnishorn af spjöidunum sem þau teiknuðu. Má þar m.a. sjá sigarettur bera kistu reykingamannsins til grafar. Þá er það spurningin um árangurinn? „Mér fannst kynningin takast vel og krakkarnir hlutuðu alla vega á Salurinn var þéttskipaður ungum áheyrendum, sem fyigdust okkur. Þetta er lika skemmtileg til- með dagskránni af athygli — en gáfu þó ljósmyndaranum horn , breyting frá þvi að hlusta a ta á kennarana, sagði Arni. öll voru þau sammála um að það hafi verið bæði fróðlegt og skemmtilegt að vinna að og taka þátt i kynningunni. Það er ekki vafamál að með þessari fyrstu kynningu barnanna i Breiðholtsskólanum hefur tekist að fækka reykingarmönnum fram- tiðarinnar um einhver prósent. Fjórar aðrar eru i undirbúningi i skólanum, þar sem hinir tólf ára bekkirnir tala yfir hinum yngri. Að sögn Þorvarðar örnólfssonar eru svipaðar kynningar fyrir- hugaðar eða i undirbúningi i fimm öðrum barnaskólum borgarinnar. Kvaðst hann mjög ánægður með frammistöðu krakkanna i gær og sagðist vonast til að i framtiðinni yrði svipaðri starfsemi komið á i Arni Arnþórsson fræðir skólasystk i ’•/. sin um skaðleg efni f Gagnfræðaskólunum. tóbaki og tóbaksreyk. Myndiröðinn. — EB Skemmtilegra en að hlusta á kennarana „Ekki einhlítt streð" „Það er nóg að gera þessa dagana. Þegar allt er I lagi vinnum við um það bil 4000 tonn á sólarhring”, sagði Agnar Guð- mundsson vaktformaður I loðnuverksmiðju Fiskimjöls og Lýsis hf i Greinavík þegar við hittum hann að máii fyrir nokkru. „Við vinnum hérna um 20 manns á tviskiptum vöktum, 12 klukkustundir i senn. Þetta er alls ekki einhlitt streð á meðan á loðnuvertiðinni stendur. Ef vel gengur og allt er i lagi er þetta mjög þægilegt og felst aðallega i eftirliti með vél- um. Ef eitthvað kemur upp á — bilanir eða slikt er þetta með þvi erfiðara sem þekkist. Þessa mánuði sem loðnuver- tiðin stendur yfir er auðvitað mest um að vera. Annars urðum við stopp eins og aðrir vegna verkfallsins og það var dýrt stopp”. — EKG/Ljósmyndir JIM Mjölið sem unnið er I ioðnuverksmiðjunum er sekkjað og geymt á brettum i stórum mjölgeymslum áður en það er flutt til útlanda. UPPHAFIÐ. Loðnunni sturtað I „snigil” sem flytur hana I verk- smiðjuna þarsem unniner úr lienni dýrmæt vara.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.