Vísir - 11.03.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 11.03.1976, Blaðsíða 1
Ríkissjóður skuldar 10.000 milljónir í spariskírteinum Menn virðast vera ákafir i að lána rikissjóði sparifé sitt, þvi verðtryggðu spariskirteinin alls að fjárhæð 500 milljónir króna, runnu út eins og heitar luraraur, þegar þau komu i sölu i gær. Er ekki annað vitað en þau hafi öll selst upp á fyrsta degi. Það þarf engan að undra, að al- menningur vilji lána fé sitt með kjörum sem fjórtánfalda upphæð- ina á einum áratug. En hvernig er þetta fyrir þann, sem skuldar? Þær 47 milljónir króna, sem rikis- sjóður fékk að láni árið 1965, þarf hann i dag að greiða með 658 mill- jónum króna. Skuld rikissjóðs við almenning i formi spariskirteina nemur nú rúmlega lOmilljörðum króna. Til samanburðar má geta þess, að gjaldaliður fjárlaga fyrir árið 1976 nemur tæpum 59 milljörðum króna. Skuldin er hærri en öll spariinnlán Landsbankans, en þau eru rúmir 9 milljarðar. Hún er hærri en heildarinnstæður einkabankanna, en þær eru rétt innan við 10 milljarðar. —SJ Skipverjar á Skógey frá Hornafirði notuðu tfmann meðan þeir biðu eftir löndun til að laga til hjá sér. Loðnuna veiddu þeir út af Bjargtöngum. Sögðu þeir ágæta veiði þar ennþá en aðeins timaspursmál hvenær hún styngisér og hyrfi. Höfðu þeir hug á að athuga með loðnuna, sem fannst við Vestmannaeyj- ar. Einhverjir bátar væru farnir þangað en hefðu sennilega tafist frá veiðum vegna veðurs, þannig að ckkert væri vitað með vissu ennþá hvort ioðna fyndist þar I einhverju magni. —VS/Ljósmynd Loftur. TILLOGUR RETTARFARSLAGANEFNDAR: Lögréttudómar í Reykja- vík og á Akureyri Á fundi Lögfræðinga- félagsins i gærkvöldi kom fram, að réttar- farslaganefnd hefur samið frumvarp, sem gerir ráð fyrir nýju dómstigi. Lagt er til að settir verði á fót lög- réttudómar sunnan- lands og norðan. Til- lögur nefndarinnar verða lagðar fyrir dómsmálaráðuneytið innan skamms. Lögréttudómur fyrir Suður- og Vesturland verður sam- kvæmt tillögum nefndarinnar staðsettur i Reykjavik, og lög- réttudómur fyrir Norður- og Austurland á Akureyri. Þrátt fyrir þetta nýja dómstig er að- eins gert ráð fyrir að mál komi fyrir tvö dómstig. Mál, sem fyrst koma fyrir héraðsdóm, geta þá ekki gengið lengra en til lögréttu, en málum, sem fyrst koma fyrir lögréttu, má áfrýja til Hæstaréttar. Auk þess sem lögrétta verður áfrýjunardómstóll er ráðgert að hún taki við miklum fjölda mála, sem nú byrja i héraðs- dómi. Lögrétta á einnig að ná til opinberra mála. Þau á að taka þar fyrir á fyrsta stigi, ef opin- ber ákæra er gefin út — og sókn og vörn skulu fara fram lögum samkvæmt. Þá mun nefndin leggja til að öll munnleg skýrslugjöf fyrir dómi fari fram i beinum tengsl- um við málflutning — i þvi skyni að hraða meðferð mála. —Þ.P. NJOSNAÐ UM NJÓSNARA Stórveldin reka umfangsmikla njósnastarfsemi I Mexikó, ná- grannariki Bandarikjanna. Rússar hafa hundruð starfsmanna til að njósna um Bandarikin, en bandariska leyniþjónustan hefur mun fleiri menn til að njósna um njósnarana. Sjábls.8 Vanskilavíxlar voru yfir 50 þús. á síðasta ári í Reykjavík Samtals voru 50.075 vixlar afsagðir hjá borgarfógetaembætt- inu á siðasta ári, að sögn Friðjóns Skarp- héðinssonar, yfirborg- arfógeta. —■ Þetta er aukning frá fyrra ári, sagði hann aðspurður. Þessi tala hefur vaxið jafnt og þétt frá ári til árs, en um enga stökk- breytingu er að ræða. 1 nýútkominni skýrslu Verslunarráðs Islands kemur fram, að vixilafsagnir hjá fyrir- tækjum voru 10.423. Er það tæp- lega fjórðungur af heildinni. At- huga ber þó að þessi tala er yfir vixilafsagnir hjá fyrirtækjum með fimm afsagða vixla eða fleiri — eða afsagða vixla að nafnverði yfir kr. 300.000 sam- tals i Reykjavik. Aukningin frá fyrra ári er helmingi meiri en frá árinu þar á undan — tölulega séð. Heildarfjárhæð vanskilavixla fyrirtækja hafði vaxið um nær- fellt helming frá fyrra ári og var nærri þvi fjórir milljarðar. —'VS Átta bátar eru á nýja loðnusvœðinu Arni Friðriksson er nú kom- inn á loðnusvæðið sem fannst austur af Vestmannaeyjum i gærmorgun. Þar eru lika áttá loðnuveiðibátar en hafa litið getað verið að vegna brælu. Veður fer lægjandi á loðnu- miðunum bæði á Breiðafirði og austur af Vestmannaeyj- um. t nótt fékkst engin loðna vegna þess hve illa viðraði. Sú loðna sem togbátar fen^u i gær austur af Vestmannaeyj»r um gefur til kynna að loðnan á þessu svæði sé feit og góð og virðist þarna vera um að ræða verulegt magn. —EKG GÆSLUVARÐHALD- IÐ FRAMLENGT t morgun rann út gæsluvarðhaldsúrskurður þeirra þriggja ; manna, sem fyrir 45 dögum voru handteknir vegna gruns um ! þátttöku i hvarfi Geirfinns Einarssonar. Vararikissaksóknari i Hallvarður Einarsson kvað upp þann úrskurð klukkan ellefu i morgun, að gæsluvarðhald þremenninganna yrði framlengt allt að 30 dögum. —klp— Fimmtudagur 11. marz 47. tbl. 66. árg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.