Vísir - 11.03.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 11.03.1976, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 11. marz 1976 vism VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guð'mundsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsia: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Sfðumúla 14. simi 86611. 7 linur Áskriftargjaid 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasögu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Breytingar á stjórnsýslunni Nýlega setti einn af forvigismönnum land- búnaðarins fram hugmyndir um grundvallarbreyt- ingu á skipulagi yfirstjórnar landbúnaðarmálanna. Þessar byltingakenndu hugmyndir gera ráð fyrir aukinni miðstýringu og beinni yfirstjórn bænda- samtakanna á fjölmörgum stofnunum, sem tengdar eru landbúnaðarstarfseminni. Ýmislegt i þessum hugmyndum kann að vera nýtilegt, en annað ekki. Þar eru m.a. settar fram tillögur um, að Búnaðarfélagið fái yfirráð Búnaðar- bankans. Þessi hugmynd vekur athygli á nauðsyn endurskipulagningar bankakerfisins i landinu. Bankakerfið hér á landi hefur að verulegu leyti verið byggt upp á grundvelli atvinnugreina. Starf- semi flestra bankanna hefur þannig verið við það miðuð að þjóna fyrst og fremst einni ákveðinni at- vinnugrein. I einkabönkunum hafa viðkomandi hagsmunasamtök eðli máls samkvæmt tögl og hagldir i bankastjórnunum, en bankaráð rikisbank- anna eru kosin af Alþingi. Vitaskuld er það f jarri lagi, að hagsmunasamtök- in eigi að fá yfirráð yfir rikisbönkunum. Þvert á móti er brýn þörf á að stefna i gagnstæða átt við endurskipulagningu bankakerfisins. Það á að draga úr þvi að bankar séu byggðir upp fyrst og fremst i þvi skyni að þjóna einni atvinnugrein. í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt við það að hafa margar bankastofnanir. Hvort þær eru einni fleiri eða færri skiptir ekki höfuðmáli. Miklu þýðingar- meira er að breyta kerfinu i grundvallaratriðum þannig að þessar stofnanir séu ekki um of bundnar af ákveðnum atvinnugreinum. Áhættan i lánastarfseminni er eðlilega afar mis- munandi, eftir þvi hvaða atvinnuvegur á i hlut. Það myndi horfa til bóta, ef unnt væri að dreifa þessari lánafyrirgreiðslu meir en nú er. Við setningu nýrra bankalaga þarf að huga að þessu atriði. —iViwmmv Umsjón: ólafur Hauksson CIA OG KGB í MEXÍKÓ Bandaríska leyni- þjónustan CIA rekur um- fangsmiklar njósnir \ grannríkinu Mexikó. Til- gangurinn er aðallega sá að fylgjast með njósna- starfsemi rússa þar, sem hefur eins og vænta má náin tengsl við sömu starfsemi innan Bandaríkjanna. Mexikó er handhægur staður fyrir rússa til að safna saman upplýsingum sem berast frá Bandarikjunum. Landamæri rikjanna eru löng (3200 km) og þeirra er ekki sérstaklega vel gætt. CIA getur fengið ýmsar upplýsingar um njósnir rússa i Bandarikjunum, með þvi að fylgjast náið með ferðum sovéskra sendiráðsstarfsmanna i Mexikó, hlera samtöl þeirra, og sjá hverja þeir hitta. En þetta er umfangsmikið verk. Hjá sendiráði rússa i Mexikó eru ekki nema um 25 diplómat- ar, en 300 starfsmenn. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda er talið að CIA hafi enr, fleiri starfsmenn i Mexikó — með það aðalviðfangsefni að fylgjast með rússunum á nóttu sem degi. Fylgjast með fleirum CIA fylgist þó ekki aðeins með rússum, heldur einnig sendiráð- um og sendiráðsmönnum Kúbu, og annarra kommúnistarikja. Angi af starfseminni fylgist svo með ýmsum vinstrihópum i landinu. Gagn rússa af verunni i Mexi- kó er að geta þar numið fjar- skipasendingar i suöurhluta Bandarikjanna. Mexikó er einnig talið viðkomustaður njósnara á leið inn og út úr Bandarikjunum. Njósnari segir frá Fyrrum njósnari CIA, Philip Agee, upplýsti mikið um starf- Rússar nota aðstöðuna í Mexikó mikið til að hluta á fjarskipti. semi CIA i Mexikó i bók sem hann skrifaði um 12 ára timabil sitt sem njósnari leyniþjónust- unnar. Agee starfaði i Mexikó á ár- unum 1968 og 69. Hann segir að þá hafi CIA haft 50 njósnara i fullu starfi i landinu, og jafn- marga mexikana starfandi við upplýsingaöflun. Agee segir að fyrrverandi for- seti landsins Luis Echeverria og núverandi forseti, Gustavo Diaz Ordaz, hafi haft náið samband við leyniþjónustuna, a.m.k. fram að þvi að þeir urðu forset- ar. Mexikóstjórn útvegar að- stöðu Að sögn Agee útvegar rikis- stjórn Mexikó CIA aðstöðu, til að hafa náið eftirlit með öllum ferðum rússanna, og til að hlera sima þeirra og annarra kommúniskra sendiráða. begar Agee sagði frá þessu, vakti það mikið umtal i mexikönskum fjölmiðlum, og gagnrýni á rikisstjórnina. Mexi- kanar eru mjög viðkvæmir þeg- ar samskiptin við Bandarikin ber á góma, og vilja ekki hafa þau of náin. Aðgerðum rússa í Mið- Ameríku stýrt f rá Mexíkó Talið er að rússar noti aðstöð- una i Mexikó ekki aðeins til að njósna um Bandarikin. Frá sendiráðinu i Mexikó er njósn- um og öðrum aðgerðum i Mið- Ameriku stýrt. Rússar hafa að- eins eitt sendiráð i Mið- Ameriku, i Costa Rica. Kúbumenn hafa að sjálfsögðu meiri áhuga en rússar á njósn- um og aðgerðum i Mið-Ameriku sem gætu steypt hægrisinnuðum rikisstjórnum af stóli. En þeir hafa varast að notfæra sér að- stöðuna i Mexikó of mikið, til að mógða ekki stjórnina. Stað- reyndin er sú að mexikanar eru nánustu bandamenn Kúbu i Ameriku. Aðgerðum Kúbu i Mið-Ameriku er stýrt beint frá Havana. KGB hefur áhuga á vinstrihópum í Mexíkó Sagt er að leyniþjónusta rússa KGB, hafi meiriáhuga nú á að njósna um Bandarikin úr hreiðri sinu i Mexikó, heldur en að styðja öfgafulla vinstrihópa til baráttu þar i landi. Brennt barn forðast nefnilega eldinn. 1 mars árið 1971 komst upp (liklega fyrir tilstilli banda- rikjamanna) að 25 mexikanskir stúdentar við háskóla i Moskvu hefðu hlotið herþjálfun i höfuð- borg Norður-Kóreu. Uppljóstrunin olli reiði og tor- tryggni i garð rússa, um 50 mexikanar voru handteknir, og fimm sovéskir diplómatar rekn- ir úr landi. Talið er að hinir litlu vinstri- sinnuðu hópar öfgamanna og skæurliða, sem vilja blóðuga byltingu, hafi litil tengsl við rússa. Aðeins hinn eini löglegi og tiltölulega friðsæli komm- únistaflokkur i Mexikó nýtur einhvers stuðnings frá rússum. Breytingar á bankakerf inu í stjórnsýslukerfinu eru ýmsar brotalamir, sem full þörf er á að færa i betra horf. Fyrsta verkefnið á þvi sviði er uppstokkun Framkvæmdastofnunar rikisins. Flokkspólitisk yfirstjórn þeirrar stofnunar er ekki i samræmi við þær grundvallarhugmyndir, sem okkar stjórnsýsla er að öðru leyti reist á. Póli- tiskir eftirlitsmenn stjórnarflokka á hverjum tima fara þar með æðstu völd. Gagnrýnin á Framkvæmdastofnunina beinist ekki gegn þeim mönnum, sem gegna eftirlits- mannahlutverkinu fyrir stjórnarflokkana. Henni er beint gegn kerfinu, sem er gamall arfur frá hafta- timabilinu, þegar lögmál flokksræðisins var alls- ráðandi. Forystuflokkur núverandi rikisstjórnar hefur mótað mjög skýra stefnu i þessu máli, þar sem kveðið er skýrt á um að hverfa eigi frá kerfi póli- tiskra eftirlitsmanna. Lengi hefur verið von á frum- varpi frá rikisstjórninni um breytingar á skipulagi stofnunarinnar, en á þvi bólar ekki enn. Að sjálfsögðu kunna að vera eðlilegar skýringar á þvi, að ekki skuli hafa náðst samstaða um að bera slikt frumvarp fram i nafni rikisstjórnarinnar. En athyglisvert er að þingmenn hafa ekki sýnt málinu mikinn áhuga eftir umræðurnar siðastliðið haust. Nóg gekk á þá, en nú þegja menn þunnu hljóði. „Halló, CIA i Mexíkó hérna! Nú njósnum við um rússneska njósnarann sem er að tala við rússneska njósnarann sem þið voruð að njósna um i Washington i siðustu viku! ”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.