Vísir - 11.03.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 11.03.1976, Blaðsíða 7
VTSIR Fimmtudagur 11. marz 1976 »g Olafur Hauksson Átroðningur í landhelgi Bandaríkjanna Það er viðar við landhelgisbrjóta að striða en hér við Is- landsstrendur. Banda- riska strandgæslan hefur átt i miklum önn- um við að bægja að- gangshörðum fiski- skipum útlendinga frá friðuðum svæðum, Hér á myndinni sést rússneski togarinn, An- ton Tammsaare, sem tekinn var að ólögleg- um veiðum á humar- miðum við Nan- tucket-eyju, og færður til hafnar i Boston, þar sem réttarhöld fara fram i málinu. Þingliðar Wilsons sviku hann Rikisstjórn breska verkamannaflokksins beið í þinginu i gær sinn alvarlegasta og mest niðurlægjandi ósigur, siðan flokkurinn kom i stjórn fyrir tveim árum. — Engin hætta þykir þó vera á þvi, að stjórn Ilarolds Wiilson sé að falli komin. Við atkvæðagreiðslu i neðri málstofunni i gær skáru 37 þing- menn flokksins sig úr við at- kvæðagreiðslu um ráðstafanir stjórnarinnar til þess að skera niður útgjöld þess opinbera. — Voru þetta þingfulltrúar úr rót- tækari armi flokksins. Sátu þeir ýmist hjá eða greiddu atkvæði á móti, svo að tillögurnar voru felldar með 28 atkvæða mun, enda hefur verkamannaflokkur- inn ekki nema eins atkvæðis meirihluta i þingdeildinni. Margaret Thatcher, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, beið þá ekki boðanna, heldur kvaddi sér strax hljóðs og skoraði á stjórn Wilsons að segja af sér. Benti'hún á, að þetta væri i fyrsta sinn i sögu seinni tima, að rikisstjórn biði ósigur i svo mikilvægu efna- hagsmáli. Enginn telur minnsta mögu- leika á þvi, að Wilson verði við þessari áskorun. Hitt þyki lik- legra, að hann beri upp tillögu um, að lýst verði trausti á rikis- stjórn hans, en uppreisnar- mennirnir i stjórnarþðinu hafa lofað að styðja hana. En þessi klofningur stjórnar- þingmanna leiðir til meiri óvissu — og hún þykir svo aftur likleg til að draga úr trausti kaupsýslu- heimsins til sterlingspundsins, sem hefur hrapað jafnt og þétt siðustu vikurnar. Auk þess gerist þetta á baga- legum tima fyrir verkamanna- flokkinn, þvi að i dag verður gengið til þingkosninga i tveimur kjördæmum i Bretlandi. Að visu þykir ekki vera hætta á þvi, að úr- slitin þar leiði til þess að stjórnin missti meirihluta sinn i þinginu, en þau mundu alltént orka sem skoðanakönnun á hvern hug kjós- endur bera til stjórnarinnar. Kissinger réði hverjir skyldu hleraðir Birt var i gær i Washington yfirlýsing, sem Richard Nixon fyrrverandi forseti gaf undir vitnaeiði, en þar segist hann ekki hafa valið, hvaða embætt- ismenn skyldu hleraðir árið 1969, þegar reynt var að grafast fyrir um leka upplýsinga frá öryggisráði forsetans. bað vakti á sinum tima mik- inn úlfaþyt, þegar vitnaðist að simar nokkurra opinberra embættismanna og eins simar allmargra blaðamanna hefðu verið hleraðir. — Var i fyrstu fyrir það þrætt af hálfu stjórn- arinnar i Hvita húsinu, en siðan var það staðfest. Henry Kissinger, utanrikis- ráðherra og formaður öryggis- ráðsins var talinn hafa fyrir- skipað simahleranirnar, og beið hann nokkurn álitshnekki af þessumáli. — Hann sór af sér að hafa nokkurn hlut átt þar að og hótaði siðar að segja af sér, þegar blaðamenn vildu ekki láta kyrrt liggja. I yfirlýsingu Nixons, sem birt var i gær, segist forsetinn fyrr- verandi hafa lagt blessun sina á þá ákvörðun, að simar embættismanna skyldu hlustað- ir. En hann segir, að það hafi verið Kissinger, sem valdi hverja skyldi hlera og hverja ekki. Segir, að Kissinger hafi farið þar að ráðum J. Edgar Hoovers heitins, þáverandi yfir- m yfirmanns FBI, bandarisku alrikislögreglunnar. Morton Halperin. þáverandi starfsmaður Hvita hússins, hefur höfðað skaðabótamál á hendur Nixon, Kissinger og fleirum núverandi og fyrrver- andi embættismönnum vegna þessara hlerana. Hljóða kröfur hans upp á milljónir dollara. Halperin, sem hefur birt yfir- lýsingu Nixons, segir að hún stangist á við skriflega skýrslu Kissingers um þessa atburði. Fréttamenn spurðu dr. Kiss- inger i gær, hvort hann hefði eitthvað um þetta mál að segja núna, en hann kvað það óviðeig- andi á þessu stigi. bessi yfirlýsing Nixons er hluti af sex og hálfrar stundar yfirheyrslu lögfræðings Halper- ins, sem tók skýrslu af Nixon á heimili þess siðarnefnda i Kali- fomiu þann 15. janúar. Skýrslutaka þessi er hluti af undirbúningi Halperins fyrir segir Nixon undir eiði málaferlin — og gildir skýrslan sem vætti fyrir rétti. Halperin sagði blaðamönn- um, að vel kæmi til greina að kalla Kissinger og Nixon i vitna- stúkuna til þess að upplýsa, hvi framburður þeirra stangist á. Nixon segir i yfirlýsingunni, að 9. mai 1969 hafi hann átt fund með Kissinger, John Mitchell, þáverandi dómsmálaráðherra og Hoover til þess að ræða upp- lýsingalekann. Hann segisthafa falið hinum að ákveða hvaða sima skyldi hlera, þvi að hann hefði sjálfur ekki verið nógu kunnugur embættismönnum eða starfsfólki Hvita hússins til þess að geta lagt þar nokkuð til. ,,Ég sagði Kissinger. að hann skyldi láta Hoover vita, hverja hann hefði sjálfur helst grun- aða” segir Nixon i skýrslunni. Ford vottar Kissinger traust sitt Ford Bandarikjaforseti sagði i gær að hann teldi Henry Kissing- er utanrikisráðherra engan hemil á möguleika sina til að verða út- nefndur forsetaefni repúnlikana. Ford undirstrikaði traust sitt á Kissinger á blaðamannafundi sem haldinn var i tilefni af for- kosningunum i Illinois. Ford sagði að Kissinger væri i miklu áliti og hann mætti vera utanrikisráðherra eins lengi og hann vildi. Kissinger hefur verið sagður dragbitur á möguleika Fords á útnefmngu, vegna óvinsælda hans fyrir raðriki i utanrikismálum. Ford neitaði á blaðamanna- fundinum sögusögnum um að hann hefði boðið keppinaut sinum Keagan að verða varaforseti, ef hann hætti við að reyna að fá út- nefningu sem forsetaefni. Konurnar aflífuðu nauðgara sína Aftökusveit, sem einvörðungu mun hafa verið skipuð konum, tók sautján kúbanska hermenn af lifi eftir að þeir höfðu verið fundnir sekir um að hafa nauðg- að blökkustúlkum og myrt, eftir þvi sem segir i fréttatilkynningu skæruliða i Angóla. bar segir, að nokkrar konur, sem sluppu lifs frá nauðgunun- um, hafi borið kennsl aftur á fimm þessara sautján Kúbuher- manna, sem skæruliðarnir höfðu tekið fanga. Segir, að fangarnir hafi allir verið fundnir sekir og konurnar i aftökusveitinni hafi notað þeirra eigin skotvopn við aftök- una.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.