Vísir - 11.03.1976, Blaðsíða 15

Vísir - 11.03.1976, Blaðsíða 15
VISER Fim mtudagút- 11; m'afrz' 1976 . ( „Haldin sjúklegri eigin- girni og kvalin af ófull- nœgðri kynferðisþðrf" „Konu ofaukið" flutt í kvðld Klemens Jónsson leikur Karl- sen. Pétur Einarsson leikur Jörgen og Edda Þórarinsdóttir leikur Ester dóttur frú Tang. „Konu ofaukiö” heitir út- varpslcikritiö I kvöld. Þar segir frá ekkju, frú Tang, sem haldin er sjúklegri eigingirni vegna barna sinna. Hún er einnig kval- in af ófullnægöri ky nferöisþörf, og þaö kemur fram á ýmsan hátt. Undarlcgur maöur, Karl- sen aö nafni, veröur á vegi hennar, og svo viröist sem þau eigi sálufélag saman. Leikritiö er eftir danska rit- höfundinn Knud Sönderby. Þýö- inguna geröi Andrés Björnsson, Guðrún Stcphensen leikur frú Tane. en leikstjóri er Sveinn Einars- son. Vésteinn Ólason lektor flyt- ur inngangsorð aö leiknum. Meö hlutverkin fara, Edda Þórarins- dóttir, Hákon Waage, Guðrún Stephensen, Sigmundur örn Arngrimsson, Geirlaug Þor- valdsdóttir, Klemenz Jónsson og Pétur Einarsson. Knud Sönderby er fæddur áriö 1909 i Esbjerg. Hann lauk lög- fræöiprófi 1935 og var siöan blaöamaöur til 1947, lengst hjá Berlingske Tidende. Hann fékk Holberg-verðlaunin 1959 og varö félagi I dönsku akademiunni 1960. Fyrsta bók hans, „Midt i en jazztid” kom 1931. „Konu of- aukiö” (En kvinde er overflöd- ig) birtist fyrst sem skáldsaga 1935, en leikrit gert eftir sögunni var frumsýnt i Konunglega leik- húsinu 1942. Ariö 1957 var sagan kvikmynduö og lék Clara Pontoppidan þá aöalhlutverkið. Af öörum leikritum Sönder- bys má nefna „Kristu” (1947), „Hjertets renhed” (1949) og „Kvindernes oprör” 1962). Þá Sveinn Einarsson leikstýrir. samdi hann einnig einþáttunga meö þeim Leck Fischer og Soya. Auk þess ritgeröir og feröaþætti. Þjóöleikhúsiö sýndi „Konu of- aukið” leikárið 1950—51. —EA Barnatíminn i útvarpi kl. 16,40: « o Samfelld dagskrá — úr verkum Erlu skáldkonu 1 Barnatima útvarpsins i dag veröur flutt samfelld dagskrá úr verkum Erlu skáldkonu. Flutt veröa þulur kvæöi og 2 gömul ævintýri. Flytjendur auk stjórnanda, sem er Gunnar Valdimarsson, eru Svanhildur óskarsdóttir, Þorsteinn V. Gunnarsson, Þor- björg Valdimarsdóttir og Guö- rún Birna Hannesdóttir. Barnatiminn hefst klukkan 16.40. — EA Langar ykkur ekki að koma ein- hverju á frainfæri i sambandi við dagskrá útvarps og sjónvarps? Þurfið þið ekki að hrósa einhvcrju cða þá að nöldra út af öðrti? Við erum tilbúin til þess að taka viö þvi sem mönnum liggur á lijarta og koma þvi á framf æri hér á siðunni. Það eina sem gera þarf. cr að taka upp tólið og hringja i 86611. Við hvetjum ykkur til þcss að drifa i þvi sem fyrst: ENDURSÝNIÐ MYND- INA FRÁ EVRÓPU- MEISTARAMÓTINU í FRJÁLSUM ÍÞRÓTTUM 6939-6526 skrifar: Ég ætla að leyfa mér aö fara fram á að umsjónarmenn iþróttaþátta sjónvarps, reyni eftir megni, að endursýna myndina frá Evrópumeistara- mótinu i frjálsum iþróttum. Þessi mynd var sýnd i siðasta þætti, 6/3, en eins og kunnugt er, þá stóð yfir á sama tima meistaramót Islands i frjálsum iþróttum. Flestir áhugamenn um iþróttir voru annaö hvort að keppa, starfa eða horfa á mótiö. Með fyrirfram þakklæti. Fimmtudagur 11. marz 12.00 Dagskráin. Tónleikar Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. A frfvaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Guö þarfnast þinna handa-Dagskrárþáttur i til- efni af æskulýðs- og fórnar- viku kirkjunnar, helgaðri málefnum þroskaheftra barna hélendis, siðari þátt- ur. Umsjónarmenn: Guð- mundur Einarsson og Jó- hannes Tómasson. 15.00 Miðdegistónleikar Trieste-trióið leikur Trió i a- moll eftir Maurice Ravel. Félagar i Vinaroktettinum leika Sextett i D-dúr eftir Felix Mendelssohn. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Barnatimi: Gunnar Valdimarsson stjórnar Samfelld dagskrá úr verk- um Erlu skáldkonu: Þulur, kvæði og tvö gömul ævin- týri. — Flytjendur auk stjórnanda: Svanhildur óskarsdóttir, Þorsteinn V. Gunnarsson, Þorbjörg Valdimarsdóttir og Guðrún Birna Hannesdóttir. 17.30 Framburöarkennsla i ensku 17.45 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Lesið i vikunni Haraldur Ólafsson talar um bækur og viðburði liðandi stundar. 19.50 Pianóleikur i útvarpssal: Edda Erlendsdóttir leikur Sónötu i As-dúr eftir Josehp Haydn. 20.05 Leikrit: „Konu ofaukið” eftir Knud Sönderby Þýð- andi: Andrés Björnsson. Leikstjóri: Sveinn Einars- son. Formálsorð ílytur Vé- steinn Ólason. Persónur og leikendur: Frú Tang: Guðrún Stephensen. Eirik- ur, sonur hennar: Hákon Waage. Ester, dóttir hennar: Edda Þórarins- dóttir. Klaus, unnusti Esterar: Sigmundur Orn Arngrimsson. Jörgen: Pét- ur Einarsson. Nina: Geir- laug Þorvaldsdóttir. Karlsen: Klemenz Jónsson 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma (21) 22.25 Kvöldsagan: ,,í ver- um”, sjálfsævisaga Theó- dórs Friðrikssonar Gils Guðmundsson les siðara bindi (30). 22.45 Létt músik á síðkvöldi Ungverskt listafólk flytur þætti úr „Kátu ekkjunni” eftir Franz Lehár. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Ég hef aldrei heyrt getið um slikt fyrr, en hann vildi endilega fá skilnaðartertu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.