Vísir - 11.03.1976, Síða 9

Vísir - 11.03.1976, Síða 9
9 vism Fimmtudagur 11. marz 1976 Þegar hjón vinna bæði úti, annast kon- an heimilið að mestu. Eiginkonum útjaskað með allt að 80 klst. vinnuviku. Hefðbundin verkaskipting á ekki við i iðnaðarrikjum nútimans. Vinnutimi foreldra barna innan 3ja ára aldurs styttur. Vinnutimi sveigjan- legri. Feður fái fri þegar börn fæðist. Heimilisstörf og barnagæsla viður- kennd verðgildi. Stjórnvöld œttu að endurskoða afstöðu sína til fjölskyldunnar... Þrátt fyrir umhyggju og góðan ásetning ríkis- stjórna, virðist lítt miða í þá átt að auka á jafnrétti kynjanna. Að mjög miklu leyti stafar þetta af því að ekki hefur verið gefinn nægur gaumur að sam- bandinu milli fjölskyldu- lífsins og jafnréttis karla og kvenna, með því jöfn- uður innan fjölskylduein- inga er forsenda þess að framfarir verði á sama sviði utan fjölskyldu. Evrópuráðið viðurkennir þessa staðreynd og hefur því gert tillögur um endur- bætur á sifjarétti, sem miða að því að gera víð- tækar breytingar á af stöðu karla og kvenna og koma á auknu jafnvægi í fjöl- skyldulífinu að því er réttindi og skyldur varðar. Konum útjaskað með allt að 80 klukkustunda vinnu- viku Raunverulegt jafnrétti hefur ekki náðst i neinu aðildarrikjanna og mjög er mismunandi hversu þvi er háttað að lögum. Mjög mikið er enn um misrétti að þvi er varðar t.d. eignarrétt og erfða- mál. Þetta á einnig við á sviði félagsmála með þvi kvenfólk hlýtur yfirleitt lægri laun og megnið af heimilisstörfunum hleðst á það. Þegar hjón vinna bæði úti, annast konan einnig heimilið að mestu. Fjölmargar mæður vildu gjarnan stunda störf utan heim- ilis, en þá verða hindranir um of á vegi þeirra. Hins vegar eru margar eiginkonur i vinnu þannig að þeim er útjaskað með allt að 80 klukkustunda vinnuviku. Þannig segir meðal annars i grein eftir blaðamanninn Jean- Pierre Pouilly sem hann skrifaði um þessi málefni. Hann heldur áfram: Hefð- bundin verkaskipting, þannig að móðirin annast heimilið og börnin, en faðirinn sér fjölskyld- unni farboða með launuðu starfi, á ekki við i iðnaðarrikjum nútimans. Hún gerir ekki ráð fyrirþeim stökkbreytingum, sem orðið hafa á sviði fjölákyldu- lifsins. Stjórnvöld ættu að endur- skoða afstöðu sína til fjöl- skyldunnar Fólk gengur i hjónaband á unga aldri og verður að takmarka sig við tvö til þrjú börn og jafnvel þaðan af færri i sumum löndum. Leiðir þetta til þess, að þegar konan er á fertugsaldri eru börn hennar nær fullvaxin. Auk þess hafa tæknilegar nýjungar og framfarir á sviði efnahagsmála átt drjúgan þátt i þvi að stytta timann, sem þarf að verja til dag- legs heimilisreksturs. Aður fyrr höfðu giftar konur meira en nóg að gera nær alla starfsævi sina. Nú á þetta tæpast við lengur en fyrstu 10-15 fullorðinsárin meðan börnin eru á unga aldri. Vegna þessa ættu stjórnvöld að endurskoða afstöðu sina til fjöl- skyldunnar með tilliti til breyttrá þarfa og óska giftra kvenna og þá sér i lagi hinna yngri, sem vilja i siauknum mæli komast i einhvers konar störf utan heimilis. Það er álit Evrópuráðsins að fjölskyldan sé yfirleitt mjög hefðbundið fyrir- brigði. Stjórnvöld ættu að tryggja að hjón hljóti fleiri valkosti en verið hafa að þvi er varðar starfsskipt- ingu innan og utan heimilis. Afskiptaleysi yfirvalda af fjölákyldum, þar sem heimilis- faðir og húsmóöir vinna bæði úti, skapar vandamál, sem fólk liður fyrir. Aukinn jöfnuður... Aukinn jöfnuður innan fjöl- skyldu leiðir til þess að verka- skipting milli eiginmanns og konu hans verður réttlátari. Slik upp- bygging hefur ýmsa kosti i för með sér. Hún getur stuðlað mjög að velferð fjölskyldunnar. En helsti kostur aukins jafræðis i verkaskiptingu kann að felast i betri tækifærum til að börnin komist i nánara samband við for- eldra sina og þá sér i lagi föður sinn. Einnig gerir þetta konum kleift að taka virkari þátt i störfum utan heimilis og að finna til aukins jafnræðis við karlkynið. Þá skapast og meiri jöfnuður á fjárhagssviðinu. Gera verður meiri háttar endurbætur áður en fjöldi heimila getur notið kosta þess að jöfnuður kynjanna verði aukinn. An slikra endurbóta kynni breyting kvenna i áttina að auknu jafnræði að stofna öryggiskennd fólks i hættu en hún felst i hinni hefðbundnu uppbyggingu fjölskyldunnar. Vinnutimi foreldra barna innan 3ja ára styttur Mikil þörf er fyrir endurbætur á sviði starfsskilyrða foreldra ungra barna. Takmarkið ætti að vera að gera bæði móður og föður kleift að annast börn sin vel, þótt þau sinni öðrum störfum. 1 þvi skyni ætti að stuðla að reglu- bundnum störfum hluta úr degi, en þau eru oft illa launuð og ekki vel séð. Ætti þetta fyrirkomulag að vera meginþáttur i stefnu- mörkun fjölskyldunnar. Evrópu- ráðið leggur til að rikisstjornir og stéttarfélög taki til athugunar að stytta vinnutima forelda barna innan þriggja ára aldurs. Einnig væri hjálplegt fyrir for- eldra, er stunda störf innan og utan heimilis, að vinnutimi væri sveigjanlegri. Þá bæri og að veita leyfi þegar um er að ræða veik- indi ungbarna og örðugleika i fjölskyldulifi. Gefa ætti föður fri þegar barn fæðist, þannig að samband hans við barnið byggist frá upphafi á traustum grunni. Eflaust reynist nauðsyniegt að finna einhverja leið til að bæta tekjumissi ef veitt eru sérstök leyfi frá störfum, og á það við a.m.k. þegar um illa stæða for- eldra er að ræða. Einnig mætti koma á fót full- komnari þjónustu, þ.á.m. fleiri barnaheimilum, barnagæslu utan skólatima, heimilisaðstoðar fyrir fjölskyldur i örðugum aðstæðum og bættu fyrirkomulagi almenn- ingsþjónustu fyrir timaáætlun vinnandi foreldra. Ef heimilisstörf og barna- gæsla yrðu viðurkennd verðgildi.... 1 flestum löndum gera menn sér ljóst að uppeldi barna er mikilsvert fyrir þjóðfélagið og, ætti það þvi að taka á sig hluta þeirrar fjárhagsbyrði, sem af þvi leiðir. Kemur þetta venjulega i ljós i sambandi við fjölskyldu- bætur og skattlagningu. En aðeins fáein riki hafa komist að þeirri niðurstöðu, að forelifri, sem heimilisstörfin annast, en það er venjulega móðirin, ætti að vera fjárhagslega sjálfstæður aðili og hljóta einhvers konar greiðslu, tryggingu og eftirlauna- réttindi. Ef heimilisstörf og barnagæsla yrðu viðurkennd verðgildi. mundi slik vinna verða eftirsóttari og gefa margri konunni meiri jafn- réttiskennd i hjónabandi. Þrátt fyrir fjölmargar væntan- legar hindranir verðum við að vona að hugmvndir þessar nái fram að ganga. Það kemur að þeim tima i sögunni, að breyt- ingar reynast óhjákvæmilegar og tjáir ekki að leitast við að neita þvi, með þvi það kann að hefna sin siðar meir, þegar breyting- arnar gerast sjálfkrafa.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.