Vísir - 12.03.1976, Side 5

Vísir - 12.03.1976, Side 5
vism 5 í Vilmundur GyÚa- ^ ^ son skrifar. ] v , aðstandenda veitingahúss i Reykjavik, og ef svo er — þá af hverju? Þetta og þetta eitt er kjarni málsins. bau óhugnanlegri sakamál, sem undanfarið hafa verið i rannsókn, eru annað og nýtt sakamál, og þeir sem þar sitja i gæzluvarðahldi eru vita- skuld saklausir af öilu öðru en þvi, sem á þá hefur verið sannað. x) En það breytir engu um það, að umfang fjársvikamálanna og hugsanleg afskipti stjórnvalda eru óupplýst. Svo og tengsl dóms- málaráðherra við hina meintu fjársvikamenn. Og krafan er sú, að Alþingi taxi þetta mál fyrir og geri kröfu um, að mál þessi verði rannsökuð niður i kjölinn, bæði sakamála- þátturinn, fjársvikin og hugsan- legt smygl i öllu sinu umfangi, svooghugsanleg afskipti, tafir og undarleg bréfaskipti stjórnvalda. Ennfremur öll hugsanl. tengsl fjársvikanna við fjármál stjórn- málaflokka. Alþingi má ekki verða innlyksa i því auvirðilega moldviðri og i þvi sefasjúka bulli, sem ráðherrann og alfreðarnir hafa byggt upp. Það er skylda Al- þingis, ekki einasta við sjálft sig, virðingu sina og fólkið i þssu landi, heldur miklu fremur við komandi kynslóðir, að réttlæti nái að fullu fram að ganga. Bregðist Alþingi þessari skyldu sinni, reynist málflutningur ráðherrans og alfreðanna það sem dugar og bitur, þá eru veitt sár, sem lengi verða að gróa. Visir á miðvikudag skýrir frá þvi, að flokksbræður dómsmála- ráðherra i Skagafirði hafi hafiö undirskriftasöfnun honum til trausts og halds. Ekki veit ég hvort Skagfirðingar eru með þessu að taka undir þá ljóðrænu skoðun Gunnars Thoroddsen, að þeir hafi skömm á skrifum min- um. En leyfist mér að láta i ljósi svolitið persónulegt álit: bað gildir mig einu þótt meirihluti Skagfirðinga, já, þótt mikill meirihluti þjóðarinnar fengist til að skrifa upp á það, að hann hefði skömm á skrifum minum, að hann hafi skömm á rökstuddum spurningum um það hvort dóms- málaráðherra landsins hafi með aðgerðum sinum, og vegna tengsla flokks sins, traðkað á réttlæti, þvælztfyrir störfum lög- reglu og þjónað þar með hags- munum fjársvikara. Réttlæti verður þá ekki mælt á mælistiku meirihluta og minnihluta. Sé þetta skoðun meirihluta á ein- hverju svæði eða á öllu landinu, þá er ég minnihlutamaður, harma skoðanir meirihlutans og stend samt á minu. En væri nú ekki hollara Skagfirðingum eða öðrum að óska eftir rannsókn, sem þá gæti hreinsað ráðherrann, enað lýsa yfir órökstuddu trausti, sem mér sýnist minna á frum- stæð trúarbrögð en ekki upplýstar skoðanir. Og kerfið hikar enn Allt um það, og hvað sem skoð- unum Skagfirðinga liður, þá stendur eftir sem áður, að stór- kostleg fjársvikamál og frekari afbrotamál' eru óupplýst. Enn hefur kerfið þráazt við að stofna til heildarrannsóknar á breiðum grundvelli, eins og Kristján Pét- ursson rökstyður glögglega að nauðsynlegt sé, i Morgunblaðs- grein á miðvikudag. Enn hikar Alþingi að láta fara fram rann- sókn á þætti stjórnvalda, sem það þó getur samkvæmt 39. grein stjórnarskrárinnar. Og enn situr Morgunblaðið og þegir þunnu hljóði, þótt það hafi lýst þvi yfir nær strax og þessi mál komu til umræðu, að ef i ljós kæmu fjár- málatengsl stjórnmálaflokksins og veitingahússins, þá þyrfti að brjóta þessi mál til mergjar. En það er mikið i húfi til handa komandi kynslóðum. Þvi ef að- ferðir ráðherrans og alfreðanna hans duga til þess að berja AI- þingiog dómskerfið til hlýðni eins og þeir hafa reynt að berja fjöl- miðla til hlýðni, ef þessir aðilar gegna ekki skyldum sinum til hlitar, ef þetta er leiðin til þess að þagga niður, hvað gerist þá næst? Styrkir til að sœkja kennaranámskeið í Bretlandi Evrópuráðið býður fram styrki til handa kennurum til að sækja námskeið i Bretlandi á timabilinu júli 1976 — april 1977. Nám- skeiðin standa að jafnaði i eina viku og eru ætluð kennurum og öðrum er fást við framhaldsmenntun kennara. Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á ensku. — Nánari upplýsingar og um- sóknareyðublöð fást i menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Umsóknum skal skilað til ráðuneytisins. Menntamálaráðuneytið 9. mars 1976. Kammersveit Reykjavíkur Tónleikar i Hamrahliðarskóla laugardag- inn 13. mars kl: 16.00. Stjórnendur: Páll P. Pálsson og Atli Heimir Sveinsson. Efnisskrá: Karlheinz Stockhausen: „Adieu” Atli Heimir Sveinsson: ,,I call it” Einsönvgari Ruth L. Magnússon. Niccolo Castiglioni: „Tropi” Luciano Berio: „Folk Songs” Eingsöngvari Ruth L. Magnússon. Ritarí óskast til starfa allan daginn. Góð vél- ritunar- og islenskukunnátta nauðsynleg. Málakunnátta æskileg. Umsóknir sendist skrifstofu ráðuneytisins fyrir 17. þ.m. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 11. mars 1976. Félag starfsfólks í veitingahúsum Aðalfundur félagsins verður haldinn mánudaginn 15. mars n.k. kl. 20,30 að Óðinsgötu 7. Dagskrá: 1. Venjuleg aðaifundastörf 2. Önnur mál Félagsfólk mætið vel og stundvislega. Sýnið félagsskirteini við innganginn. Stjórnin. Staða aðstoðarborgarlœknis Staða aðstoðarborgarlæknis i Reykjavik er laus til umsóknar. Starfið er fólgið i undirbúningi að stofn- setningu heilsugæslustöðva i Reykjavik, umsjón með heilsugæslu i skólum, rann- sóknum á sviði atvinnusjúkdóma, þátt- töku i stjórn og skipulagi heilsuverndar- starfs á vegum borgarinnar o.fl. Æskilegt er að umsækjendur hafi sérstaka menntun eða reynslu á sviði embættis- lækninga. Ráðningu kynni að fylgja styrk- ur til náms i embættislækningum við há- skóla erlendis. Umsókn fylgi upplýsingar um nám og fyrri störf. Laun samkvæmt kjarasamningi Reykja- víkurborgar og Læknafélags Reykja- vikur. Umsóknafrestur til 5. april n.k. Staðan veitist frá 15. júni n.k. eða eftir samkomulagi. Allar upplýsingar veitir borgarlæknirinn i Reykjavik. Reykjavik, 11. mars 1976. Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar SKR]BT®MtM)^(SK!SíIFST®WElIM(W)SKR]BTOV[ (73 >—« H < FR GR F3 e^s *—\ e5> pfS 53 /■—V sz e7S 2S ’—I sz •<S FR 2S bPS 53 ,dU \f 1 5 medan þér bídid R ÍTT] á venjulegan pappir af skjölum, bókum, pröfskirt. o.s.frv. íp f\ fyrir myndvarpa SKRIFSTOFIIVELAR H.F. €7S &S >—* FR ^9 (73 *—i e3 FR pn 53 (73 --< •-i S2 < FR 2S 5R Hverfisgötu 33 Simi 20560 <73 SKRI FSTIIIFaVEICAR) HF (SKRi F£TOFKiyEtAR( MF) SKRl IFSTOFa VE f I Bökamarkaóurinn Í HÚSI IDNAÐARINS VIÐ INGÖLFSSTRÆTI

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.