Vísir - 12.03.1976, Page 6

Vísir - 12.03.1976, Page 6
Rœndi pófogauk 1 Old Bailey (refsirétti London) var l fyrsta skipti i gær i sögu rétt- arins dæmdur páfagauksræningi. Hann hanði brotist inn i gæludýra- verslun og stoliö þaðan bláum og gulum páfagauk sem kallaöur var Aggie. Skömmu eftir þjófnaðinn barst verslunareigandanum bréf þar sem krafist var 150 sterlingspunda lausnargjalds fyrir páfagaukinn. — Eigandinn fór til fundar við ræn- ingjann. En i stað þess að rétta ræningj- anum peningana, rétti hann honum einn á vangann, svo að ræninginn missti kassann með Aggie, sem flaug á brott. Lögreglan fann Aggie skömmu siöar og einnig ræningjann, sem fékk 18 mánaða skilorösbundinn fangelsisdóm. Klámmorðið í „Snuff" var þá sviðsett Rannsókn er nú lokið vegna hinna hryllilegu söguloka i klám- myndinni „Snuff”. New York-búar höfðu vakið athygli yfirvalda á myndinni, vegna þess að þar var sýnt hvernig stúlka' var brytjuð i spað. Þótti atriðið svo raun- verulegt, að grunur vaknaöi um, að morð hefði ekki verið sviðsett, heldur átt sér stað i raunveruleik- anum. — Auglýsingar gáfu það lika fyllilega i skyn. En niðurstaða rannsóknarinnar varð á þá leið, að atriðið hefði verið sviðsett, og kvikmyndamennirnir beitt ýmsum tæknibrögðum til að blekkja áhorfandann. M.a. var not- uð brúða. Myndin hefur vakið andstyggð margra, einkanlega rauðsokka, sem finnst myndin fiytja viðbjóðs- legan boðskap um hlutverk kon- unnar. — En yfirvöld telja sig samt ekki geta bannað sýningar á mynd- inni. Ernir verja sauði fyrir úlfum og refum Sovéskir fjárhirðar þjálfa gullna erni sérstaklega til að verja lömb fyrir úlfum og refum á beitilöndum i Kirghizia (i sovéska hluta Mið- Asiu). Tass skýrir frá þvi i gær, að ernir i eigu þriggja fjárhirða á sam- yrkjubúi um beitilönd i Pamir- fjöllum hafi drepið tylft úlfa og hundruð refa (fyrir utan alla hér- ana). — Er örnunum þakkað það að menn eru þarna nú óhultir með fjárhópana fyrir dýrbitum. Fjárhirðarnir þjálfa ernina, eins og áður var gert með fálka þjóð- höfðingjum til skemmtunar. Nema smalarnir eru ekki að þessu fyrir sportið, heldur nauðsynina. —-Einn örn, sé hann velþjálfaður, getur enst smalanum tuttugu ár. Þessir ernir hafa 2,5 metra vængjahaf og eru svo sterkir, að þeir geta hafiö sig á loft með full- vaxinn úlf i klónum. Láta þeir úlf- inn siðan detta niður á kletta. Lifi úlfurinn það af, endurtekur örninn bragðið, uns hann er ánægður með árangurinn. Um úlfinn er ekki spurt. m . ■_ Föstudagur 12. marz 1976 VISIR Harður árekstur Mjög harður órekstur varð i útjaöri Belgrad i Júgósiaviu i gær. Aætiunarbifreið frá Júgóslaviu og tveir vörufiutningabiiar frá Tyrklandi rákust þar á og höfnuðu utan vegar. Þrettán júgóslavar létu lífið en tuttugu slösuðust. — Myndin hér er frá slysstaðnum. Vigtarsvik í kom- verslun sjálfsögð Fyrrum eftirlitsmaður með kornvigtum i Bandarikjunum bar þvi vitni undir eiði i bandariska þinginu i gær, að vigtarsvik þættu sjálfsagður hiutur hjá flestum fyrirtækjum I kornversiun Bandarikjanna. Bar Jeese Rosen það fyrir land- búnaðarnefnd öldungadeildarinn- ar, að yfirmönnum margra korn- fyrirtækja væri vel kunnugt um, að svindlað væri á vigtinni fyrir- tækjunum i hag, þegar bændur legðu inn kornið. „Starfsmenn, sem mögla gegn þvi að taka þátt i svindlinu, eiga á hættu að verða sagt upp vinn- unni,” sagði Rosen. Þingnefndin hefur tekið upp þráðinn að nýju við rannsókn kornsvikamálsins, sem leitt hefur til þess að um sextiu eftirlitsmenn rikis og fleiri hafa verið dæmdir. — Flest svindltilvik, sem komist hefur upp um, áttu sér stað i New Orleans-umdæminu. Þingið hefur nú til athugunar, að rikið taki að sér eftirlit með kornvigtun i stað einkafyrirtækja hingað til. Rosen sagði, að brögð væru að þvi, að gæðaflokkar korns, sem sent væri til landa eins og Bangla- desh eða annarra þróunarrikja, væru ofmetnir. PATTY LÖGST í INFLÚENSU Réttarhlé hefur veriö gert I málaferlunum vegna Patriciu Hearst, þvi að hún er lögst i inflúensu. Patty var flutt úr fangaklefa sinum i gær og lögð inn á sjúkrahús, og eftir að læknar höfðu gengið úr skugga um, að það var flensa, sem að henni gekk, var hún flutt aftur i fangaklefann. Réttarhöldin hafa nú staðið sjö vikur, en gert er ráð fyrir að málflutningur haldi áfram á mánudaginn. "——--------------—— Leitað að týndu fórn- arlambi kláf- ferjuslyss Lögregla og hjálparsveitir leituöu i gær án árangurs að manni sem kallaður var týnda fórnarlambið I slysinu i Dóló- mitafjöllum á ítaliu, þegar kláfferja með 43 innanborðs hrapaði til jarðar, með þeim afleiðingum að 42 létust, en 14 ára stúika komst af. Sá sem leitað er að heitir Fabio Rustia, 39 ára gamall. 1 fyrstu var haldið að hann hafi farist i kláfferjunni ásamt konu sinni og tveimur sonur. En ættingjar þeirra sem hafa skoðað likin, segjast ekki sjá hann þar. Vangaveltur eru um að hann hafi ekki verið i kláfferjunni, heldur hafi ákveðið að fara niður fjallið á skiðum. Hann hafi svo fengið lost þegar hann sá ferjuklefann falla, og sé einhvers staðar á reiki i fjöll- unum. Stríðsgkepamenn hólpnir eftir áiið Simon Wiesenthal, sá sem helg- að hefur ævi sina leit að striðs- glæpamönnum nasista, segir, að fresturinn til að færa fyrir rétt meira en 100.000 striðsglæpa- menn þriðja rikisins sé að renna út. » Þessi austurriski gyðingur, sem átti t.d. drjúgan þátt i þvi, að israelar höfðu hendur i hári Adolfs Eichmanns, sagði i gær, að þúsundir striðsglæpamanna, sem enn leika lausum hala, gætu and- að léttar, þegar timamörkin, sem vestur-þýska stjórnin setti við árslok 1976, rynnu út. — Þá á sök striðsglæpamanna að vera fyrnd. Wiesenthal sagðist vita um i Bandarikjunum að minnsta kosti 62 fyrrverandi nasista, sem upp- vfsir hefðu oröið að striðsglæpum. Hann sagði, að þetta hefðu verið sjálfboðaliðar nasista i gjöreyð- ingarbúðum. Hann bar sig upp undan þvi, að skrifstofubáknið i Bandarikjun- um kæmi i veg fyrir, að þessir menn svöruðu til saka. Benti hann á, að það hefði tekið niu ár, frá þvi að hann fann fyrrverandi fangabúðastjóra i New York, og þar til sá sami fékkst framseldur Simon Wiesenthai ineð mynd af striðsglæpamanni og einum bilnum, sem nasistar notuðu til að flytja gyðinga I gasklefana, og höfðu þá rauöa krossinn til biekkingar.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.